Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Skíðamessa í Bláfjöllum MARGIR notuðu páskafríið til þess að renna sér á skíðum og fá um leið nokkrar freknur á nefið. 1 Biáfjöllum voru um 2.500 manns á skírdag og tæplega 2.000 á páskadag, að sögn Einars Bjarnasonar, starfsmanns skiða- svæðisins. Fjöldi skíðafólks í Bláfjölium tók sér hlé til þess að hlýða á árvissa skíðamessu séra Pálma Matthíassonar undir berum himni á páskadag. Borgarráð sam- þykkir Mitsubishi BORGARRÁÐ hefur staðfest ákvörðun stjórnar Innkaupastofnun- ar Reykjavíkur að keyptur verði vél- búnaður af Mitsubishi vegna Nesja- vallavirkjunar. Sumitomo kærði ákvörðunina til íjármálaráðherra. Borgarlögmaður segir að þar sem ráðherra hefði gefið í skyn að hann myndi stöðva málið í gær meðan kæran væri til skoðunar hefði verið nauðsynlegt að fá staðfestingu borg- arráðs strax og því hefði fundurinn verið haldinn í fyrradag. Tilboð Sumitomo í vélar Nesja- vallavirkjunar var 1.233 milljónir króna og Mitsubishi 1.250 milljónir. Hjörleifur Kvaran borgarlögmaður segir tilboð Mitsubishi hafa verið metið hagstæðara og því hefði borg- arráð ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækið. Sumitomo kærði til fjármálaráðuneytis fyrir páska og sagði Hjörleifur spurninguna annars vegar snúast um hvort kærunefnd og ráðherra hefðu lögsögu í málinu og hins vegar hvort einhveiju í út- boðsauglýsingu eða meðferð hefði verið ábótavant. Kærunefndin hélt fund sl. laugar- dag og komst að þeirri niðurstöðu að ráðuneytið hefði lögsögu og að því bæri að stöðva framgang þess. „Reykjavíkurborg var kunnugt um þetta og var ég þeirrar skoðunar að þetta væri rangt, að ráðuneytið hefði ekki lögsögu í málinu og við hefðum engar reglur brotið sem gæfu ráð- herra tilefni til þess að stöðva mál- ið,“ sagði Hjörleifur. „Ráðherra gaf í skyn að hann myndi beita þessari stöðvun, fara að tilmælum kæru- nefndar og tilkynna Reykjavíkur- borg fyrir hádegi í dag að hann ætlaði að stöðva þetta. Ef málið hefði verið stöðvað hefði það getað þýtt stöðvun um ófyrirsjáanlegan tíma meðan fjallað væri um kæru- málin og hefði það getað þýtt nýja meðferð á öllu málinu." Þola ekki töf Sagði borgarlögmaður að hags- munir Reykjavíkurborgar, Lands- virkjunar og annarra sem málið varðaði þyldu ekki þá töf, borgin hefði skuldbundið sig til að afhenda orku frá Nesjavöllum 1. október 1998. í ljósi þessara hagsmuna hefði því borgarráðsfundur verið haldinn I fyrradag, ákveðið að taka tilboði Mitsubishi og fyrirtækinu tilkynnt það. Eftir að tilboði hefði verið tekið yrði málið ekki stöðvað. „Ef okkur hefði verið bent á að einhveiju í útboðsskilmálunum, aug- lýsingu eða EES-ferlinu hefði verið áfátt hefði ráðuneytið átt lögsögu en það hefur ekki verið bent á neitt slíkt ákvæði," sagði Hjörleifur. Sex slasaðir eftir harð- an árekstur TVÆR fólksbifreiðar rákust saman af miklum þunga skammt norðan við Kaplakrika í fyrrakvöld, með þeim afleiðingum að sex manns slösuðust illa. Hjón og barn þeirra liggja nú á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur, mjög alvarlega slösuð. Tildrög slyssins voru þau að BMW-bifreið var ekið norður Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Breið- holts, þegar ökumaðurinn missti stjórn á henni. Bílinn rann fyrir vikið yfir á öfugan vegarhelming og framan á Peugeot-bifreið sem var á leið suður Reykjanesbraut. Um mjög harðan árekstur var að ræða og eru báðar bifreiðarnar gjörónýtar samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Slysavaldur á sumardekkjum Fljúgandi hálka hafði myndast á veginum á skammri stundu nokkru áður en áreksturinn varð og er talið að hún hafi átt stóran þátt í hvemig fór. Dekkjabúnað- ur