Morgunblaðið - 16.03.1997, Page 22

Morgunblaðið - 16.03.1997, Page 22
22 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Tveir íslenskir ökumenn eru að undirbúa för með tvo breytta Toyota-jeppa frá Arctic Trucks á Suðurskautslandið í haust. Bílamir verða í þjónustu Sænsku pólstofnunarinnar og notaðir við hinar ------------ — ——— ■ ■ erfíðustu aðstæðutóLiiutninga og vísindarannsókna. Guðni Einarsson ræddi við Loft Asgeirsson )g ökumennina Frey Jónsson og Jón Svanþórsson um þessa ævintýraferð. hjá Arctic T FORSAGA þess að ís- lenskir fjallajeppar leggja á slóðir mörgæsa er orðin löng. Jón Svanþórs- son, rannsóknarlögreglu- maður, las árið 1987 grein eftir íslandsvininn sir Peter Scott um Suðurskauts- landið í tímaritinu Nati- onal Geographic. Þess má geta að sir Peter var son- ur pólfarans Roberts F. Scott sem komst á pólinn, næst á eftir Amundsen, en sneri ekki aftur úr þeirri ferð. „Ég las þessa grein og bilaðist," segir Jón su rannsóknarstöðvanna Wasa og Svea á Dronning Maud landi. Meðal ann- ars munu leiðangursmenn stunda ýmsar jöklarannsóknir og þykktar- mælingar í þriggja vikna ferð um hásléttu Suðurskautslandsins. Sænska pólstofnunin kostar dvöl ís- lendinganna á Suðurskautslandinu. Jeppar frá Arctic Trucks „Jón kom til okkar fyrir tveimur árum og spurði hvort við hefðum áhuga á því að fara með breytta bíla til Suðurskautslandsins," sagði Loft- ur Ágústsson, deildarstjóri auka- hlutadeildar Toyota. Þeir hjá P. Samúelssyni veltu þessari hugmynd fyrir sér og ákváðu síðan að slá til. KAUTSLANDHI og hlær. Hann varð hugfanginn af eyðilandinu _ í há- suður frá íslandi, sökkti sér í bækur, las um landkönnuði og pólfara, keypti sér kort og gleypti í sig allt sem hann komst yfír um Suð- urskautslandið. Fljótlega vakn- aði sá ásetningur að komast á þessar fjarlægu slóðir. „Þegar ég talaði um það við menn þá horfðu þeir á mig eins og ég væri bilaður. Ég bölvaði því oft að vera fæddur á vitlausri öld; að fá ekki að taka þátt í ferðum landkönnuðanna," segir Jón. Á tíma- bili var hann búinn að telja nokkra fé- laga inn á að fara með sér þama suð- ureftir. Þeir hættu við einn af öðrum, enda breytast að- stæður manna á löngum tíma. Morgunblaðið/Kristinn LEIÐANGURSMENNIRNIR Freyr Jónsson og Jón Svanþórsson við annan Toyota-jeppann sem þeir fara með á Suður- skautslandið. Stefnt er að því að breyta báðum jeppunum fyrir vorið svo hægt sé að þrautreyna þá fyrir leiðangurinn í haust. Jepparnir, sem Arctic Tours leggur til fararinnar, verða settir á 44“ dekk, búnir skriðgír, og breytt samkvæmt reynslu íslenskra fjallamanna undanfarin 20 ár. ísienskt hugvit tll ferðalaga Á Suðurskauts- landinu er hvorki vegakerfi né hafnir og ferðalög erfið. Vísindamenn sem starfa á Suður- skautslandinu hafa helst notast við snjóbíla til þungaflutninga. Snjóbíl- amir eru dýrir, hægfara og eyðslu- frekir en örugg farartæki. Eins eru vélsleðar mikið notaðir en gallinn við þá er að þeir flytja ekki mikið, eyða miklu og veita ekkert skjól gegn óveðrum. Jón sá í hendi sér að fjalla- jeppar, breyttir að hætti íslenskra jeppakarla, gætu hentað vel til ferða- laga um Suðurskautslandið. Jeppam- ir kosta ekki nema brot af verði snjó- bíls. beir eru hagkvæmir í rekstri og eyða minna eldsneyti miðað við burð- ar- og dráttargetu en nokkurt farar- tæki sem nú er notað á Suðurskauts- landinu. Jón komst í samband við sænska vísindamenn hjá Sænsku pólstofnun- inni (SWEDARP) en Svíar hafa stundað margþættar rannsóknir á Suðurskautslandinu um árabil. Hann bar hugmyndina um íslensku jeppana undir Svíana og var henni strax tek- ið vinsamlega. