Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Sigvaldi Páll
Þorleifsson
fæddist i Stóragerði,
Óslandshlíð, Skaga-
fírði, 8. janúar 1915,
en fluttist árið 1916
til Ólafsfjarðar með
foreldrum sinum og
starfaði þar til ævi-
loka. Hann dó 20.
mars síðastliðinn á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri.
Foreldrar hans voru
Þorleifur Rögn-
valdsson, f. að
Lambanesi í Fljótum
4. apríl 1874, d. 18. febrúar
1947, og Guðrún Sigurðardóttir,
f. 24. júlí 1875 að Karlsá á Upsa-
strönd, d. 31. des. 1949. Systkini
Sigvalda voru: Jónína, f. 12.
febrúar 1902, dáin 27. desem-
ber 1988, Rögnvaldur, f. 4.
október 1903, d. 11. apríl 1984,
Sigrún Anna, f. 23. febrúar
1907, d. 28. janúar 1972, og
Unnur, f. 5. mars 1909, d. 27.
apríl 1995.
Sigvaldi kvæntist Sigríði
Gunnlaugsdóttur árið 1938.
Böm þeirra eru: Gunnar Þór,
f. 15.10. 1938, framkvæmda-
Sigvaldi Þorleifsson, móðurbróðir
okkar og kær vinur, frá Ólafsfirði
er látinn eftir skamma sjúkdóms-
legu á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri. Okkur systkinin, böm
systur hans, Unnar Þorleifsdóttur,
og Jóns Sigurpálssonar, langar til
að minnast hans nokkrum orðum
og þakka honum af alhug hlýja vin-
áttu og fágætar samverustundir á
lífsleiðinni. Heimili hans og Sigríðar
Gunnlaugsdóttur, konu hans, stóð
okkur ætíð opið. Á því fagra heim-
ili var vinafagnaður jafnt í önn
hversdagsins sem á hátíðarstund-
um, þegar við komum í heimsókn
og fengum súkkulaði og kökur á
aðfangadagskvöld jóla hjá Siggu.
Hér fyrr á ámm hittum við þar einn-
ig systur Sigvalda, Sigrúnu Þor-
leifsdóttur, en hún naut þar fötluð
alúðar og umönnunar. Þessar
stundir em okkur í minningunni
óforgengilegir fjársjóðir sem við
fáum aldrei fullþakkað. Milli Sig-
valda og föður okkar, Jóns Sigur-
pálssonar, tókst frá unga aldri ein-
stök samvinna, sem hófst með því
að þeir keyptu bát af afa Þorleifí,
þegar Sigvaldi var 17 ára og pabbi
rúmlega tvítugur. Þeir áttu síðar
og gerðu út saman marga báta frá
Ólafsfirði. Sigvaldi sá um útgerðina
en pabbi var skipstjóri. Þá stofnuðu
þeir saman fiskvinnslufyrirtæki fyr-
ir réttum fjömtíu ámm, sem starfar
enn.
Sigvaldi fluttist með foreldmm
sínum til Ólafsfjarðar árið 1916 og
bjó fyrstu árin í foreldrahúsum með
þeim á jörðinni Hombrekku. Árið
1923 fluttust þau í hús sem foreldr-
ar Sigvalda, afí og amma, byggðu
og nefnt var í daglegu tali Þorleifs-
hús (Brekkugata 1). Hann kvæntist
Sigríði Gunnlaugsdóttur árið 1938.
Þau Sigvaldi hófu búskap í Þorleifs-
húsinu þar til þau fluttust í hús sem
þau byggðu að Hcmbrekkuvegi 9
árið 1950.
Skólaganga Sigvalda var ekki
löng, enda stóð hugur hans til þátt-
töku í atvinnulífínu frá fyrstu tíð.
