Morgunblaðið - 27.03.1997, Side 1

Morgunblaðið - 27.03.1997, Side 1
136 SIÐUR B/C/D/E 72. TBL. 85. ARG. FIMMTUDAGUR 27. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS GLEÐILEGA PASKA! Morgunblaðið/RAX Lagt að deiluaðilum í Zaire að hefia samninga Lome, Reuter. FORSETAR nokkurra Afríkuríkja ásamt Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna (SÞ), freistuðu þess í gær á leiðtoga- fundi Einingarsamtaka Afríkuríkja, að fá deiluaðila í Zaire til að hætta bardögum og setjast að samningaborði. Hvorki Mobutu Seso Seko, forseti Zaire, né Laurent Kabila, leiðtogi uppreisnarmanna, voru viðstaddir leiðtogafundinn og fulltrúar Kabila útilokuðu hvers kyns sáttaviðræður á leiðtogafundinum í Lome í Tógó. Aiþjóðlegur þrýstingur á deiluaðila um að fallast á vopnahíé og setjast að samninga- Hafna tilboði um sam- stjórn með Mobutu borði jókst í gær. „Tími viðræðna er runninn upp, bardögum verður að linna," sagði Ann- an. Vestrænir milligöngumenn á leiðtoga- fundinum vonuðust til að fá deiluaðila a.m.k. til þess að ræðast við, sem þeir hafa aldrei gert. Fulltrúar uppreisnarmanna hafa hafnað umleitan af því tagi og segjast einvörðungu ætla að útskýra málstað sinn á ieiðtogafund- Vonir um að Kabila myndi snúast hugur; hann sýndi meiri sáttfýsi og kæmi til ieiðtoga- fundarins í Loma, dvínuðu í gær. Fulltrúar hans höfnuðu í gær tilboði flokks Mobutus frá í fyrrakvöld um að deila völdum með Kabila. Á aðeins fimm mánuðum hafa uppreisnar- menn lagt undir sig fjórðung hins víðfeðma lands, sem Mobutu hefur drottnað yfir frá 1965. Því var spáð í gær að skammt væri þar til mikilvægar borgir, Lubumbashi og Mbuji-Mayi, féllu í hendur skæruliða. Þaðan er mikilvægum kopar-, kóbalt-, demanta- og eðalmálmanámum stjórnað. Lítið gagn að litla fingri BRASILÍSKUR dómari hafnaði í gær skaðabótakröfu manns sem krafðist örorkubóta fyrir að brjóta litlafingnr í vinnuslysi á þeirri forsendu að fingur- inn væri gagnslítill. Kröfðust lögmenn mannsins mánaðarlegrar bótagreiðslu sem svaraði 30% af tekjum hans er hann slasaðist. Dómarinn sagði að ekki hefði tekist að sýna fram á að vinnu- færni mannsins hefði hrakað við slysið. „Skaddaði fingurinn skiptir höndina ósköp litlu og margir mannfræðingar líta á litlafingur sem útvöxt, einskonar botnlanga, sem muni rýrna og hverfa við frekari þróun mannskepnunnar," sagði dómarinn. Mundaði byssu YASSER Arafat skaut gestgjöfum sín- um á Sri Lanka skelk í bringu er hann dró upp skotvopn undir kvöldverði, sem Chandrika Kumara- tunga forseti hélt hon- um til heiðurs. Er for- setinn kynnti Arafat fyrir gestum spurði gamall leiðtogi tamíla- sveita í gríni hvort hann bæri byssu í belti eins og er hann ávarpaði þing Sameinuðu þjóð- anna um árið. „Þess - þarf forseti Palestínu ekki,“ skaut Kum- aratunga inn í en samtímis glotti Ara- fat, smeygði hendinni inn undir ólífu- græn klæði sín og veifaði skammbyssu, viðstöddum til mikillar undrunar. Erum eldri LÍKAMSLEIFAR, 270-300 þúsund ára gamlar, sem fundist hafa í Kenýu, sýna, að mannskepnan er miklu eldri en hing- að til hefur verið talið, að