Morgunblaðið - 16.03.1997, Page 34

Morgunblaðið - 16.03.1997, Page 34
34 SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 MINIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNÍNA A UÐ UNSDÓTTIR + Jónína Auðuns- dóttir fæddist í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 14. ágúst 1945. Hún lést á Landspítalanum 9. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Soffíu Gísladóttur, hús- móður, og Auðuns Pálssonar, bónda þar og að Bakka í Ólfusi, og síðar verkamanns á Sel- fossi. Soffía fædd- ist 25. september 1907, dóttir hjónanna Gísla Gestssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur í Suður-Nýjabæ í Þykkvabæ. Hún lifir dóttur sína og býr nú á Elliheimilinu Grund í Reykjavik. Auðunn var fæddur 10. maí 1908. Hann lést af slysförum 18. janúar 1966. Foreldrar hans voru hjónin Sigriður Guðmunds- dóttir og Páll Auðunsson frá Nikulásarhúsum í Fljótshlíð. Jónína var sjöunda í röðinni af átta systkinum. Þau eru í aldursröð: Páll, f. 12. október 1934, kvæntur Önnu Margréti Þorláksdóttur, f. 3. mai 1938; Gísli Gunnar, f. 5. janúar 1937, kvænt- ur Katrínu Ey- mundsdóttur, f. 23. apríl 1942; Sigríður, f. 20. apríl 1939, gift Birgi Halldórssyni, 21. september d. 26. ágúst 1996; Guðmunda Auður, f. 21. júní 1940, gift Hermanni Ágúst, f. 9. ágúst 1933; Kristin, f. 3. nóvember 1942, gift Hafsteini Hjaltasyni, f. 26. nóvember 1942; Þuríður Guðmunda, f. 12. nóv- ember 1943, d. 10. maí 1944; Ólafur, f. 11. júní 1947, giftur Sigríði Kristínu Jónsdóttur, f. 3. mars 1948. Jónína giftist eftirlifandi manni sínum, Gunnbirni Guð- mundssyni, f. 23. febrúar 1944, prentara í Prentsmiðjunni Odda, hinn 27. desember 1975. Gunn- björn er sonur hjónanna Guð- mundar Kr. Guðmundssonar, f. 15. ágúst 1897, d. 12. janúar 1961, skipstjóra á ísafirði, og Sigurjónu Jónasdóttur, f. 14. janúar 1903, d. 9. september 1954, húsmóður. Börn Jóninu og Gunnbjörns eru Stefán Kristján, f. 3. júlí 1976, stúdent, og Eva Guðrún, f. 17. október 1979, nemi. Dóttir Jónínu og Sævars Larsen er Kolbrún Sævarsdótt- ir, f. 7. ágúst 1964, lögfræðing- ur, nú við framhaldsnám í Kaup- mannahöfn. Dóttir Gunnbjörns og Ernu Eiríksdóttur er Áshild- ur Bragadóttir stjórnmálafræð- ingur. Jónína og Gunnbjörn bjuggu fyrstu hjúskaparárin i Breið- holtinu, en keyptu raðhús í Graf- arvoginum 1988 og hafa búið þar síðan. Jónína ólst upp í foreldrahús- um að Bakka í Olfusi og síðar á Selfossi. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla aust- urbæjar 1962. Starfaði næstu árin hjá Mjólkurbúi Flóamanna, en hóf störf hjá pósthúsinu á Selfossi 1965. Flutti til Reykja- víkur 1972 og starfaði fyrst á aðalpósthúsinu í Austurstræti. Lauk námi í Póstmannaskólan- um og gerðist útibússtjóri á pósthúsinu i Breiðholti 1974. Lét af því starfi 1976, þegar fjöl- skyldan stækkaði, en var í hálfu starfi á pósthúsinu til 1988. Hóf þá störf sem skrifstofumaður þjá Sjóvá-Almennum trygging- um og starfaði þar til dauða- dags. Jónína verður jarðsungin frá Grensáskirkju mánudaginn 17. mars og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jónína heitin hóf störf hjá Al- mennum tryggingum hf., síðar Sjóvá-Almennum, við fjármálaþjón- ustu um mitt ár 1988 og þá fyrst sem gjaldkeri. Okkur samstarfs- mönnum hennar varð