Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG BJARNADÓTTIR, Klapparási 11, Reykjavík, lést á heimili dóttur sinnar í Bandaríkjunum þann 29. mars. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Kristján E. Þórðarson, Bjarni Kristjánsson, Elna Kristjánsdóttir, Guðmundur Möiler og dótturdætur. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, KRISTJÁN PÉTURSSON, byggingarmeistari, Hlyngerði 2, er lést hinn 18. mars síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju miðvikudaginn 2. apríl kl. 13.30. Kristjana Árnadóttir, Guðrún Katla Kristjánsdóttir, Brynjar Kristjánsson. t Eiginkona mín, KRISTÍN MARKÚSDÓTTIR, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þann 31. mars. Haraldur Gíslason og aðrir aðstandendur. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA ÞÓRUNN THEODÓRSDÓTTIR, frá Bæjarskerjum, Stafnesvegi 2, Sandgerði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, 20. mars síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einar Bergsson, Þorbjörg Bergsdóttir, Vigdís Th. Bergsdóttir, Hrönn Bergsdóttir, Guðveig Bergsdóttir, Valgerður A. Bergsdóttir, Sigurður Skúli Bergsson, Baldvin HG. Njálsson, Ellert Pálmason, Sverrir Ólafsson, Elís Björn Klemensson, Þuríður Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR SIGURÐSSON, Gnoðarvogi 66, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 27. mars síðastliðinn. Edda Guðjónsdóttir, Guðjón Sigurðsson og Jóhannes Sigurðsson. ÓLAFUR HERSIR PÁLSSON + Ólafur Hersir Pálsson var fæddur í Reykjavík 20. júní 1936. Hann lést á heimili sínu í Los Altos í Kaliforn- íu 26. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigfús Pálsson og Þórhild- ur Lilja Ólafsdóttir. Ólafur var yngstur af fjórum alsystkin- um en þau eru auk hans Þorkell, Sig- ríður og Sigfús, sem er látinn. Ólafur kvæntist fyrri konu sinni Erlu Scheving Thorsteins- son árið 1957. Þau slitu samvist- um. Þeirra böm eru: 1) Magn- ús, framkvæmdastjóri í Reykja- vík. Sonur hans er Sigurberg- ur. 2) Sigríður, ljósmyndari í Reykjavík i sambúð með Bjarna Friðrikssyni. Dætur hennar eru Erla Hlín Hilmarsdóttir og Tinna Empera Arlexdóttir. 3) Þórhildur Lilja lögfræðingur í Reykjavík í sambúð með Jóni Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pét.) Þín elskandi dóttir, Þórhildur Lilja. í dag kveð ég minn elskaða bróð- ur Ólaf H. Pálsson. Hann var yngst- ur og bestur af okkur systkinunum. Pabbi var lengst af skipstjóri, svo uppeldið lenti mest á mömmu. Styrjaldarárin eru mér hvað fersk- ust í minni. Það voru óskráð lög á okkar heimili að spyrja ekki hvenær pabbi kæmi. Engin doftskeytasam- bönd voru leyfð og oft kom það fyrir að skipunum seinkaði. Það var líka hætta á ferðum sem við vissum mæta vel af. En svo er Guði fyrir að þakka að fleyið hans pabba komst heilt til hafnar. Óli bróðir var sérlega ljúfur og vildi allra götu greiða. Stundum var það líka misnotað. Einu sinni vildi hann endilega kæta mig. Þá voru að koma jól og hann hafði heyrt mig nefna að gervijólatré væri efst á óskalistanum. í næstu ferð til New York keypti hann gríðarmikið jólatré og arkaði með það á bakinu tíu húsalengdir í allri jólaösinni. Og jólatréð fékk ég. Hann var listagóður kokkur og hafði gaman af því að gleðja gesti og gangandi. Farmannslífið hentaði honum vel en tók sinn toll. Síðustu árin bjó hann í Kaliforníu ásamt seinni konu sinni, Dóru Hjartar, sem er hingað komin með jarðnesk- ar leifar hans, samkvæmt hans ósk. Mínir vinir fara fjöld feigðin þessi heimtar gjöld. Ég kem eftir kannski í kvöld með brotinn hjálm og sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu-Hjálmar.) Ég og mín fjölskylda sendum Pálma Guðmunds- syni, framkvæmda- stjóra í Reykjavík, þeirra dóttir _ er Ólöf Sunna. 