Morgunblaðið - 16.03.1997, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
■J
SKOÐUN
• •
SVAR VIÐ GREIN
BJORGVINS TÓMASSONAR
ORGELSMIÐS
ÞRIÐJUDAGINN 18. febrúar sl.
birtist grein eftir þig, Björgvin Tóm-
asson orgelsmiður, í Morgunblaðinu
>Og bar hún yfirskriftina „Opið bréf
til söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar“.
Það sem kom mér mest á óvart við
lestur greinarinnar var það alræðis-
vald sem þú telur mig hafa í sam-
bandi við kaup á orgelum og jafnvel
það að ég misnoti aðstöðu mína.
Sjálfur get ég ekki séð í hvaða til-
gangi það ætti að vera, því aldrei
hef ég haft neinn fjárhagslegan
ávinning af orgelkaupum hingað til
landsins.
Þú kvartar undan því í
grein þinni að ég hafí
aldrei sest niður með þér
við orgel þín, segir
Haukur Guðlaugsson
í svari til Björgvins org-
elsmiðs. Ekki hefði
staðið á því, hefðir þú
Kynning orgela
óskað þess og er ég til
Þegar kaupa á orgel í kirkju, get
ég upplýst, að ekki er nærri alltaf
leitað til okkar í orgelnefnd þjóðkirkj-
unnar, en sé það gert, þá höfum við
— joftast haft þann háttinn á, að fara
með sóknarnefndina, organistann og
stundum prestinn, í kynnisför og
skoða orgel í Reykjavík og nágrenni
og stundum víðar. Hefur þá verið
spilað á hijóðfærin, ýmsir möguleikar
þeirra sýndir, og hafa orgel þín verið
skoðuð eins og önnur hljóðfæri. Mig
minnir samt, að í einu tilfelli hafi
sóknamefndin ekki haft nægan tíma
til að fara upp í Mosfellssveit. Ég
man eftir í einu slíku tilviki er orgel
þitt í Lágafellskirkju var skoðað, að
þá varst þú sjálfur viðstaddur og ég
^•sagði við þig að mér þætti þetta
besta orgelið sem þú hefðir smíðað
til þessa. Þegar þú varst að smíða
kórorgel í Akureyrarkirkju, þá var
staddur hér á landi forstjóri Marcuss-
en & Son-orgelsmiðjunnar í Dan-
mörku. Fékk ég hann til þess að
koma til þín í því skyni að sýna hon-
um hvað hér væri að gerast á þessu
sviði. Lauk hann lofsorði á handverk
þitt og það fékkst þú að heyra. Ekki
var samt spilað á orgelið, þar sem
smíðinni var ekki lokið. Það er því
ekki rétt að ég hafi aldrei tjáð mig
um orgel þín að þér viðstöddum. Ég
hef ætíð reynt það í þessum ferðum
með sóknamefndum, organistum og
prestum, að halda mér sem mest
—Lhlutlausum til þess að þessir aðilar
myndi sér sjálfstæða skoðun á hljóð-
færunum. Ég reyni að koma með
gagnlegar ábendingar og miðla af
reynslu minni. Samt hlýtur mér að
leyfast að hafa sjálfstæða skoðun á
þess albúinn.
Til þess að allt yrði sem
best undirbúið lagði ég
leið mína til Þorláks-
hafnar á laugardegi,
undirbjó mig sem best
ég gat í kirkjunni fyrir
tónleikana sem vom
svo haldnir á sunnudeg-
inum. Lék ég þar m.a.
verk sem sýndu vel alla
möguleika hljóðfæris-
ins. Fyrir viku var ég
staddur úti á landi og
hringdi þá til mín
myndlistarkennari úr
Iðnskólanum í Reykja-
vík og var þá að safna
myndum af innlendri
listhönnun, sem bundin
var við síðasta ár.
Haukur
Guðlaugsson
því, hverskonar hljóðfæri henti best.
Eitt sinn komu sóknamefnd, prestur
og organisti frá Höfn í Homafírði
og vildu kynna sér orgel hér fyrir
sunnan. Þeir skoðuðu mörg orgel í
kirkjum á Stór-Reykjarvíkursvæðinu
og fóm meðal annars upp í Mosfells-
sveit, því þá var orgel þitt ekki kom-
ið í Digraneskirkju, sem stendur því
framar. Þegar þeirri skoðunarferð
var lokið, vom menn samt ekki bún-
ir að ákveða sig. Einnig var skoðað
orgel Ketils Siguijónssonar í Vikur-
kirkju. Tii þess að fá meiri yfirsýn
lögðu sömu menn leið sína frá Höfn
í Homafirði til Neskaupstaðar og
skoðuðu P. Bruhn-orgelið þar. Eftir
það var síðan ákvörðunin tekin. í lok
þessarar greinar er stutt yfirlýsing
frá biskupsritara, Baldri Kristjáns-
syni, en hann var þá prestur við
Hafnarkirkju.