fljótlega ljóst að hér fór ákveðin og greind kona, sem stóð fyrir sínu. En skjótt skip- ast veður í lofti. Um haustið veikist Jónína af því meini sem nú hefur borið hana ofurliði, þrátt fyrir ótrú- legan baráttuvilja hennar og löngun til þess að fá að vera lengur með fjölskyldu sinni og vinum. Eftir stendur hún í hugum okkar, sem fylgdumst með hetjulegri baráttu hennar í öll þessi ár, sem hetja, hetja hversdagsleikans sem lét aldr- ei bugast. Hin síðari ár varð hún að minnka við sig vinnu, því úthald- ið fór þverrandi. Flesta daga mætti hún þó til vinnu og vann sín verk- efni hljóðlega og samviskusamlega þótt þjáð væri. Mér finnst órúlegt að ekki skuli vera nema fjórar vikur síðan hún stóð með okkur í vikulega fimmtudagskaffinu, róleg og yfir- veguð. En svona er lífið, því fær enginn breytt upp á sitt einsdæmi þótt viljinn sé sterkur. Fyrir hönd Sjóvá-Almennra trygginga hf. votta ég ættingjum og vinum innilega samúð vegna fráfalls Jónínu Auð- unsdóttur. Við lærðum mikið af návist hennar. Sigurður Sigurkarlsson. Mig Iangar að kveðja hana Jón- ínu mágkonu mína með nokkrum orðum. Hún var úr stórri barnafjöl- skyldu eins og ég, reyndar sami barnafjöldi eða átta systkini. Hún var yngst þeirra og sú sem fer fyrst. Eg held að við höfum líka verið nokkuð líkt aldar upp, þar sem áhersla var lögð á heiðarleika, samviskusemi og það að standa undir sjálfum sér. Hún var mikil fjölskyldumanneskja og ræktaði garðinn sinn við vini og ættingja. Hún féll ótrúlega vel inn í okkar skapstóru fjölskyldu og sýndi okk- ur mikla ræktarsemi enda lærði hún listina að taka fólk eins og það er. Hún var sjálf afskaplega dag- farsprúð, og hæglát að eðlisfari en heilsteyptur persónuleiki. Hún stóð föst á sínu ef henni fannst það réttlætismál en sýndi líka skilning á skoðunum annarra. Hún gat líka komið manni á óvart og verið hrók- ur alls fagnaðar áður en veikindin komu upp og lumaði þá gjarnan á góðum brandara í góðra vina hópi. Já, fjölskyldan í Funafold 20 hefur misst mikið eða hvaða rétt- læti er í því að þurfa að sjá á eft- ir eiginkonu og móður 1 blóma lífs- ins? Því getur enginn svarað. Hún veiktist af krabbameini fyrst 1988 þannig að baráttan var löng og ströng. Það var mikið áfall fyrir fjölskyldurnar þegar þetta gerðist en allir vonuðu þá að hún kæmist yfir þetta og sjálf var hún bjart- sýn. Seinna tók það sig upp og ágerðist eftir því sem lengra leið. Hún var sannkölluð hetja í þessari baráttu, hennar vopn var trúin sem var óbifanleg. Þegar krabbameinið tók sig upp í seinna skiptið hringdi hún í mig og sagði mér frá því. Samtalið endaði á því að hún hug- hreysti mig frekar en öfugt. En mér er alltaf minnisstætt að hún sagði: „Helga mín, það eina sem ég bið ykkur um er að biðja fyrir mér,“ og það held ég að allir henn- ar nánustu hafi gert. Það sá ekki mikið á henni í þess- um veikindum og oft viidi maður bara loka á og hugsa, kannske það sé ekki eins slæmt og maður held- ur. En það var bara vegna þess hve vel hún bar sig og leit eigin- lega of vel út til þess að maður tryði því hve veik hún var. En ekki dettur mér annað í hug en að hún hafi átt sínar erfiðu stundir og vakað í angist yfir því að yfirgefa börnin sín sem voru henni svo kær. Elsku Kolbrún, Stefán og Eva, ég veit að allt það