Morgunblaðið - 16.03.1997, Page 49

Morgunblaðið - 16.03.1997, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. MARZ 1997 49 ATRIÐI úr kvikmyndinni Evitu. REGNBOGINN simi 551 9000 CALLERi REÚNBOCANS: MYNDLISTARSYNINC HRAFNHILDARSIÚURÐARDÓTTUR FRUMSYNING: ROMEO & JÚLÍA Nútíma útgáfa af frægustu og mögnuðustu ástarsögu fyrr og síðar, eftir leikriti William Shakespeare. Romeo og Juliet hefur oft verið nefnd Shakespeare fyrir MTV kynslóðina" og frábær tónlist frá Garbage, Everclear, Radiohead o.fl. krýna myndina. Aðalhlutverk Brian Dennehy, John Leguizamo, Pete Postlewaite og Paul Sorvino. Leikstjóri: Baz Luhrmann (Strictly Ballroom). Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.20. b. \. n ára. Tjlnefnd Óska verola auna Dagsljos. ★ ★ A Ras 2 ★ ★ ★ ★ H P THE 11 • B**U WkkoM < alfeÍMvtfwW (Kmtin Scoö Tbomu) • Betta MMunm i ■ilifeMiitirilrl (Juttettfe Bktochej • BiHdi Mkstión lAMhony MlocMU) • BmU frmRumda ténltet (dranu) . Baati kaHMkari i a&Muty«W IRalpkOwme.) Baata knkfnyndataka (Jotei Soale) • Besta handrít bye*t á annarrí sOga (Anthcoy Mingríte) • Betta tirínena ríión.un (Stuart Cral*) •B~UW E N G L I S H P A T I E N T Sýnd í samvinnu við Fjárvang hf. F JARVANGUR Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 —« lHAHI ^ . c EVITA 5UPlfíCQP B A $ <2 0/AT Sýnd kl. 3 og 5. Sýnd kl. 5, 9 og 11.15.. Laugarásbíó sýnir myndina Evita LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á kvik- myndinni Evita í leikstjórn Alans Parker en hún hlaut þrenn Golden Globe verðlaun og er tilnefnd til femra Óskarsverðlauna í ár. Með aðalhlutverk fara Madonna, sem leikur titilhlutverkið, Antonio Banderas sem fer með hlutverk sögumannsins Ché, Jonathan Pryce sem leikur Juan Perón og Jimmi Nail sem leikur tangósöngvarann Agustin Mag- aldo. Myndin er byggð á söngleik þeirra Andres Lloyd Webbers og Tims Rice sem kom fyrst út á hljómplötu í nóvember árið 1976 og náði metsölu í kjölfar vinsælda lagsins „Don’t Cry For Me Argentina". Söngleikurinn var síðan færður upp á svið í London árið 1978 °g átti eftir að verða vinsælasti söngleikur allra tíma en alls var hann sýndur í 2.900 skipti áður en yfir lauk. Árið 1979 var söng- leikurinn settur upp á Broadway við álíka miklar vinsældir. Evita fjallar um lífshlaup Evita Mariu Ibarguren Durate Perón sem var af fátæku fólki komin en braust til æðstu metorða í Argentínu og var orðin forsetafrú aðeins 27 ára að aldri. Hún tók þegar til við að laga það sem hún taldi hafa aflaga farið í þjóðfé- laginu og aflaði sér gífurlegra vinsælda al- þýðunnar með því að ausa fé úr opinberum sjóðum í byggingu þúsunda nýrra skóla, sjúkrahúsa og annarra velferðarstofnana sem allar báru nafn hennar. Hún stofnaði einnig kvennahreyf- ingu Perónista og afl- aði konum kosningaréttar í Argentínu. Þegar Eva var 32 ára gömul greindist hún með ólæknandi krabbamein og lést ári síðar. Dauði hennar olli langvinnri þjóðarsorg í Argentínu sem eimir eftir af enn þann dag í dag. Háskólabíó sýnir myndina Kolya Nýtt í kvikmyndahúsunum HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýingar á kvik- myndinni Kolya eftir Jan Sverak. Myndin, sem hlaut Golden Globe verðlaunin á dögun- um sem besta erlenda myndin og er einnig tilnefnd til Óskars- verðlaúna í ár sem besta erlenda mynd- in, fjallar um pipar- sveininn og kvenna- bósann Louka sem lifir fyrir konur og dag- inn í dag en hefur lifibrauð af því að spila og kenna á selló. Hann á sér þann draum stærstan að eign- ast nýlegan Trabant og til að geta látið þann draum rætast giftist hann rússneskri konu pappírsgiftingu fyrir peninga, til þess að hún g’eti fengið tékkneskt vegabréf. Þessi snjalla leikflétta piparsveinsins springur framan í hann þegar hin nýja eig- inkona flyst fyrirvaralaust til Þýskalands til að vera með raunverulegum elskhuga sínum og skilur Kolya, 5 ára son sinn, eft- ir hjá Louka. Louka er nú í mjög vondum málum því það er ekki nóg með að strákur- inn eyðileggi piparsveinslífið heldur talar hann bara rússnesku og Louka talar bara tékknesku. Þetta er því sérlega skondið samband og ekki bætir úr skák að Tékkó- slóvakía er að liðast í sundur og Rússar eru hataðir af öllum í landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.