Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 11
FRÉTTIR
F.V. Jón Kristinn Jónsson, Júlíus Bjarnason, Jón Marteinsson og
Sigmar Rafn Jóhannesson með tvo væna úr Hörgsá.
<það yrði veisla þegar ísa leysti bet-
ur. „Það var mikill fiskur í ánni í
fyrrahaust og hann er ekki genginn
út. Það eru meiri háttar veiðistaðir
hem enn er ekki hægt að renna í,“
'Sagði Jón í gærdag.
Kokkteill í Varmá
„Það var heldur betur líf í Varm-
ánni, við vorum með alls um 25 fiska
'Sem við hirtum og það var á þrjár
stangir sem veiddu í efri hluta árinn-
ar framan af degi. Við hittum ekki
þá sem voru fyrir neðan okkur, en
Jökulhverir á Skeiðarársandi
þeir eru miklar aflaklær og ég trúi
ekki öðru en að þeir hafi einnig ver-
ið í fiski,“ sagði Gunnlaugur Rósars-
son sem var í hópi þeirra sem opn-
uðu Varmá við Hveragerði. Þeir
Gunnlaugur og félagar veiddu annað
eins sem þeir slepptu og var aflinn
að mestu dreginn á flugu. Þetta
voru allt að 4,5-5 punda fiskar.
„Þetta var fiskur í öllum regnbogans
litum, sjóbirtingar, bleikjur, stað-
bundnir urriðar og meira að segja
nokkrir regnbogasilungar," sagði
Gunnlaugur.
Hélt í hönd dóttur sinn-
ar sem sökk í sandinn
FJÖGURRA ára gömul stúlka frá
Reykjavík var hætt komin á föstu-
daginn langa, þegar hún sökk upp
að höndum í jökulhver á Skeiðarár-
sandi. Henni varð þó ekki meint af,
utan þess að vera brugðið sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglunni
á Höfn í Hornafirði.
Stúlkan var á göngu um sandinn
ásamt foreldrum sínum þegar at-
burðurinn gerðist. Mæðgurnar
gengu milli tveggja jaka sem stóðu
nærri hvor öðrum og skipti þá eng-
um togum að stúlkan sökk.
Móðir hennar hélt í hönd hennar
þegar hún sökk. „Við gengum þarna
milli tveggja ísjaka. Það var eins og
það væri snjór milli jakanna. Það
höfðu aðrir gengið barna um en
maður einn varaði okkur við því að
það væri pollur þarna. Eg leit eftir
þessum polli og leiddi stelpuna mína.
Skyndilega sökk hún bara upp að
höndum og ég hélt í hönd hennar.
Ég ætlaði að taka undir hendurnar
á henni og ná henni upp úr en þá
sökk ég,“ sagði Ragnheiður Laufey
Jónsdóttir, móðir stúlkunnar.
Þær mæðgur voru í hópi ferða-
manna á sandinum þegar þetta gerð-
ist. Ragnheiður Laufey sagði að ein-
hver úr hópnum hefði dregið stúlk-
una upp úr hvernum.
„Ég vissi ekki hvað ég sykki langt.
Það fór aðeins annar fóturinn á mér
niður og ég sökk upp að klofi. Ég
gat því bjargað mér sjálf. Stúlkan
fór að skæla en mér var mest í mun
að gera sem minnst úr þessu til
þess að hræða hana ekki og hvekkja
hana ekki fyrir lífstíð," sagði Ragn-
heiður Laufey.
Jarðvinna við álver
Norðuráls er hafin
JARÐVINNA vegna byggingar ál-
vers á Grundartanga hófst sl. laug-
ardag eftir að byggingarnefndir
Hvalijarðarstrandarhrepps og Skil-
mannahrepps höfðu samþykkt bygg-
ingarleyfí til Norðuráls hf. Stefnt
er að því að steypuvinna heijist um
miðjan maí, en þá er gert ráð fyrir
að samningar um fjármögnun ál-
versins verði undirritaðir.
