Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 MENNTUIM Morgunblaðið/Jón Svavarsson NEMENDURNIR ásamt Sveinbirni Björnssyni háskólarektor, Margréti Björnsdóttur, Valdimar K. Jónssyni, Ingigjaldi Hannibalssyni og Jóni Ásbergssyni. 0 Endurmenntunarstofnun HI Fyrstu nemendur í markaðs- og útflutningsfræðum útskrifast FYRSTU nemendur úr árs námi með starfi í markaðs- og út- flutningsgreinum útskrifuðust 21. mars sl. frá Endurmennt- unarstofnun Háskóla íslands. Hæstu einkunn hlaut Þórir Hrafnsson hjá íslensku auglýs- ingastofunni. Alls útskrifuðust nítján nem- endur að þessu sinni, en tveir hópar stunda nú nám í grein- inni og hefur fjórði hópurinn nám í september nk. Námið er ætlað fólki sem vinnur að markaðs- og útflutn- ingsmálum eða hefur áhuga á að hasla sér völl á því sviði. Markmið námsins er að auka þekkingu á markaðssetningu og sölutækni fyrir heimamarkað sem og erlenda markaði. Helstu námsgreinar eru rekstrarhag- fræði, stjórnun og stefnumótun, markaðsfræði og markaðsrann- sóknir, sölu- og samningatækni, fjármál milliríkjaviðskipta og gerð viðskiptasamninga, flutn- ingafræði, utanríkisverslun, hagræn landafræði og áhrif menningar á viðskiptavenjur. Nemendurnir nítján eru: Arn- aldur Bjarnason, Arnar G. Páls- son, Auðbjörg Halldórsdóttir, Ársæll Ársælsson, Ásta G. Harð- ardóttir, Hilmar Þ. Hafsteins- son, Hreiðar Gunnlaugsson, Hulda Finnbogadóttir, Jóhann P. Jónsson, Jón R. Björnsson, Jóna Kristinsdóttir, Jóna Ó. Guðjónsdóttir, Karólína Júlíus- dóttir, Pálína Ó. Einarsdóttir, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Soffía Arnardóttir, Unnur Svav- arsdóttir, Þórir Hrafnsson og Örn Valdimarsson. Nýtt námsefni • ÚT ER komið hjá Námsgagna- stofnun 18 mín. langt myndband um eldsumbrotin í Vatnajökli, sem urðu haustið 1996, Þarerei nema eldur og ís - Eldsumbrot í Vatnajökli 1996. í myndinni er leitast við að skýra eðli og ein- kenni eldvirkni á íslandi og um- merki hennar í landslaginu. Með kortum, skýringarmyndum og texta er leitast við að draga fram mikilvæg atriði sem leitt geti til aukins skilnings á orsökum nátt- úruhamfaranna. Efnið er að mestu fengið frá Sjónvarpinu. • Listin að lesa og skrifa er 8 bls. kennsluhefti í lestri þar sem byggt er eingöngu á hljóðaaðferð. Höfundar eru Rannveig Löve og Arnheiður Borg en teikningar eru eftir Brian Pilkington. Efnið er einkum ætlað nemendum sem þarfnast mjög hægrar og kerfis- bundinnar innlagnar á hljóðum og bókstöfum og markvissrar þjálfunar á tengingu hljóða til að ná valdi á lestr- artækni. Nú þegar eru komnar út tvær vinnubækur, þijár lestr- arbækur og kennsluleiðbein- ingar, en efnið mun saman- standa af fjórum vinnubókum, íjórtán litlum lestrarbókum og kennsluleiðbeiningum. Útgefandi er Námsgagnastofnun. Fallegog gtignleg fermingargjöf Ensk-íslensk orðabók 34.000 ensk uppflettiord Fæst hjá öllum bóksölum íslensk-ensk orðabók 35.000 íslensk uppflettiorð 2.200 blaðsíður Saman í fallegri gjafaöskju á aðeins kr. 4.600,- Gagnleg og glæsileg fermingargjöf, sem nýtist vel í nútíð og framtíð Orðabókaútgáian MORGUNBLAÐIÐ Skólavist nemenda utan lögheimilis- sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Óvissa um greiðslur milli sveitarfélaga UMSÓKNARFRESTUR um skóla- vist fyrir nemendur, sem óska eft- ir að stunda skóla utan lögheimilis- sveitarfélaga á næsta skólaári rann út í gær, 1. apríl. Á síðasta skólaári stunduðu 260 börn nám í grunnskólum á höfuðborgarsvæð- inu utan síns heimahéraðs, sam- kvæmt könnun sem gerð var á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Búast má við að fjöldinn sé svipaður í ár. Samkvæmt lögum ber