góða, sem hún mamma ykkar kenndi ykkur, á eftir að skila sér í ykkar verkum. Heimili hennar og Gunnbjöms er gott heimili, þar sem allt er í röð og reglu, þar var ekki kastað til höndum því hvort sem það var heimilið eða vinnustaðumn var reglusemi og snyrtimennska í fyrir- rúmi. Hún þurfti ekki að lengi að liggja á sjúkrahúsi í lokin, það varð bara rúmlega vika. Hann bróðir minn hefur staðið sig eins og hetja í þessum miklu veikindum og staðið eins og klettur síðustu vikuna. Elskulegi bróðir minn, Kolbrún, Stefán, og Eva, kæra Soffía og systkini ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi góður guð fylgja hugrakkri mágkonu minni á ókunnum vegum. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo bijóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláann voginn. (Davið Stefánsson.) Helga og fjölskylda. Þegar ég horfi yfir farinn veg til að minnast góðrar mágkonu er mér efst í huga hve alltaf var bjart yfir henni. Það er svo ótrúlega mikil birta yfir minningunum um Jónínu þrátt fyrir að síðustu átta ár lifði hún við ógn krabbameinsins. Fæstir gera sér grein fyrir hve gífurlegt álag það er bæði fyrir þann sem í hlut á en líka fyrir makann og bömin. Ég kynntist henni þegar hún og Gunnbjöm bróðir fóru að vera sam- an en þau giftu sig 27. desember 1975. Jónína var falleg stúlka, há og grannvaxin, Ijóshærð og bar sig vel. Hún var ákaflega aðlaðandi og var óspör á sitt breiða glaða bros. Það var samdóma álit okkar systk- inanna að það hefði verið mikil gæfa fyrir bróður okkar að eignast Jónínu að lífsförunaut. Gunnbjörn var langyngstur átta systkina, sem á þessum tíma höfðu verið gift lengi, búin að eignast börn og jafn- vel bamaböm en Jónína var fljót að gera þessa stóru fjölskyldu hans að sinni. Hún var alveg sérstaklega ræktarsöm að eðlisfari og var dug- leg að halda sambandi við þá sem henni var annt um. Það gerði hún bæði á ljúfan og hlýjan hátt. Milli okkar Jónínu þróaðist vin- átta og trúnaður sem er mér mikils virði á þessari erfíðu kveðjustund. Stefán, eldra barn þeirra Gunn- bjöms sem nú stendur á tvítugu, er jafnaldri yngri sonar míns og það tengdi okkur strax sterkum böndum að fylgjast að með strákana sem urðu góðir vinir þegar árin liðu. Jónína átti fyrir dótturina Kolbrúnu og seinna eignuðust þau Evu sem nú er 17 ára gömul. Jónína og Gunnbjörn voru mjög samhent. Hún vann fyrstu hjúskap- arárin hjá Póstinum en síðustu árin vann hún hjá Sjóvá-Almennum. Þau keyptu sér fyrst litla íbúð í Dverga- bakka, fluttu sig um set yfir í Eyja- bakka þegar fjölskyldan stækkaði og byggðu loks raðhús að Funafold 20. Þar bjuggu þau sér fallegt heim- ili sem átti að vera rammi um dug- mikla fjölskyldu sem setti sér mark- mið og vann að því með eljusemi og dugnaði. En þau höfðu aðeins búið rúmt ár í Funafoldinni þegar ógæfan dundi yfir. Að greinast með krabbamein í blóma lífsins er reiðarslag. Við fjöl- skyldan hennar höfum fylgst með því hvernig hún hefur barist við sjúkdóminn, farið í hveija meðferð- ina á fætur annarri án þess að bugast og án þess að verða beisk í lund. Þvert á móti var Jónína sú sem alltaf fylgdist með hvemig öðrum leið, sýndi samúð og samhug ef eitthvað bjátaði á hjá öðmm og var tilbúin að leggja lið. Hún hefur sýnt ótrúlegan sálarstyrk í veikind- unum