Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BYLTINGIMEÐ- FERÐ SJÚKDÓMA UNDANFARIÐ hefur orðið bylting í greiningu og með- ferð ýmissa sjúkdóma á hátæknisjúkrahúsum, einkum í skurðlækningum. Sú tæknibylting, sem hér um ræðir, hef- ur valdið því að legutími sjúklinga hefur stytzt verulega, bæði erlendis og hérlendis. I Bandaríkjunum, þar sem þessi þróun hefur verið örust, hefur smærri sjúkrahúsum - og sjúkrarúmum á hinum stærri - fækkað umtalsvert. Þessarar þróunar gætir og hér á landi. Á Landspítala hefur meðallegu- tími á legudeildum stytzt úr tæpum 22 dögum árið 1985 í 12,8 daga árið 1995 og á vefrænum bráðadeildum spítalans úr 11 dögum í 7. Á sama tíma fækkaði skráðum rúmum á legudeildum spítalans úr 1050 í um 900. Hátækniþjónusta fer einkum fram á stórum sjúkrastofnun- um, sem m.a. búa yfir flókinni en fullkominni tækni til sjúk- dómsgreininga, vel búnum rannsóknarstofum, tölvusneið- myndatækjum, segulómun o.s.frv. Á slíkum stofnunum er og aðgerðafjöldi það mikill að mjög sérhæft starfslið, lækn- ar og hjúkrunarfólk, getur haldið færni sinni við. Fámenn þjóð getur á hinn bóginn ekki rekið mörg há- skóla- og hátæknisjúkrahús. Til þess er hvorki fjárhagsleg geta né sérhæft starfslið. Raunar hafa verið færð fram hag- kvæmni- og sparnaðarrök fyrir því að sameina eða samhæfa betur starfsemi stóru sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík. En mest er um vert að tryggja að hér verði ætíð tiltækur hátæknibúnaður og sérhæft starfslið, sem stenzt samanburð við það sem bezt þekkist annars staðar í veröldinni. Með því móti getum við haldið áfram að stytta meðallegu sjúkl- inga, sem þurfa á sjúkrahússmeðferð að halda, sem og fjar- vistir þeirra frá vinnu. Það er í senn þeirra hagur og samfé- lagsins. ÓMARKVISS HREINSUN HREINSUNARSTARFIÐ á strandstað flutningaskipsins Víkartinds virðist hafa verið fremur ómarkvisst. Nú, þegar hartnær mánuður er liðinn frá strandi skipsins, er hreinsun strandstaðarins enn ekki lokið. Það er því ekki að undra að þolinmæði heimamanna sé á þrotum. Þetta mál er þeim mun alvariegra, sem sýnt er að strand skipsins hefur þegar valdið umhverfinu skaða og að sá skaði getur orðið enn stærri. Um borð í Víkartindi er enn svartol- ía og á meðal varnings í skipinu eru eiturefni og lyf, sem geta verið almenningi hættuleg. Þá er auðvitað mengun að hvers kyns braki úr skipinu, sem dreifist víðar eftir því sem lengur er beðið með að hreinsa það. Víkartindsmálið ætti að verða stjórnvöldum tilefni til að endurskoða og skýra reglur um viðbrögð við slysum af þessu tagi. Nauðsynlegt er að það liggi ljóst fyrir hver ber ábyrgð á hreinsun eftir skipsstrand, hver framgangsmátinn á að vera strax eftir strandið og hvaða tímamörk ber að virða. Þá þarf að vera skýrt hver sé réttur og ábyrgð landeigenda í slíkum málum, þannig að hægt sé að forðast deilur af því tagi, sem hafa komið upp undanfarna daga. í málum af þessu tagi hljóta menn að hafa hagsmuni umhverfisins og almennings í fyrirrúmi. BYGGING ÁLVERS HAFIN FRAMKVÆMDIR eru hafnar við byggingu álvers Norður- áls hf. á Grundartanga, en umhverfisráðherra gaf út starfsleyfi fyrir verksmiðjuna kvöldið fyrir skírdag. Bygging- arleyfi hafði áður verið gefið út, en hins vegar á Alþingi eftir að samþykkja frumvarp um álverið, svo og á móðurfyr- irtækið, Columbia Ventures, eftir að ganga endanlega frá fjármögnun, en það verður væntanlega í maímánuði. Bygging álversins á Grundartanga eru mikil tíðindi í ís- lenzku efnahagslífi, því stöðnun hefur ríkt í stóriðjuuppbygg- ingu hér á landi í nær þrjá áratugi, eða þar til stækkun ál- versins í Straumsvík hófst á liðnu ári. Uppbygging orkufreks iðnaðar hefur víðtæk áhrif á atvinnu- og efnahagslíf lands- manna. Allt að 350 manns munu fá störf á byggingartíma nýja álversins og um 150 fá þar vel launuð störf til framtíð- ar. Þá er miðað við full afköst 60 þúsund tonna álvers, en heimild er til að stækka það í 180 þúsund tonn. Mörg hundr- uð manns munu og fá vinnu við virkjunarframkvæmdir. Athyglisvert er, hversu undirbúningur hefur gengið hratt fyrir sig. Það var í ágústlok 1995 sem Columbia spurðist fyrst fyrir um, hvort íslendingar treystu sér til að selja raf- orku til 30 þúsund tonna álvers. Nú er gert ráð fyrir því, að álverið á Grundartanga geti hafið starfsemi sumarið 1998. Everest faramir eru komnir í 4.930 meti VIÐ erum komnir langt inn í Himalaya fjöllin og fjalla- fegurðin er með