Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 43
MINIMINGAR
BJÖRN THORS
+ Björn Thors
blaðamaður
fæddist í Reylqavík
28. febrúar 1923.
Hann lést á Land-
spítalanum aðfara-
nótt miðvikudags
26. mars, 74 ára að
aldri. Foreldrar
hans voru hjónin
Ágústa Björnsdótt-
ir og Kjartan Thors.
Ágústa f. 14.2 1894,
d. 17.12. 1977, var
dóttir Björns Jens-
sonar, rektors og
adjunkts í Reykja-
vík og konu hans Henriettu
Louise Henriksdóttur Svends-
ens, kaupmanns í Reykjavík.
igartan, f. 26.4. 1890, d. 4.8.
1971, forstjóri, aðalræðismaður
ítala og formaður VSI, var son-
ur hjónanna Thors Jensens og
Margrétar Þorbjargar Kristj-
ánsdóttur.
Systkini Björns voru Margrét
Louise, f. 28.12.1916,
skrifstofumaður, lát-
in; Hrafnhildur, f.
30.9.1919, gift Sigur-
geiri Jónssyni, fv.
hæstaréttardómara;
Sigríður, f. 13.5.
1927, var gift Stefáni
heitnum Hilmars-
syni, bankastjóra.
Björn Thors
kvæntist Helgu Val-
týsdóttur 7. maí árið
1944 og eignuðust
þau fjögur börn,
Kjartan, Kristínu,
Stefán og Björn.
Hinn 16. ágúst 1975 kvæntist
Björn eftirlifandi eiginkonu
sinni, Jórunni Karlsdóttur Thors.
Börn Jórunnar frá fyrra hjóna-
bandi eru Inger, Helga, Jóhann
og Unnur.
Björn varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík árið 1942,
lagði stund á hagfræði við Há-
skóla íslands 1942-1943 og nám
í arkitektúr við Kaliforníuhá-
skóla í Berkeley, Harvard-
háskóla og Gautaborgarhá-
skóla árin 1943-1946. Hann
varð starfsmaður Landssam-
bands ísl. útvegsmanna og Fé-
lags íslenskra botnvörpuskipa-
eigenda árið 1946 og síðar
framkvæmdastjóri FÍB. í des-
ember 1959 varð hann blaða-
maður við Morgunblaðið þar
sem erlendar fréttir og erlend
málefni voru hans sérsvið.
Björn átti sæti í stjóm
Tryggingar hf. frá _ stofnun
1951 til 1965, í stjórn Árvakurs
hf., útgáfufélags Morgunblaðs-
ins, 1963-1965, og var formað-
ur Menningarsjóðs Blaða-
mannafélags íslands 1962-
1970.
Björn lét af störfum á rit-
stjórn Morgunblaðsins árið
1984, en annaðist þýðingar fyr-
ir það til hins síðasta.
Utför Bjöms fór fram frá
Fossvogskirkju í gær.
Bjöm Thors var einstaklega fág-
aður maður í allri framkomu og
viðmóti og svo kurteis, að honum
verður bezt lýst með því gamla,
enska sæmdarheiti sjentilmaður.
Þessir eiginleikar voru honum í blóð
bornir og vafalaust slípaðir í upp-
eldi og skólagöngu. Enda var það
svo, að af þeim hafði ég spurnir
löngu áður en ég kynntist mannin-
um sjálfum. Á menntaskólaárum
mínum á fyrri hluta sjötta áratugar-
ins vann ég að sumarlagi á skrif-
stofu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar,
en þá var Björn Thors fram-
kvæmdastjóri Félags íslenzkra
botnvörpuskipaeigenda. Sem slíkur
hafði hann oft samband við starfs-
fólk Bæjarútgerðarinnar og var til
þess tekið, hversu kurteis og ljúf-
mannlegur hann var í öllum sam-
skiptum ólikt því, sem oft gerðist
meðal hijúfra útgerðarmanna og
sjósóknara.
