Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 41 AÐSENDAR GREINAR Sálfræðiþjónusta við unglinga HVERT geta for- eldrar leitað þegar unglingurinn þeirra lendir í vanda og held- ur út á óheillabraut? Hvert getur ungling- urinn sjálfur leitað eft- ir sálfræðiþjónustu? Vandinn getur verið af ýmsum toga, t.d. tengst líðan unglings- ins, samskiptaerfið- leikum á heimili, of- beldi og neyslu fíkni- efna. Stefnumörkun til framtíðar Aðgerðir stjórn- valda í málaflokknum þjónusta við unglinga í vanda hefur til skamms tíma einkennst af því að vera ómarkvissar og tilviljanakenndar. Það er gripið til aðgerða þegar eitt- hvað hefur farið úr böndunum og má þar nefna sem dæmi stofnun meðferðarheimilis að Stóru Gröf, sem stofnað var í kjölfar þess að unglingar réðust inn í sumarbústað við Meðalfellsvatn og gengu þar berserksgang árið 1993. Annað dæmið er stofnun Tinda, meðferð- arstöðvar fyrir unga vímuefnaneyt- endur, sem stofnuð var 1989 og lögð niður eftir nokkurra ára starf- semi, af því stofnunin þótti of dýr og þörfin sem talin var vera fyrir stofnunina í upphafi var ekki fyrir hendi. Það er ljóst að það er knýj- andi að marka framtíðarstefnu, þar sem þörfin fyrir þjónustuna er metin, kostnaðurinn áætlaður raunhæft og lagt mat á hvaða og hvernig þjónustu ríki og sveitar- félög ætla og geta veitt þegnum sínum í þessum málaflokki. Það er dýrt fyrir lítið samfélag að hafa ekki heildstæða framtíðar- stefnu og vera með tilraunastarf- semi þar sem að með hverri nýrri ríkisstjórn verða stefnubreytingar, þar sem stofnanir eru lagðar niður öðrum komið á laggirnar og reynslu og þekkingu kastað á glæ. Breyt- ingar á þjónustunni eru nauðsyn- legar samfara breytingum í samfé- laginu, en þær verða að byggjast á fagíegum forsendum þar sem gerð er úttekt á fyrri stofnunum og þörfin fyrir þjónustuna er met- in. Með stofnun Barnaverndarstofu er stigið spor í rétta átt við að móta heildstæða stefnu í barna- verndarmálum og meta þörfína fyr- ir þjónustu við börn og unglinga. Mikilvægi grunnþjónustu í grunnþjónustunni er forvarnar- starfið unnið og er brýnt að hún sé aðgengileg fyrir foreldra og böm. Með aðgengileg er átt við að ekki sé um að ræða tilvísana- kerfi eða biðlista held- ur geti foreldrarnir og börnin strax haft sam- band við sálfræðing eða annan starfsmann þjónustunnar. Allir unglingar hafa verið börn og í flestum til- vikum er um að ræða vanda sem á sér ein- hvern aðdraganda. Með góðri grunnþjón- ustu á að vera hægt að fækka dýrum með- ferðarvistunum á stofnunum. En hvar er grunnþjónustuna að finna, vita for- eldrar og unglingar það? Félagsmálastofnanir veita slíka þjónustu, en oft setja menn sama- sem-merki á milli félagsmálastofn- ana og alvarlegra félagslegra vandamála og finnst þeirra vandi Nýja reglugerðin um sálfræðiþjónustu í skól- um, segir Margrét Ein- arsdóttir, er afturför. eða áhyggjuefni ekki heyra undir þann flokk. Sl. haust var sett á stofn Pjölskylduráðgjöfin Samvist, sem er sameiginlegt tilraunaverk- efni á vegum Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar og þjónar bama- Ijölskyldum með börn á aldrinum 0 til 18 ára og er það fagnaðarefni að úrræðum fyrir fjölskyldur í vanda er fjölgað. Sálfræðiþjónusta í skólum í nýrri reglugerð um sérfræði- þjónustu skóla er öllum sveitarfé- lögum skylt að sjá skólum fyrir sérfræðiþjónustu. Sérfræðiþjón- ustunni er ætlað að stuðla að því að kennslufræðileg og sálfræðiíeg Vantar þig VIN að tala við? Við erum til staðarl VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 xSjéSkx öll kvöld 20 - 23 Margrét Einarsdóttir Stáldælur mikið úrval IP alhliða dælur 40 1/m-42 mvs kr. 6.980 m/vsk. Jet-stáldælur 90 1/m- 46 mvs kr. 18.551 m/vsk. Jet-stáldælur