Hann stundaði nám við alþýðuskól-
inn að Laugum, Suður-Þingeyjar-
sýslu, skóiaárið 1932 til 33, og sótti
vélstjóranámskeið á Akureyri árið
1941. Hann var skarpgreindur og
aflaði sér af sjálfsdáðum traustrar
þekkingar á viðfangsefnum sínum,
mönnum og málefnum, svo að oft
þótti okkur sem nutum meiri skóla-
göngu gott að fara í smiðju til hans
vegna erfiðra úrlausnarefna.
Sigvaldi fór ungur á sjóinn og
var fyrst háseti á m.b. Ára með
föðurbróður sínum, Sæmundi
Rögnvaldssyni, einungis fímmtán
ára að aldri. Hann fór eins og títt
stjóri, kvæntur
Báru Finnsdóttur,
Egill, f. 14.11.1940,
verslunarmaður,
kvæntur Sigrúnu
Ásgrímsdóttur, og
Þorleifur Rúnar,
framkvæmdastjóri,
f. 25.4.1954, kvænt-
ur Aðalheiði Jó-
hannsdóttur.
Sigvaldi var einn
af fremstu útgerð-
ar- og athafna-
mönnum Ólafsfirð-
inga. Hann var
fyrst kosinn í bæj-
arstjórn Ólafsfjarðar árið 1954
og sat óslitið í bæjarstjórninni
til ársins 1970. Hann var í bæjar-
ráði frá árinu 1958 til 1970 og
var forseti bæjarstjómar frá
1962 til 1970. Hann átti sæti í
hafnarnefnd frá 1949 til 1982
og var lengst af formaður henn-
ar. Þá var hann í stjórn Spari-
sjóðs Ólafsfjarðar frá 1974 til
1990 og þar af var hann formað-
ur stjórnar sjóðsins frá 1986 til
1990.
Útför Sigvalda fór fram frá
Ólafsfjarðarkirkj u laugardag-
inn 29. mars.
var þá suður á vertíðir, t.d. til Vest-
mannaeyja 1936 og Sandgerðis árið
1942, þegar hann var á m.b. Brynj-
ari sem fórst þá um veturinn. Árin
1939 og 1940 var hann vélstjóri á
m.b. Agli og Sjöstjörnunni 1940-42
með föður okkar Jóni Sigurpáls-
syni. Þá var hann vélstjóri við Hrað-
frystihús Ólafsfjarðar frá árinu
1942 til 1951, en stundaði verslun-
arstörf með Brynjólfi Sveinssyni frá
þeim tíma til 1956 og varð þá fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ól-
afsfjarðar hf. til ársins 1960. Eftir
það rak hann eigið fyrirtæki Sig-
valda Þorleifsson hf.
Þeir Sigvaldi og pabbi seldu m.b.
Egil árið 1940 og keyptu þá ásamt
öðrum Sjöstjörnuna, 55 lesta skip,
en gerðu hana einungis út í tvö ár
vegna þess að hún þótti þá of stór
fyrir höfnina í Ólafsfírði. Árið 1942
létu þeir smíða nýjan Egil EA 727
á Akureyri, 27 tonna bát. Þeir gerðu
hann út til ársins 1952. Árið 1945
var stofnað í Ólafsfirði útgerðarfé-
lagið Sævaldur hf. og var Sigvaldi
einn hluthafa og framkvæmdastjóri
þess. Félagið lét smíða 52 lesta
skip í Svíþjóð, Sævald ÓF 2. Faðir
okkar var iengst af skipstjóri á
þeim báti, en Sævaldur var seldur
1958. Árið 1957 stofnuðu Sigvaldi
og pabbi hlutafélagið Sigvaldi Þor-
leifsson hf. og létu smíða 64 lesta
bát í Danmörku, Þorleif Rögnvalds-
son ÓF 36. Hann var seldur 1967
en þá keypti félagið 115 lesta skip,
sem hlaut nafnið Þorleifur ÓF 60.