Vorið 1961 var ég ráðinn rit-
stjóri nýs dagblaðs, Myndar, sem
átti að hefja göngu sína þá um
sumarið á vegum Hilmars Krist-
jánssonar, eiganda útgáfufélagsins
Hilmis hf. Eitt fyrsta verkið var að
ráða blaðamenn að Mynd og þá kom
fljótlega upp nafn Björns Thors, þá
blaðamanns við Morgunblaðið, til
að annast erlendar fréttir og skrif
um erlend málefni. Björn hafði látið
af störfum hjá FÍB og hafið störf
á ritstjórn Morgunblaðsins 7. des-
ember 1959, þar sem erlend mál-
efni voru sérsvið hans. Hann hafði
áunnið sér gott orð fyrir hæfni á
því sviði, enda engin furða, því
Björn hafði víðtæka reynslu af er-
lendum málefnum, fyrst sem stúd-
ent í Bandaríkjunum og Svíþjóð á
árunum 1943-1946 og síðar sem
starfsmaður LÍÚ og FIB á brezka
hernámssvæðinu í Þýskalandi, þar
sem hann annaðist fyrirgreiðslu ís-
lenzkra togara.
Þá fáu mánuði, sem við nafnarn-
ir unnum við undirbúning og útgáfu
Myndar, var samstarf okkar með
ágætum og alla tíð síðan vorum við
tengdir vináttuböndum, sem ekki
slitnuðu þótt á ýmsu gengi í störfum
og lífi okkar beggja. Eg komst fljótt
að því, að sögurnar, sem fóru af
hæfni Björns á sviði erlendra mál-
efna voru réttar, enda var hann
hafsjór vitneskju jafnt um erlenda
menn sem þróun erlendra stjórn-
mála. Þetta sannreyndi ég enn bet-
ur, þegar við nafnarnir hófum störf
saman á ritstjórn Morgunblaðsins
haustið 1961, hann í erlendum
fréttum og ég í innlendum, og þá
ekki síður, þegar ég var orðinn
fréttastjóri blaðsins, sem í þá daga
hafði umsjón jafnt með innlendu
sem erlendu efni.
Björn Thors var óvenju vandvirk-
ur blaðamaður og lét ógjarnan frá
sér handrit til setningar í prent-
smiðju fyrr en hann var fyllilega
ánægður með það. Tíminn var oft
naumur á kvöldvöktunum og þá
kom kunnátta og hæfni sér vel,
jafnt á erlendum tungumálum sem
íslenzku. Erlendu fréttirnar bárust
um loftskeyti, á strimlum frá Norsk
Telegrambureau (NTB) og á fjarrit-
um frá Associated Press (AP) í
London. Einnig var hlustað á út-
varpsfréttir BBC og fleiri stöðvar.
Oft var erfitt að ráða í textann,
einkum frá NTB, og þá þurfti að
treysta á kunnáttu og reynslu. Hröð
vinnubrögð voru nauðsyn á slíkum
stundum og greip Björn til þess
ráðs að fá sér rafmagnsritvél, fyrst-
ur blaðamanna Morgunblaðsins.
Ekki man ég betur en hann hafi
borgað Olivetti rafmagnsritvélina
sjálfur. Má segja að þar með hafí
hafizt sú tæknibylting, sem síðar
varð á ritstjórninni.
Björn var ljúfmenni í umgengni,
þótt hann gæti verið fastur fyrir,
ef því var að skipta, og engin var
hann geðlurðan. Á þessum árum
var ritstjórnin tiltölulega fámenn
og samskiptin því náin, jafnt í leik
sem starfi. Björn var gleðimaður
og hrókur alls fagnaðar á góðum
stundum og hann var húmoristi
mikill. Þá sögu sagði hann frá hjú-
skaparárum sínum og Helgu Val-
týsdóttur, leikkonunnar mikilhæfu,
að hann fylgdi henni löngum niður
í Iðnó, þar sem hann hjálpaði til
að tjaldabaki sem „altmuligmand“.
Hann hefði þó náð svo langt að
stíga á svið. Það var í leikför LR
til Færeyja og rullan var - fótatak
í fjarska.
Björn Thors tengdist Morgun-
blaðinu nánum böndum löngu áður
en hann hóf þar störf. Kona hans
Helga var dóttir Valtýs Stefánsson-
ar, ritstjóra og eins aðaleiganda
blaðsins. Hann átti um skeið sæti
í stjóm Árvakurs hf., útgáfufélags
Morgunblaðsins, og sum barna
þeirra Helgu hafa starfað á blaðinu
um lengri eða skemmri tíma. Yngsti
sonurinn og nafni hefur átt dijúgan
þátt í því að leiða blaðið inn í tölvu-
öldina og þá stórkostlegu tækni-
byltingu sem hafin er. Má segja,
að Björn yngri haldi þar á lofti
merkinu, sem reist var með Olivetti-
rafmagnsritvélinni á sínum tíma.
