Morgunblaðið - 16.03.1997, Page 1

Morgunblaðið - 16.03.1997, Page 1
96 SIÐUR B/C/D 63. TBL. 85. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS HUGAÐ AÐ FUGLUNUMINEPJUNNI Morgunblaðið/Árni Sæberg Ringnlreið í þriðju stærstu borg Zaire Flugvöllurinn í Kisangani fallinn Kinshasa. Reuter. UPPREISNARMENN lögðu í gær undir sig alþjóðaflugvöllinn í Kisangani, þriðju stærstu borg Zaire, eftir harðan bardaga í hálfan sólarhring. Stjórnarhermenn rændu og rupl- uðu í borginni áður en þeir lögðu á flótta, að sögn stjórnarerindreka og starfsmanna hjálparstofnana. Kisangani er höfuðvígi stjórnarhersins í gagnsókn hans gegn uppreisnarmönnum, sem hafa náð stórum svæðum í austurhluta lands- ins á sitt vald. Serbneskir málaliðar og banda- menn hersins úr röðum rúandískra hútúa hafa barist þar með stjórnarhermönnunum. Ringulreið var í Kisangani og margir íbú- anna, sem eru hálf milljón, söfnuðust saman við Zaire-fljót í von um að komast í burtu á bátum. Frönsk herflugvél Ienti á lítilli flug- braut í borginni til að flytja 15 útlendinga á brott. Félli borgin yrði það mesti ósigur stjórnar- hersins frá því uppreisnarmennirnir, sem eru flestir tútsar, hófu sókn sína í austurhluta landsins í október. Markmið þeirra er að steypa Mobutu Sese Seko forseta, sem hefur lengst af verið erlendis frá því í ágúst þegar hann gekkst undir skurðaðgerð vegna krabba- meins í blöðruhálskirtli. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna frestaði á föstudag umræðu um ályktun þar sem skorað er á uppreisnarmennina að fallast á vopna- hlé. Ástæðan var sögð sú að miðað hefði í samkomulagsátt í viðræðum við leiðtoga upp- reisnarmannanna, Laurent Kabila, sem hefur þó ekki Iéð máls á vopnahléi fyrr en samninga- viðræður hefjist um framtíð Zaire. Starfsmenn hjálparstofnana sögðu í gær að margir rúandískir hútúar hefðu dáið af völdum hungurs og sjúkdóma á flótta undan uppreisnarmönnunum. Margir þeirra voru svo máttfarnir að þeir urðu að skilja eftir börn sín í frumskóginum. Rúmlega 100.000 flóttamenn komust til bæjarins Ubundu, sem er skammt frá Kisang- ani, og erfiðlega hefur gengið að koma til þeirra matvælum og lyfjum þar sem regntíma- bilið er hafið. Hvatt til íhlutunar í Albaníu London, Tirana. Reuter. CARL Bildt, sem stjórnar uppbyggingar- starfinu í Bosníu, skoraði í gær á vestræn ríki að senda hersveitir til Albaníu og binda enda á upplausnina og stjórnleysið í landinu. „Takmörkuð hemaðaríhlutun virðist nauðsynleg til að sýna að Evrópuríkin séu staðráðin í að taka á hættum í öryggismál- um og greiða fyrir nauðsynlegu hjálpar- starfi og kosningum," sagði Bildt. „Þar með yrðu einnig send þau skilaboð til annarra svæða í Evrópu að ríkin myndu bregðast af meiri ákveðni við atburðum sem stofna friði í hættu en í upphafi átakanna í Júgó- slavíu.“ Þýska stjórnin kvaðst ekki ætla að senda hermenn til Albaníu og hafa „miklar efasemdir“ um að íhlutun væri ráðleg. Nokkuð dró úr ólgunni í Tirana í gær- morgun og bandarískar herþyrlur héldu áfram að flytja þaðan bandaríska borgara. Flutningunum var hætt á föstudag vegna árása á þyrlurnar og Vesturlandabúa á leið úr borginni. Svíar í Noregi fá áfallahjálp SÆNSKIR nýbúar i Noregi geta nú fengið áfallahjálp vegna „menningar- áfallsins" sem þeir verða fyrir meðal Norðmanna. Sænski hjúkrunarfræð- ingurinn Ove Tangenhoff hefur birt auglýsingar í norskum blöðum þar sem hann býður Svíum upp á viðtals- tíma til að hjálpa þeim að fá útrás fyrir gremju sína í garð Norðmanna og laga sig að norska samfélaginu. Tangenhoff segir í viðtali við Aften- posten að skýr menningarlegur munur sé á frændþjóðunum tveimur og hann byggir þá skoðun sína á eigin reynslu og samtölum við Svía sem búa í Nor- egi. Hann telur Svía mun agaðri og að allt sé miklu lausara í reipunum hjá Norðmönnum. „Norðmenn fá sér ekki heitan mat í morgunverð. Brauðsneið með mysu- osti nægir ekki, þeir verða þess vegna þreyttir og gleymnir þegar líður á daginn," segir hann. „Svíar lifa til að vinna, en Norðmenn vinna til að lifa. Svíar eru metnir eftir því hversu fljót- virkir, nákvæmir og samviskusamir þeir eru í vinnunni. Norðmenn eru notalegir í umgengni og taka vinnuna ekki eins alvarlega. Þeir yppta aðeins öxlum þegar þeir ljúka ekki verkinu á réttum tíma. Svíar geta fyllst ör- væntingu vegna slíkra hluta.“ Tangenhoff kveðst leggja áherslu á að Svíar í Noregi læri „að taka lífinu létt, eins og Norðmenn, en haldi samt samviskuseminni og heita morgun- verðinum". Yarað við óflysj- uðum eplum BRESKA stjórnin hefur ráðlagt for- eldrum að þvo og afhýða ávexti áður en þeir eru borðaðir eftir að rannsókn leiddi í Ijós að epli og ferskjur eru stundum með allt að fjórum sinnum meira af skordýraeitri en reglur um hollustuvernd kveða á um. Stjórnin lagði þó áherslu á að ekki væri ástæða til að forðast ávexti þar sem leifarnar af skordýraeitrinu væru í flestum til- vikum langt undir hættumörkum. „Hins vegar reyndist lítill hluti epla og ferskna, meðal annars innfluttra, vera með meira af leifunum en æski- legt er.“ Þetta vandamál bætist við kúariðu- fárið og ótta margra Breta við að snæða tilbúna kjötrétti vegna frétta um banvænar matareitranir. Viðhorfs- kannanir benda til þess að margir Bret- ar tortryggi yfirlýsingar stjórnarinnar í þessum efnum og viðvörunin vegna ávaxtanna þykir ekki likleg til að bæta ímynd hennar meðal neytenda. BREYTTUM 22 LIFIÐ ER MÉR GOTT NÚNA JEPPUM SUÐURSKAUTSLANDIÐ 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.