BMW-bifreiðarinnar var mjög lélegur samkvæmt Morgunblaðið/Jón Svavarsson BIFREIÐARNAR tvær voru gjörónýtar eftir áreksturinn og ökumenn jafnt sem farþegar þeirra mikið slasaðir. upplýsingum frá lögreglu, eða sumardekk og sum tölu- vert slitin. Ekki var búið að ræða við vitni í gær, en grunur leikur á að sú bifreið hafi verið á talsverðum hraða. í BMW-bifreiðinni voru þrír ungir menn, en hjón með sex ára gamla dóttur sína I hinum bílnum, og slösuðust öll alvarlega. Á aðra klukkustund tók að losa ökumann Peugeot bifreiðarinnar úr flakinu og þurfti að beita klippum til verksins. Vegurinn var lokað- ur um tvær stundir af þessum sökum á mánudagskvöld- ið. Hjónin og dóttir þeirra slösuðust sýnu mest og lágu öll á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í gær, en ungmennin þijú voru minna slösuð. Opinber rann- sókn á Spaug- stofuþætti FARIÐ hefur verið fram á opinbera rannsókn á Spaugstofuþætti sem sýndur var í sjónvarpinu laugardags- kvöld fyrir páska. Fól Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari Rann- sóknarlögreglu ríkisins málið. Kæra hafði ekki borist en hann ákvað að málið skyldi rannsakað. Þáttur spaugstofumanna, Enn ein stöðin, varð umtalsefni í stólræðum nokkurra presta um páskana, meðal annars herra Ólafs Skúlasonar bisk- ups, sem töldu þar guðlast á ferð- inni. Nokkuð var einnig um að hringt væri í biskup og á biskupsstofu. „Þetta var hvorki fyndið né viðeig- andi, og allra síst á þessum tíma, laugardag fyrir páska, að gera gys að kvöldmáltíðinni, þegar vitað er að fermingarbörnin eru að horfa,“ sagði biskup við Morgunblaðið. Hann ritaði útvarpsráði í gær og fór fram á að tekið væri tillit til fólks, að svona lagað endurtæki sig ekki. Sterkari viðbrijgð Karl Ágúst Úlfsson, æinn spaug- stofumanna, sagði að viðbrögð áhorf- enda við umræddum þætti hefðu ver- ið sterkari nú en oft áður. „Mér fínnst mjög gott að þessi umræða skuli fara af stað og hið besta mál ef fólk er tilbúið til að taka afdráttarlausa afstöðu í trúmálum og ef við gætum komið af stað umræðu um þau sem ekki snýst um einhver persónuleg afglöp presta. Við höfum ekki annað en gott af því að hver og einn skoði hug sinn í þessum málum og mín skoðun er sú að Guð hafi húmor og fyrir mitt leyti er ég sáttur við þátt- inn,“ sagði Karl Ágúst. * Einstaklingar skulda 276 milljarða króna að mati Seðlabanka Islands „Staðan betri en talið var“ SKULDIR einstaklinga við innlána- stofnanir, lífeyrissjóði, Húsnæðis- stofnun, greiðslukortafyrirtæki og Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) eru áætlaðar að hafa numið um 276 milljörðum króna í árslok 1994. Af þeirri tölu voru skuldir við banka og sparisjóði 21%, við lífeyris- sjóði 13%, námslánaskuldir 14%, húsnæðisskuldir 52% og vanskil á greiðslukortum 0,2%. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Seðlabanka íslands um skuld- ir og vanskil einstaklinga í árslok 1994, en skýrslan var kvnnt á blaða- mannafundi I gær. Við það tækifæri sagðist Páll Pétursson félagsmála- ráðherra telja að niðurstöður skýrsl- unnar sýndu fram á að skuldastaða einstaklinga væri mun betri en um- ræðan hefði hingað til gefið til kynna. Markús Möller og Már Guðmunds- son, hagfræðingar hjá Seðlabanka íslands, sem unnu að skýrslunni, tóku undir þetta sjónarmið. Þeir sögðu ennfremur að fátt hefði komið á óvart í niðurstöðum skýrslunnar, þeir hafi til að mynda vitað fyrirfram að skuld- ir hér á landi væru tiltölulega háar miðað við ráðstöfunartekjur sé mið- að við alþjóðlega staðla. Meirihlutinn virðist ráða við skuldirnar í skýrslunni kemur fram að van- skii sem voru þriggja mánaða eða eidri við árslok 1994 hafi verið um 2>/2% af heildarskuldum