Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Fæðingarheimili Reykjavíkur ÁRNI Sigfússon, núverandi borgarfull- trúi og fyrrverandi formaður Sjúkrastofn- ana Reykjavíkur, ritar grein i Morgunblaðið sl. fimmtudag þar sem hann sakar Reykjavík- urlistann og undirrit- aðan, þó sérstaklega, um að eiga sök á því að Fæðingaheimili Reykjavíkur var lokað. Þar með væntanlega þeim valkosti fyrir fæðandi konur, sem heimilið bauð upp á. En er það nú alveg rétt mál hjá Árna Sigfússyni, eða vantar hann nú bara eitthvað til að skrifa um. Staðreynd er að: Ámi Sigfússon, sem formaður Sjúkrastofnana Reykjavíkur tók þá ákvörðun að hætta rekstri Fæðing- arheimilisins 1992, en hafði þá nokkru áður leigt um helming hús- næðisins undir einkarekna skurð- stofu. Árni Sigfússon borgarstjóri undirritaði leigusamning um hús- næði Fæðingarheimilisins þann 22. mars 1994. Þar með slepptu Sjúkrastofnanir Reykjavíkur í raun endanlega hendi af Fæðingarheim- ilinu. Of mikill kostnaður Af hveiju gerði maðurinn þetta? geta menn spurt. Svarið er einfalt. Pétur Jónsson Kostnaðurinn við rekstur Sjúkrastofn- ana Reykjavíkur á Fæðingarheimilinu var orðinn það hár að með auknu aðhaldi á Ijárveitingum til heil- brigðisþjónustu al- mennt var reksturinn ekki talinn veijandi. Stjórn Sjúkrastofnan- anna, undir for- mennsku Árna Sigfús- sonar, treysti sér greinilega ekki til að verða við kröfu um sparnað. Seinasta árið sem Sjúkrastofnanirn- ar önnuðust rekstur Fæðingar- heimilisins, nam kostaðurinn um 60 m.kr. Það var árið 1991. Ákveð- ið var að Ríkisspítalarnir yfirtækju reksturinn árið 1992. Á fjárlögum fengust um 20 milljónir króna til rekstursins þa ð ár. Allir sjá að þetta gat alls ekki gengið upp. Ríkisspítalarnir yfirtóku samt reksturinn 1. apríl 1992, en þá fylgdi með reikningur frá Sjúkra- stofnununum upp á um 13 m.kr. Það var fyrir að annast rekstur Fæðingarheimilisins fyrstu 3 mán- uði ársins (þ.e. l.jan.-31. mars). Ríkisspítalarnir greiddu að vísu ekki reikninginn en ráku Fæðingar- heimilið meðan fjármunir entust eða áfram fram á haustið, en þá var því lokað. Fæðingum á kvenna- Rekstri Fæðingarheim- ilisins var hætt árið 1992. Pétur Jónsson segir að Árni Sigfússon hafi tekið þá ákvörðun. deild Landspítalans fjölgaði hlut- fallslega í kjölfarið, bæði þá og á næstu árum sem Fæðingarheimilið var lítið sem ekkert opið. Kostn- aður kvennadeildar jókst auðvitað og nam aukningin nánast því sem fékkst árlega. Bjartsýni í fyrstu Ríkisspítala bjartsýnir um fram- haldið. Þegar fyrst kom til tals að Ríkisspítölunum yrði gert að yfir- taka rekstur Fæðingarheimilisins ríkti nokkur bjartsýni þar á bæ um að takast mætti að nýta starfsfólk og rekstrarþætti Landspítalans til að ná fram miklum sparnaði. Sér- stakt minnsblað frá mér ber vitni um það. En það var frá fundi með þáverandi formanni Sjúkrastofn- anna Reykjavíkur, Árna Sigfús- syni, og forstjóra Borgarspítalans en hann var haldinn þann 13. febr- úar 1992. Þar var einnig óskað eftir áfamhaldandi viðræðum um Fæðingarheimilið. Einmitt í það minnisblað vitnar Árni Sigfússon í grein sinni og lætur eins og það sé samningur milli spítalanna. Minnisblaðið var auðvitað eins kon- ar skýrsla um gang viðræðnanna á þeim tíma. En ekki reyndist unnt að taka fé frá rekstri kvennadeildar Land- spítalans, svo nokkru næmi, til að halda uppi rekstri Fæðingarheimil- isins, en um þann möguleika er rætt í umræddu minnisblaði. Nokk- ur sparnaður náðist þó, en hvergi nærri nógur til að brúa bilið. Síðar fengust þó fjármunir til að lag- færa, eða nánast endurbyggja hluta húsnæðisins. Því eftir að Sjúkrastofnanir Reykjavíkur hættu að reka