Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.03.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Heyrið vella á heiðum hveri TONLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Verk eftir Byrd, Þorkel Slgurbjöms- son, Guðrúnu Böðvarsdóttur, Jón Nordal, Jakob Hallgrímsson, Bruckner, Glúm Gylfason, Björgvin Guðmundsson, Pál ísólfsson og Haydn. Graduale-kórinn, Unglinga- kór Selfosskirkju og Kammersveit Langholtskirkju. Stjómendur: Jón Stefánsson og Glúmur Gylfason. Langholtskirkju, laugardaginn 1. marz kl. 16. GRADUALEKÓR Langholts- kirkju (stofnaður 1991 en ekki 1981 eins og stóð í Mbl. 28.2. sl.) og Unglingakór Selfosskirkju (st. 1988) héldu í sameiningu tónleika fyrir 3 árum er kváðu hafa tekizt vel, en þar var m.a. flutt Gloria eftir Vivaldi. Nú endurtóku kór- arnir leikinn á laugardaginn var með sameiginlegum og fjölsóttum tónleikum í Langholtskirkju, og var viðamesta verkefni kóranna að þessu sinni Missa Brevis (Litla orgelmessan) í B-dúr eftir Joseph Haydn. Af kynjahlutföllum í þessum tveim kórum - 2-41 í GL og 2-22 í US - virðist mega álykta, að kóráhugi pilta sé jafn dræmur og hann er mikill hjá unglingsstúlk- um. Þetta skýrir sig sjálft að hluta, þar sem 12-16 ára aldurinn er viðkvæmur vegna raddbreytinga, en engu að síður verkaði nærri því algjör fjarvera pilta fremur sláandi, og má f því sambandi kannski kalla undantekninguna frá reglunni, drengjakórinn í Laugarnesi, hálfgert kraftaverk. Margir ef ekki flestir unglingakór- ar hér á suðvesturhominu a.m.k. eru því í raun réttnefndir stúlkna- kórar og hljóma í samræmi við það. Hjómur drengjasóprana þykir töluvert öðruvísi en unglings- stúlkna og fínnst mörgum er til þekkja fágætur; eflaust líka vegna takmarkaðs framboðs. Var skemmtilegt að heyra á Unglinga- kór Selfosskirkju, að þótt líffræði- legar staðreyndir væru á móti, þá bar hljómur 1. sóprans töluverðan keim af tærum drengjasópran, hvort sem það var smekk kórstjór- ans alfarið að þakka eða líka (eða einkum?) framlagi kórfélagans Höllu Drafnar Jónsdóttur, er söng einsöng í íslands lag. Agaður söngur Gradualekórs Langholtskirkju bar vott um, að kórstjórinn hefur úr stærra mann- vali að spila en Selfyssingar og getur leyft sér þann munað að gera verulegar inntökukröfur. Slíkt ætti að tryggja flestu kór- starfí fljúgandi start, enda var inntónun á þeim bæ nánast lýta- laus og heildarhljómur bjartur og fagur. Átti þetta reyndar líka við US, nema hvað hann hafði stund- um örlitla tilhneigingu til að síga og renna sér milli tóna. Annars Sýningn Sigríðar Gísladóttur að ljúka SÍÐASTI sýningardagur Sig- ríðar Gísladóttur í Galleríi Horninu er í dag, miðvikudag. Sýningin ber yfírskriftina „Lurkur" og segir í kynningu, að viðfangsefnið í málverkum Sigríðar sé kvenpostular byggðir á ásjónum valkyrja í Staðarsveit. er varla hægt að segja að maður hafí saknað neins í afar áferðarfal- legum flutningi kóranna, nema ef vera skyldi sterkari 2. sóprans og alts, því þó að jafnvægi væri gott upp á miðsvið, þá bar 1. sópran hinar raddimar ofurliði þegar far- ið var upp fyrir. Þetta fullveldi efstu raddar er að vísu spurning um persónulegan smekk, e.t.v. líka hefð, og mun algengt ef ekki ríkj- andi í blönduðum kórum, en því hlutfallslega óþarfari virðist manni ægishjálmur 1. sóprans í stúlkna- kór, að tónsviðið er minna en í blönduðum kór og ekki veitir af þeirri sérstöku fyllingu sem jafn- ræði milli radda gefur. Vera má þó að erfítt sé að eiga við styrkris ungmenna á efra sóprantónsviði, þegar m.a.s. þrautreyndar at- vinnusöngkonur virðast margar eiga