Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 215 Islandskort á alnetið Bag Setuope: Forn Islandskert I B-acR Ht>m» j | R»Ioji4 [ j Optri j Prin< j Find | j S1cp | : iMÍýl/^U^kMb/körl/ VI.*t 's Plyv7?~[ | Vh.»t'Æ C<tol' | [~D«hi:Umi<icf>ö: j | »<•< Sé-arch j | F'tropln | | 5ott-.-/..|-é j Forn Islandskort mmk mimm iíilii mwm 011 ío ai Iskftdskorr <írá því tytix 1900) i öíga LeMstók^AÍíi? íslsnls - Hiskólábókftsftfiii! ]»Í3. veiið yíiríaerð 4 siaíresw íorm og eru atðgíngikg hír. LJóst tt aá ssfiúð a ekki óU kon geið hafti verið af Í3lsMi fyrir þeriíiAi'i órna. IÞftö tt ósk sAínaiAa a.ð fotA birt >av. og *m þeix sem hafa vitcíeskju uxn k»rt sem ekki íixtaast hér beðnir 'iöi «ð seMa. &thugMí:md til safasifls. Hveiju korti íyt-'ir stutt sðgúleg: lýsing: á bleraku cg ensku. NDLC Kttt-KBMHMiUfiMfi'CtiWKK Saro3taifsaðílai Verkefnið vax viuitð í síhwímiu við HBLC (llordio Dígital Libraiy Ceitter) sero er ein ar' þekKing$rrrdðstöðvum 1‘íORDlHFO (Norreena. swnviflflunefMin um ví3iM8legei ujjpl*?sirig«). HDLC er refcið stm deild iruián. ItjóðbófcáseíiiS i-Toreg;?. Láfldsbókessín íalards - Háskókbókftsaífl sá tun elkvinrm sem viðkom kortunum sjálíum, svo sem myndaöku, rannsókn á sögu Jwirra, flokkurt og skiúxúngu. Ljósmyrtáir aí korttmum voru sendaxtii HÐLC þax sem þwr voiu yfirííeiÖKr á sttfratnt form. S&ínið varöveiúr safHfcö eintök aí kortunum, og sér um biröngu þtirxa. um Intemeiið Styiktaxaðílai Verkfcftúð fláut styrks M Hýiköyunanijóði nSmsnauuia og HOKDENFö. 2f 5ijiH3i í. >5-ivii>fcn. ÆiT Samningur Reykjavíkurborgar og IBR IBR sér um yfirbygg- ingu skautasvellsins UM 215 gömul íslandskort eru nú aðgengileg á alnetinu. Unnið hefur verið að því síðan í apríl í fyrra á vegum Landsbókasafns-íslands- Háskólabókasafns að rannsaka sögu kortanna, flokka þau, skrá og ljósmynda. Að sögn Jökuls Sævars- sonar sagnfræðings er starfmu nú lokið að öðru leyti en því að verið er að auka myndgæði sumra kort- anna. Auk Jökuls hefur Bjöm L. Þórðarson tölvunarfræðinemi unnið að verkinu en verkefnisstjóri er Þorsteinn Hallgrímsson yfirmaður tækniþróunar bókasafsins. Verkefnið er unnið í samvinnu við Norræna miðstöð stafrænna bókasafna (NDLC) sem hefur að- setur í Noregi, og hefur hún séð um að yfirfæra ljósmyndir af kort- unum á stafrænt form. Miðstöðin er deild í Norrænu samvinnunefnd- inni um vísindalegar upplýsingar (NORDINFO) og hefur nefndin veitt verkefninu fjárhagsaðstoð. Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur greitt hluta af launum starfs- mannanna en annan kostnað ber bókasafnið. Heildarkostnaður er í kringum tvær milljónir króna. Kortin eru öll frá því fyrir alda- mót og í eigu safnsins. Boðið er LAUNAGREIÐSLUR ríkissjóðs lækkuðu um 500 milljónir að raun- gildi á síðasta ári að teknu tilliti til verkfalls kennara á árinu 1995 og flutnings grunnskóla til sveit- arfélaga. Arsverkum hjá ríkinu fækkaði um 234 eða um 1,2%. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkis- endurskoðunar um framkvæmd fjárlaga árið 1996. A síðasta ári greiddi ríkissjóður 32,6 milljarða í laun, en 1995 námu launagreiðslur 31,1 milljarði. Ríkissjóður sparaði sér hins vegar 700 milljónir á árinu 1995 vegna verkfalls kennara og flutningur grunnskólans hafði 1,5 milljarða greiðsluáhrif. Samtals jukust lau- naútgjöld ríkissjóðs á árinu 1996 upp á ýmsa leitarmöguleika á al- netinu og einnig er hægt að stækka upp einstaka hluta kortsins. Hverju því um 2,3 milljarða eða sem nem- ur 7,1%. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands nam vegið með- altal laúnahækkana ríkisstarfs- manna milli áranna 1995 og 1996 8,7%. Að teknu tilliti til þessa lækkuðu launaútgjöld A-hluta rík- issjóðs því um 1,4%. Arsverkum hjá ríkinu fækkaði um 234, mest hjá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu eða um 77. Ársverkum hjá sjávarútvegsráðu- neytinu fjöigaði hins vegar um 52, mest vegna veiðieftirlits á Flæm- ingjagrunni. Ársverkum hjá um- hverfisráðuneytinu fjölgaði um 28 milli ára, mest vegna aukinnar vinnu Veðurstofunnar við snjó- flóðavamir. korti fylgir stutt söguleg lýsing á íslensku og ensku. Netslóðin er http://egla.bok.hi.is/kort. Af um 500 fjárlagaliðum fór 181 fram úr fjárheimildum á síðasta ári og nam heildarupphæð þessara umframgjalda 1,3 milljörðum. Á hinn bóginn námu ónýttar fjár- heimildir 2,7 milljörðum. í skýrslu Ríkisendurskoðunar er birtur listi yfir stofnanir og fjár- lagaliði sem hafa farið meira en 7 milljónir fram yfir fjárheimildir á síðustu þremur árum. Þessar stofn- anir eru Húsameistari ríkisins, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Grunnskólar á Reykjanesi, jöfnun á námskostnaði, ýmis fræðistörf, Sýslumaðurinn á Ákranesi, Vinnu- eftirlit ríkisins, sjúkratryggingar og Ríkisspítalar. SAMNINGUR hefur verið undir- ritaður milli Reykjavíkurborgar og íþróttabandalags Reykjavík- ur um að ÍBR taki að sér hönn- un, framkvæmdir og fjármögnun við yfirbyggingu Skauta- svellsins í Laugardal og rekstur þess næstu 15 árin. Áætlað er að yfir- byggingin og aðrar fram- kvæmdir við svellið muni kosta 160 milljónir króna. Reykjavíkurborg mun leggja fram 15 millj- ónir króna árlega til reksturs svellsins. Reynir Ragnarsson, formaður ÍBR, segir að barist hafi verið fyrir yfirbyggingu skauta- svellsins nánast allt frá því að það kom til sög- unnar. I fyrra hafi komið fram hugmyndir um þá lausn málsins að ÍBR tæki að sér verkið. „Með þessum hætti þarf borgin ekki að leggja út eins mikið fé í upphafi. Við vonumst líka til að geta byggt ódýrar en hún hefði þurft að gera.“ Reiknað er með því að bygg- ingin yfir skautasvellinu verði um þrjú þúsund fermetrar. Sæti verða fyrir sex hundruð manns eða stæði fyrir eitt þúsund manns. Þjónusta verður aukin, meðal annars verður veitinga- sala og aðstaða fyrir foreldra til að bíða eftir börnum sínum. Reynir segir að líklega verði aðgangsgjald að svellinu hækkað nokkuð, enda sé það nú mjög lágt. Fimmtíu krónur kostar fyr- ir börn og 150 fyrir fullorðna. Lengra æfingatímabil Svava Sigurjónsdóttir, formaður listskautadeildar Skautafélags Reykjavíkur, segir að yfirbyggingin sé mikil framför fyrir félagið og mestu breyti hún fyrir listskautadeildina. „Æfingatímabilið hjá okkur hefur verið frá nóvember og fram til páska. Þó hefur ekki verið hægt að stóla á það, því þegar hlýindaskeið eru á haustin getur það dregist að takist að frysta. Einnig verður svellið stundum ónothæftjiegar mikið rignir eða snjóar. Eg vonast til þess að eftir að yfirbyggingunni verður lokið muni æfingatíminn lengjast úr 3-5 mánuðum í 8-9 og hægt verður að treysta á að svellið verði nothæft allan þann tíma.