og öll þessi ár hefur hún full trúnaðartrausts tekist á við sjúkdóminn og haft betur í glím- unni við hann hveiju sinni. Þess vegna vomm við öll svo óviðbúin í þetta sinn. Síðasta áfallið kom fyrir- varalaust og reyndist stærra en svo að hún treysti sér í ormstuna. Við vomm rétt að byija að átta okkur á hvað úrskurðurinn þýddi þegar hún yfírgaf okkur með þeirri sömu reisn og einkennt hafði alla hennar langvinnu baráttu. Það er ljúft við leiðarlok að ylja sér við góðar minn- ingar. Við fórum í nokkur ferðalög saman og mér em minnisstæðar tvær ferðir sem þau Gunnbjöm og við Sverrir fóram fyrir tveimur árum. Sú fyrri í Landmannalaugar og Eldgjá og sú seinni á Snæfells- nes. Jónína var að jafna sig eftir meðferð og hafði þurft að hlífa sér um sinn. Ég minnist hennar þar sem hún stendur og hallar sér upp að Gunnbimi við brotinn bogann yfir Ófæm, stolt en móð eftir gönguna. Þegar við höfðum tekið myndir sagði hún með bros á vör: „Læknir- inn minn sagði að þó ég væri þetta hress þá væri ég kannski ekki í standi til að ganga á fjöll, ég ætla að gefa honum þessa mynd.“ Við snemm okkur undan svo hún sæi ekki klökkvann sem sótti á okkur. Jónína naut þess að fara inn í óbyggðir og hún naut þess að fara um fjörana á Snæfellsnesi, fara í siglingu hjá Búðum og keyra upp að jökulbrún. Þeir sem vita að það er allt eins víst að það verði ekki annað sumar kunna að njóta hins einstaka sumardags. Jónínu var margt til lista lagt. Hún hafði gaman að því að setja saman vísu og átti það til að gefa okkur slík gullkorn í afmæliskort eða við önnur sérstök tækifæri. Hún var hugmyndarík þegar hún vildi gleðja okkur með gjöfum, ósjaldan bám þær hennar eigið handbragð. Jónína var sterk kona og þegar hún tókst á við sjúkdóm sinn fékk hún kraft í trúnni. Hún sótti kirkju og ef henni leið illa eða þurfti styrk þá fór hún í bænastund í Grensás- kirkju. Hún sótti sér trúarstyrk á sjálfsagðan og jákvæðan hátt og ég veit að þegar leið að því óumflýj: anlega skipti trúin hana miklu. í síðasta samtalinu okkar á sjúkra- húsinu hafði hún æðmlaus orð á því að það væri í lagi með sig, en hún hafði áhyggjur af ástvinunum sínum og sérstaklega hve erfitt þetta yrði bömunum. Elsku Gunnbjöm, Kolbrún, Stef- án og Eva, við biðjum guð að styrkja ykkur á þessari sorgarstund og við vottum Soffíu, aldraðri móður Jón- ínu, og systkinum hennar okkar dýpstu samúð Tengdasystkini biðja fyrir kveðjur og þakklæti til góðrar mágkonu. Jóna, Orri og Jón Einar senda hlýjar óskir til frændfólksins í Funafold. Við Sverrir þökkum góða samfylgd og vináttu. Öll eig- um við ríkar minningar um hana sem lét betur að gefa en þiggja. Blessuð sé minning þín, góða vinkona. Rannveig Guðmundsdóttir. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. 23. Davíðssálmur var Jónínu, móðursystur minni, kær og nú þeg- ar ótímabært lát hennar er óumflýj- anleg staðreynd sem ástvinir henn- ar standa frammi fyrir getum jafn- vel við sem ekki eigum hennar óbif- andi trúarsannfæringu huggað okk- ur við þessi fallegu orð og trúað því að nú dvelji hún í næði við vötn- in og hvílist á gmndunum grænu í eilífu samfélagi við þann Guð sem hún elskaði. Það em átta ár síðan Jóftína greindist fyrst með þann sjúkdóm sem nú hefur tekið hana frá okkur. Samt sem