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar, Olie Melander, og samstarfsmaður hans, Ulf Hedman, komu hingað 1994. Þeir fóru í jeppa- leiðangra þar sem reyndi á hæfni bílanna í snjóakstri. Svíarnir sann- færðust um ágæti íslensku jeppanna og töldu vel raunhæft að nota þá á Suðurskautslandinu. Eftir langan undirbúning hefur verið ákveðið að þeir Jón Svanþórs- son og Freyr Jónsson taki þátt í þriggja mánaða löngum leiðangri SWEDARP á Suðurskautslandið næsta vetur. Farið verður til sænsku Þar vó þungt að á sama tíma fór mjög vaxandi áhugi útlendinga á þeirri tækni sem hér hefur verið þró- uð til aksturs í snjó. Margar fyrir- spumir bárust að utan og breyttir bílar voru seldir til Noregs, Þýska- lands og Grænlands. Ferð á Suður- skautslandið var kjörin til að beina athygli enn fleiri að íslensku jeppun- um. Þátttaka P. Samúelssonar í leið- angrinum verður í nafni dótturfyrir- tækisins Arctic Trucks, sem vinnur að markaðssetningu breyttra jeppa erlendis. Fyrirtækið mun leggja fram tvo nýja og breytta Toyota Landcru- iser jeppa af stærri gerðinni. Leitað verður styrktaraðila vegna ýmislegs annars búnaðar sem þarf til fararinn- ar, fatnaðar, myndavéla, ferðakostn- aðar og fleira. Jeppunum verður breytt hjá auka- hlutadeild P. Samúelssonar í Kópa- vogi og stjómar Freyr Jónsson tæknifræðingur því verki. Freyr er mjög reyndur jeppamaður, á að baki marga kílómetra í snjó og á jöklum, hefur verið ökumaður í leiðöngrum Jöklarannsóknafélagsins og unnið við jeppabreytingar hjá Toyota í mörg ár. Freyr verður ökumaður annars jeppans á Suðurskautsland- inu og mun viðhald bílanna einnig vera að miklu leyti á hans herðum. Jón Svanþórsson mun aka hinum bílnum. Áætlað er að ljúka breytingum á fyrri bílnum nú fyrir páskana. Þá hefst reynsluakstur og endurbætur ef þörf er á. Bílarnir verða með ýmsum sérbúnaði, umfram það sem þarf hér á landi, til dæmis spmngu- grindum, sérstökum hitunarbúnaði vegna kuldans, 220V rafli vegna tölva og annarra tækja sem verða í bílunum. Þrlggja mánaða lelðangur Bílamir fara í skip í október í haust og eiga að verða komnir til Höfðaborgar í Suður-Afríku hinn 24. nóvember. Þar safnast leiðangurs- menn saman víða að úr heiminum. Öllum búnaði verður skipað um borð í ísbijót sem flytur leiðangurinn að ísrcndinni við Suðurskautslandið. Siglingin frá Suður-Afríku tekur um hálfan mánuð, enda er sjóleiðin álíka og frá íslandi til Norfoik í Bandaríkjunum. Jón segir að ef leið- angursmenn verði heppnir þá geti þeir lagst upp að röndinni á Riiser- Larsen íshellunni um 150 kílómetra frá meginlandinu, Dronning Maud landi, hinn 20. desember næstkom- andi. Áætlaður lendingarstaður er beint suður af Ingólfshöfða. Annars verði að leggjast upp að lagnaðarísn- um, sem þó ætti að hafa brotnað frá því þetta verður um hásumar á Suð- urskautslandinu. í fyrsta áfanga verður ekið eftir stikaðri leið yflr ísinn að sænsku bækistöðinni Wasa sem er í 300 metra hæð yfír sjávarmáli, við tinda (nunatak) sem standa upp úr íshell- unni á meginlandinu. Rétt hjá henni er fínnska rannsóknarstöðin Aboa. Frá Wasa liggur leiðin 200 kíló- metra inn í landið að Svea rannsókn- arstöðinni sem er við Heimafrontfjel- len við brún hásléttunnar. Frá Svea- stöðinni verður ekið inn á snævi- þakta hásléttuna og farið allt upp í um 3.000 metra hæð á jöklinum. Áfangastaður leiðangursmanna er 77°S og 0°V. Dvaiið verður á há- sléttunni í tvær vikur við rannsókn- ir. Áætlað er að eknir verði 3-5 þúsund kílómetrar þar til aftur verð- ur komið til Wasa bækistöðvarinnar. í jeppunum verða íssjár, líkar þeim sem notaðar hafa verið á Vatna- jökli, og á að nota þær til að mæla þykkt jökulhellunnar. I bílunum verð- ur einnig tölvubúnaður af ýmsu tagi og gera bílarnir vísindamönnunum kieift að vinna að ýmissi úrvinnslu gagna úti á ísnum. Þá er ætlunin að láta bílana draga vistarverur leið- angursmanna. vid hjálpum------------- MEÐ ÞINNI hjálp Þ ú getur tekið þátt í að viðhalda lífsvon karla, kvenna og barna í neyð með því að hringja í síma 562 6722 og gerast styrktarfélagi Hjálparsjóðs Rauða kross íslands. Framlög þín renna óskipt til hjálparstarfs Rauða kross íslands erlendis. Fú færð reglulega upplýsingar um hvernig við verjum fénu. Þú ákveður hve mikið, hve oít og hvenær þú greiðir. + RAUÐI KROSS ISLANDS A plús, auglýsingastofa ehi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.