Fæðingarheimilið dæmdist húsnæðið ekki hæft til að þar væri forsvaranlegt að reka sjúkrastofn- un. En það er önnur saga. Seinast var gerð alvarleg tilraun til að opna Fæðingarheimiiið 1995, en vegna almenns aðhalds á fjár- munum til reksturs sjúkrahúsa var því lokað aftur síðar á því ári. Raunverulegur vilji? Árni Sigfússon ritar um að allir heilbrigðisráðherrar frá árinu 1991 séu flokksmenn í þeim stjórnmála- flokkum sem nú standa að Reykja- víkurlistanum. Þetta er auðvitað rétt. En sami forsætisráðherra og sami ijármálaráðherra hafa setið allt þetta tímabil í sömu embættum og eru jieir samflokksmenn Árna. Ef nú Árna Sigfússyni hefði verið svo annt um Fæðingarheimilið, sem hann nú vill nú vera láta hefði hann auðvitað getað haft, eða minnsta kosti reynt að hafa, áhrif á félaga sína til að veita sérstak- lega fé til reksturs Fæðingarheimil- isins. Ekki er vitað til að hann hafi gert það. Enn er valkostur Aðalatriðið er samt ekki hvort hús er selt eða ekki selt. Hvort ein- hver þjónusta er boðin í þessu húsi eða hinu. Aðalatriðið er nefnilega það að valkostur, sem Fæðingar- heimilið bauð fæðandi konum er, þrátt fyrir allt, ekki úr sögunni. Sérstök deild var opnuð á kvennadeild Landspítalans árið 1994 sem býður konum svipaðan valkost. Það er svokölluð MFS deild (meðganga-fæðing-sængurlega). Á þeirri deild fæða konur börn sín við allt aðrar aðstæður en á „há- tæknideildunum". Þó er öryggið alltaf í fyrirrúmi, m.a. vegna ná- lægðarinnar. Þar vinna nú nokkrir fyrrverandi starfsmenn Fæðingar- heimilis Reykjavíkur. Konurnar og fjölskyldur þeirra fá sérstaka fræðslu og aðstoð ljós- mæðra, bæði fyrir og eftir barns- burð. Þær fara fljótt heim með börn sín og fá skipulagða heima- þjónustu ljósmæðra. Um 170 konur nýttu sér þessa þjónustu árið 1996 og fyrstu tvo rnánuði þessa árs eru þær um 35. Á þessu ári er áætlað að þær verði yfir 200. Um MFS má skrifa langt mál, en aðrir eru betur færir um það en ég. Einnig má sjálfsagt rökræða um það hvort hér sé um nákvæm- lega sams konar þjónustu að ræða og var á Fæðingarheimili Reykja- víkur. En það er fyrst og fremst stjórnendum og starfsfólki kvenna- deildar Landspítalans að þakka að fæðandi konum býðst enn valkost- ur, raunar fleiri en einn. Árni Sigfússon borgafulltrúi er því bara að reyna að þyrla upp moldviðri. Höfundur er borgarfulltrúi í Reykjavík. Óskalisti brúðhjónanna Gjafaþjónusta fyrir brúökaupið &) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12» Sími 568 9066 - Þar fœrðu gjöfina - Kork*oPlast KORK-gólfflísar með vinyl-plast áferð KorkoPlast / 20 gerðum Kork O Floor er ekkert annad en hið viðurkennda Kork O Plast, límt á þéttpressaðar viðartrefjaplötur, kantar með nót og gróp. UNDIRLAGSKORK IÞREMUR ÞYKKTUM. VEGGTÖFLUKORKPLÖTURIÞREMUR ÞYKKTUM. KORK-PARKETT, VENJULEGT í TVEIMUR ÞYKKTUM. PP &CO ÞORGRÍMSSON & CO ARMULA 29 • PÓS7HÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SiMI 553 8640 568 €100 Helgafell upp af Hafnarfirði HELGAFELL ofan Hafnarfjarðar. ÖRNEFNI sem byija á Helga- eru allmörg víða um land. Með rökum málfræðinnar er ekki alltaf létt að skera úr hvort sá liður þýði „heilagur" eða sé dreginn af nafn- inu Helgi. Helgafell, austur af Hafnarfirði, sem víða blasir við af suðvestur- horninu, fellur undir þetta. Annað- hvort þýðir nafn þess Fjallið helga, eða það er kennt við Helga ein- hvern. Til hins síðarnefnda bendir að þar skammt frá er örnefnið Helgadalur, sem hlýtur að vera dregið af mannsnafninu. Hitt er þó annað mál að fyrir kunnuga er eiginlega ákaflega erf- itt að trúa öðru en að einhver heil- agleiki eða átrúnaður hafi fylgt þessu ljalli frá