Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
6 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997_____________________________________
FRÉTTIR
Nýr kjarasamningur verk- og tæknifræðinga hjá ríki og borg
Sjálfstæði stofnana aukið
STÉTTARFÉLAG verkfræðinga og
Kjarafélag tæknifræðinga skrifuðu
í gærmorgun undir kjarasamninga
við ríki og Reykjavíkurborg. Gera
samningarnir ráð fyrir nýju launa-
kerfi þar sem sjálfræði fyrirtækja
og stofnana við launaákvarðanir er
stóraukið.
Samningurinn kveður á um sömu
kauphækkanir og aðrir samningar
sem gerðir hafa verið, 4,7% upp-
hafshækkun, 4% um næstu áramót
og 3,65% um áramótin 1999 og
gildir frá 1. mars sl. til 31. mars
árið 2000.
„Síðan gengumst við inná að
minnka miðstýringu hjá ríkinu og
Reykjavíkurborg við ákvörðun
launa til starfsmanna. Við tókum
út megnið af sjálfvirkum launa-
flokkatilfærslum, minnkuðum
starfsaldurshækkanir verulega en
settum svigrúmið inn á stofnanir
til að verk- og tæknifræðingar geti
samið um sín laun,“ sagði Jónas
Jónasson, formaður Stéttarfélags
verkfræðinga.
Gunnar Bjömsson, formaður
samninganefndar ríkisins, segir að
samningurinn leiði ekki beint til sérs-
takrar hækkunar á launum verk- og
tæknifræðinga hjá ríkinu, enda hefði
verið lögð áhersla á það af hálfu ríkis-
ins að kerfisbreytingin sem slík leiddi
ekki af sér kostnaðarauka fyrir ríkið.
Hins vegar hafi stofnanir nú mögu-
leika á að leggja aðrar áherslur í
launamálum en hingað til án þess
að vera bundnar af tilteknum ákvæð-
um í kjarasamningi.
Svigrúm til samninga
„Stofnanir hafa þó í sjálfu sér
ekkert annað eða meira svigrúm
en þær hafa nú. Við búum við
rammafjárlög þar sem stofnanir
hafa ákveðið fjármagn til reksturs
og þetta snýst því um hvernig þær
útfæra sínar fjárveitingar," sagði
Gunnar.
í samningnum eru settir rammar
um starfs- og ábyrgðarsvið starfs-
fólks og innan hvers ramma er svig-
rúm fyrir viðkomandi starfsmenn
og forstöðumenn stofnana til að
semja sín á milli um laun.
„Þetta er kerfi sem bæði Kjarafé-
lag tæknifræðinga og Stéttarfélag
verkfræðinga hafa notað á almenn-
um markaði og því viljað fá inn í
samninga við hið opinbera," sagði
Jónas. Hann sagði þó að kerfið, sem
nú var samið um, gengi ekki eins
langt og launakerfið á almenna
markaðnum því þar væru engar
launatölur nefndar í kjarasamning-
um heldur stuðst við launakannanir
og markaðslaun.
Hreinsun Háfsfjöru umhverfis Víkartind heldur enn áfram
Olíudæl-
ingu lýkur
næstu
daga
HREINSUN Háfsfjöru er nú að
komast í fullan gang og verði stillt
veður á strandstað Víkartinds
næstu daga verður lokið við að
ná olíu úr skipinu fyrir helgi. Þá
styttist einnig í að hægt verði að
nota krana skipsins til að hífa
gáma frá borði. Landeigandi girti
af svæðið við strandstað til að
verja viðkvæman gróður frekari
skernnidum.
Nærri 10 menn frá Vökvavél-
um, sem sér um hreinsunarstarf-
ið, eru á vinnuvélum á svæðinu
og verið er að semja við björgun-
arsveitir um að senda einnig
mannskap í þá hreinsun sem
vinna þarf með handafli. Hreinsað
er 2,5 km svæði upp í iand og
fjaran milli Hólsár og Þjórsár.
Fengist hafði leyfi til að urða
hluta braksins á svæðinu en hætt
var við það í gær og verður að
aka því á viðurkennda förgunar-
staði.
Ólafur Þórarinsson, bóndi á
Háfi sem á land niður að sjó, girti
á páskadag af svæðið við strand-
staðinn til að koma í veg fyrir að
farið væri með vinnuvélar um alla
Morgunblaðið/Júlíus
ÝMSUM aðferðum er beitt við hreinsun á Háfsfjöru en hér eru menn Vökvavéla við störf sín.
fjöru og gróður skemmdur. Segir
hann gróður hafa fest þar rætur
á síðustu árum og dregið mjög
úr sandfoki.
