Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 48
,~48 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp- faðir og afi, ÓLAFUR HERSiR PÁLSSON flugvélstjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 2. apríl kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hans, eru vinsam- legast beðnir að láta Krabbameinsfélag Is- lands njóta þess. Dóra Hjartar, Magnús Ólafsson Sigríður Ólafsdóttir, Bjarni Friðriksson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Jón Pálmi Guðmundsson, Ólafur Páll Ólafsson, Gunnar Þór Eysteinsson, Heather Thordarson, Leifur Egill Eysteinsson, Erla Hlín, Tinna, Sigurbergur og Ólöf Sunna. + Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA ÁSBJÖRNSDÓTTIR, Hrafnistu í Hafnarfirði, sem andaðist sunnudaginn 23. mars, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 2. apríl klukkan 13.30. Sverrir Sigfússon, Baldur Sigfússon, Jóhanna Sigfúsdóttir, Magnús Sigfússon, Ásbjörn Sigfússon, Hólmfríður Sigfúsdóttir, Hólmfríður Jónasdóttir, barnabörn og Sólveig Þórðardóttir, Elsa Hanna Ágústsdóttir, Björn Helgi Björnsson, Auðdís Karlsdóttir, Jóhanna Björnsdóttir, Björn Þór Egilsson, Sigurður Guðjónsson, barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN I. FINNBOGADÓTTIR, Melgerði 18, Reykjavík, sem lést 25. mars, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 3. apríl kl. 15. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á SÍBS, Oddssjóð, Reykjalundi. Rósmundur Runólfsson, Ágústa Rósmundsdóttir, Rannveig A. Hallgrímsdóttir, Sævar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓNÍNA GUÐRÚN EGILSDÓTTIR THORARENSEN, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Hrísmóum 1, Garðabæ, sem lést á Vífilsstaðaspítala 26. mars, verður jarðsungin frá Garðakirkju föstudaginn 4. apríl kl. 13.30 Gunnar Pálsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Guðmundur Svavarsson, Kristín Gunnarsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Sigurður Páll Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + LEIFUR JÓNSSON húsgagnabólstrari, Klapparstíg 1A, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstu- daginn 4. apríl kl. 13.30. Björg Kristjánsdóttir, Gunnar Leifsson, Laura Ann Howser, Kristján Leifsson, Guðrún Anna Auðunsdóttir, Aðalbjöm Leifsson, Björg, Leifur George, Valdís, Kristófer Smári. KRISTJÁN PÉTURSSON + Kristján Pét- ursson var fæddur á Selshjá- leigu í Austur-Land eyjum 4. febrúar 1921. Hann lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur hinn 18. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Pétur Guðmunds- son, f. 1893, d. 1959, og kona hans Soffía Guðmunds- dóttir, f. 1892, d. 1973. Börn þeirra hjóna voru Marta, f. 1914, d. 1989, Guðmundur, f. 1915, d. 1982, Kristín, f. 1917, d. 1978, Hallgrímur, f. 1918, d. 1990, Guðmunda Rósa, f. 1919, Krist- ján, f. 1921, d. 1997, Jóhanna, f. 1922, d. 1983, Pétur, f. 1924, Guðrún, f. 1926, Guðleif, f. 1927, d. 1995, Jónas Ragnar, f. 1928, Lovísa Una, f. 1933, d. 1966, Sigríður Þiry, f. 1935 og Afi! Afi, hvað merkir þetta orð? Gamall karl með hvítt hár og staf. Nei, afi merkir góður maður sem gerir næstum allt fyrir þig. Afi minn, hann Kristján Pétursson, gerði margt fyrir mig, eins og þeg- ar ég kom í heimsókn, passaði hann að til væri allt það sem mér fannst best og ef það var ekki til fórum við í leiðangur í Bónus til að kaupa það og oftast þá líka eitthvað auka góðgæti handa mér. Hann afi minn var hið mesta ljúf- menni, hann átti marga vini sem þóttu vænt um hann, en ekki eins mikið og mér. Hann er besti afi í heimi. Elsku afi, ég mun alltaf sakna þín en ég geymi okkar bestu leyndarmál í hjarta mínu. Guð blessi þig, elsku afi. Ég minnist þín um daga og dimmar nætur. Mig dreymir