Árið 1960, stofnuðu þeir Sigvaldi,
Magnús Gamalíelsson og Sigurður
Baldvinsson útgerðarfélagið Þrist
hf., sem lét smíða 155 lesta skip í
Noregi, m.b. Ólaf bekk og einnig
keypti Sigvaldi 8 lesta bát með
mági sínum Áma Gunnlaugssyni,
m.b. Ugga ÓF 27. Hann var seldur
1967. Þá tók Sigvaldi þátt í stofnun
hlutafélags um togarann Norðlend-
ing ÓF 4 árið 1955.
Fullyrða má að þegar á sjöunda
áratugnum hafí Sigvaldi verið kom-
inn í hóp athafnamestu útgerðar-
manna í Ólafsfírði við hlið þeirra
Magnúsar Gamalíelssonar og Sig-
urðar Baldvinssonar, en árið 1972
urðu þáttaskil í afskiptum Sigvalda
af útgerð í Ólafsfírði. Þá átti hann
ríkan þátt í að útgerðarfélagið
Sæberg hf. var stofnað. Hluthafar
við stofnun þess voru ásamt honum:
Gunnar sonur hans, sem varð frarn-
kvæmdastjóri félagsins, Ásgeir Ás-
geirsson, Jón Þorvaldsson, Guð-
mundur L. Þorsteinsson, Sigurður
Guðmundsson, Valberg hf. og Sig-
valdi Þorleifsson hf. Félagið lét
smíða 500 lesta skuttogara í Frakk-
landi Sólberg ÓF 12 sem kom til
Ólafsfjarðar 12. september 1974.
Rekstur félagsins gekk vel og varð
fjárhagur þess fljótt traustur. Fé-
lagið keypti árið 1986 fyrsta skut-
togarann sem smíðaður var fyrir
íslendinga, Bjarna Benediktsson.
Skipinu var breytt í frystitogara í
Noregi og hlaut það nafnið Mána-
berg. Seint á árinu 1990 keypti
félagið bæði hraðfrystihúsin í Ólafs-
firði sem þá höfðu verið sameinuð
og skuttogarann Ólaf bekk, sem
var í eigu hraðfrystihússins og Ól-
afsfjarðarbæjar. Hann hlaut nafnið
Múlaberg. Síðast fyrir rúmum
tveimur árum, þ.e. árið 1995, eign-
aðist félagið fjórða skuttogarann
Hvannaberg. Það hefur því rekið
öflugustu útgerð sem sögur fara af
í Ólafsfirði og verið í fararbroddi
þeirrar byltingar sem þar hafa orð-
ið ý sjósókn og útgerðarháttum.
Ásamt útgerðinni átti Sigvaldi
mikinn þátt í uppbyggingu fisk-
vinnslu í Ólafsfirði. Nefna má að
hann var hvatamaður að stofnun
Lifrarbræðslufélags Ólafsíjarðar
árið 1944 og síldarsöltunarstöðinni
Jökli hf. árið 1947. Hann rak þessi
fyrirtæki um langt árabil og var
um skeið eins og áður segir fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ól-
afsfjarðar hf. Fjölskyldufyrirtæki
okkar, Sigvaldi Þorleifsson hf., sem
áður getur, hóf verkun saltfisks og
skreiðar árið 1960. Sigvaldi stjórn-
aði því fyrirtæki frá upphafi en það
er enn í rekstri.
Viðfangsefni Sigvalda voru þó
síður en svo einskorðuð við útgerð
og fiskvinnslu. Skömmu eftir að
vegur var lagður yfír Lágheiði, árið
1956, stofnaði hann ásamt Jóni
Magnússyni, bifreiðarstjóra og Sig-
urði Baldvinssyni, útgerðarmanni,
félag sem annaðist flutninga milli
Ólafsfjarðar og Reykjavíkur. Hann
stofnaði Netaverkstæði Ólafsfjarð-
ar árið 1945 og var einn af frum-
kvöðlum stofnunar verslunarfyrir-
tækisins Valbergs hf. árið 1961
ásamt Brynjólfi Sveinssyni, kaup-
manni og símstjóra. Félagið tók við
verslunarrekstri Brynjólfs og opn-
aði verslun í nýju húsi við Aðalgötu
16 í Ólafsfirði sama dag og það var
stofnað hinn 7. desember 1961.
