Morgunblaðið - 16.03.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
I
f
I
.
9
stoðar við ráðningu organista og
útvegun og val kirkjuhljóðfæra (Tilv.
lýkur). Nýrra laga er að vænta vegna
breytinga á starfsháttum þjóðkirkj-
unnar.
Mikilvægi hljómsins
Það sem organistar leita mjög eft-
ir, þegar valið er nýtt hljóðfæri, er
auðvitað að hljóðfærið sé vel smíðað
og svo síðast en ekki síst að hljómur-
inn sé góður. Ef við berum saman
hvernig því er háttað með píanó-
kaup, hef ég stundum hugleitt það,
þegar maður sér í hljóðfæraverslun
tvo flygla sem eru nákvæmlega eins
að stærð og útliti, en verðið á öðrum
er ein milljón en á hinum hins vegar
fjórar milljónir. Þetta sýnir, hvað
hljómurinn er gífurlega hátt metinn
hjá tónlistarfólki. Þegar orgelin í
Digranes-, Þorláks- og Eyrarbakka-
kirkju voru nær tilbúin og búið að
setja þau upp í kirkjumar, en
Tzschöckel, hinn þýski aðstoðarmað-
ur þinn, hafði enn ekki haft tíma til
að koma og aðstoða við loka hljóm-
hönnun (venjulega eru tveir við slíkt),
og ég var spurður um álit á þessum
hljóðfærum, svaraði ég þvi ætíð til,
að þau lofuðu mjög góðu, og er ég
þess fullviss að þú hefur heyrt þau
ummæli mín. Þú veist líka, að ég
hef lagt mikla áherslu á, að orgelin
séu ekki tekin í notkun fyrr en þau
eru fullfrágengin, því ég tel það
óréttlátt gagnvart þér sem smið. Þá
hef ég lagt ríka áherslu á það, að
ekki sé rekið á eftir orgelsmiðum við
þennan síðasta lokafrágang hljóð-
færanna (en það er hljómhönnunin).
Eg man líka eftir orgeli Digranes-
kirkju, þegar beðið var eftir Tzschöc-
kel til þess að aðstoða þig við að
ganga endanlega frá hljómhönnun-
inni, að til tals kom að þar yrðu orgel-
tónieikar. Ég lagðist mjög gegn því
af sömu ástæðu.
I tvö skipti hef ég verið beðinn
að velja orgel. Annað skiptið var
þegar til stóð að kaupa orgelið í
Fella- og Hólakirkju. Þá kom að
máli við mig organisti kirkjunnar,
Guðný M. Magnúsdóttir, og bað mig
að velja með sér hvaða tegund yrði
keypt. Ég hafði þá kynnst hinum
frábæru hljóðfærum frá Marcussen
& Son, sem Albrecht Buchholtz hafði
„intonerað", vel að merkja. Mælti ég
þá með hljóðfæri frá Marcussen, að
því tilskildu að Buchholtz sæi um
hljómhönnun. í hitt skiptið var eftir
minni ábendingu samið um að Ketill
Siguijónsson smíðaði orgel Víkur-
kirkju, en Buchholtz hafði áður fall-
ist á að „intonera" það. Því miður
gat ekki orðið af því að Buchholtz
annaðist hljómhönnunina að öllu
leyti, en hann fékk öll C-in í hljóðfær-
inu (55 pípur) send til Danmerkur
og lagði grunn að því hvemig hljóð-
færið skyldi hljóma. Samstarfsmaður
hans og nemandi í verksmiðjunni
kom síðan í hans stað og vann verk-
ið til enda með Katli.
Nú er Buchholtz hættur störfum
fyrir aldurs sakir, en snilldar hans
njótum við samt áfram. Til fróðleiks
vil ég geta þess að „intonationin" á
orgeli Fella- og Hólakirkju tók Buc-
hholtz tæpa 600 klukkutíma og er
þar um 23 radda orgel að ræða.