Björn Thors var blaðamaður við
Morgunblaðið um aldarfjórðungs
skeið, árin 1959-1984, að undan-
teknum fáum mánuðum á Mynd.
Þótt hann hætti daglegum störfum
á ritstjórninni slitnaði þráðurinn þó
aldrei, því hann tók að sér þýðingar
og ýmis önnur verkefni allt til
hinztu stundar. Samskipti okkar
vinanna voru þó ekki eins náin og
fyrrum, en við hittumst þó öðru
hveiju og tókum tal saman, einkum
þegar hann skilaði af sér efni. Björn
var ætíð samur við sig, sama fág-
aða framkoman og einkenndi hann
alla tíð, einna síðastur þeirra fá-
gætu íslensku sjentilmanna, sem
mótuðust í umróti fyrstu áratuga
aldarinnar.
Við Guðrún áttum margar góðar
stundir með Birni og Jórunni, eftir-
lifandi eiginkonu hans, oft á ferða-
lögum innanlands og utan. Þær
gleðistundir lifa áfram í minning-
unni og fyrir þær þökkum við á
kveðjustund.
Að leiðarlokum þakka ritstjórar
Morgunblaðsins, blaðamenn og aðr-
ir starfsmenn Birni Thors fyrir sam-
starfið og vináttuna, og við færum
öll eiginkonu hans, Jórunni Karls-
dóttur, börnum og öðrum ástvinum
einlægar samúðarkveðjur við frá-
fall hans.
Björn Jóhannsson.
Þegar ég nú minnist Björns Thors
verður mér fyrst og fremst hugsað
til bernsku- og æskuáranna, en við
vorum af sömu kynslóð þótt um
tveggja ára aldursmun væri að
ræða. Fyrstu spumir mínar af Bimi
voru er ég var nálægt l(j ára að
aldri og átti heima í sama bæjar-
hverfi og hann. Þetta var á þeim
tíma sem tindátar og meccano voru
um það bil að leysa af hólmi leggi
og skeljar sem aðalleikföng
drengja, amk. kaupstaðardrengja.
í sama húsi og ég átti heima
drengur sem lék sér að einhveiju
leyti við Björn Thors. Hann sýndi
mér svokallaða „dátahöll", sem var
eftirlíking af riddaraborg og var
æskilegur þáttur í sviðsetningu
þeirra tíma stríðsleikja, þ.e, leikja
með tindáta. Þetta eftirsóknarverða
leikfang hafði leikfélagi hans, Björn
Thors, gefið honum með þeim út-
skýringum að hann ætti aðra,
stærri eða fínni, og því gæti hann
gefið þessa. Ég hafði lítið saman
við Björn að sælda á þessum árum
þótt það kæmi fyrir að leiðir okkar
lægju saman að leik á Bergstaða-
stræti, Njarðargötu eða Laufás-
vegi, en mér hefur ekki liðið úr
minni sú gjafmildi og óeigingirni
sem Bjöm sýndi með gjöfinni til
leikfélaga síns.
Leiðir okkar Bjöms lágu aftur
saman nokkrum árum síðar í Skáta-
félaginu Væringjum. Þar kenndi
aldursmunar því ég var orðinn
flokksforingi er Björn gerðist skáti.
Hann var glaður og ljúfur piltur sem
ekki skar sig úr hópnum að öðru
leyti en því að hann var venjulega
söluhæstur í merkja- og blaðasölum
skátanna. Á meðan við Björn störf-
uðum báðir að skátamálum vorum
við þátttakendur í för 32 íslenskra
skáta á „Jamboree", heimsmót
skáta í Hollandi 1937. Var það 6
vikna ferð. Þá var ástand gjaldeyr-
ismála þannig, að við þurftum að
afla gjaldeyris sjálfir með því að
hafa opna sölubúð á mótsstaðnum,
þar sem við seldum gæruskinn,
„Hekluhraun“ og ýmsa smáminja-
gripi. Var til þess tekið hvað yngstu
þátttakendurnir voru ósérhlífnir og
duglegir við sölustörfín, en þar var
Bjöm fremstur, m.a. vegna þess hve
hann átti auðvelt með að tileinka
sér hinn sérkennilega framburð
Hollendinga. Það er nokkuð víst, að
við félagar Bjöms á „Jamboree“,
sem fylgdumst með frábæmm sölu-
mannseiginleikum hans og leikni í
notkun erlendrar tungu, hefðum
ekki orðið hissa ef við hefðum frétt
af honum síðar sem afkastamiklum
fisksölumanni erlendis.