Það er Háfell hf. í Reykjavík sem
sér um jarðvinnuna. Hún felst í því
að fjarlægja um 285 þúsund rúm-
metra af moldaijarðvegi og klöpp
og setja um 230 þúsund rúmmetra
af burðarbæru fyllingarefni í stað-
inn. Auk þess verða lagðar vatns-
og fráveitur og lóðin girt af. Allt
að 40 manns munu vinna að fram-
kvæmdum á vegum Háfells.
Forráðamenn Háfells hafa það
fyrir reglu að hefja allar sínar fram-
kvæmdir á laugardegi. Þeir lögðu
því áherslu á að byija sl. laugardag
þegar byggingarleyfið hefði verið
samþykkt í byggingarnefndunum. I
gær unnu starfsmenn Háfells við að
mæla fyrir grunninum og komu sér
fyrir á svæðinu.
Eins og kom fram í Morgunblað-
inu fyrir páska hefur umhverfisráð-
herra gefið út starfsleyfi fyrir álver
Norðuráls hf. Þrátt fyrir að starfs-
leyfi og byggingarleyfi liggi fyrir
hefur endanleg ákvörðun um bygg-
ingu álversins ekki verið tekin. Al-
þingi hefur enn ekki samþykkt frum-
varp sem heimilar byggingu álvers
á Grundartanga og fjármögnun
framkvæmda er ekki lokið. Engu
að síður hafa stjórnendur Columbia
Ventures, eiganda Norðuráls, ákveð-
ið að leggja í verulegan kostnað við
undirbúning framkvæmda. Þessi
kostnaður er á ábyrgð Columbia og
fellur á fyrirtækið komi eitthvað upp
á sem verður til þess að hætta verð-
ur við framkvæmdir.
Fleiri ákvarðanir um
fjárskuldbindingar
Þijár íslenskar verkfræðistofur
vinna að hönnun álversins, Hönnun
hf., Rafhönnun hf. og VST. Auk
þess hannar Magnús Olafsson arki-
tekt á Akranesi útlit álversins. Sig-
urður Arnalds, framkvæmdastjóri
Hönnunar hf., sagði að Kenneth
Peterson, eigandi Columbia Ventur-
es, hefði tekið ákvörðun um síðustu
áramót um að hefja verkfræðilegan
undirbúning framkvæmda af fullum
krafti. Á næstunni yrðu teknar
ákvarðanir sem fælu í sér frekari
fjárskuldbindingar af hálfu Columb-
ia. Eftir tvær vikur yrði tekin
ákvörðun um kaup á búnaði í að-
veitustöð álversins. Panta þyrfti
þennan búnað með mjög löngum
fyrirvara og þess vegna væri þessi
ákvörðun tekin svo snemma. í síðari
hluta apríl yrðu síðan tilboð í steypu-
vinnu opnuð. Stefnt er að því að
framleiðsla á áli hefjist sumarið
1998.
Af hálfu Columbia var lögð mikil
áhersla á að starfsleyfi fyrir álver á
Grundartanga yrði gefið út strax því
það væri forsenda fyrir því að fyrir-
tækinu tækist að fjármagna verkið.
Vinna við fjármögnun er í fullum
gangi og stjórnendur Columbia eiga
mikilvæga fundi með lánastofnunum
í London í þessari viku. Ekki er þó
gert ráð fyrir að samningar um fjár-
mögnun verði undirritaðir fyrr en
um miðjan maí. Um svipað leyti er
gert ráð fyrir að steypuvinna hefjist
á Grundartanga.
