Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 72
'HYUNDAI HÁTÆKNl TIL FRAMFARA m Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 ■ FAX 550-4001 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S>CENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1937 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Rannsóknir á lúpínu sem lækningajurt Benda til örvandi áhrifa á ónæmiskerfið RANNSÓKNIR á lækningamætti ýmissa jurta hafa um skeið staðið yfir á raunvísindadeild Háskólans undir stjórn Sigmundar Guð- bjarnasonar prófessors og hefur Steinþór Sigurðsson lífefnafræð- ingur einkum unnið að þeim. Meðal jurta sem verið er að rann- saka eru lúpína og hvönn. Tvenns konar rannsóknir standa nú yfir. Annars vegar á líffræðilega virkum efnum úr jurtaseyði sem gætu stöðvað frumuvöxt og hugsanlega hindrað vöxt á æxlum. Virknin er prófuð á ákveðinni lirfutegund sem er í örum vexti en rannsóknirnar hafa beint athyglinni að líffræðilega virkum efnum í baldursbrá, vall- humli og hvönn. Verið er að hreinsa virk efni og hafa sum verið einangruð. Þau verða könn- uð með tilliti til áhrifa á krabba- meinsfrumur. Ekki sést í öðrum jurtum Hins vegar er verið að rannsaka ónæmisvirkni fjölsykra sem eru í lúpínurót. Fjölsykrur þessar valda marktækri ónæmissvörun og örva ónæmiskerfið. „Við höfum ekki rekist á þessa virkni í öðrum sýn- um af íslenskum lækningajurt- um,“ segir Steinþór. Rannsóknir voru einnig gerðar á heilbrigðu fólki. Sýndu niður- stöðurnar að jurtaseyði Ævars Jóhannessonar, sem gert er úr lúpínurót, hvannafræjum og fieiri jurtum, örvuðu beinmerginn. Rækjuveiðar á Flæmska hattinum Guðbjörgin nýtir heimildir Pólveija SAMHERJI hf. á Akureyri hefur gert samkomulag við pólskt fyrir- tæki og þarlend stjórnvöld um að skip Samheija, Guðbjörg ÍS, nýti sér heimildir Pólveija til rækjuveiða á Flæmska hattinum. Um er að ræða veiðar í 100 daga, sem er sú sókn sem Pólveijum hefur verið úthlutað, en stjórnendur Samheija vonast til að Guðbjörgin nái að veiða um 700 tonn á þessu tímabili. Fiskveiðinefnd Norðvestur-Atl- antshafsins sér um að úthluta sókn- ardögum á Flæmska hattinum sam- kvæmt samkomulagi, sem apildar- þjóðirnar hafa gert með sér. Islend- ingar standa utan þess samkomu- lags og hafa gefið sér sjálfdæmi til veiða á 6.800 tonnum á þessu ári, en í fyrra var afli okkar þar yfir 20.000 tonn. Guðbjörgin var þar við veiðar í 8 mánuði í fyrra og aflaði um 1.750 tonna af rækju. Heimildir hennar innan íslenzka kvótans nú eru aðeins 340 tonn og alls á Sam- heiji rétt á að veiða um 400 tonn úr íslenzka kvótanum. í fyrra veiddu skip fyrirtækisins um 2.400 tonn á Flæmska hattinum. Guðbjörgin heldur til veiðanna í dag og verður við þær á vegum Pólveija til dæmis hvað varðar eftir- lit með veiðunum. Reiknað er með að hundrað dagar dugi til þriggja fullra veiðiferða og afli á úthaldsdag geti orðið 7 til 8 tonn, enda dregur Guðbjörgin tvö rækjutroll í einu. Verðmæti um 700 tonna upp úr sjó gæti verið nálægt 140 milljónum króna. Þorsteinn Már Baidvinsson, einn eigenda og framkvæmdastjóri Sam- heija, segir að eins konar þríhliða samkomulag hafi verið gert milli Samheija, pólska fyrirtækisins og pólskra stjórnvalda. Hann vill ekki gefa upp hvert hið pólska fyrirtæki er og segist ekki vilja svara því hvort einhver borgun eða annað komi í stað veiðiheimild- anna. Morgunblaðið/Júlíus Viðræður banka og bankamanna Aukin bjartsýni SAMNINGAFUNDI í kjaradeilu bankamanna og banka og sparisjóða var í gærkvöldi frestað til klukkan 10.30 í dag eftir að hafa staðið í rúman sólarhring. Friðbert Trausta- son, formaður Sambands íslenskra bankamanna, sagði í gærkvöldi að menn væru orðnir heldur bjartsýnni en áður um að mögulegt væri að ganga frá samningum áður en til verkfalls kæmi. Verkfall bankamanna hefst á mið- nætti fimmtudags ef ekki semst áður. Það sem einkum hefur borið á milli er samningstíminn, þar sem bankarnir vilja semja fram á árið 2000 en bankamenn til tveggja ára. Þá hefur einnig verið ágreiningur um launalið. Friðbert sagði að samningsaðilar væru aðeins að byija að mætast, fyrst og fremst hvað varðaði samn- ingstímann. „Nú er verið að tala um u.