4) Ólaf- ur Páll nemi í Kali- forníu. Ólafur gift- ist seinni konu sinni Dóru Hjartar 15. september 1990. Hún er dóttir Guðna Lofts Hjart- ar og Guðrúnar Árnadóttur Hjart- ar. Synir Dóru eru Gunnar Þór, kvæntur Heather Thordarson, þeirra börn eru Stefán Þór og Elise. Yngri son- ur Dóru er Leifur Egili. Ólafur nam flugvirkjun í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkj- unum og starfaði sem flugvél- stjóri í 32 ár, en flutti búferlum til Kaliforníu árið 1990 og starfaði þar sem ráðgjafi. Útför Ólafs fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. öllum ástvinum fyrr og nú innileg- ustu samúðarkveðjur. Góður Guð veri með Óla mínum. Ástarkveðjur, Sigríður systir. „Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himninum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma.“ Óvefengjanlegur sannleikur sagður með nokkrum orðum. Við fæðumst, lifum og deyjum, þetta er hljómkviða lífsins, síðasti þáttur- inn vill gleymast, en þegar hann er leikinn, stöndum við ráðþrota, smæð okkar er mikil og vanmáttur alger. Seint að kvöldi miðvikudagsins 26. febrúar sl. fékk ég símhringingu um að mágur minn Ölafur H. Páls- son hefði látist á heimili sínu í Los Altos í Kaliforníu eftir erfið veik- indi, sem hann barðist hetjulega við við hlið konu sinnar Dóru, systur minnar. Þessir síðustu átta mánuðir hafa verið erfíðir fyrir þau bæði þar sem Dóra annaðist hann með hjálp frá Hospis-samtökunum. Óli og Dóra voru mjög samstiga í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur og kom það ekki síst fram þegar Dóra átti við veikindi að stríða, þá stóð hann sem klettur við hlið hennar og sá til þess, að synir hennar báðir gátu komið frá Kali- forníu til Islands til þess að vera við sjúkrabeð móður sinnar. Ég á góðar minningar frá þeim tíma þegar ég heimsótti þau hjónin á þeirra glæsilega heimili í Los Altos þar sem þau undu hag sínum vel. Óli var gestrisinn og hans létta lund og fallegur söngur gerðu lífið betra og léttara. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ég votta eiginkonu hans Dóru Hjartar og ættingjum mína dýpstu samúð. Kristín Hjartar. t STEFÁN HALLDÓRSSON fyrrv. vitavörður, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 3. apríl kl. 14.00. Halldór B. Stefánsson, Hallgerður Pálsdóttir, Jóna Kristinsdóttir, Pétur Jóhannsson, Magnús F. Jónsson, Sigríður Gísladóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, BERTHA HELGA KRISTINSDÓTTIR, Grensásvegi 47, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 3. apríl kl. 13.30. Halldór Þ. Nikulásson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Á þessari stundu, þegar líkams- leifar hins látna vinar okkar, Ólafs Hersis Pálssonar, flugvélstjóra, eru lagðar í faðm íslenskrar moldar, vil ég fyrir hönd okkar hjóna flytja fram fáein þakklætis- og kveðju- orð. Við fengum að kynnast þessum góða dreng skömmu eftir að hann