fyrir neysluvatn sambyggðar með þrýstikút 42 1/m- 40 mvs kr. 25.896 m/vsk. þekking nýtist sem best í skóla- starfi. Kennurum ,og skólastjórn- endum skal standa til boða ráðgjöf og stuðningur sérfræðiþjónustu vegna skólastarfs. Starfsmenn sér- fræðiþjónustu skulu vinna að for- varnarstarfi í samvinnu við starfs- menn skólans m.a. með kennslu- fræðilegum og sálfræðilegum at- hugunum og greiningu á nemend- um sem eiga í erfiðleikum sem hafa áhrif á nám þeirra. Með þess- um nýju lögum um grunnskóla nr. 66/1995, 42. gr. og 43. gr. og reglugerðinni er réttur foreldra og barna til sálfræðiþjonustu skólanna skertur til muna. f fyrri reglugerð var gert ráð fyrir að hlutverk ráð- gjafar og sálfræðiþjónustu í skólum væri einnig fólgið í að sjá um stuðn- ing og meðferð fyrir nemendur og foreldra þeirra. í nýju reglugerðinni er aftur á móti aðaláherslan lögð á að greina vandann og veita kennurum ráðgjöf, og foreldrar og börn eiga ekki lengur beinan að- gang að sálfræðingi heldur verða að bera upp mál sín við kennara og skólastjóra. Á undanförnum árum hefur eftirspurnin eftir þjón- ustu skólasálfræðinga alltaf verið að aukast og eru langir biðlistar eftir þjónustu sálfræðinganna til marks um það. Eftirspurnin er ekki eingöngu eftir greiningarvinnu og ráðgjöf heldur ekki síður eftir sál- fræðiaðstoð. Það að geta leitað beint til sálfræðingsins er ómetan- legt fyrir þann sem á í vanda og er að stíga fyrstu skrefin í að leita sér aðstoðar. Líta má á grunnþjón- ustuna sem nokkurs konar síu, þar sem börn sem greinast með alvar- leg hegðunar- og tilfinningaleg vandamál eru send til ítarlegri greiningar og meðferðar á stcfnan- ir eins og Barnageðdeild, Stuðla, meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga og eða aðrar meðferðar- stofnanir. Spurningin er því hver á að vinna eftir ráðgjöfinni sem sál- fræðingurinn veitir, í þeim tilvikum sem ekki er nauðsynlegt að vista unglinginn á stofnun. Yfirleitt er til þó nokkur þekking á vandanum í skólanum og oft er búið að skil- greina hann í bak og fyrir. Mörg mál leysast líka farsællega og í skólakerfinu er að fínna mikla sér- þekkingu til að ráða fram úr vanda- málum barna og unglinga. En stundum er vandamálið mun flókn- ara en það að hægt sé að leysa það eingöngu með sérkennslu og námsráðgjöf. Barnið eða ungling- urinn er ekki bara til í skólanum og vandamálin þar eru oft endur- speglun á því sem er að gerast á heimilinu. Sálfræðingurinn með þekkingu sína og siðareglur er best fallinn til að sinna þjónustu við unglinga og fjölskyldur þeirra þ.e.a.s. þjónustu sem fólgin er í stuðningi og meðferð. Góð sam- vinna hinna ýmsu starfshópa eins og sálfræðinga, félagsráðgjafa, skólahjúkrunarfræðinga, námsráð- gjafa og sérkennara, svo dæmi séu nefnd, er einnig forsenda þess að hægt sé að vinna gott starf í grunn- þjónustunni. Nýja reglugerðin um sérfræði- þjónustu í skólum er afturför í þjón- ustunni við börn, unglinga og for- eldra þeirra. Sálfræðiþjónusta í skólum hefur verið ódýr og er fyrir- byggjandi til framtíðar. Hins vegar má spytja sig að því hvort sálfræði- þjónustan, sem sálfræðideild skóla veitti áður, eigi heima annarstaðar en undir Fræslumiðstöð eða skóla- skrifstofu. Ef til vill er hægt að reka þjónustuna á hagkvæmari og skilvirkari hátt, t.d. að sveitarfélög- in kaupi þjónustuna af einkarekn- um sálfræðistofum, þegar þau þurfa á því að halda, að þjónustan heyri undir aðrar stofnanir, heilsu- gæslustöðvar eða félagsmálastofn- anir, svo eitthvað sé nefnt. Þörfin fyrir þessa þjónustu er fyrir hendi og mikilvægt er að gera úttekt á því hvernig hagkvæmast og best er að mæta henni. Höfundur er sálfræðingur á Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga. Orðsending