fullt í fangi með það. Kóramir sungu fyrst saman tvö lög, þriggja radda keðju a capp- ella í undirferand og undiráttund á göngu upp að altarispalli eftir brezka endurreisnarmeistarann William Byrd, Non nobis Domine, en síðan Te Deum eftir Þorkel Sigurbjömsson við píanóundirleik Lára Bryndísar Éggertsdóttur; fallegt lítið verk þar sem rennileg- ur samtímatónblær, að virtist skyldur anda amerískra þjóðlaga, gekk upp í æðri og lotningarfulla heild. Söng þar Regína Unnur Ólafsdóttur nokkrar einsöngs- strófur af þokka. Gradualekórinn tók þá einn við og flutti Á föstudaginn langa eftir Guðrúnu Böðvarsdóttur, perluna Salutatio Mariae eftir Jón Nordal og negrasálminn This little light of mine, sem stúlkurnar sungu með sveiflu, er píanóleikarinn ungi náði ekki alveg að fylgja, þrátt fyrir snöfurlegan leik í flesta staði. Þá var komið að Selfyssingum, er fluttu laglegt stykki eftir Jakob Hallgrímsson, Ó, undur lífs, Locus iste eftir Bruckner og Líknargjaf- inn eftir stjórnandann, Glúm Gylfason, en síðast fyrir hlé sungu báðir kórar saman íslands lag eft- ir Björgvin puðmundsson og hið tignarlega Úr útsæ rísa íslands fjöll eftir Pál ísólfsson, dæmigerð svarrandi karlakórslög, er tilbreyt- ing var að í þessari sjaldheyrðu englaraddaútfærslu. Sá ljóður var á ráði tónleika- skrár — að prentvillum slepptum - að geta þess ekki hvað væri umskrifað fyrir jafnar raddir og hver það hefði gert, en það átti væntanlega við Litlu orgelmessu Haydns eftir hlé (og a.m.k. Locus iste þar á undan). Ekki kom held- ur fram nafn einsöngvarans í Benedictus-þætti messunnar, og var það því bagalegra sem söng- konan, á að gizka um tvítugt, reyndist hlutverkinu vaxnari, en þar var greinilega gott efni á ferð. Þurfti undirr. að spyijast fyrir meðal tónleikagesta um hver ætti þessa í senn björtu og hlýju sópr- anrödd, en það kvað hafa verið Valgerður Guðrún Guðnadóttir, er mun hafa vakið nokkra eftirtekt fyrir túlkun á Maríu Magdalenu í Jesus Christ Superstar-uppfærslu Verzlunarskólans fyrir fáeinum áram. Með sameinuðum kröftum beggja kóra lék 10 manna Kamm- ersveit Langholtskirkju og Glúmur Gylfason á orgelpósitíf undir stjóm Jóns Stefánssonar, og komst feg- urð og glæsileiki þessa vínarklass- íska kirkjutónverks vel til skila í vönduðum og innlifuðum flutningi allra, þó að strengimir hefðu stundum mátt vera ögn fleiri til að hafa í við rúmlega 60 tápmiklar ungmennaraddir. Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Rætt um tilgang og lífshamingjuna i saunabaði. Þetta snýst ekki um ykkur Spunaverkefni Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum o g Leikfélags Fljótsdalshéraðs Egilsstöðum. Morgunblaðið. „ÞETTA snýst ekki um ykkur“ er fyrsta samstarfs- verkefni Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum og Leikfélags Fljótsdalshéraðs. Verkið er hug- mynda- og spunaverk og hafa nemendur og leikfélag- ar ásamt leikstjóra, Gunnari Gunnsteinssyni, unnið að því síðan í desember. Leikritið gerist úti á landi og fjallar um sex manneskjur sem hittast til þess að kveðja æskuvinkonu Maríu sem framið hefur sjálfsmorð. Þau hafa fjarlægst hvert annað og ákveða að eyða einni nótt saman í sumarbústað eins og í gamla daga. Þar draga þau fram minningar úr for- tíðinni þegar þau voru yngri. „Þetta snýst ekki um ykkur“ er gamanleikrit með alvarlegum undirtón. Spurt er spurninga semáhorfendur eru látnir um að svara hver fyrir sig. í verkinu er komið inn á lygina, aðallega sjálfslygina, samkynhneigð, sjálfs- morð, kynlíf, sykursýki, kynferðislega misnotkun og hamingjuna. Leikarar á sviði eru 14 