Hljómhönnunin á orgeli Víkurkirkju,
sem er 11 raddir, tók þá félaga tæpa
400 klukkutíma. (Námsferill Ketils
er annar en þinn. Ketill var lærður
smiður er hann fór í stutt nám í orgel-
smíði í Frakklandi. Hann hefur há-
skólamenntun og fæmi í erlendum
málum og gat því lesið sér til og
kynnt sér allt það bóklega, sem menn
annars læra á skólabekk.) Þegar hér
var komið sögu hafði Ketill aðeins
smíðað eitt orgel, sem er í Nýja tón-
listarskólanum hjá Ragnari Bjöms-
syni, og var Víkurorgelip því annað
hljóðfæri hans í röðinni. Á ferli sínum
í orgelsmíði hefur Ketill til þessa
smíðað þijú hljóðfæri, en þú Björvin
hefur nú þegar smíðað íjórtán. Tvö
þau síðustu, í Þorlákskirkju og ekki
síst Eyrarbakkakirlqu, eru þau bestu
sem frá þinni hendi hafa komið, að
mér finnst. Ekki síst vegna þinna
síðustu orgela byggi ég ósk mína I
fyrri grein minni að góð orgel, bæði
innlend og erlend, komi í kirkjur
landsins. Þú kaust samt að skilja það
á annan hátt, jafnvel þótt ég viti að
þú hafðir heyrt jákvæðar umsagnir
mínar um síðustu hljóðfæri þín. Við
orgel Þorlákskirkju naust þú aðstoð-
ar kennara þíns, Tzschöckels, en við
Eyrarbakkaorgelið skilst mér að
hann hafi komið minna við sögu.
Báðir hafíð þið Ketill fengið viður-
kenningar erlendis frá, þú nú síðast
frá prófessor Dickel í Hamborg og
fleirum fyrir orgelið í Digraneskirkju,
og Ketill frá organista Péturskirkj-
unnar í Róm, James Goettsche, og
síðast en ekki síst fékk orgel Víkur-
kirkju mjög góða umsögn frá Marc-
ussen & Son-fyrirtækinu í Dan-
mörku. Í úttekt sinni á orgelum, sem
prófessor Dickel lék á i Reykjavík,
segir hann í niðurlagsorðum: „Hinni
öfundsverðu orgelflóru í Reykja-
víkurborg gef ég fortakslaust mína
bestu einkunn.11
Órökstuddar fullyrðingar
Þú telur í grein þinni að öll orgel-
in frá P. Bruhn hafí verið valin eftir
minni ábendingu. Fyrsta orgelið frá
P. Bruhn sem kom til landsins fór
til Dalvíkur og báðu prestur og sókn-
arnefnd íslenskan organista sem bú-
settur er i Noregi að kanna gæði
þessara hljóðfæra og skoðaði hann
tvö orgel frá verksmiðjunni. Endan-
lega ákvörðun með orgelið í Áskirkju
tók organisti kirkjunnar ásamt öðr-
um íslenskum organista svo sem
fram kom á tónleikunum eftir vígsl-
una. Þegar kom að því að kaupa
orgel í kirkjuna í Neskaupstað, fór
organistinn og hitti mig, en ég var
þá staddur í Þýskalandi í tengslum
við kirkjuleg hátíðahöld í Austur-
Þýskalandi. Skoðuðum við saman
nokkur orgel í Austur-Þýskalandi
sem að vísu voru á mjög hagstæðu
verði og báru hið. gamla og þekkta
nafn „Sauer“. Við skoðuðum einnig
tvö austur-þýsk orgel í Hamborg svo
og dönsk orgel. Karl August Bruhn
kom síðar sérstaklega til Neskaup-
staðar að eigin frumkvæði, án allra
skuldbindinga. Þá voru kaupin
ákveðin af heimamönnum. Varðandi
ísafjarðarorgelið, þar sem þú tókst
þátt í lokuðu tilboði, náðist ekki sam-
komulag af einhveijum ástæðum.
Orgelnefnd ísafjarðarkirkju tók sína
sjálfstæðu ákvörðun um orgelkaupin
eftir að hafa talað við fjölmarga að-
ila, orgelnefnd og organista. Um
orgelin á Höfn og í Kópavogskirkju
er getið um hér að framan í grein-
inni. Öll þessi orgel sagðir þú í grein
þinni að hefðu verið keypt eftir minni
ábendingu.