“ Skautafélagið fjölmennast í ÍSÍárið 1912 Svava segir að mikill áhugi sé á skautaíþróttum. Á hverjum vetri stunda 280-300 manns æfingar í listskautadansi hjá Skautafélagi Reykjavíkur, en um 120 æfa ísknattleik. Þess má geta að við stofnun ÍSÍ, árið 1912, var Skautafélag Reykjavíkur fjölmennasta aðildarfélagið. Axel Túliníus, fyrsti forseti ÍSÍ, var formaður Skautafélagsins. Svava segir að á nýafstöðnu Islandsmóti í listskautadansi hafi félagið náð góðum árangri. Að vísu voru aðeins tvö lið á mótinu, frá Reykjavík og Akureyri. En Svava segir að eftir að yfirbyggingin komist í gagnið verði ekki mörg ár í að Islendingar geti farið að keppa á alþjóðamótum. Ríkisendurskoðun metur fjárlög ársins 1996 Launagreiðslur ríkisins lækka um 500 milljónir Morgunblaðið/Þorkell ÞEGAR búið verður að byggja yfir Skautasvellið í Laugardal geta börn- in rennt sér frá hausti til vors. Þá er von til að einhverjir verði skauta- meistarar á heimsmælikvarða. Kvartanir vegna áfengisauglýsinga FJÖLDI fólks hefur reglulega samband við Áfengisvamaráð og kvartar undan áfengis- auglýsingum í dagblöðum og útvarpi, segir Jón K. Guðbergsson, fulltrúi hjá Áfengisvam- aráði. Telst honum til að tugir manna hringi vikulega í þessum tilgangi. Undanfarið hafa birst auglýsingar í Morgunblaðinu á „Danska fílnum", „Dimmum" og „Ice“ og segir Jón að engu sé líkara en að sölu- og umboðsmenn bjórs séu að gera grín að löggjafarvaldinu. Jón er spurður hvort Áfengisvarnaráð fetti fíngur út í þessar auglýsingar. „Strangt til tekið er það ekki í verkahring Áfengisvarna- ráðs heldur heilbrigðisráðuneytis og embætt- is lögreglustjóra, en að sjálfsögðu komum við ábendingum til réttra aðila,“ segir hann. „Að undanförnu hefur mig í raun undrað hvað almenningur er sér meðvitandi, hvort sem um er að ræða auglýsingar í dagblöðum, útvarpi eða svokallaðar kynningar sem stað- ið hafa yfir í um tvo mánuði á Bylgjunni, og eru ekkert annað en vínauglýsingar," seg- ir hann jafnframt. Hlátur eða grátur? Jón segir að mörgum sé tíðrætt um „danska fílinn í ríkinu" sem Ölgerðin auglýs- ir. „Fólk spyr hvort Jón Jónsson úti í bæ geti tekið sig til og auglýst fyrir ÁTVR. Umboðs- eða sölumenn eru farnir að gera grín að löggjafanum. Stundum veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta,“ segir Jón. „Við höfum þrýst á um að löggjafínn taki af skarið hvað varðar auglýsingar á áfengi, sem hann gerir svo sannarlega með tóbaks- auglýsingar." Jón segir loks að kvörtunum sé komið áleiðis til embættis lögreglustjóra og lögfræð- inga heilbrigðisráðuneytisins og einnig hafi Áfengisvarnaráð kært tilteknar auglýsingar. í áfengislögum segir að hvers konar aug- lýsingar á áfengi og einstökum áfengisteg- undum séu bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra með- ferð áfengis í auglýsingum. „Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar til almenn- ings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli og myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengis- vöruheiti eða auðkenni og eftirlíkingar af áfengisvarningi...