Þegar Björn kom í fyrsta sinn á
heimili okkar Hrafnhildar systur
sinnar, nokkmm dögum eftir gift-
ingu okkar, tók hann eftir því að
ekkert útvarpstæki var á heimilinu.
Það olli okkur nýgiftum engu
hugarangri en Bjöm taldi ekki
mega við svo búið standa og kom
næsta dag færandi forláta útvarps-
tæki.
Þessi atvik sem að framan grein-
ir, sem ekki eru merkileg hvert um
sig, tel ég lýsa innræti og skapgerð
æskumannsins Björns Thors,
óvenjulegri rausn og gjafmildi,
ósérhlífni og talsverðu kappi þegar
honum þótti við eiga. Eðlislæg
ósvikul háttvísi og tillitssemi við
aðra voru einkennandi fyrir Bjöm
þá og alltaf síðan.
Eins og fram kemur í upphafí
þessa greinarstúfs verður mér nú
fyrst og fremst hugsað til fyrri
kynna okkar Björns sem drengja,
unglinga og ungra mágsemdar-
manna. Yfir þvi tímabili er mest
birta minninganna og þá myndast
oft skoðanir manna á samferða-
mönnunum. Því era þessi fátæklegu
minningarorð bundin við það tímabil.
Að öðru leyti er þakkað fyrir
samfylgdina sem nú hefur varað í
um 65 ár.
Sigurgeir Jónsson.
KRISTJÁN ARNDAL
EÐVARÐSSON
+ Kristján Arndal Eðvarðsson
fæddist á Akranesi 19. maí
1957. Hann lést á heimili sínu í
Borgarnesi 23. mars síðastliðinn
og fór útför hans fram frá Borg-
arneskirkju 29. mars.
Þá er kallið komið. Svo snemma
og svo seint í senn. Svo snemma á
ævi manns sem átti svo mörgu ólok-
ið, svo seint sé tekið tillit til allra
þeirra þjáninga er hann mátti líða
vegna sjúkdóms sem mótaði dijúgan
hluta ævi hans. Sá sjúkdómur hafði
betur og að kvöldi pálmasunnudags
var vinur minn og frændi, Kristján
Arndal Eðvarðsson, allur. Hann hafði
barist af ólýsanlegri karlmennsku og
dugnaði við sjúkdóm sinn og þrátt
fyrir að hans líkamlegi kraftur væri
fyrir nokkru að þrotum kominn, bjó
hann yfir óbuguðum andlegum styrk
og dugnaði til síðustu stundar.
Að ætla sér að gera skil í lítilli
blaðagrein kynnum sem varað hafa
alla ævi manns getur verið nokkuð
erfítt því það er svo ótal margs að
minnast þegar sest er niður og horft
yfir farinn veg. Allt frá því að þrír
litlir snáðar sulluðu í fjörupollinum
við Vesturgötuna á Akranesi og að
þeirri stundu fyrir rúmri viku að ég
kvaddi vin minn á heimili hans í
Borgarnesi. Á þeirri stundu duldist
hvorugum okkar að við værum að
hittast í síðasta sinn þótt við ræddum
það ekki frekar.
Við félagarnir upplifðum æsku-
árin á Skaganum, þar sem við þrír
frændur á svipuðu reki áttum allan
heiminn. Lausir við áhyggjur og
vandamál, máttum varla hver af
öðrum sjá þótt inn á milli slettist
upp á vinskapinn og stöku sinnum
væri tekist á í hita leiksins. Á ungl-
ingsárunum uppgötvuðum við ýmsa
leyndardóma lífsins og þrátt fyrir
að Faxaflóinn skildi okkur að vorum
við heimangangar hver á annars
heimili. Þegar ég fór í sumarvinnu
til Reykjavíkur bjó ég á heimili for-
eldra Kristjáns eða Didda eins og
hann var að jafnaði kallaður. Þar
var mér ávallt tekið sérstaklega vel
þrátt fyrir að margir væru í heimili
og þar átti ég mitt annað heimili á
þessum árum. Við félagarnir ákváð-
um að nú væri kominn tími til að
hleypa heimdraganum enda orðnir
harðfullorðnir menn, komnir fast að
tvítugu og fórum við út í það að
leigja okkur herbergi þar sem við
bjuggum næstu tvö árin. Þótt við
værum fullir sjálfstæðis þótti okkur
ekki verra að eiga stutt heim, sér-
staklega þegar okkur vanhagaði um
eitthvað smálegt.