Afram er unnið að því að reyna
að rétta við krana skipsins svo
nota megi þá til að hifa gáma frá
borði. Tekur logskurður, suða og
kæling tvo sólarhringa ef vinnu-
friður gefst fyrir veðri og vindum
áður en hægt verður að nota
kranana.
Hjá Hollustuvernd fengust þær
upplýsingar að nú sé búið að ná
rúmum 230 tonnum af svartolíu
úr Víkartindi, 15 af dísilolíu, 19
af smurolíu, 16 tonnum af úr-
gangsolíu og allri skipamálningu.
Eftir eru 116 tonn af svartolíu, 8
af dísilolíu og 2-3 af úrgangsolíu.
Vegna sjógangs fram eftir degi í
gær var ekki hægt að dæla en
menn eru ekki sendir um borð
nema stillt sé. Einhver olía er í
einni lest Víkartinds og berst brak
úr henni upp í fjöru og reyndar
allt vestur til Stokkseyrar og hef-
ur olíublautt brak verið hreinsað
jafnóðum. Segir Ðavíð Egilsson
hjá Hollustuvernd að önnur olíu-
brák hafi ekki sést og telur að
brimið sé mjög virkt til að brjóta
hana niður og af þeim sökum og
vegna nálægðar við hrygninga-
stöðvar sé ekki ráðlegt að nota
nein efni til að eiga við olíuna.
Framlengdur hefur verið til
hádegis í dag frestur sem eigend-
um og tryggjendum Víkartinds
var veittur til að leggja fram 50
milljóna króna tryggingu vegna
hreinsunarstarfsins.
Andlát
KRISTÍN
HALL-
GRÍMS-
DÓTTIR
KRISTÍN Hallgrímsdóttir lést á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
laugardaginn 29. mars sk, á 105. ald-
ursári, en hún var elst íslendinga.
Kristín fæddist í Úlfstaðakoti í
Blönduhlíð, sem nú heitir Sunnuhvoll,
17. október 1892 og ólst þar upp.
Foreldrar hennar voru Hallgrímur
Friðriksson og Helga Jóhannsdóttir.
Kristín giftist Pétri Valdimarssyni
frá Merkigili í Austurdaþ árið 1916.
Þau tóku við búskap í Úlfstaðakoti
af foreldrum hennar árið 1915. Þaðan
fluttu þau að Sólheimagerði 1920 og
að Fremrikotum í Norðurárdal 1924.
Árið 1935 fluttust þau að Neðri-
Rauðalæk í Glæsibæjarhreppi.
Kristínu og Pétri varð fjögurra
barna auðið. Pétur lést 1973 en Krist-
ín bjó áfram að Neðri-Rauðalæk
ásamt syni sínum, allt þar til hún
fluttist að dvalarheimilinu Skjaldarvík
í Glæsibæjarhreppi á 102. aldursári.
-----*—♦—«----
Hindraði
hjálpar-
beiðni
KONA kærði nauðgun til lögregl-
unnar í Reykjavík að morgni laug-
ardagsins seinasta. Hún náði að
hringja á aðstoð, en í millitíðinni
sleit hinn meinti nauðgari samtalinu
og náði að sparka í og betja konuna.
Maðurinn var farinn af vettvangi
þegar lögreglumenn komu til að-
stoðar, en konan var flutt á neyð-
armóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur
til skoðunar.
Gallerí Borg telur ásakanir um falsanir lið í samkeppni á listaverkamarkaði
Hyggjast herða eft-
irlit með verkum
TVÖ verkanna þriggja sem "send
voru til Rannsóknarlögreglu rikisins
fyrir páska vegna gruns um fölsun,
voru keypt á uppboðum hjá Gallerí
Borg en eitt hjá danska uppboðsfyr-
irtækinu Bruun Rasmussen. Öll
verkin tengjast Danmörku með ein-
um eða öðrum hætti, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins.
Pétur Þór Gunnarsson hjá Gallerí
Borg kvaðst hafa fengið upplýsingar
um verk Júlíönu Sveinsdóttur eftir
að kaupandi þeirrar myndar óskaði
endurgreiðslu, vegna gruns um að
hún kynni að vera fölsuð.
Um traustan viðskiptavin hafi
verið að ræða, sem hafi verið orðinn
afhuga verkinu eftir að efasemdir
um uppruna þess voru bornar fram
af Ólafi I. Jónssyni forverði. Sjálfur
hafí hann ekki vitað að verk sem
eignað er Þórarni B. Þorlákssyni
hafi verið selt á uppboði hjá Gallerí
Borg.
