Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4- Ljóska Ferdinand Smáfólk ANDTME‘1' MAVE A 5ECRETARV OF PEFEN5E AND A SECRETARV OF A6RICULTURE... ___ | BUT THEV DON T HAVE A 5ECRETARY OF BIRD5 50 YOU CAN NEVER BE THE SECRETARV OF BIRD5.. í VOURE \ » l'jK l RlGHT..U)H0 ) | / f V^CARE5? J í | Og þeir hafa varnarmálaráð- En þeir hafa ekki fuglamálaráð- Þú hefur rétt fyrir herra og landbúnaðarráð- herra svo að þú getur aldrei orð- þér... hverjum herra... ið fuglamálaráðherra ... stendur ekki á sama? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Stephanssjóð í stað Stephansstofu? Opið bréf til alþingismanna Frá Tryggva. V. Líndal: KÆRU Páll Pétursson og Mörður Ámason: Nú liggur fyrir Alþingi þings- ályktunartillaga frá ykkur, um stofnun „Stephansstofu", til að sinna málefnum Vestur-íslend- inga og afkomenda þeirra og ann- arra íslendinga erlendis. Eru uppi hugmyndir um að spyrða stofuna við Vesturfarasafnið á Hofsósi. Þó að eflaust sé einhver hagræð- ing í því, vil ég þó, sem almennur borgari, minna á allar hinar stofn- anirnar og hópana sem einnig væri hægt að beina slíkri starf- semi til. Þar er fyrst að nefna Vináttufé- lag íslands og Kanada, VÍK, sem ég veiti formennsku. En það hefur Kanada að sínu viðfangsefni; lýði þess og landshætti. í reynd hefur það þó frá stofnun sinni fyrir tveimur árum, lagt megin áherslu á umfjöllun um Vestur-Islendinga, vegna þarfar fólks fyrir eitthvert slíkt félag. Má segja að félagið sé í raun tilraun til að spyrða saman áhuga fólks á landsvinafélagi, fé- lagi um Vestur-íslendinga, og áhugafélagi um mannfræði. Vestur-Islendinganefnd VÍK var stofnuð til að hlaupa í skarðið fyrir Þjóðræknisfélagið hér á Is- landi, sem var þá mjög í láginni. Mannfræðinefnd VÍK var stofnuð til að taka upp hanskann fyrir hið burtsofnaða Félag áhugamanna um mannfræði. (En þess má geta að undirritaður nam mannfræði í Kanada.) Félagið hefur einkum starfað sem alþýðlegt fyrirlestrafélag og hafa fyrirlestramir verið margir og fjölsóttir. í stjórn okkar hafa m.a. setið fyrrum félagar í Þjóðræknisfélag- inu, fyrrum_ háskólanemar í Kanada frá íslandi, nýbúar frá Kanada á íslandi og starfsmaður ræðismannaskrifstofu Kanada á íslandi. Vikublaðið Lögberg-Heims- kringla, sem enn kemur út í Kanada, greinir frá fundum okkar. Næst má nefna Þjóðræknisfé- lagið á íslandi, en það er nú í uppsveiflu. Það beinist einkum að Vestur-íslendingum í Kanada og í Bandaríkjunum. Þá má nefna Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, er tengist Há- skólanum á Akureyri. En Vil- hjálmur var kanadískur ríkisborg- ari af íslenskum ættum, og land- könnuður, einkum í Kanada. Hann var mannfræðingur. Höfðar hann því til áhuga bæði Vestur-íslend- inganefndar VÍK og mannfræði- nefndar VÍK. Mannfræðingur hef- ur og verið starfsmaður hjá stofn- uninni og er vonandi að slík þjóð- fræðileg tengsl víki ekki alveg fyrir áherslu á náttúrufræðileg efni. Einnig má nefna stofnanir er tengjast Háskóla Islands og Vest- ur-Islendingum: Árnastofnun, Stofnun Sigurðar Nordal, ís- lenskudeild og enskudeild HÍ, Mannfræðistofnun, mannfræði- nefnd HÍ, mannfræðideild HÍ, og norrænu nefndina um kanadísk fræði. Ekki má heldur gleyma ræðis- mannsskrifofu Kanada á íslandi, en þar starfar fólk við að rækta tengsl okkar við Vestur-íslendinga í Kanada, svo og við aðra Kanada- menn; einkum þó á viðskiptasvið- inu. Af öðrum landsvinafélögum hér- lendis er tengjast Vestur-íslending- um eða Kanada, má nefna vináttu- félag Islands og Bandaríkjanna og Anglíu. Varðandi virkjun félaga- tengsla við íslendinga annars stað- ar en í Ameríku, má nefna Nor- rænu félögin á íslandi. Þá er að nefna Vesturfarasafnið á Hofsósi, svo sem vikið var að í upphafi. Einnig hefur verið starfandi þjóðræknisfélag á Akureyri, sem er nefnd utúr einu af Þjóðræknis- félögum íslendinga í Vesturheimi. Þá má telja samskiptanefnd utanríkisráðuneytis um Vestur- íslendinga, sem lauk störfum í fyrra, eftir að hafa safnað upplýs- ingum um fólk af íslenskum upp- runa í Kanada og Bandaríkjunum. Einnig safna- og listadeild menntamálaráðuneytis, sem hefur stutt menningarferðir þangað, ásamt utanríkisráðuneytinu. Flug- leiðir og Búnaðarsambandið hafa einnig staðið fyrir hópferðum þangað, sem og ferðafélög og tón- listarfélög. Á árum áður mun einnig hafa verið til þingmannanefnd, sem Jónas frá Hriflu stofnsetti, til að tryggja framlög til viðhalds sam- bandinu við Vestur-íslendinga. Lifir hún nú eflaust áfram í anda. Handritadeild og þjóðdeild Þjóð- arbókhlöðu má ekki gleyma, en þær varðveita og safna efni frá Vestur-íslendingum. Loks má nefna Sagnfræð- ingafélag íslands og Ættfræðifé- lagið, en þar eru áhugamenn um Vestur-íslendinga sem hægt væri að styrkja. Eðlilegast þætti mér ef um Stephansstyrk eða Stephanssjóð væri að ræða, fremur en Stephans- stofu; þangað gætu þá allir ofan- nefndir aðilar átt kost á að sækja um fé til tiltekinna verkefna. Þannig væru einnig mestar líkur á að um alþýðlega hópvirkni yrði að ræða, þegar upp væri staðið. TRYGGVIV. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.