“ Einnig tekur bannið til auglýsinga sem ein- göngu fela í sér firmanafn og eða fírmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda sem sem auk áfengis framleiðir aðrar drykkjarvör- ur heimilt að nota fírmanafn eða merki í tengsium við auglýsingu þeirra drykkja enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfírlög- regluþjónn í forvarnadeild lögreglunnar, seg- ir að áfengislögin þjóni megintilgangi sínum, að banna áfengisauglýsingar. „Síðan er það spurning hversu þröngt lögin ákvarða hvað má auglýsa og hvað ekki. Lögin setja í sjálfu sér ekki takmarkalaus höft á viðkomandi að koma einhveiju á framfæri um sína vöru, heldur með hvaða hætti,“ segir Ómar Smári. Fíllinn i ríkinu Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur aug- lýst í Morgunblaðinu „Danski fíllinn er kom- inn í ríkið“ og segir Jón Snorri Snorrason framkvæmdastjóri að auglýsingin hafi heyrst í útvarpi með sama hætti nema hvað undir- skriftin „Ölvinafélag Karls Berg“ hafi verið tekin út vegna athugasemda sem bárust. „Að öðru leyti er ekkert í auglýsingunni sem brýt- ur í bága við lögin. Þarna er hvorki dós, flaska, heiti tegundar, litur umbúðanna, né sami fill,“ segir Jón Snorri. „Áfengisvarnaráð kvartaði undan því að orðið „ríki“ væri lesið upp í útvarpi. Það má segja að fólk sem heyrir það kveiki á per- unni og því felldum við það út. Það stendur hins vegar skrifað í Morgunblaðinu sem er annað því ríkið hefur ekki lögformlegt heiti sem slikt þótt til sé sjoppa með því nafni,“ segir Jón Snorri jafnframt. Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóri Víkings hf., hefur auglýst „Ice“ með tilmæl- um á borð við „Lúffaðu ef hann er of kald- ur!“ og „Rólegan Iceing!" og „Nú er hann Dimmur" í Morgunblaðinu. Hann segir það gert innan ramma íslenskra laga. „Erlendir keppinautar okkar mega auglýsa hér á landi. Við reynum að mæta því af veikum mætti og ganga eins langt og hægt er til að gleym- ast ekki,“ segir hann. Verður ekki kært „Við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi og lofum að laga okkar löggjöf að löggjöf ná- grannalandanna en skerum okkur úr hvað lög um áfengisauglýsingar varðar. Islensk stjórnvöld mismuna þannig atvinnurekstri í eigin landi og veita erlendum aðilum sérrétt- indi. Tilhneigingin hefur verið sú hjá stjórn- völdum að vernda eigin framleiðslu með inn- flutningshöftum, sem er hið gagnstæða við þetta tilvik. Þetta er gróf mismunun og við erum sannfærðir um að þetta muni ekki standast fyrir alþjóðlegum dómi,“ segir Bald- vin ennfremur. Elín Hallvarðsdóttir, lögfræðingur emb- ættis lögreglustjóra, sagðist vita af nefndum auglýsingum en að ekki yrði kært því for- dæmi væru fyrir sýknu í sambærilegum málum. Til dæmis féll dómur í héraði fyrr í vetur þar sem 16. grein áfengislaganna var sögð stangast á við ákvæði í stjórnarskrá um tjáningarfrelsi og einnig hefur fallið dóm- ur þar sem lögin eru sögð stangast á við prentfrelsi samkvæmt stjórnarskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.