þig, svo lengi hjartað slær. Og meðan húmið hylur allt sem grætur, mín hugarrós, á leiði þínu grær. Þín kærleiksbros, þau aldrei, aldrei gleymast. Hvert bros, hvert orð, hvert armtak þitt skal geymast. Þín ástarminning græðir lífs míns sár. (Óþekktur höfundur.) Þitt barnabarn, Kristjana Ósk. Nú fækkar þeim óðum sem fremstir stóðu, sem festu rætur í íslenskri jörð, veggi og vörður hlóðu og vegi ruddu um hraun og skörð, börðust til þrautar með hnefa og hnúum, og höfðu sér ungir það takmark sett, að bjargast af sínum búum, og breyta í öllu rétt. (Davíð Stefánsson.) Á þessum degi kveðjum við hinstu kveðju ástfólginn föður okk- ar; valmenni sem ávallt mun búa í vitund okkar sem hann þekktum og honum unnum. Elja er það orð sem fyrst sprett- ur fram í hugann þegar föður okk- ar er minnst. Hann taldist til þeirr- ar kynslóðar sem setti dugnað í öndvegi og kunni ekki að kveinka sér. Einu gilti hversu sjúkur hann var; ávallt var honum efst í huga hvernig hann fengi hjálpað og hlúð að sínum nánustu. Eigin heilsu og þarfir skeytti hann ekki um. Einn úr hópi fjórtán systkina ólst Kristján Pétursson upp við aðstæður sem voru næsta ólíkar þeim sem við, sem yngri erum, þekkjum. Ekki var því til að dreifa að leita á náðir foreldranna með væntingar um að þeir hiypu undir bagga þegar efni skorti í upphafi lífsbaráttunnar. Öllu heldur þótti rétt, skylt og sjálfsagt að ung- menni af kynslóð hans léttu for- eldrum sínum lífið svo unnt yrði að sjá fyrir stóru heimili. Geir Grétar, f. 1937. Árið 1961 kvænt- ist Kristján Krislj- önu Árnadóttur, f. 24. maí 1926, for- eldrar hennar voru Árni Ingvarsson, steinsmiður, og Jakobína Jónsdótt- ir. Börn þeirra hjóna eru 1) Guð- rún Katla, f. 22. september 1961. Eiginmaður hennar er Gunnar Svanur Hjálmarsson, f. 30. apríl 1963. Dóttir Guðrúnar Kötlu er Krisljana Ósk Ólafs- dóttir, f. 28. febrúar 1983. 2) Brynjar, f. 11. janúar 1967. Krislján átti einn son áður en hann giftist, Sigurbjörn Stefán, f. 4. ágúst 1949, d. 26. ágúst 1991, og átti hann fjögur börn. Útför Kristjáns fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Snemma varð ljóst að ekki mundi sama býlið framfleyta svo stórum barnahópi til lengdar. Ung- ur að árum kvaddi Kristján því föðurtún og hélt fótgangandi til höfuðstaðarins austan úr sveitum með pjönkur sínar í kistilkorni, í því skyni að sjá sér farborða. Þar höguðu örlögin því svo til að hann hóf nám í trésmíði og lauk hann því fljótt og vel í fyllingu tímans. Slík var atorka hans, útsjónarsemi og - ekki hvað síst - samvisku- semi, að hann hlaut meistararétt- indi í iðn sinni á örskömmum tíma. Þurfti hann þó mikið á sig að leggja á þessum árum, en allt að einu vék hann aldrei einu orði að því erfiði öllu. Tamara var honum að rifja upp aðrar og jákvæðari minningar, s.s. ferðir sínar í kvikmyndahús ellegar eftirminnilega dönskutíma í Iðnskólanum. Allt slíkt reifaði hann á léttum nótum svo þeir, sem fjær honum stóðu, fengu ekkert veður af þeim þrældómi sem Krist- ján lagði á sig á þessu mótunar- skeiði í ævi hans. En dugnaður hans leyndist engum, enda mótaði hann persónu Kristjáns Pétursonar allt til hinsta dags. Undir þrítugsaldur varð faðir okkar fyrir slysi sem bægði honum frá allri vinnu árlangt. Það segir meira um hann en mörg orð, að í vitund hans og frásögnum varð þetta ár þó ekki tími krankleika og kaupleysis, heldur færi á að sinna fjölbreytilegum áhugamálum og tómstundaiðju. Slíkt og þvíum- líkt var lífsviðhorf hans: Ekki var um vandamálin fjölyrt, heldur nýja möguleika og sóknarfæri. Engan þarf því að undra að skömmu eftir að sjúkralegunni lauk, var hann kominn í fremstu röð íslenskra byggingameistara. Ekki varð föður okkar síðra lífs- lán að kynntast einstakri konu sem átti