Með þessum orðum vil ég taka
fram, að þetta verða lokaorð mín í
þessu máli. Ég vil enda þessar línur
á því að reyna að feta í fótspor föð-
ur míns, með orðum hans í fýrstu
og einu blaðagreininni sem hann
skrifaði. Hann var þá á tíræðisaldri
að svara skrifum samferðamanns.
Skrifaði þá gamli maðurinn: „Og
erfí ég þetta svo ekki frekar við þig.“
Haukur Guðlaugsson
P.S. Rétt í þessu kemur svargrein
frá Ragnari Bjömssyni. Ég vil aðeins
upplýsa hann um tvö af þeim atriðum
sem hann var ekki öruggur með.
Hann hélt að ég hefði ráðið kaupun-
um á orgeli Akraneskirkju, en ég var
hættur sem organisti við kirkjuna 7
árum áður en orgelið var keypt. Þá-
verandi organisti valdi orgelið upp á
eigin spýtur og væntanlega raddir
þess í samráði við verksmiðjuna. Mér
var sýnd raddskipanin og kom ég
með tillögu um að þremur röddum
yrði breytt, þar sem mér fannst sem
um endurtekningu væri að ræða, en
við þvl var ekki orðið. Nú gengur
lífið sinn vanagang, nema að orgelið
í Dómkirkjunni hefur 31 rödd + 2
tr. (ekki 38). Hvorki ég eða aðrir í
orgelnefnd þjóðkirkjunnar né þú
komum að þeim kaupum.
Kveðja.
Haukur.
Yfirlýsing biskupsritara
Að beiðni söngmálastjóra Hauks
Guðlaugssonar skal tekið fram að
hann átti engan þátt í því að ákveða
hvaðan Hafnarsöfnuður keypti orgel
á sínum tíma. Eins og í öðrum málum
sem unnin eru í Homafírði var stað-
ið mjög faglega að öllum undirbún-
ingi. M.a. var hlustað á nær öll nýleg
orgel á landinu. Leitað var til söng-
málastjóra um ráðgjöf. Hann gaf
okkur ýmsar nytsamar ábendingar
en var ófáanlegur til að gera upp á
milli orgelsmiða.
23. febrúar 1997,
Baldur Kristjánsson (sign.)
Höfundur er söngmálastjóri
Þjóðkirkjunnar.
SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 31
iX
n
\
UMHVEIRJFIÐ...
og við erum viö þig.
Við sendum framköllunar-
vökvann í endurvinnslu.
Silfrið af filmunum
sem leysist upp
í framköllunarferlinu,
það fer líka í endurvinnslu
og endar svo kannski
sem silfurskeið í munni
- einhvers staðar úti í
heimi. Jákvaeð mynd...
sfc JÁKVÆD MYND...
er óvenjulegt fyrirtæki
sem vill koma
þér á óvart
með hlýlegri þjónustu
og smekkvísi í frágangi
á myndunum þínum.
Hugsaðu jákvætt.
$ FRÁMKÖLLUN TIL FYRJRMYNDAR sjc
Við viljum skila þér myndunum betri en þú áttir
von á. Við stækkum myndirnar með hvítum
kanti, setjum þær í vandaða öskju sem fer vel
með þær, fer vel í hillu og fer vel með umhverfið.
Ef þú vilt veita myndunum þínum fallega og
sérstaka umgjörð eigum við til sérsmíðaða
ramma og smekklegar myndamöppur.
Við byggjum orðstír okkar á því að framkalla
myndirnar þínar með eins jákvæðum hætti fyrir
umhverfið og mögulegt er. Hugsaðu jákvætt.
4%
J Á K V Æ Ð
0«
M Y N D
Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2. sími 581 2219, sfmbróf 588 9709.
Lfka oplö ó laugardögum fró kl. 10:CX) - 14:00.
- ■ gy-r-v
'émém