Hluthafar ásamt Sigvalda og Brynj-
ólfí voru Gunnar, sonur hans, sem
varð framkvæmdastjóri félagsins,
Guðmundur L. Þorsteinsson, Jón
Þorvaldsson og Sigurður Guð-
mundsson.
Mikil og farsæl afskipti af fé-
lags- og bæjarmálum urðu einnig
hlutskipti Sigvalda á þeim árum
sem Ólafsfjarðarkaupstaður var að
slíta barnsskónum. Hann var sterk-
ur persónuleiki, drengskaparmaður
og naut mikils trausts samborgara
sinna. Fyrst var hann kosinn í bæj-
arstjóm 1954 og átti þar óslitið
sæti í 16 ár og var í bæjarráði og
forseti bæjarstjómar. í hafnarstjóm
var hann þó lengst eða frá árinu
1949 til 1982 og oftast formaður
hennar, enda óhætt að segja að á
sviði bæjarmála hafí uppbygging
hafnarinnar verið hans hjartans
mál. Hann gerði sér mæta vel grein
fyrir því að líftaug sjávarþorps í
firði fyrir opnu hafí er góð höfn
fyrir öflugan flota fiskiskipa. Á
öðrum sviðum félagsmála lét Sig-
valdi einnig mikið að sér kveða.
Hann átti sæti í stjóm Sparisjóðs
Ólafsfjarðar um árabil og var hann
formaður stjómarinnar frá 1986 til
1990. Þá var hann stofnfélagi
íþróttafélagsins Leifturs árið 1931
og var í fyrsta knattspyrnuliði þess
félags ásamt Þórólfi frænda sínum
og fleiri góðum vinum. Árið 1955
gerðist hann stofnfélagi Rótarý-
klúbbs Ólafsfjarðar. Það má því
með sanni segja að Sigvaldi hafi
fengist við flest svið athafna- og
félagslífs á þeim árum sem upp-
byggingin varð sem mest í Ólafs-
firði.
Ef við systkinin ættum að lýsa
Sigvalda í stuttu máli koma fyrst
í hugann skarpar gáfur hans, dugn-
aður, kapp og áræði. Þó munum
við samt líklega ekki síst minnast
hlýju og geislandi glettni hans á
notalegum stundum eins og þegar
við renndum saman fyrir lax. Sam-
starf þeirra pabba og samskipti fjöl-
skyldna okkar vora afar náin. Fyrir
það eram við af hjarta þakklát og
söknum vinar í stað. Pabbi biður
fyrir hinstu kveðju og þakkir fyrir
órofa vináttu og tryggð. Við send-
um Siggu, sonum hans og fjölskyld-
um þeirra innilegar samúðarkveðj-
ur. Guð blessi okkur öllum minn-
ingu Sigvalda Þorleifssonar.
Lárus, Guðrún og Þórleifur.
Frændi minn Sigvaldi Þorleifsson
var til grafar borinn laugardaginn
29. mars. Með honum er enn einn
af minni kynslóð í Ólafsfirði horfinn
af vettvangi að loknu miklu og
góðu dagsverki.
Hann kom á fyrsta ári til Ólafs-
fjarðar með foreldrum sínum Þor-
leifi Rögnvaldssyni og Guðrúnu Sig-
urðardóttur og þar hefur hann lifað
og starfað til æviloka. Það var eng-
in tilviljun að ævistarf hans skyldi
tengjast fiskveiðum. Þorleifur var
útgerðarmaður og tók Sigvaldi við
af föður sínum ásamt mági sínum
Jóni Sigurpálssyni. Útgerð og fisk-
verkun varð hans aðalævistarf.
