Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 31 MEIMIMTUIM Rosalind Hutchinson, kennari hjá Alþjóðasamtökum leiðsögumanna Island framarlega í leiðsögukennslu Morgunblaðið/Jón Svavarsson HLUTVERK leiðsögumanna er meðal annars að vekja athygli ferðalanga á því sem þeir koma ekki auga á nema undir leiðsögn. Á VEGUM Alþjóðasamtaka leið- sögumanna (World Federation of Tourist Guide Association) er unnið að því að koma á alþjóðlegum, stöðl- uðum reglum um nám og störf leið- sögumanna, sem fram til þessa hefur verið mismunandi eftir löndum. Markmiðið er að þeim sem njóta leið- sagnar fagmanna séu tryggð ákveðin lágmarksgæði, að sögn Bretans Rosalind Hutchinson, sem hefur meðal annars það starf fyrir alþjóða- samtökin að kenna leiðsögukennur- um. Hutchinson var stödd á íslandi fyrir skömmu í boði Leiðsöguskólans til að fræða íslenska starfandi leið- sögumenn og nemendur um tækni og aðferðir til að ná árangri í starfi. Hún hefur verið leiðsögumaður og leiðsögukennari í áraraðir, var for- maður bresku Leiðsögusamtakanna þar til nýlega að hún varð náms- stjóri fyrir alla leiðsögukennslu í Bretlandi. Sem virðingarvott fyrir starf sitt í þágu ferðamála var hún í byijun marsmánaðar sæmd orðu breska heimsveldisins. Tæknin skiptir máli Á daglöngu námskeiði ræddi Hutchinson meðal annars um sam- skipti, nauðsyn þess fyrir leiðsögu- mann að vera vel undirbúnir, hvernig umgangast eigi erfiða einstaklinga í hóp, hvernig halda eigi at- hygli hóps og á hvað eigi að leggja áherslu, svo dæmi séu nefnd. „Nái leiðsögumaður eyr- um fólks í upphafi hlust- ar það á hann sem eftir er,“ segir hún, en bendir jafnframt á að það sé ekki í verkahring leið- sögumannsins að taia allan tímann. Hutchinson segir að ýmsar leiðir séu til að hjálpa fólki til að muna það sem fyrir augu beri, eins og að tengja gam- ansemi eða skrýtlu at- burðinum. Með því sitji 18-20% meira eftir í minni fólks. Oft séu það einnig smá- atriðin sem hjálpi til að tengja at- burði eða muna eftir byggingum. „Segðu mér og ég mun gleyma, sýndu mér og ég gæti munað, gerðu mig að þátttakanda og ég mun skilja. Þetta eru kínversk spakmæli sem hafa mikið til síns máls,“ segir hún og bætir við að algengt sé að fólk muni 20% af því sem það heyri og 30% af því sem það sér á venjulegum degi undir leiðsögn. Hlutverk leiðsögunianns Hún nefnir einnig að góður leið- sögumaður þurfi að vera stoltur af landi sínu, en hann verði eigi að síð- ur að geta sýnt þjóð sína í réttu ljósi, þ.e. ekki aðeins að draga fram góðu hliðar þjóðlífsins heldur útskýra einn- ig þær dekkri. Hlutverk leiðsögumanna sé að opna augu ferðalanga fyrir því sem þeir veiti ekki athygli án leið- sagnar. Hutchinson hafði dvalið flóra daga á ís- landi þegar viðtalið átti sér stað. „Ég get ekki beðið eftir að komast aftur hingað og líkar loftslagið vel. Ég ferð- ast oftast utan anna- tíma því þá finnst mér ég kynnast Jandi og þjóð betur. ísland er hins vegar mjög sér- stakt og þið verðið að gæta þess að vernda það gegn of miklum ágangi. Ef þið þjálfið upp góða leiðsögumenn passa þeir sjálfkrafa upp á það.“ Að lokum útskýrir hún muninn á leiðsögumönnum og fararstjórum og bendir á að fararstjórar ættu alltaf að hafa leiðsögumenn sér til aðstoð- ar. Leiðsögumaður sé heimamaður sem hafi þekkingu á öllu því sem til þurfi, fararstjóri sé sá sem haldi utan um hópinn, sjái til þess að allur að- búnaður sé í lagi og öll dagskrá haldi áætlun, svo dæmi séu tekin. Aðspurð hvort Félag íslenskra leiðsögumanna ætti að fara fram á að erlendir ferðahópar verði að hafa íslenskan leiðsögumann í hópnum, svarar hún að það sé ekki spurning um þjóðerni heldur ákveðna þekk- ingu og fagleg vinnubrögð. „Islensk- ir leiðsögumenn þekkja heimaslóðir sínar betur en aðrir, þeir hafa fengið góða þjálfun í Leipsöguskólanum og staðist þar próf. Ég tel nauðsynlegt að þeir útlendingar sem stunda leið- sögustörf á íslandi hafi staðist sömu próf.“ Hún kveðst hafa kynnt sér starf- semi Leiðsöguskólans og lýsir yfir ánægju sinni með að menntamála- ráðherra skuli hafa sett fram ákveðn- ar námskröfur í námskrá fyrir leið- sögunám. „Það sýnir skilning hans málinu," segir hún. Þjálfaðir leiðsögumenn efla ferðaþjónustu Hún segir undir íslenskum leið- sögumönnum komið að fá viðurkenn- ingu frá íslenskum ferðaþjónustuað- ilum og ferðamálayfirvöldum á því að besta þjónustan og augiýsingin fáist með sérþjálfuðu fólki á þessu sviði. „Það hefur sýnt sig um allan heim að þjálfaðir leiðsögumenn hafa eflt ferðaþjónustuna. Þó getur oft verið erfitt að byggja upp nýja hluti og koma nýjum sjónarmiðum á fram- færi, en þið eigið góða leiðsögumenn svo vonandi notfærir íslenska ferða- þjónustan sér þekkingu þeirra og færni til að efla hana,“ segir Rosa- lind Hutchinson. Morgunblaðið/Golli Rosalind Hutchinson dæstu námskeið Næstu námskeið um næstu helgi ERÐU LÉTTA DANSSVEIFLU Á TVEIM DÖGUMI Áhugahópur um almenní dánsþátttöku | íslandi 557 7700 hringdu núna Fundantaður og tími: Hótel Selþoai þimmtudaginn 3. apríl kl. 10.00-12.00 drdesió. Framiögumenn: Jón GunnarJónaon. (ramleiðiluitjóri, Sláturtélagi Suðurlandi ivf. Finnur Ingóltjucn, iðnaðarráðherra Haraldur SumarUðaicn, hormaður Samtaka iðnaðarim Dagskrá tundarim Á fundinum verður tjarið yfir breytingar d itariukilyrðum og í rekótri iðntiyrirtœkja undanharin ár og núverandi itaða metin. Leitait verður við að svara spumingum um það hvemig stjómvöíd og hagsmunaaðilar geta tekið höndum saman til að tryggja vöxt iðnaðar og að sóknartcekitjœrin nýtist til aukinnar verðmœtasköpunar. Á tjundinn er boðið télagsmönnum Samtaka iðnaðarins, sveitastjómarmönnum og alþingismönnum en auk þess er tjundurinn opinn öllum áhugamönnum um atvinnumál. (ðf SAMTÖK mmm IÐNAÐARINS - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.