Þú segir í grein þinni að þegar
orgelin í Þorlákskirkju og Hafnar-
kirkju vom vígð, hafi ég tekið orgel
P. Bmhn framyfir þitt. Hið rétta í
þessu máli er, að í fyrstu var vígsla
orgelsins í Þorlákskirkju ákveðin 3.
nóvember og var ég beðinn að spila
við þá athöfn. Þannig stendur það í
dagbók minni. Síðan var vígslunni
frestað til 17. nóvember. Hittist það
þannig á að á þeim sama degi var
vígsla orgels Hafnarkirkju, þar sem
ég átti að leika. Samkomulag varð
því um að í stað vígslunnar í Þorláks-
kirkju tæki ég þátt í aðventutónleik-
um sem haldnir voru þremur vikum
síðar, eða sunnudaginn 8. desember.
Höfðu þeir helst í huga að mynda
orgel Þorlákskirkju, en ég benti þeim
eindregið á að fara frekar á Eyrar-
bakka, þar sem einnig er nýsmíðað
orgel eftir þig, þar sem ég taldi að
myndrænt séð kæmi það ennþá betur
út en orgelið í Þorlákskirkju. Þessi
könnun þeirra félaga var vegna til-
nefningar fyrir DV, en vegna veðurs
komust þeir á hvomgan staðinn í
tæka tíð.
Þegar prófessor Gerhard Dickel
hélt hér fímm orgeltónleika í tengsl-
um við organistanámskeiðið sl. sum-
ar, valdi ég fímm orgel til þeirra
tónleika. Eitt af þeim var orgelið í
Digraneskirkju, sem þú smíðaðir. Á
eftir bað ég hann um úttekt á öllum
fimm orgelunum. Getur þú og þeir
sem vilja séð að ég hef á engan hátt
sett þig til hliðar, eins og þú heldur
fram í grein þinni. Enginn getur
borið mér það á brýn, hvað smíðina
sjálfa snertir, að ég hafi ekki verið
ánægður með það sem frá þinni hendi
hefur komið og samstarfsmönnum
þínum. Sem samstarfsmenn hefur
þú fengið til liðs við þig bráðflinka
smiði, og þess hafa þeir líka fengið
að njóta í umsögn frá þér. Það tel
ég mjög jákvætt fyrir þig.
Þú kvartar undan því í grein þinni
að ég hafi aldrei sest niður með þér
við orgel þín. Ekki hefði staðið á
þvi, hefðir þú óskað þess og er ég
til þess albúinn. Myndi ég þá frá
minni hálfu vilja taka upp þráðinn
aftur um ýmis atriði varðandi orgel-
in, sem við höfum áður rætt símleið-
is, svo sem val á aðstoð-
armanni við lokastig
hljóðfærisins, þ.e.
hljómhönnunina (inton-
ationina), sem ég hef
lagt svo mikla áherslu á
en ekki hefur orðið sam-
komulag um. Mættir þú
þar og í ýmsu öðru sýna
meiri sveigjanleika.
Þú vitnar í útvarps-
þáttinn (sem ég heyrði
ekki) „Samfélagið í
nærmynd" og hafði ég
í fyrradag samband við
varaformann sóknar-
nefndar Kópavogs-
kirkju, því ég kannaðist
hreint ekki við þau um-
mæli, að ég hefði talið
hann til Pálmars Áma Sigurbergs-
sonar. Við skoðuðum píanó hjá hon-
um og þar fann hann hentugt notað
píanó á góðu verði sem hann keypti.
Umboðslaun vegna orgelkaupa
þekkjast ekkí
þetta vera of stórt verkefni fyrir þig.
Ég veit heldur ekki hvernig þessi
ummæli hefðu átt að koma til, vegna
þess að organisti kirkjunnar var með
áhuga á allt öðru hljóðfæri og þá
fyrst og fremst á orgeli frá Marcuss-
en & Son (áhugi sem síðar breyttist
yfir í P. Bmhn). Sama var að segja
um organistann í Neskaupstað. Taldi
varaformaður sóknamefndar að
þarna myndi einhveiju hafa verið
blandað saman og þessi fullyrðing
þín sé því alls ekki rétt. Er þetta
mér því óviðkomandi.
Ég hef áður fengið ásakanir um
að ég misnotaði vald mitt, og ert þú
ekki einn um það, en hljóðfærasali
nokkur kærði mig fyrir núverandi
biskupi, herra Ólafi Skúlasyni, og
taldi að ég misnotaði aðstöðu mína,
þannig að flyglar þeir sem kæmu inn
í kirkjur landsins væm eftir minni
ábendingu allir keyptir hjá sama
aðila, þ.e.a.s. mági mínum, Leifi H.