Hann vann ötullega að framföram
og framgangi byggðarlagsins og
tók að sér ýmis störf í þágu þess.
Það er ekki ætlun mín hér að
rekja starfssögu Sigvalda heldur að
minnast hans að leiðarlokum eins
og hann var og er enn í vitund minni
sem annar bróðir. Hann var hógvær
og hlýr í viðmóti og gaman var að
hitta hann og vera samvistum við
hann. Eftir að móðir mín flutti frá
Ólafsfirði varð heimili þeirra hjóna,
Sigvalda og Sigríðar konu hans, eins
konar annað heimili mitt þegar ég
heimsótti Ólafsfjörð, gestrisni þeirra
og viðmót var slíkt.
Mér leið ávallt vel í návist frænda
míns og hafði ánægju af að ræða
við hann um menn og málefni, eink-
anlega á áhugasviði mínu fískveið-
unum sem voru sérsvið hans. Þótt
Sigvaldi væri ekki langskólageng-
inn maður, var hann vel heima á
flestum sviðum, skarpgáfaður, vel
lesinn og minnugur. Hann fylgdist
vel með því sem var að gerast hverju
sinni í þjóðfélaginu, sérstaklega á
atvinnusviðinu.
Sigvalda var ekki mikið um það
gefið að trana sér fram eða láta á
sér bera. Honum fannst það varla
umtalsvert þótt hann gerði ein-
hveijum greiða eða aðstoðaði þá
sem til hans leituðu. Er ég lít nú
til baka yfir lífsferil frænda míns
sýnist mér augljóst að hann naut
mikils trausts samborgara sinna og
reyndist traustsins verður .
Við Aðalbjörg kveðjum hann með
söknuði og þakklæti. Við vottum
eftirlifandi eiginkonu hans Sigríði
Gunnlaugsdóttur, afkomendum
þeirra öllum og venslafólki, okkar
dýpstu samúð.
Rögnvaldur Jóhann
Sæmundsson
Sigvaldi Þorleifsson útgerðarmað-
ur er látinn. Það riflar upp fyrir
mér að þegar ég kom fyrst til Ólafs-
fjarðar haustið 1961 báru þeir uppi
atvinnulífíð, Sigvaldi, Magnús Gam-
alíelsson og Sigurður Baldvinsson,
miklar kempur allir saman, þraut-
seigir og bjartsýnir í sínum athöfn-
um. Ólafsíjörður var innilokaður á
þeim tíma. Enginn vegur fyrir Múl-
ann og engin göng. En atvinnulífið
var öflugt og sjósóknin stóð með
blóma þrátt fyrir erfið hafnarskil-
yrði. Þess vegna var dæmið oft tek-
ið af Ólafsfirði þegar menn vildu
sýna fram á að vöxtur og viðgangur
byggðarlags er fyrst og fremst und-
ir þeim einstaklingum kominn sem
þar lifa, en ekki ytri skilyrðum.
Sigvaldi Þorleifsson var mikill
drengskaparmaður; hann var fjöl-
skyldumaður og vinur vina sinna.
Hann bar hag bæjarfélagsins fyrir
bijósti og átti um langt skeið náið
samstarf við Ásgrím Hartmanns-
son, annar forseti bæjarstjómar,
hinn bæjarstjórinn. Hugur Sigvalda
beindist fyrst og fremst að útgerð
og fiskvinnslu og þess vegna lét
hann hafnarmálin mjög til sín taka.
En hann var líka ötull á öðram
sviðum bæjarlífsins. Það munaði
um hann. Hann setti svip á bæinn
og er víða sárt saknað.
SIGVALDIPALL
ÞORLEIFSSON
Sigvaldi Þorleifsson fylgdi Sjálf-
stæðisflokknum fast að málum. Ég
vil að leiðarlokum þakka honum
vináttu og góðan stuðning. Konu
hans, Sigríði Gunnlaugsdóttur,
bömunum og fjölskyldunni bera
þessar línur samúðarkveðjur okkar
Kristrúnar. Guð blessi minningu
Sigvalda Þorleifssonar.