til viðskiptavina banka og sparisjoða og greiðslukortafyrirtækja Verkfall félagsmanna í Sambandi íslenskra bankamanna hefst á miðnætti aðfararnótt 4. apríl 1997 hafi ekki samist fyrir þann tíma. Verkfall mun valda ýmiss konar röskun fyrir viðskiptavini banka og sparisjóða og greiðslukortafyrirtækja. Lokun afgreiSslu- staða Afgreiðslur banka og sparisjóða og nokkurra fyrirtækja í eigu þeirra verða lokaðar frá og með föstudeginum 4. apríl og þangað til verkfalli lýkur. Starfsmenn Kreditkorts hf. (EUROCARD á íslandi) eru ekki í verkfalli og verður afgreiðsla þess fyrirtækis því opin. Opnun afgreiðslu- staða Afgreiðslur banka og sparisjóða verða opnaðar svo fljótt sem verða má eftir að verkfalli lýkur. Það verður auglýst nánar þegar þar að kcmur. Tékkar Framvísa skal tékka til innlausnar innan þrjátíu daga frá útgáfudegi. Renni þessi frestur út meðan á verkfalli stendur skal tékka framvísað strax að verkfalli loknu. Víxlar Falli víxill sem afsegja þarf í gjalddaga meðan á verkfalli stendur verður hann afsagður vegna greiðslufalls á öðrum hvorum virkum degi eftir fyrsta afgreiðsludag að verkfalli loknu. Ekki verður unnt að senda skuldurum eða ábyrgðarmönnum víxla tilkynningar meðan á verkfalli stendur. Skuldabréf inn- beimtttskuldabréf Standa skal skil á afborgunum af skuidabréfum sem falla í gjalddaga meðan á verkfalli stendur strax að verkfalli loknu. Þetta gildir um öll skuldabréf í bönkum og sparisjóðum, einnig skuldabréf sem þeir innheimta fyrir aðra. Ekki verður unnt að scnda skuldurum eða ábyrgðarmönnum skuldabréfa tilkynningar meðan á verkfalli stendur. Dráttarvextir Falli krafa í eindaga áður en verkfall hefst verða reiknaðir dráttarvextir meðan á verkfalli stendur. Ef gjalddagi kröfu er áður en verkfall hefst og eindagi eftir að það hefst verða reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga ef krafan er ekki greidd áður en verkfall hefst. Ef gjalddagi og eindagi kröfu eru meðan á verkfalli stendur verða reiknaðir dráttarvextir frá gjalddaga ef krafan er ekki greidd strax að verkfalli loknu. Debetkort Unnt verður að nota Debetkort undir ábyrgðarmörkum innanlands og utan. Tölvuvædd kassakerfi í mörgum verslunum og víða annars staðar geta nánast tekið endalaust við debetkortafærslum þrátt fýrir verkfall. Posar taka hins vegar eingöngu við 250-1.250 færslum og stöðvast þegar hámarkinu er náð. Ekki verður unnt að nota debetkort sem merkt eru „án ábyrgðar“ þ.m.t. unglingakort á meðan verkfalli stendur. Kreditkort, innan- lands Tölvuvædd kassakerfi og posar taka við kreditkortafærslum með sama hætti og debetkorta- færslum (sjá umfjöllun að ofan). Þá verður unnt að „strauja" kreditkort eins og áður. Kreditkort, erlendis Tiltölulega lítil röskun verður á krcditkortaviðskiptum erlendis. Starfsmenn Kreditkorta hf. (EUROCARD á íslandi) fara ekki í verkfall og því verður unnt að nota EURO- CARD-kreditkort erlendis með venjulegum hætti. Einnig verður unnt að nota VISA- kreditkort erlendis en úttektarmöguleikar byggjast á annarskonar viðmiðunarmörkum en undir venjulegum kringumstæðum. Þau ráðast af samspili ýmissa þátta, s.s. tegund korts (t.d. gullkort eða almennt kort) og tegund viðskipta (t.d. hótel, flugfélag eða verslun). Tölvutengingar beitnila ogjyrir- ttekja, hraðbankar, neeturbólf Ekki verður unnt að nota tölvutengingar heimila og fyrirtækja við banka og sparisjóði meðan á verkfalli stendur. Tölvutenginum heimila og fyrirtækja þjónustusíma og hraðbönkum verður lokað kl. 20. fimtudaginn 3. apríl. Unnt verður að koma fjármunum í næturhólf meðan á verkfalli stendur. Samband íslenskra viðskiptabanka Samband íslenskra sparisjóða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.