sögn tals- manna alþjóðlegs vísindahóps. Beinin eru sögð líkjast beingerð nútimamanns miklu meira en fornmannsins. Þeir segja fundinn benda til þess að forn- maðurinn hafi komið fram fyrir 500-700 þúsundum ára í stað 90.000 ára. Sömuleiðis verður að þeirra mati að færa upphaf Neanderthalsmannsins aftar. Hann er talinn hafa verið uppi fyrir 35.000 til 125.000 árum. Ross reynir að sætta Arafat og Netanyahu Steffi Graf laus allra mála Bonn. Reuter. ÞÝSKUR ríkissaksóknari aflýsti í gær frekari rannsókn og hugsan- legri málssókn á hendur tennis- stjörnunni Steffi Graf fyrir meint skattsvik. Ákvörðunin er niður- staða samninga við Graf sem í staðinn féllst á að greiða ótiltekna fjárhæð til Iíknarmála. Steffi Graf hélt fram sakleysi sínu þrátt fyrir gjörninginn og sagði hann ekki á neinn hátt jafn- gilda sakaijátningu. Hið eina sem vekti fyrir henni með samkomu- laginu við saksóknara væri að geta einbeitt sér að íþrótt sinni og viðskiptalegum hugðarefnum í stað þess að þurfa að hafa áhyggj- ur af réttarhöldum. Málalyktir af þessu tagi tíðkast í Þýskalandi þegar saksóknarar komast að þeirri niðurstöðu að málsatvik gefi ekki tilefni til langdrægra málaferla. Rannsókn á skattamál- um tennisdrottningarinnar hefur staðið í tvö ár. Faðir hennar, Pet- er Graf, og fjármálaráðunautur fjölskyldunnar, Joachim Eckardt, voru nýverið dæmdir í fangelsi fyrir stórtæk skattsvik. Washington, Jerúsalem. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, kvaðst í gær hafa sent Denn- is Ross, sérlegan sendimann sinn í málefnum Miðausturlanda, til við- ræðna við leiðtoga ísraela og Pal- estínumanna þar sem hann hefði miklar áhyggjur af deilum þeirra. Ráðgert er að Ross ræði í dag við Yasser Arafat, leiðtoga sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna, í Rabat í Marokkó og haldi til fund- ar við Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra Israels, síðar um daginn. „Ross mun síðan skýra Madeleine Albright utanríkisráð- herra og Clinton forseta frá gangi viðræðnanna um helgina," sagði talsmaður bandaríska sendiráðsins í Rabat. Viðræður ísraela og Palestínu- manna hafa legið niðri frá því ísra- elar ákváðu að reisa 6.500 íbúðir fyrir gyðinga nálægt Austur-Jerú- salem þrátt fyrir harða andstöðu Palestínumanna. Átök í Ramallah Til átaka kom í gær, sjöunda daginn í röð, milli ísraelskra örygg- issveita og Palestínumanna, sem mótmæla framkvæmdunum. Átök- in breiddust út til Ramallah á Vesturbakkanum þar sem hundruð araba köstuðu gijóti á ísraelska hermenn, sem svöruðu með því að beita táragasi og skjóta gúmmíkúl- um. 25 Palestínumenn særðust í átökunum. Arabar kveiktu einnig í fánum ísraels og Bandaríkjanna í Betlehem. Farouk Kaddoumi, einn af for- ystumönnum Frelsissamtaka Pal- estínumanna, líkti Netanyahu við Adolf Hitler og hvatti þjóðir heims til að einangra ísrael pólitískt og efnahagslega. Hann sagði að arabaríkin væru reiðubúin að efna til leiðtogafundar, hugsanlega með þátttöku íraks, til að lýsa yfir stuðningi við kröfur Palestínu- manna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.