Halldór Blöndal.
í dag, þegar við kveðjum Sig-
valda Þorleifsson, vakna margar
minningar. Hann ar einn þeirra sem
kemur til starfa í þjóðfélagi sem
hafði lítið breyst í aldaraðir, og
hans kynslóð tókst á við tíma mik-
illa breytinga og byltinga í íslensku
atvinnu- og þjóðlífi. Á uppvaxtarár-
um hans var hvorki sjálfsagt né
mögulegt fyrir ungt og vel gert
fólk að leita sér menntunar. Það
urðu því örlög hans að ganga ekki
menntaveginn, eins og kallað er.
Þrátt fyrir það gat hann nýtt sér
hæfileika sína og gáfur til uppbygg-
ingar og velfarnaðar sínu byggðar-
lagi, sem var hans leiðarljós í lífi
og starfi alla tíð.
Sigvaldi Þorleifsson og aðrir
frumheijar raddu braut framfara
og nýrra tíma í atvinnulífi Ólafsfirð-
inga. Hann var einn þeirra Ólafs-
fírðinga sem aldrei misstu trúna,
þrátt fyrir margvíslega erfíðleika,
á framtíð sinnar heimabyggðar, og
hann naut mikils trausts sinna sam-
ferðamanna. Sigvaldi sat jengi, eða
alls 16 ár, í bæjarstjóm Ólafsfjarð-
ar og var forseti hennar mörg ár.
Þegar ég kvaddi Sigvalda hinstu
kveðju á dánarbeði barst talið að
þeim breytingum sem framundan
eru í fyrirtæki okkar, og ég sagðist
trúa því og treysta að það myndi í
framtíðinni efla okkar byggðarlag
og styrkja, sagði Sigvaldi: „Ef svo
er þá er ég sammála, enda er það
aðalatriðið." Þetta svar hans er
táknrænt og er líka röðrétt staðfest-
ing á lífshlaupi hans og ævistarfi.
Hann vildi og gerði allt sem í hans
valdi stóð til að efla heimabyggð
sína og fyrir það era við Ólafsfirð-
ingar þakklátir. Við kveðjum Sig-
valda Þorleifsson sem þökk og virð-
ingu.
Ég sendi úr fjarlægð samúðar-
kveðjur mínar til Siggu, Gunna og
Bára, og annarra ættingja.
Jón Þorvaldsson.
Láttu nú ljósið þitt,
loga við rúmið mitt,
hafðu þar þess og sæti,
signaður Jesús mæti.
Þessi bæn, ásamt mörgum öðrum
sem amma kenndi okkur, kemur í
hugann þegar við minnumst þín,
elsku afi.
Nú hefur þú kvatt þennan heim.
En þó svo að þú sért farinn úr þessu
lífí munu allar góðu minningarnar
um þig lifa í hjörtum okkar.
Alltaf þótti okkur jafn vænt um
það, eftir að amma varð veik og fór
á Hornbrekku, þegar þú komst við
hjá okkur á leið heim úr vinnu og
borðaðir með okkur kvöldmat.
Öll þau skipti sem þú komst eru
aðeins lítið brot af þeim góðu minn-
ingum sem við eigum um þig.
Við söknum þín mikið og það er
svo erfitt að kveðja þig. Við hugg-
um okkur við það að þú munt ávallt
vaka yfir okkur.
Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum.
Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta.
Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár
snertir
mig og kvelur þótt látinn mig haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með glöðum
hug,
sál mín lyftist upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur,
og ég þótt látinn sé, tek þátt í gieði ykkar
yfir lífinu.
(Óþekktur höfundur.)
Megi sá sem öllu ræður gefa
okkur öllum styrk og sérstaklega
þér, elsku amma.
Blessuð sé minning þín, afi.
Sigrún Anna og Craig,
Sigvaldi Páll og Sigrún
og Eva Björg.