og Dóra Hjartar, sem var vinkona og skólasystir konu minnar, tóku saman. Dóra hefur lengst af búið í Kaliforníu í Bandaríkjunum og þar ytra héldu þau Óli fallegt og hlýlegt heimili, sem jafnan stóð opið vinum og ættingjum, og var gestagangur þar mikill. Það var um haustið 1993 að við nutum gistivináttu þeirra ytra og dvöldumst hjá þeim í tæpan mán- uð. Móttökurnar voru með þeim hætti, að sú dvöl líður okkur ekki úr minni. Þær byijuðu með því að Dóra og Óli kölluðu saman á heim- ili sínu íslenska og bandaríska vini sína til þess að fagna komu okkar! Allt var það upp á bandaríska vísu og fagnaðurinn stóð í 8 klst. Maður þekkir manninn af vinum hans og fyrir mig og ég held Rögnu líka var þetta þvílík upplifun, að við sáum þau hjón í nýju ljósi, hversu samrýnd þau voru í gagnkvæmri nærgætni og ástúð hvort við ann- að, og hversu mikils trausts og djúprar virðingar og vináttu þau höfðu aflað sér í umhverfi sínu vestra. í upphafi héldu þau tvö heimili, annað hér og hitt fyrir vestan. Þetta var á sjö ára_ tímabili og mik- ið um ferðalög. Á þessu tímabili veiktist Dóra og við vinir þeirra fundum þá, hvílík stoð og stytta Óli var henni. Það fór heldur ekki fram hjá okkur, hve mikla ræktar- semi og umhyggjusemi Óli sýndi aldraðri móður Dóru. Ólafur H. Pálsson var einstakt ljúfmenni og snyrtimenni í allri framgöngu. Allt viðmót hans ein- kenndist af geislandi glaðværð og sýnilegri en ómótstæðilegri þörf hans fyrir að gera gott úr öllu og hrekja hið neikvæða burt. Vin- margur var hann og sannur vinur vina sinna. Hann var hreinskiptinn og maður réttsýnn, sem engum sýndi yfirgang, en hafði sínar fast- mótuðu skoðanir, þótt ekki færi hann fram með hávaða. Allt lék í höndunum á honum. Hann var verklaginn með afbrigð- um og vinnusamur svo af bar og mjög dáður af vinnufélögum sínum fyrir hjálpsemi og ósérhlífni. Þau hjón unnu bæði úti og þau unnu bæði heima. Óli var nútíma eigin- maður, því að ekkert starf á heimil- inu eða fyrir heimilið var kynskipt. Ólafur hafði yndi af söng og var mjög músíkalskur og lagviss. Hann átti mikla og fallega tenórrödd, en hafði ekkert lært og gat ekki lesið nótur. Engan annan mann hef ég séð og heyrt standa upp á manna- móti og syngja einn og án undir- leiks af mikilli innlifun hvert lagið af öðru. Vestra fékk hann inngöngu í karlakór og þurfti þá að læra að lesa nóturnar. Ég fékk að fara með honum á æfingu og fann ekki síst þá, hvernig hann hafði kornið sér og eignast alla kórfélagana að vin- um. Hápunktur ferðar okkar Rögnu var að fá að fara með kórn- um út í Bohemian Redwood Grove í skemmtiferðalag og til tónleika- halds. Þar þurfti auk kórsöngsins hver kórfélagi að syngja einn og sér við undirleik, og þá lék Óli á alsoddi! Á síðasta ári kenndi Óli þess meins, sem ekki var við ráðið. Dóra bjó svo um hnútana, að Óli gat alla sjúkdómsleguna verið heima, og þá fekk hún hjúkrað honum og vakað yfir honum þar til yfir lauk. Þá gat hún endurgoldið honum á erfiðustu stundum lífs hans allt það sem hann hafði verið henni. Missir Dóru er mikill við fráfall Ólafs og sár harmur að henni kveð- inn. Hún getur þó stuðst við hinar björtu minningar um hinn góða dreng og ástvin. Við Ragna vottum henni, börnum Ólafs og börnum hennar, okkar innilegustu samúð. Ingi R. Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.