þ.b. tveggja og hálfs árs samnings- tíma og prósenturnar eru í heildina svipaðar og í þeim samningum sem þegar hafa verið gerðir." Ungur maður tældi ólográða stúlku í gegnum alnetið Um tvöfalt brot að ræða Gömlu tæk- in aftur í notkun HALDIÐ er áfram hreinsun Háfs- fjöru eftir strand Víkartinds og ýmsum aðferðum beitt. I gær sást að gömlu rakstrarvélarnar geta enn komið að góðum notum þótt með breyttum hætti sé. Verktak- inn hreinsar 2,5 km svæði upp í land og fjöruna milli Hólsár og Þjórsár. Verði stillt veður á strandstað næstu daga verður lok- ið við að ná olíu úr skipinu fyrir helgi. Þá styttist einnig í að hægt verði að nota krana þess til að hífa gáma frá borði. Landeigandi girti af svæðið við strandstað en það segist hann gera til að verja viðkvæman gróður gegn frekari skemmdum. ■ Olíudælingu/6 UPPLÝST hefur verið um misnotkun á alnetinu, í tengslum við leit að 15 ára gamalli reykvískri stúlku sem lýst var eftir um páskana. Stúlkan var gestkomandi á Isafirði en hvarf þaðan á laugardaginn seinasta og hófst víð- tæk eftirgrennslan á páskadag. Sú eftirgrennslan leiddi í ljós að stúlkan hafði verið í sambandi við aðila á alnetinu og bendir ýmislegt til að þau samskipti hafi verið ný af nálinni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hafði sá aðili meðal annars sent stúlkunni margvísleg skilaboð, þar á meðal klámfengin, meðan á tölvusamskiptum þeirra stóð. Hafði honum síðan tekist að telja hana á að heimsækja sig til Reykja- víkur. Flaug hún samdægurs þangað án vitundar forráðamanna eða gest- gjafa og sótti hann hana út á Reykja- víkurflugvöll. Þegar átti að hafa upp á þeim aðila, uppgötvaðist að hann hafði tengst alnetinu með ólögmætum hætti og á fölskum forsendum, og hafði sá sem eignuð var tengingin ekki neinn grun um að nafn sitt væri misnotað með þessum hætti. I kjölfarið var haft samband við eitt þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á nettengingu, þó svo að viðkomandi aðili væri í viðskiptum við annað fyrirtæki í sama geira. Voru forráðamenn fyrirtækisins fúsir til að veita aðstoð til að hægt væri að hafa uppi á viðkomandi að- ila og við nánari rannsókn tókst að rekja slóð mannsins í tiltekið hús í borginni. Þar er 22 ára gamall maður búsett- ur, en hann hafði haft stúlkuna hjá sér í sólarhring eftir að samskiptum þeirra á alnetinu lauk á laugardag. Aðstandendum stúlkunnar tókst að teija hana á að snúa heim til sín. Einstakt mál um margt Mál þetta mun sæta frekari rann- sókn hjá RLR. Faðir stúlkunnar fékk afhent gögn um hvað þeim fór'á milli á alnetinu og er, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, þess að vænta að hann leggi fram kæru á hendur þeim sem um ræðir. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er ósk um rannsókn meðal annars byggð á grunsemdum um að maðurinn hafi haft samræði við stúlku undir lögaldri og að vímuefni hafi verið höfð um hönd. Ekki er vitað til þess að hann hafi komið áður við sögu lögreglu eða reynt að tæla aðrar stúlkur með sama hætti. „Mál þetta er um margt einstakt og á það bæði við um hvernig mann- inum tókst að tæla stúlkuna til sín, og hvernig við höfðum upp á honum. Þegar við komumst á sporið gekk ótrúlega vel að nýta tæknina til að hafa uppi á þeim manni sem um ræðir. Það hefur ekki verið rannsak- að sérstaklega enn hvort hann hafi reynt sama leik í fleiri tilfellum," segir Geir Jón Þórisson, aðalvarð- stjóri hjá lögreglunni í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.