Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Biðlistar í heilbrigðiskerfinu lengjast þrátt fyrir aukin afköst Andlát Mestur vandi á bæklunardeildum Aðrir biðlistar hafa flestir styst Á síðustu árum hefur innlögnum sjúklinga á sjúkrahús fjölgað og fleiri aðgerðir eru sömu- leiðis gerðar en áður. Þrátt fyrir það hefur sjúklingum á biðlistum ekki fækkað, en biðtími eftir aðgerð hefur styst. Þetta kemur fram í skýrslu heilbrigðisráð- herra um biðlista í heil- brigðiskerfínu. SAMTALS eru skráðir 3.372 sjúk- lingar á biðlista eftir læknisaðgerð- um og hefur þeim fjölgað um tæp- lega 800 frá árinu 1993 eða um 30%. Mestur vandi er í bæklunar- lækningum, en heilbrigðisráðuneyt- ið áformar að beina sérstakri fjár- veitingu til þessa málaflokks. Þetta kemur fram í skýrslu Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra, sem lögð var fram á Alþingi að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur al- þinjgismanns. I skýrslunni er lögð áhersla á að fjöldi sjúklinga segi ekki alla sögu um það vandamál sem við er að eiga. Þannig séu dæmi um að bið- tími sjúklinga eftir aðgerð hafi styst en sjúklingum hafi ekkert fækkað á biðlistum. í umræðu um biðlista hafí ekki verið gerður greinarmunur á flölda sjúklinga á biðlistum sem eru í bráðri þörf fyrir aðgerð og hinum sem eru í minni þörf og þeim sem auðveldlega geta beðið. Meg- inástæða fyrir því að biðlistar myndast í heilbrigðisþjónustunni sé í stórum dráttum sú að eftirspum eftir þjónustunni sé meiri en fram- boð á henni. Leiðir til úrbóta í skýrslunni er bent á að þetta vandamál tengist forgangsröðun í heilbriðgisþjónustu, en nefnd á veg- um heilbrigðisráðuneytisins og Læknafélags íslands er að skoða forgangsröðunina. Að mati skýrslu- höfunda er ekki almennur vilji til að fara þá leið hér á landi, að menn borgi sig framhjá biðlistunum. Það sé alþjóðleg niðurstaða að þar sem sjúklingur ber ekki kostnað af að- gerðinni sjálfur, þ.e.a.s. þar sem ríkið greiðir, séu biðlistar almennt lengri. Þar sem læknum sé greitt sérstaklega fyrir hveija aðgerð séu biðlistar að jafnaði styttri. Slíku afkastahvetjandi kerfí fylgi hins vegar ókostir. Kerfið sé að öllu jöfnu dýrara og sífelldar deilur standi um hvort gerðar séu ónauðsynlegar að- gerðir. í skýrslunni er bent á að óraunhæft sé að gera ráð fyrir að biðlistum eftir læknis- aðgerðum verði eytt algerlega og ekki sé víst að það sé æskilegt. T.d. þurfí sjúklingur oft tíma til að undirbúa sig undir aðgerð. Almennt séu menn sammála um að taka eigi menn af biðlistum sem ekki þurfi á aðgerð að halda. í öðru lagi, að koma á ítarlegu upplýsingakerfí um hveijir þeir eru sem bíða, hversu lengi þeir bíða og hvaða áhrif það hefur hvað varðar lyfjatöku, vinnu- fæmi og fjárhagsástand. í þriðja lagi, að koma á auknu jafnvægi til lengri tíma milli eftirspumar og framboðs, þannig að biðlistar og biðtími komist á ásættanlegt stig og haldist þar. Sjúkrarúmum fækkar Frá árinu 1990 hefur meðhöndl- un skurðsjúklinga utan sjiítala á dagdeildum stóraukist. A þessu tímabili hefur 90 rúmum á skurð- deildum verið lokað endanlega í Reykjavík og á Reykjanesi. Á sama tíma annast hjúkrunarfólk fleiri sjúklinga en verið hefur. Aukningin er 17,2% á hvert stöðugildi hjúkrun- arfræðinga. Innlögnum um allt land hefur fjölgað úr 44.502 í 48.441 frá 1990, en meðalrúmafjöldi hefur fækkað úr 1.091 niður í 1.003. Meðallegu- tími hefur styst úr 8,1 degi niður í 6,8. Þessar tölur segja þá sögu að afköst heilbrigðisþjónustunnar hafa aukist og vemleg hagræðing hefur orðið. Biðlisti eftir bæklunaraðgerðum lengist Um 1.300 manns bíða núna eft- ir bæklunaraðgerðum og er það lengsti biðlisti einnar sérgreinar. U.