eftir að verða stoð hans á lífs- ins leið. Hann kvæntist Kristjönu Árnadóttur árið 1961. Móðir okkar tók óðar virkan þátt í starfi hans, enda lenti allur skrifstofurekstur fyrirtækisins á hennar herðum. Ohætt er að segja að foreldrar okkar hafi á fyrstu búskaparárum sínum lifað og hrærst í vinnunni dægrin löng. Umsvifin voru mikil enda gat Kristján sér snemma orð fyrir vönduð og traust vinnubrögð. Það er órækt merki um dugnað hans að árið 1967, þegar samdrátt- ur ríkti í flestum greinum hérlend- is, varð eitt afkastamesta ár á ferli hans, enda hafði hann þá á annað hundrað starfsmanna á launaskrá. Segir það sína sögu um starfsþrek hans, eins þótt ávallt sé erfitt að bregða mælistiku á eiginleika og eðli. Faðir okkar var félagslyndur og var ætíð glaður í góðum hópi. Dansmaður var hann góður og hafði yndi af að fá sér snúning meðan heilsan leyfði. Eftir honum var tekið á mannamótum enda bar hann mikla persónu og var ákveð- inn í skoðunum. Ekki var hann allra og hikaði ekki við að viðra skoðanir sínar ef honum þótti svo við horfa. Hann var eftirsóttur hvar sem hann var í hópi og allir, sem til hans þekktu, nutu samvist- anna við hann. Þegar faðir okkar var kominn hátt á sextugsaldur, tók heilsa hans að bila. Sökum þessa heilsu- brests neyddist hann til að draga saman seglin og láta loks af störf- um, svo þunglega sem það féll slík- um eljumanni sem hann var. Tíðum var hann kvölunum kvalinn og mjög teygðist úr sjúkdómslegum. Aldrei heyrðum við hann þó mæla æðruorð af vörum, heldur nýtti hann krafta sína svo sem heilsan leyfði til að vinna fjölskyldu sinni það gagn sem hann mátti og lið- sinna sínum nánustu í orði og verki. Yert er hér að nefna sérstak- lega hið ástríka samband hans við dótturdóttur sína, Kristjönu Ósk. Reisn sinni hélt Kristján Péturs- son fram á síðasta dag. Svo fór þó að heilsubresturinn beygði bak hans eftir glæstan starfsdag dugn- aðar og seiglu. Móðir okkar var óþreytandi að hlúa að honum og styrkja í langvinnum veikindum hans, enda var hjónaband þeirra eins og best varð á kosið. Faðir okkar sagði sjálfur, skömmu fyrir andlát sitt, að betri konu hefði hann ekki getað fengið. Trúaður var hann mjög, þótt ekki flíkaði hann trú sinni við hvern sem var, enda var hann dulur maður á sína vísu. Við ættingjar hans, sem kveðjum hann í dag, treystum því að máttur þeirrar trúar sem hann ól með sér muni færa honum kvala- leysi og betri líðan en hann mátti þola í jarðvist sinni hin síðustu ár. Verðung er að færa þakkir öllum þeim tryggu vinum hans sem heim- sóttu hann og studdu dyggilega í öll þau ár sem hann lá sjúkur. Kristjáni Péturssyni verður ekki lýst að verðleikum í fáeinum orðum og fátæklegum, en þakklæti fyrir samfylgd hans og kærleika hlýtur að vera efst í huga öllum þeim sem honum fengu að kynnast. Ástkæri faðir, hafðu heila þökk fyrir allt. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Guðrún Katla og Brynjar Kristjánsbörn. Mig langar til að kveðja einn af mínum nánustu ættingjum og góð- an vin. Vinátta er eitt af því dýr- mætasta sem manni getur hlotnast og er ekki sjálfgefin. Kristján var duglegur maður til allra verka. Þrátt fyrir heilsubrest síðustu ára var hann lífsglaður og hafði mikinn lífsvilja. Eitt af því sem ég minnist í fari hans er hve áhugasamur hann var um menn og málefni. Hann hafði ákveðnar skoðanir á öllum hlutum og fór ekki leynt með þær þó að þær væru e.t.v. ekki almannaróm- ur. Kristján var með eindæmum heiðarlegur, trygglyndur og hjálp- samur maður. Naut ég góð- mennsku hans allt fram á hans síðasta dag. Hvíl í friði, minn tryggi og dýrmæti vinur. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (H. Andrésd.) Kveðja, Hulda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.