talsins, flestir nemendur Menntaskólans en um 35 manns koma að sýningunni á einn eða annan hátt. Leikritið er sýnt á Hótel Valaskjálf Egilsstöðum og eru áætlaðar sjö sýningar. Frægðar- för LEIKLIST Lciklistarfélag Menntaskólans v i ð S u n d FAME Leikstjóri: Ástrós Gunnarsdóttir Leikendur: Kata, Ásdis, Snorri, Benni, Þórður, Gummi, Aðalheiður, Þóra, Sara, Anna Sigga, Ami, Ýrr, Sæmundur. Hljómsveit: Egill Vignis- son, Guðmundur Þorvaldsson, Steinn R. Hermannsson, Ingólfur Jóhannes- son, Helgi Guðbjartsson. íslensku óperunni, 2. mars. ÞAÐ ER íjölmennur hópur MS- inga sem hefur tekið þátt í að setja upp þetta frægðarstykki, sem frægt er hér á landi sem sjónvarpsþátta- röð. Leikurinn gerist í listaháskóla í Bandaríkjunum og þangað hafa MS-ingar á æfingu. hópast mörg hæfileikabúntin og vilja verða fræg, og það helst í gær. Þau komast þó að því, að list- in er harður húsbóndi. Það er auð- séð að MS-ingar hafa haft gaman af því að setja þetta verk á fjalirn- ar, því það sem á vantar í framsögn og leikrænni tjáningu bæta þau flestöll upp með leikgleðinni. Í Fame eru dansar mikið atriði og margir hveijir erfíðir. Hér hefur leikstjórinn, Ástrós Gunnarsdóttir, reynt að sníða nemendunum stakk eftir vexti. Einkum sýndi Aðalheið- ur Halldórsdóttir góða takta, og líka var gaman að sjá danssporin hjá Benna. Snorri og Ásdís hafa efnivið í ágætar raddir og Ýrr skapaði skemmtilega týpu þar sem fór lambakótelettan. Þótt hljómsveitin hafí verið hulin sjónum mestallan tímann átti hún dijúgan þátt í að gera þessa sýn- ingu að því sem hún er: Fjörugt ungt fólk í listrænni mótun. Guðbrandur Gíslason Undir regnboganum KVIKMYNOIR iiáskóiabíó REGNBOGINN „RAINBOW" ★ Leikstjóri: Bob Hoskins. Handrit: Ashley og Robert Sidaway. Tónlist: Alan Reeves. Kvikmyndataka: Freddie Francis. Aðalhlutverk: Bob Hoskins, Dan Aykroyd, Saul Rubin- ek, Jacob Tiemey, Willie Lavendahl. First Independent 1995. ÞESSI furðulega samsuða er fyrsta leikstjómarverk breska leik- arans Bobs Hoskins og heitir Regnboginn. Hún er bama- og fjöl- skyldumynd og fantasía um krakka sem komast inn í regnboga og berast á undursamlegan hátt og með heldur óspennandi tækni- brellum alla leið yfír Bandaríkin frá New York til Kansas. Er þar komin visun í Galdrakarlinn í Oz en annars eiga þessar tvær regn- boganmyndir ekkert sameiginlegt. Reyndar er hugmyndin að baki Regnbogans ekki vond og hún fel- ur í sér boðskap um umgengni mannsins við náttúruna, svo sem mjög er áberandi í þijúbíómyndum dagsins. Krakkamir taka með sér efni úr regnboganum, sem sagt er að séu nauðsynleg tilveru okkar, og brátt fara litirnir að dofna í umhverfinu og fólk að æsast og slást á götum úti þar til engu er líkara en heimsendir sé í nánd. Hins vegar vinnur Hopkins þannig úr efninu að maður fær á tilfinn- inguna að hann hafí ekki vitað að hann var leikstjórinn. Hann fer með eitt aðalhutverkið og virðist ekki hafa ráðið við mikið meira. Flest er gert með hangandi hendi. Bæði er leikurinn slappur og stíg- andi og spenna í frásögninni ákaf- lega lítil. Andleysi einkennir allt yfirbragð myndarinnar og einhvers konar meðalmennska og viðvan- ingsbragur, sem skrifast á Hosk- ins. Reyndar hefur hann ekki úr miklu að moða því að slepptri gmnnhugmyndinni er handritið ekki upp á marga físka. Samtöl leiftra ekki beint af snilli og sagan er marflöt. Auðvitað er um barna- mynd að ræða en það á ekki að gera minni kröfur tii framleiðenda þeirra en annarra. Hoskins hefur tekist að gera Regnboga að ger- samlega litlausu fyrirbæri. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.