einstaklinga við fyrrgreindar lánastofnanir eða um 7 milljarðar króna. Vanskil sem voru þriggja mánaða eða eldri voru hlutfallslega langmest hjá bönkum eða sparisjóðum eða 62,4%. Skýring- in er talin vera sú að þar eru lánin styst og greiðslur hærra hlutfall af skuldum en hjá Húsnæðisstofnun, LÍN eða Lífeyrissjóðum. Þá kemur fram að meirihluti þeirra sem skulda virðist ráða við skuldirnar, því að af 86 þúsund fjöl- skyldum sem skulduðu við árslok 1994 voru tæplega 71 þúsund án vanskila sem voru þriggja mánaða eða eldri, en ríflega 15 þúsund eða 17 ‘/2% voru með vanskil. í skýrsl- unni fékkst ekki einhlít skýring á því meðal hvaða hópa vanskilavand- inn var hvað mestur, en þar kemur hins vegar fram að vanskil í krónum talin fara hækkandi með hækkandi tekjum en sem hlutfall af tekjum eða eignum fara þau lækkandi með hækkandi tekjum. Auk þess segir í skýrslunni að af alls 147.850 fjölskyldum voru rúm- lega 62 þúsund skuldlausar í árslok 1994, 11.800 skulduðu meira en 6 milljónir króna, 460 meira en 15 milljónir króna og átta meira en meira en 40 milljónir króna og voru þar af með meira en 20 milljónir í vanskilum. Meðalskuldir fjölskyldna voru um 1,8 milljónir króna. Skuldir heimilanna voru í árslok 1994 að mestu í nýlegum lánum, en í skýrslunni segir að 70% skulda í árslok hafi verið vegna lána sem voru tekin árið 1990 eða seinna. Skuldir meiri hjá einstæðum konum Þá kemur fram í skýrslunni að skuldir í árslok 1994 hafi verið mest- ar hjá fólki á aldursbilinu 30 til 50 ára og að hjón skuldi meira en ein- staklingar. Skuldatoppurinn er að meðaltali minni hjá körlum en kon- um, en toppurinn hjá körlum er 36% af skuldatoppi hjóna og toppurinn hjá einstæðum konum um 50% af hjónatoppnum. í skýrslunni er mi- munurinn rakinn til húsnæðisþarfa. Stærstu heimilin eru hjá hjónun, en einstæðar konur eru að meðaltali með stærri heimili en karlar. Auk þess segir í skýrslunni að í stað þess að líta á skuldastöðuna beinlínis, megi líta á skuldir sem hlut- fall af tekjum og eignum. Þá kemur fram að skuldir eru hæsta hlutfall af tekjum hjá einstæðum konum, mestar rúm 200% af tekjum á aldrin- um 30 til 39 ára, en falla síðan hratt. Greinilegt sé að háar meðaltekjur hjóna geri gott betur en bæta upp meiri skuldir, því skuldir hjóna séu lægra hlutfall af tekjum en hjá ein- stæðum konum og einungis þriðjungi hærri en hjá einstæðum körlum. Séu vanskil, sem eru þriggja mán- aða eða eldri, hins vegar skoðuð í þessu samhengi sést að einstæðir karlar eru að meðaltali með mun meira í vanskilum en konur. Endurskipulagning Húsnæðisstofnunar Félagsmálaráðherra segir að ýms- ar leiðir hafi verið farnar til að tak- ast á við skuldasöfnun einstaklinga auk þess sem verið sé að vinna að ýmsum málum. „Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna hefur m.a. verið sett á laggirnar, sem hefur nú þegar þjónað um 700 manns,“ segir hann. „Þá hafa verið sett lög um réttarað- stoð fyrir einstaklinga og hún er í því fólgin að einstaklingur í vandræð- um getur sótt um og fengið fjár- muni, allt að 250.000 krónur, til þess að leita nauðasamninga. Jafnframt var lögum breytt í fyrra um tekju- skatt og eignaskatt, þannig að skattaskuldir eru orðnar umsemjan- legar, nema svokallaður vörsluskatt- ur.“ Ráðherra nefndi einnig að búið væri að skipa nefnd sem ætti reyna að draga úr ábyrgðalánaveit- ingum. Þá sé í undirbúningi endur- skipulagning Húsnæðisstofnunar og breytingar á félagslega íbúðarkerfinu sem ættu að geta orðið til þess að hið félagslega íbúðarkerfi yrði, eins og því var ætlað í upphafí, úrræði fyrir þá tekjuminni til að komast yfm húsnæði. i i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.