þ.b. 1.160 voru á biðlista eftir þessum aðgerðum 1991. Það tókst að fækka þeim niður undir 900 1992-93, en síðan hefurþeim fjölg- að aftur. Á þessu tímabili hafa komið til nýjar aðgerðir, bakspeng- ingar þar sem 180 manns bíða aðgerðar og hefur það veruleg áhrif á biðlistann. Yfirlæknar í bæklun- arlækningum telja að margir sjúklingar líði verulegar þjáningar, en sjúkdómur þeirra sé hins vegar ekki lífshættulegur. Margir óvinnufærir bíði eftir aðgerð. Læknarnir telja að stefna eigi að 3-4 mánaða hámarksbið eftir gerviliðaaðgerðum, en nú er bið- tíminn 9 mánuðir. Eðlilegur biðtími eftir bakspengingu sé 6 mánuðir en hann getur verið allt að 18 mánuðir. Miðað við þennan biðtíma væri eðlilegt að 600 manns væru á biðlista eftir bæklunaraðgerð, en 1.367 eru á biðlista í dag. í byijun janúar sl. biðu 55 full- orðnir sjúklingar og 8 böm eftir því að komast í hjartaaðgerð. Talsvert hafði fjölgað á þessum lista vikumar þar á undan vegna lokana deilda um jól og áramót. Á síðustu tveimur ámm hafa talsvert fleiri hjartaþræð- ingar verið gerðar en áður. Biðlisti eftir lýtaaðgerð hefur einnig styst vemlega á síðustu ámm eða úr 1.484 árið 1992 í 493 árið 1997. Biðlistar eftir þvagfæra- skurðaðgerðum hafa sömuleiðs ver- ið að styttast á síðustu árum. Ástandið er ásættanlegt að mati yfírlækna í greininni á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en biðlistar eru lengri á Landspítalanum. U.þ.b. 1.000 manns eru á bið- lista eftir háls-, nef- og eyrnaað- gerð og er algengur biðtími eftir aðgerð eins og hálskirtlatöku eitt ár. Að mati lækna er æskilegt að biðtíminn sé ekki lengri en fjórir mánuðir. 150-200 manns bíða eftir augnaðgerð. Biðlistinn hefur lengst tímabundið vegna flutnings augndeildar frá Landakoti upp á Landspítala. Með markvissum aðgerðum hef- ur tekist að koma málum á kvenna- deild Landspítala í það horf að bið- tími eftir almennum aðgerðum er óverulegur. 345 pör eru á biðlista glasafijóvgunardeildar og er listinn að styttast. í byijun febrúar biðu 57 eftir aðgerð á heila- og tauga- skurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Biðlisti hefur styst. Á biðlista geðdeildar Landspítal- ans eru um 200 manns og á bið- lista barnageðdeildar eru 93 börn og unglingar. Á fíkni- og fjölkvilla- deildum eru 74 á biðlista. Yfir- læknir geðdeildar Landspítalans telur öll mál sem þangað koma séu svo bráð að leysa verði úr þeim þegar í stað. Til að ná fullri uppbyggingu í öldrunarþjónustu er talið að bæta þurfí um 15% við þau rými sem fyrir eru í Reykjavík fram til ársins 2010 samkvæmt manníjöldaspá. Af 189 með mjög brýna þörf sem bíða eftir plássi á öldrunardeild eru um 70 á bráðasjúkrahúsum. 345 pör bíða eftir glasa- frjóvgun RAGNAR INGÓLFSSON RAGNAR Aðalsteinn Ingólfsson lést á Land- spítalanum 27. febr- úar síðast liðinn á sjö- tugasta og öðru ald- ursári. Ragnar fæddist 26. maí 1925 á Ólafs- firði, sonur Ingólfs Þorvaldssonar prests og Önnu Nordal. Ragnar lauk prófi frá Samvinnuskólan- um í Reykjavík 1944, starfaði á pósthúsinu í Reykjavík frá þeim tíma til 1945, á skrif- stofu Ríkisspítalanna 1946 og í Búnaðarbanka íslands frá 1947 til 1953. Hann var framkvæmda- stjóri Lýðveldisflokksins 1953-54, starfaði