lög- heimilissveitarfélagi að greiða fyrir kostnað nemenda við skólagöngu, nema ef nemandi sækir skóla utan þess sveitarfélags, þá þarf lög- heimilissveitarfélagið sérstaklega að samþykkja að greiða kostnað til viðtökusveitarfélagsins. Áður voru þessir fjármunir greiddir af ríki og skipti þá ekki máli hvar nemendur stunduðu nám sitt. Kostnaður mismunandi Að sögn Jónasar Egilssonar framkvæmdastjóra SSH verður haldinn fundur nú í vikunni með þátttöku fulltrúa frá öllum sveitar- félögum þar sem farið verður yfir stöðuna. „Það er yfirlýst stefna sveitarfélaganna að nemendur stundi nám í sínu sveitarfélagi, en verið er að skoða kostnað við hvern nemanda, sem er mismunandi eftir sveitarfélögum.“ Jónas segir ástæðuna fyrir því að börn séu við nám í öðrum sveitarfélögum aðallega vera vegna þess að barnið vilji halda skólagöngu áfram í sama skóla þrátt fyrir flutning í annað sveitar- félag eða að nemendur séu við nám í einkaskólum. Spurður hvort hann viti af því að lögheimili barna hafi verið flutt á milli sveitarfélaga til ættingja segist hann ekki vita um neitt slíkt tilfelli. Seltjarnarnes, Kópavogur og Reykjavík Mesta röskunin er milli Seltjarn- arness og Reykjavíkur, en sam- kvæmt fyrrgreindri könnun voru 42 böm við nám í Reykjavík bú- sett á Seltjarnarnesi en 18 börn með lögheimili í Reykjavík í skóla á Seltjarnarnesi. Þá stunduðu 25 börn úr Kópavogi nám í Reykjavík og 16 börn úr Reykjavík voru í skólum í Kópavogi. Annars staðar voru tilfærslur nemenda mun færri, nema á milli Bessastaða- hrepps og Garðarbæjar, en þar hafa sveitarstjórnir gert með sér samkomulag um að að elstu nem- endur frá Álftanesi sæki skóla í Garðabæ. Hefur þetta fyrirkomu- lag verið um árabil. Ólafur Darri Andrason forstöðu- maður rekstrarsviðs Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur á ekki von á öðru en þessi mál leysist farsællega milli sveitarfélaga. Hann segir að fyrst og fremst sé verið að búa til einfaldan farveg fyrir sveitarfélög og foreldra. Morgiinblaðið/Ásdís VIGGÓ Benediktsson (t.v.) og Björgvin Njáll Ingólfsson kynna Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra Ritþjálfann. Nýtt íslenskt kennslutæki, Ritþjálfi Nemendur þjálfaðir í tölvunotkun NÝTT íslenskt kennslutæki, Rit- þjálfi, sem undanfarin þijú ár hef- ur verið í þróun hjá Hugfangi hf., hefur verið tekið upp í nokkrum grunnskólum á landinu. Tækinu er ætlað að þjálfa nemendur í grunnatriðum tölvunotkunar, t.d. vélritun, en einnig gefur það mögu- leika á að þjálfa nemendur í stærð- fræði, íslensku, tungumálum og fleiri námsgreinum sé það tengt sérstökum hugbúnaði. Forráðamenn fyrirtækisins af- hentu Birni Bjarnasyni mennta- málaráðherra eintak af Ritþjálfa fyrir skömmu sem þakklætisvott fyrir gott samstarf og jákvæðan stuðning við verkefnið undanfarin ár. „Um leið er það hvatning til þess að láta ekki staðar numið,“ sagði Björgvin N. Ingólfsson, stjórnarformaður Hugfangs hf., við það tækifæri. í máli hans kom einnig fram að frumkvöðlar að verkefninu voru Viggó Benedikts- son og Sighvatur Pálsson. Unnu þeir að hönnun og þróun á tækinu í nánu samstarfi við menntamála- yfirvöld og Skólaskrifstofu Reykja- víkur. Björgvin kvað kveikjuna að verkefninu á sínum tíma hafa ver- ið þörf skólanna fyrir búnað til vélritunarkennslu. Tækið er létt og fyrirferðarlítið þannig að auð- velt er að nota það í almennum kennslustofum án röskunar eða að flytja það milli stofa eftir þörfum. Nú þegar hafa um 1.000 tæki verið tekin til notkunar og nýtast þau nemendum allt niður í 9-11 ára til undirstöðunáms í upplýs- ingatækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.