Magnússyni. Það er þó þannig að
sama væri til hvaða sóknamefndar
væri leitað, menn fengju ætíð sömu
svörin, að ég hefði þar hvergi komið
nærri. Skýringuna á því hversu mörg
hljóðfæri hafa verið keypt frá Leifi
H. Magnússyni inn í kirkjur landsins
tel ég vera þá, að hann er með þekkt
merki eins og Steinway & Sons,
Bösendorfer og Fazioli. Hins vegar
aðstoðaði ég eitt sinn organista utan
af landi við að kaupa sér píanó. Ég
fór með honum fyrst til Leifs og við
skoðuðum það sem þar var á boðstól-
um. Síðan fór ég meðal annars með
Fyrr á tímum var embætti söng-
málastjóra með umboð fyrir.Walcker-
orgelin þýsku. Forveri minn í starfi,
dr. Róbert A. Ottósson, fékk þá ásök-
un að hann þæði umboðslaun fyrir
sjálfan sig. Þeir sem þekktu Róbert
vita að þar var um algjöra fjarstæðu
að ræða. Róbert notaði umboðslaunin
sem fengust af þessum orgelum ein-
göngu í ferðakostnað organista, þeg-
ar taka þurfti út ný orgel og var ég
undirritaður eitt sinn sendur til Ól-
afsvíkur í því skyni. Þegar ég kom
að þessu starfi eftir lát Róberts, var
því til á bankabók allnokkur upphæð
og var bókin á nafni embættis söng-
málastjóra. Síðar tóku ráðuneytis-
menn þá ákvörðun, að allir sérsjóðir
sem voru hjá hinum ýmsu stofnunum
skyldu lagðir inn hjá ríkisféhirði. Tók
ég þessa peninga þá út með eigin
hendi og lagði þá inn á reikning
embættisins. Hef ég því óræka sönn-
un þess að Róbert notaði aldrei þessa
peninga fyrir sjálfan sig. Þykir mér
vænt um að geta leiðrétt það í þess-
ari grein þó þetta komi málinu ekki
beint við, en sýnir samt vissa hluti.
Nú í dag þekkjast hvorki umboðs-
menn né umboðslaun hér á iandi í
sambandi við orgelkaup. Ég vil samt
geta þess, að þegar ég eftir langa
leit fann fyrirtæki sem seldi harmón-
íum (stofuorgel), buðu þeir umboðs-
laun sem voru 20% af söluverði hljóð-
færisins. Ég bað þá um að þau yrðu
dregin frá söluverðinu og þannig eru
öll hljóðfæri frá því fyrirtæki af-
greidd, með 20% afslætti, og njóta
kirkjumar þess. Allir reikningar eru
útfærðir á þann hátt og getur hver
sem er sannfærst um það sem þá
skoðar.
Þú hefur oft haft orð á því í fjöl-
miðlum, að nauðsynlegt sé að hljóð-
færasmíðin sé ávallt boðin út. En
eins og við vitum báðir, hefur mjög
oft verið leitað til þín beint, af sókn-
amefndum. Höfum hvorki ég né aðr-
ir úr orgelnefndinni komið nálægt
neinu og þú oftast leitað til annarra
en orgelnefndarinnar, sjálfsagt
ágætra manna og rætt tilhögun,
raddaval o.fl. Var þar því ekki um
neina samkeppni að ræða né útboð,
sem margir hefðu getað tekið þátt
í. Biskup hefur í bréfi til presta og
sóknamefnda farið þess á leit að
ætíð sé leitað til orgelnefndar þjóð-
kirkjunnar, en á því hefur oft orðið
misbrestur. Uppstokkun og endur-
skoðun þyrfti því að eiga sér stað,
jafnvel þótt orgelflóra landsins sé af
flestöllum hátt lofuð og rómuð sem
einstök. í lögum um söngmálastjóra
og Tónskóla þjóðkirkjunnar frá 1981
segir m.a. í 2. grein: .. . Hann hefur
jafnframt samstarf við sóknarpresta
og sóknarnefndir og er þeim til að-
JÁKVÆÐ MYND
AF HEIMINUM
LJÓSGEISLINN...
er Ijósmyndinni
jafnmikll lífgjafi og
hann er öllu öðru
í umhverfi okkar.
Augnablik..
/
!
»
VIÐ FHAMKÖLLUM..
❖ ÞÚ SMELLIR AF...
MINNINGAR...
AUGNABLDC...
í andliti og landslagi
fellur saman í Ijósi
og skugga á filmunni.
Þessi augnablik verða
minningar...
sem filman geymir.
Filman er þín
minningahirsla og
það verður að fara
vel með hana.
Þegar þú smellir af...
þarftu ekki aö vera
að hugsa um hvernig
myndin framkallast
á pappír,
Við framköllum...
fyrir þig filmuna og
leggjum okkur fram
við að veita þér
eins góða þjónustu
og við getum.
Svo erum við jafn væn
við umhverfið...
ss? 'í4.;r-rl
mm
f?Wi