hjá Kr. Kristjánssyni hf. og Ford umboðinu 1954-60, og hjá Erni Clausen hrl. og Guðrúnu Erlendsdóttur hrl. frá 1960 til 1996. Hann var í stjóm skíðadeildar KR frá 1945-47, í aðalstjóm sama félags 1948-51, var formaður Skíðaráðs Reykjavíkur 1951-53, félagi í Karlakór Reykjavíkur frá 1951, fór margsinnis í utanferðir kórsins og stýrði mörgum þeirra. Hann sat í stjóm og varastjóm kórsins frá 1947, þar af var hann formaður 1963-76. Hann var formaður Sambands íslenskra karlakóra frá 1972 til 1975 og aftur 1977 en ritari þess 1976. Hann sat einnig í stjóm Sam- bands flytjenda og hljómplötuframleið- enda frá 1973, og í stjómamefnd Evrópu- sambands sjóstanga- veiðimanna. Ragnar var heiðursfélagi Karlakórs Reykjavíkur frá 1975 og Sambands íslenskra karlakóra frá sama ári. Hann var heiðursfé- lagi Guldbergs Akademiske Kor í Osló og karlakórsins Muntre Musikanter í Helsinki. Hann rit- stýrði og gaf út Allt um íþróttir 1950-52, og var útgefandi íþróttablaðsins Sport 1948-50, auk þess að skrifa talsvert um sönglist og íþróttir. Ragnar kvæntist Sigurborgu Siguijónsdóttur árið 1966. Hún lést árið 1986. Eftirlifandi eigin- kona hans er Björg Ingólfsdóttir. INGÓLFUR MÖLLER INGÓLFUR Möller, fyrrverandi skip- stjóri, lést laugardag- inn 1. mars síðastlið- inn, á áttugasta og fimmta aldursári. Ingólfur fæddist 13. febrúar 1913 í Reykjavík, sonur Jak- obs R.V. Möller ráð- herra og sendiherra og Þóru Guðrúnar Þórðardóttur Guð- johnsen. Ingólfur stundaði nám í Gagnfræða- skóla Reykvíkinga 1928-29, var háseti á varðskipum 1928:31 og á skipum Eimskipafélags íslands hf. 1931-34, lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1934 og var stýrimaður hjá Eimskipafélagi Reykjavíkur til 1939. Hann var hafnsögumaður í Reykjavík 1940-47, hafði umsjón með byggingu m/s Foldar (síðar Drangajökull) í Svíþjóð 1947 og var skipstjóri á því skipi frá þeim tíma til 1959. Hann hafði umsjón með byggingu fleiri skipa, þar á meðal m/s Langjökuls 1959 og var skipstjóri hans til 1961, m/s Drangajökuls 1961 og var skipstjóri hans 1961-64, og m/s Hof- sjökuls og var skip- stjóri hans 1964-66. Ingólfur var búða- stjóri hjá Fosskraft sf. við Búrfellsvirkjun 1966, ráðningarstjóri fyrirtæks- ins í Reykjavík til 1969, fulltrúi Eimskipafélags íslands við endur- skipulagningu flutningakerfa frá þeim tíma til 1972 og varð þá vöruafgreiðslustjóri félagsins auk þess að gegna störfum við hag- ræðingu til 1983. Hann kvæntist Skúlínu Bryn- hildi Skúladóttur árið 1936. Hún lést 1995. Þau eignuðust fímm börn og eru fjögur þeirra á lífí. SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR SIGRÚN Guðmunds- dóttir, húsmóðir frá Fagradal, lést á dval- arheimilinu Hjallatúni að morgni miðviku- dagsins 26. febrúar á 103. aldursári og mun hún hafa verið elsti íbúi Suðurlands. Sigrún var fædd 29. október 1894 í Heiðarseli í Skaftár- hreppi, flutti þaðan 2 ára að Eyrarbakka og bjó þar næstu sex árin eða þar til hún flutti að Fagradal 8 ára gömul og þar bjó hún ásamt eigin- manni sínum Ólafí Jakobssyni fram til 1960 þegar þau hættu búskap og fluttu til Víkur í Mýrdal. Síð- ustu æviárin dvaldi Sigrún á Dvalarheim- ilinu Hjallatúni í Vík. Sigrún og Ólafur eign- uðust 8 börn og 5 af börnunum lifa móður sína. Ólafur lést 18. júlí, 1985. Útför Sigrún fer fram frá Víkurkirkju kl. 14 laugardaginn 8. mars. I < < I I í \ i f f I i i I I i t I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.