þvílíkum ólíkindum að því fá engin orð lýst,“ segja Everest fararnir Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon, sem í gær gengu á Everest í fyrsta skiptið ásamt aðstoðarmönnum sínum Herði Magn- ússyni og Jóni Þór Víglundssyni. Leið- angurinn hefur gengið vel fram að þessu nema hvað Jón og Hallgrímur hafa átt við smávægileg veikindi að stríða. Everest fararnir eru núna staddir í litlu þorpi sem heitir Lobuche og er í um 4.930 metra hæð. í gær gengu þeir að Khumbu skriðjöklinum, sem er erfiður farartálmi fyrir þá sem vilja komast á tindinn. Þegar þeir sneru við niður í Lobuche höfðu þeir náð hæð sem er um 100 metrum hærri en Mt. Blanc, hæsta fjall Evrópu. Þeir hafa lagt áherslu á að aðlaga sig hæðarmuninum og þunna loftinu. Þetta gera þeir með því að ganga upp í vissa hæð og fara svo niður aftur. Leiðangursmenn koma I aðalbæki- stöðvar sínar eftir tvo daga, en þær eru í 5.300 metra hæð. Nokkur töf varð á því að stærstur hluti farangurs þeirra fengist leystur úr tolli, en hann var sendur af stað nokkrum vikum áður en þeir lögðu frá íslandi. Eftir nokkurt umstang tókst að losa far- angurinn úr tolli og hann er nú á leið til þeirra. Björn sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri útilokað að þetta tefði þá eitthvað þegar þeir kæmu í aðalbækistöðvarnar. Breytt mataræði fór heldur illa í Hallgrím, sem hefur verið með niður- gang. Hann leitaði til læknis um helg- ina og fékk hjá honum fúkkalyf og ráðleggingar um mataræði. Hann er því allur að hressast. Jón Þór, kvik- myndatökumaður Ríkissjónvarpsins, hefur hins vegar verið með svolitla flensu. Hann gekk með félögum sínum upp að Khumbu jökli í gær þrátt fyr- ir veikindin. ÞETTA er sú fjallasýn sem blasir við í góðu veðri í Himalayafjall- garðinum. Fyrir miðju er Everest og lengst til vinstri er Khumba skriðjökulinn, sem skríður fram um einn metra á dag. Fögur fjallasýn í Himalaya Leiðangur þriggja íslendinga á tind Everest gengur samkvæmt áætlun, en smávægileg Síðustu daga hefur verið þokuslæð- ingur og snjókoma, en inn á milli hefur birt til. Hörður sagði_ að þetta væri sæmilegt veður að áliti íslending- anna, en sumir Bretarnir í leiðangrin- um töluðu um að þetta væri hræðilegt veður. Hann sagði að mjög kalt væri hins vegar á nóttunni. Sérstæð menning Leiðangursmenn senda dagbókar- pistla á heimasíðu sína á alnetinu, en hana er að finna á slóðinni http://www.mbl.is/everest. í pistli sem þeir sendu á skírdag fjalla þeir um sérstaka menningu fólksins sem býr við rætur Everest. „Namche Bazaar er skemmtilegur staður. Hér er höfuðborg sherpanna og miðpunktur Khumbu héraðsins. Sherparnir sjálfir kalla þorpið Nauc- he. Namche á sér aldalanga sögu. Hér var í árhundruð miðpunktur versl- unar milli Tíbet í norðri og Nepals og Indlands í suðri. Tíbetar seldu salt og jakuxaull suður yfir Himalaya fjöll- in í skiptum fyrir kornvöru, hrísgijón og sót til blekgerðar. Stór hluti þess sem fór norður yfír var smjör til að brenna í smjörkertum í ótölulegum fjölda Lama klaustra í Tíbet. Sherp- arnir voru milligöngumenn um öll þessi viðskipti og sáu að mestu um flutningana yfir hið 5.300 m háa Lang Pa La skarð, vestan Cho Oyu, sem eru okkur kunnuglegar slóðir. Namc- he Bazaar hefur því alltaf verið ríkt þorp. Þessi verslun hrundi alveg upp úr 1950, þegar Kínverjar hernámu Tíbet og lokuðu fjallaskörðunum. Þjónusta við ljallaleiðangra og ferða- menn varð afkomu sherpanna til bjargar. Gönguleiðin upp Khumbu dalinn er sú vinsælasta í Nepal og tugir þúsunda ferðamanna leggja það á sig að ganga upp til Namche á hverju ári. Þorpið er í skálarlaga sillu í brattri fjallshlíð. íbúar eru um 500 talsins. Hér er allt bratt og það er um 100 m hæðarmunur á milli efsta og neðsta hluta þorpsins. Húsin eru ein til þtjár hæðir, allt frá óhijálegum hjöllum með tré- og stráþökum sem þyngd eru niður með steinum, að ágætlega hlöðnum steinhúsum með bárujárns- þökum. Gluggarnir eru stórir og flest- ir málaðir í skærum Ijósbláum lit, sem gefur bænum skemmtilegan svip. veikindi hafa þó hrjáð hluta leiðangursmanna. í gær gengu þeir í fyrsta skiptið á Everest- fjall og á morgun koma þeir í aðalbækistöðv- ar, en þaðan munu þeir gera atlögu að tindin- ——- f um um miðjan maímánuð. Egill Olafsson ræddi við félagana í síma í gær. FJALLGÖNGUMENNIRNIR sem ganga á Everest eru Hallgrímur Magnússon, Björn Ólafsson og Einar K. Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.