áður kom lát hennar, síðastliðinn sunnudag, flestum í opna skjöldu því aðeins liðu fáeinir dagar frá því að úrskurður um hin óumflýjanlegu endalok lá fyrir þar til hún kvaddi þennan heim. Ég veit að Jónína var þakklát fyrir þann tíma sem hún þó fékk með manni sínum og börnum. Hún fékk að fylgja Kolbrúnu, Stefáni og Evu í gegnum mikilvæg ár á þroskaferli hvers manns. Hún var stolt af Kolbrúnu dóttur sinni þegar hún lauk lögfræðiprófi og naut þess að sjá hana blómstra í starfi. Hún var sömuleiðis stolt af Stefáni þeg- ar hann lauk stúdentsprófí síðastlið- ið vor og ánægð sýndi hún mér rit- gerð sem Eva hafði skrifað á fyrsta ári sínu í menntaskóla, ritgerð sem flallaði um stöðu kvenna og bar vitni um það að Eva ætlaði sér ekki minni hlut en karlkyns félagar hennar í tilveranni. Jónína átti stóra og sterka fjöl- skyldu sem alltaf stóð við bakið á henni. Systkinin vom átta, en lítil systir lést í vöggu. Samheldni systk- inanna sjö og vinátta var alla tíð mikil og einstök. Systumar Sigga, Munda, Stína og Jóna voru sterk eining; bestu vinkonur hver annarr- ar og ekki veit ég til að þeim hafí nokkum tíma sinnast. Soffía, amma mín, lifir dóttur sína í hárri elli og er sorg hennar mikil að horfa á eftir yngstu dóttur sinni. Jónína var ekki nema fjórtán árum eldri en ég, enda man ég fyrst eftir henni þegar hún var vart af unglingsaldri að búa sig á ball. Ég dáðist í íjarlægð að þessari fallegu frænku minni þar sem hún vandaði sig mikið fyrir framan spegilinn með alls kyns furðuleg tæki til snyrtingar (t.a.m. töng til að bretta upp á augnhárin) og komst síðan í mikið uppnám vegna augnlinsna sem hún hafði lagt í bleyti í vatns- glas og einhver hafði skvett úr því í vaskinn. Síðasta minning mín um Jónínu tengist þessari fyrstu því þegar ég kvaddi hana látna var ég snortin af náttúmlegri fegurð henn- ar og friðinum sem lýsti af andliti hennar. Fyrir hönd Qölskyldu minnar, móður minnar, Sigríðar, og bræðra minna, Halldórs, Birgis og Ægis, og þeirra fjölskyldna, vil ég votta Gunnbimi, Kolbrúnu, Stefáni, Evu og ömmu Soffíu okkar dýpstu sam- úð. Soffía Auður Birgisdóttir. Við í fjármálaþjónustunni höfum misst kæra vinkonu og góðan fé- laga. Það er afar erfitt að sætta sig við það skarð sem höggvið hef- ur verið í hópinn. Eftir að Jónína kvaddi hefur andrúmsloftið á vinnu- staðnum verið mjög sérstakt. Þrátt fyrir sorg, söknuð og jafnvel innri reiði er eins og einhver ró og friður sé yfír okkur. Er það ekki tákn um líðan og hugarástand Jónínu á því ferðalagi sem hún er í dag? Við minnumst margs þegar við hugsum til Jónínu á þessum tíma- mótum. Við minnumst æðmleysis hennar gagnvart veikindum sínum en hún þurfti að beijast við krabba- mein í mörg ár. Jónína var mjög glaðleg og kát kona. Hrókur alls fagnaðar þegar við gerðum okkur glaðan dag. Hún var mjög vinnusöm og sam- viskusöm. Hún skilaði aldrei verk- efnum frá sér nema að hún væri fullkomlega sátt við það sem hún var að gera. Allt var vel skipulagt þjá henni og þegar hún fór í sum- arfrí var mjög auðvelt fyrir okkur að ganga í störfin hennar því skýr- ingar voru á öllu og allt sem þurfti að gera á meðan hún var í fríi var skráð með góðum leiðbeiningum. i : i € í I X I < ( ( ( ( I ( I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.