Morgunblaðið - 16.03.1997, Side 39

Morgunblaðið - 16.03.1997, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 39 menningararfi til samtímans. í Rík- isútvarpinu vann hann löngum að því og fræðistörf hans og útgáfur vitna um hið sama. En hver er mað- urinn sjálfur að baki verka sinna? Andrés Björnsson er maður sem ekki lætur mikið yfir sér. Hann átti til í útvarpinu að svara ekki beint eða afdráttarlaust þegar mál voru borin upp við hann, heldur nálgast viðfangsefnið úr annarri átt og benda á að það hefði „ýmsar hlið- ar“, eins og hann sagði. Að þessu kímdum við stundum starfsmennirn- ir og kenndum við taóisma. En í rauninni hafði þessi stíll Andrésar góð áhrif á andrúmsloft sem löngum vill verða spennuþrungið á fjölmiðli þar sem hraðinn kyndir undir bráð- læti og fljótfærni. Hann var vinsæll af starfsmönnum enda skiiningsrík- ur og umburðarlyndur. En þótt hann sé ekki uppnæmur fyrir hveiju einu fer þvi fjarri að hann sé tómlátur um samtímamál eða bresti skoðanir á þeim. Sína gömlu stofnun ber hann mjög fyrir btjósti, vill veg hennar mikinn og snýst öndverður við öllum áróðri sem að því miðar að veikja stöðu hennar eða torvelda henni að sinna menningarskyldum sínum. Þau ár sem liðin eru frá því að hann lét af störfum hafa verið umskipta- söm í sögu Ríkisútvarpsins, bæði inn á við og gagnvart hinum ytri þjóðfé- lagsöflum. Þó leyfi ég mér að ætla að sá menningarandi sem Andrés var svo góður fulltrúi fyrir dafni þar enn. Hvar ætti hann annars að eiga þroskaskilyrði í heimi fjölmiðlanna? Síðustu árin höfum við Andrés haft töluvert saman að sælda og af ýmsum tilefnum. Hef ég átt margar góðar stundir á heimili þeirra hjóna, hans og Margrétar Vilhjálmsdóttur á Hofsvallagötu 62, og fræðst mikið af honum um stofnun okkar og sögu hennar og sitthvað fleira úr menn- ingarlífi þjóðarinnar fyrr og nú. Andrés hefur glöggt auga fyrir gamni jafnt og alvöru. Það leynir sér ekki hve hann á traustar rætur í íslenskri alþýðumenningu og á í því sammerkt við aðra menningar- frömuði sem leitt hafa þjóðina yfir þröskuld nútímans. Ef tengslin við fortíðina slitna er hætt við að menn- ingarstofnanir okkar verði ekki ann- að en reköld, hversu mjög sem þær skarta yfirborðsgljáa. Ég flyt Andrési, Margréti og fjöl- skyldunni allri alúðarkveðju á þess- um heiðursdegi með þökk fyrir alla vinsemd frá fyrstu kynnum. Það er mikið lán að hafa átt hann að í öll þessi ár og megum við njóta hans lengi enn. Gunnar Stefánsson. IOPIÐ ÖLL KVÓLD VIKUNNARTILKL 21.00 HRINGBRAUT 119, -VIÐ )L HÚSIÐ. Samhjálp kvema Til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein hefur „Opið hús“ í Skógarhlíð 8, húsi Krabbameinsfélagsins, þriðjudaginn I 8. mars kl. 20.30. Gestur kvöldsins: Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur, flytur erindi: Leit að orsökum brjóstakrabbameina - umhverfi og erfðir. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Nýtt leikfiminámskeið hefst eftir páska. Upplýsingar í símum 557 2875 og 565 8577. FASTEIGNASALA Skipholti 50b -105 - Reykjavík S. 55 100 90 Sími 565-5522 Atvinnuhúsnæði Verstun - Lager - Iðnaður Miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu Verslunarpláss við Fákafen, rúmlega 365 m2 á jarðhæð. Laust strax ! í kjallara eru laus svæði sem eru frá 350m2 til 1200m2. Loftræstikerfi eru fyrir hendi. Lofthæð í kjallara er4,5 m. Góð aðkeyrsla, málað í hólf og gólf. Hagstæð leiga. Vinsamlega hafið samband við Geir í síma 557-4533, eða við Fasteignasöluna Ársali, Björgvin, í síma 533-4200 eða 852-0667 é AÐALFUNDUR SLÁTURFÉLAGS SUÐURLANDS SVF. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Hótel Selfossi föstudaginn 4. apríl 1997 og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útboð B-deildarhlutabréfa 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá félagsaðilum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík 7. mars 1997. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. IÐNÞING 1997 Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður föstudaginn 21. mars nk. Þingið verður haldið í samkomusalnum Gullhömrum í Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg I. Fomiót: 10.00 12.00 13.15 14.00 14.15 16.00 16.45 17.00 19.30 Skýrsla Hagvaxtarnefndar Sl. Opinn fundur með þátttöku stjórnar og ráðgjafaráðs. Setning Iðnþings. Hádegisverður í boði Samtaka iðnaðaiins. Ræða formanns SI, Haraldar Sumarliðasonar. Ræða iðnaðarráðherra, Finns Ingólfssonar. Hlé. Efnahags- opg myntbandalag Evrópu, EMU. Áhrif þess á íslenskt atvinnulíf. Frummælendur: Per Magnus Wijkman, aðalhagfræðingur, Sveriges Industriförbund, Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. Auk þess verður fjallað um mikilsverð málefni líðandi stundar svo sem frumvarpið um Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. og stöðuna í kjaramálum. Aðalfundarstörf og úrslit kosninga. Ályktun Iðnþings afgreidd. Þingslit. Hóf Samtaka iðnaðarins í veislusalnum Gullhömrum, Hallveigarstíg 1. <2> SAMTOK IÐNAÐARINS Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 1997 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, 4. hæð, frá og með 17. mars, fram að hádegi fundardags. Stjóm Olíufélagsins hf. BMH Olíufélagiðhf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.