í eigu dansks lögmanns
„Samkvæmt þeirri eigendasögu
sem við höfum í höndunum, keypti
danskur lögmaður hana beint af
Júlíönu Sveinsdóttur á sínum tíma.
Hann var í tengslum við Dansk
Kunstforening og Gammel Strand,
sem var virtur sýningarsalur, þannig
að við töldum að um örugga eigenda-
sögu væri að ræða,“ segir Pétur.
„Myndin hefur verið í okkar eigu
í marga mánuði, þannig að mér
finnst furðulegt að Olafur geti kært
meinta fölsun vegna þessarar mynd-
ar, að eigin sögn í umboði eiganda.
Ég hafði sjálfur óskað eftir því við
forvörð á Listasafni íslands að hann
rannsakaði myndina þegar hún
komst aftur í okkar umsjá, til að fá
úr því skorið hvort hún væri fölsuð
eða ekki. Síðan eru nokkrir mánuðir
liðnir, en um tímafreka rannsókn er
að ræða og því ekki ljóst hvenær
niðurstaða liggur fyrir.“
Pétur segir að Gallerí Borg muni
herða eftirlit með þeim verkum sem
það kaupir eða tekur til umboðssölu,
og verði m.a. óskað eftir forverði til
starfa í því skyni að skoða myndir.
Hann segir að á seinustu árum hafi
komið upp ýmis vafamál varðandi
listaverk sem farið hafi um hendur
fyrirtækisins, meðal annars vegna
staðhæfinga skyldmenna látinna
listamanna um að tiltekin verk gætu
vart verið eftir þá.
Ein fölsun uppvís á ári
í þeim tilvikum hafi verkum verið
gefinn sérstakur gaumur, en oftast
hafi komið í ljós að um vanþekkingu
viðkomandi aðila eða misskilning
hafi verið að ræða. Þó telji hann að
seinustu fimm ár hafi að meðaltaii
eitt verk á ári verið tekið úr sölu,
vegna rökstudds gruns um fölsun,
fyrir utan þau tilvik þegar ógæfu-
fólk reyni að koma málverkum í
verð sem augljóst sé að séu ekki
afrakstur þeirra listamanna sem um
ræði.
„Það eru mýmörg dæmi um það
um heim allan að virtustu uppboðs-
fyrirtæki hafi látið glepjast af föls-
unum, eftirmálunum eða stælingum.
Oft er erfitt að fá úr þessum málum
skorið, og mér finnst kæra Ólafs
byggð á ófagmannlegum forsendum,
og án þess að fullyrða slíkt, tel ég
málatilbúnað allan bera keim af áróð-
ursbragði í tengslum við samkeppni
á þessum markaði. Ólafur starfar hjá
Morkinskinnu sem er stærsti sam-
keppnisaðili okkar í sambandi við
sölu á verkum gömlu meistaranna
og lengi verið grunnt á því góða
milli þeirra aðila sem að þessum fyrir-
tækjum standa," segir Pétur.
Ekki eru mörg upplýst tilvik um
fölsun listaverka hérlendis, en þó eru
þess dæmi. Árið 1952 varð uppvíst
um fölsun málverka í Reykjavík,
þegar Ásgrímur Jónsson listmálari
varð þess áskynja að verk sem hann
kannaðist ekki við bæru nafn hans
og væru til sölu í tveimur verslunum.
Falsaði Kjarval og Ásgrím
Hann lagði fram kærur vegna
þessa, og handtók lögreglan mann
í kjölfarið sem viðurkenndi að hafa
falsað sjö málverk og vatnslitamynd-
ir í nafni Ásgríms og eitt málverk
og tvær teikningar í nafni Jóhannes-
ar S. Kjarvals.
Framreiknað verð hverrar myndar
er á núvirði um 60-90 þúsund krón-
ur. Við yfirheyrslur bar maðurinn
að honum hefði hvorki tekist að selja
eigin verk undir eigin nafni né til-
búnu listamannsnafni, en falsanirh-
ar hafi hins vegar runnið út.
Viðmælendur Morgunblaðsins
bentu einnig á að á seinasta ári
hafi Una Dóra Copley, dóttir Nínu
Tryggvadóttur listakonu, lýst yfir
efasemdum um verk sem eignuð
hafa verið móður hennar. Það mál
sé hins vegar enn í rannsókn.
-
!
í
I
I
I
I
(
I
«
I