Árin milli tvítugs og þrítugs eru
að jafnaði erilsamasti tími lífsins
þegar ungt fólk er að koma undir
sig fótunum og stofna heimili. Þá
gefst ekki sá sami tími og áður fyr-
ir vini og kunningja en ýmsar nýjar
skyldur taka við. Á þeim árum var
oft erfitt að finna sér tíma til þess
að setjast niður og spjalla saman.
Diddi hafði hitt hana Kristínu sína
eða Stínu eins og við kölluðum hana
og þau höfðu fljótlega eignast tví-
bura, þá Ingvar og Ómar og því var
í nógu að snúast á því heimilinu
næstu árin. Seinna fæddist þeim svo
dóttirin Anna Ólöf og eins og gefur
að skilja var um nóg að hugsa á
þeim bænum þegar komin voru þijú
börn og foreldrarnir báðir bráðung-
ir. En þrátt fyrir ungan aldur tókst
Didda og Stínu að sýna fram á að
það var töggur í þeim og þau létu
ekki sitja við orðin tóm. Með mikilli
vinnu komu þau sér upp þaki yfír
höfuðið og lifið blasti við þeim. Það
var þá sem sjúkdómurinn gerði vart
við sig, fyrir nær einum og hálfum
áratug. í hönd fóru erfiðar læknisað-
gerðir og tvísýnn tími þar sem allir
sem til þekktu biðu og vonuðu að
allt færi vel. Diddi tók þessum
hremmingum af einstökum dugnaði
og ræddi sjaldan um sjúkdóm sinn.
Hann mátti hinsvegar ekkert aumt
sjá og var iðulega með hugann við
það hvernig hann gæti hjálpað þeim
sem þess þurftu og í gegn um tíðina
hefur hann rétt ófáum hjálparhönd
bæði í vinnu og utan án þess að
þiggja greiðslu fyrir. Um tíma leit
út fyrir að tekist hefði að vinna á
sjúkdómnum og við í fyölskyldunni
tókum gleði okkar þegar nokkur ár
höfðu liðið án þess að sjúkdómurinn
hefði lagt til atlögu að nýju. Við
vonuðum heitt og innilega að
hremmingarnar væm að baki.
Diddi átti og rak vinnuvélar og
vörubifreiðar og vinnudagur hans
var oft lengri en góðu hófí gegndi,
sérstaklega eftir að heilsu hans
hrakaði. Hann sló þó hvergi af og
dugnaður hans var einstakur og
aðdáunarverður. Orðið uppgjöf var
ekki til í orðabókinni hans. Þrátt
fyrir langan vinnudag og bágborið
heilsufar gleymdi hann ekki sinum
nánustu. Á sorgarstundum, við frá-
fall foreldra minna hringdi hann í
mig stundum oft á dag bara til þess
að heyra í mér hljóðið eins og hann
orðaði það. Sjálfur vildi hann ekki
ræða mikið um eigið heilsufar eða
áhyggjur, heldur veita öðrum styrk
og það gerði hann svo um munaði.
Þegar sýnt þótti hvert stefndi og
sjúkdómurinn hafði tekið sig upp
aftur fóru í hönd tímar mikilla þján-
inga og tíðra sjúkrahúsvista. Dugn-
aðurinn var samur og það var öllum
ljóst að ekki skyldi gefíst upp fyrr
en í fulla hnefana. Hver aðgerðin
tók við af annarri og smám saman
varð ljóst hvert stefndi. Samstaða
og dugnaður allrar fjölskyldunnar
var með ólíkindum og sá styrkur sem
þau veittu hvert öðru. Svo fór þó
að baráttunni lauk með sigri þess
sem ávallt hefur betur að lokum.
Diddi var ekki einn heldur umvafinn
umhyggju og hlýju konu sinnar,
barna, foreldra og systkina er hann
kvaddi þennan heim. Umhyggja
hans í þeirra garð endurspeglaðist í
gjörðum þeirra þegar ljóst var hvert
stefndi.
Þegar ég nú kveð vin minn og
frænda eru mér efst í huga þakkir
fyrir að hafa fengið að kynnast
mannkostum hans. Þakkir fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum sam-
an og þakkir fyrir hans hreinu og
fölskvalausu vináttu.
Blessuð sé minning Kristjáns
Arndal Eðvarðssonar.
Árni Þór Sigmundsson.