fyrstu tíð. Þar er frekar um að ræða tilfinningalegt en fræðilegt sjónarmið. Fjallið er ákaflega tignarlegt ásýndum og dregur að sér augu manna. Þetta þekkja allir sem eitthvað að ráði hafa gengið um Qallið eða ná- grenni þess. Þetta á við hvort heldur er að sumri eða vetri. Að sumarlagi gnæfir fy'allið hátt yfir umhverfi sitt, tignarlegt ásýndum, og þá má stundum sjá kvöld- skugga leika tilþrifam- ikinn leik í skörðum þess og giljum. Að vetri skapar snjórinn ótelj- andi skrautmyndir í fy'allinu. Ef menn setja sig í spor forfeðra okkar er fátt líklegra en að þeir hafi haft helgi á fjalli sem þessu. _ Ferðafélag íslands fer árlega margar ferðir um Helgafell og nálæg- ar slóðir. Venjulega er fjallgangan byijuð við Kaldársel, en þangað liggur akveg- ur. Þaðan er gengið í átt að fjallinu og heldur til norðurs. Innan skamms er þá komið að sléttu hrauni sem líkast er að hafi storkn- að þar þunnfljótandi í kyrrstöðu. Meðan gengið er yfir þessa hraun- sléttu blasa Valahnúkar við á vinstri hönd. Ef vel er að gáð má sjá skýringu á nafninu á klettad- röngum, sem gnæfa þar við himin og eru engu líkari en fálkum eða völum sem hafi sest þar niður. Síð- an kemur að skarði milli Valahnúka og Helga- fells, og þar er hægast að hefja uppgönguna og ganga á fjallið til suð- urs. Leiðin upp fjallið má teljast heldur hæg og auðveld. Hallinn er aflíð- andi og einungis þarf að gæta sín á móberginu, en á því er á stöku stað lausamöl sem hægt er að hrasa og renna í. Leiðin er auðrötuð og liggur nokkuð til vinstri. Þegar upp á hæsta tindinn er komið blasir við fagurt útsýni til allra átta. Esja, Hengill, Vífilsfell og Bláfjöllin breiða sig þar út, Keil- ir er til suðurs og höfuðborgarsvæð- ið liggur útbreitt eins og landakort til vesturs, svo fátt sé nefnt. Sjálf- sagt er að gefa sér góða stund þar uppi til að litast um. Ekki sakar þá að vera með gott landabréf í bakpokanum til að glöggva sig á ijöllum og ömefnum. Síðan er rétt að mæla með því að fólk gangi smáspotta áfram suður eftir fjallinu. Þar er tvennt að sjá. Annað er Riddarinn, drang- ur sem slcagar upp úr fjallinu, sést Leiðin upp á fjallið er, að mati Eysteins Sigurðssonar, hæg og auðveld. víða að og var fyrrum notaður sem mið í landi af fiskislóðum Faxa- flóa. Hitt er stórt gat sem borast hefur í klettana sunnan til í fjallinu og er ekki alveg vandalaust að komast að, en þó óhætt flestum. Hvort tveggja þarf að skoða áður en aftur er haldið niður. Líka er rétt að horfa ofan í hraunið suður af fjallinu og litast um eftir Gull- kistugjá. Hún er allstór og sést vel þarna að ofan, en á nafni henanr er mér vitanlega ekki þekkt nein skýring. Því fer þó ljarri að þetta sé það eina skoðunarverða í Helgafelli. Ef fólk vill ekki fara upp er vel mælandi með því að ganga kring- um fjallið niðri á sléttlendi og get- ur raunar verið góð ganga á góð- viðrisdegi fyrir fjallamenn einnig. Fara má hvorum megin sem vill, athugunarefnin eru þar næg á báðar síður, en einkum er svæðið suðvestur af fjallinu áhugavert. Það er nakið og gróðurlítið, en býsna fagurt í hrikaleik sínum. Þá má ekki heldur gleyma Vala- hnúkunum, en gönguleiðjn kring- um þá er skemmtileg. í leiðinni er rétt að koma við í Valabóli, gróðurvin þar sem hellir, Músar- hellir, var á sínum tíma gerður að eins konar útileguskála og enn sér skýrar menjar um. Þeir sem léttir eru í spori geta síðan gert sér lítið fyrir og skroppið á Húsfell, sem er þarna stutt norður af. Þaðan er sömuleiðis gott útsýni og margt að sjá. Höfundur er íslenskufræðingur og áhugamaður um útiveru. Á ferð í m. FERÐAFELAG ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.