Skiptar skoðanir uni
starfsleyfið
Samtökin „Álver, já takk“ hafa
sent frá sér ályktun þar sem lýst
er fullum stuðningi við umhverfis-
ráðherra og fagnað ákvörðun hans
um að gefa út starfsleyfi vegna
byggingar álvers. „Fjölmargir sér-
fræðingar hafa unnið að gerð starfs-
leyfisins í samræmi við gildandi lög
og reglur og með það að leiðarljósi
að tryggja sem bestar mengunar-
varnir. Þannig er tryggt að álver
verði okkur til sem mestra hagsbóta
og í sem bestri sátt við umhverfið,"
segir í ályktun samtakanna.
Andstæðingar álvers á Grundar-
tanga hafa einnig ítrekað fyrri yfir-
lýsingar þar sem varað er við afleið-
ingum þess að reisa álver á Grund-
artanga. Hjörleifur Guttormsson al-
þingismaður hefur óskað eftir utan-
dagskrárumræðu á Alþingi á morg-
un um útgáfu starfsieyfis fyrir álver.
Varðsljóri dæmd-
ur fyrir að slá
handtekinn mann
Veislugestir
veittust að
lögreglu
ÞRÍR ungir menn voru hand-
teknir á Lækjartorgi á skírdag
eftir að hafa veist þar að út-
lendingum.
Lögreglumenn þurftu að
hafa afskipti af tveimur for-
eldralausum samkvænmm að-
faranótt laugardags. í fyrra
tilvikinu olli hávaði frá sam-
kvæminu nálægum íbúum
óþægindum, en í því síðara
þurftu lögreglumenn að vísa
nokkrum út.
Tilkynnt var um innbrot í
skúr við Tryggvagötu. Þegar
lögreglan mætti á vettvang,
kom glöggt í ljós að hagnaðar-
vonin var ekki ástæða inn-
brotsins, heldur voru söku-
dólgarnir par sem leitað hafði
þar skjóls til ástarleikja.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt varðstjóra í fangageymslu
lögreglunnar í Reykjavík í 30 daga
skilorðsbundið varðhald. Varðstjór-
inn var sakfelldur fyrir að greiða
manni í fangageymslu eitt högg.
Málavextir voru þeir, að aðfara-
nótt 22. september í fyrra handtóku
lögreglumenn rnann fyrir utan krá
á Hverfisgötu og var hann í áflog-
um. Við handtökuna sló maðurinn
til lögregluþjóns og barðist mjög á
móti handtöku. Hann var settur í
handjárn og fluttur á lögreglustöð.
Þar neitaði hann að segja til nafns,
hótaði lögreglumönnum og íjöl-
skyldum þeirra lífláti og hrækti
ffaman í varðstjórann.
Skipaði varðstjóranum
að hætta
í málinu greindi menn ekki á um
atburði fyrr en maðurinn var kom-
inn í fangageymslu. Þá voru hand-
járn losuð af honum og var varð-
stjórinn síðastur lögreglumannanna
út úr klefanum. Lögreglumenn
báru, að þeir hefðu heyrt fanga-
vörð, sem stóð í dyruin klefans,
kalla til varðstjórans og skipa hon-
um að hætta að beija manninn. Bar
lögreglumaður fyrir réttinum að
fangavörðurinn hafi virst miður sín
á eftir og talað um að einhver
handalögmál hefðu átt sér stað.
Fangavörðurinn bar fyrir rann-
sóknarlögreglu að hann hefði séð
varðstjórann kýla manninn mörgum
sinnum með hægri hnefanum og
hafi honum fundist höggin lenda í
síðu og bijósti mannsins.
Hann hafi strax kallað á hann
að hætta þessu og koma sér út og
hafi hann þá séð þegar varðstjórinn
var að standa upp að hann setti
hnéð í síðu mannsins og þrýsti á.
Fyrir dómi kvaðst hann ekki geta
fuilyrt hvort höggin hefðu verið eitt
eða fleiri. Hann sagði hugsanlegt,
að fanginn hefði stokkið upp af
gólfinu og á varðstjórann.
Varðstjórinn hélt því fram að
fanginn- hefði sprottið upp og veist
að sér. Hann hefði þá snúið manninn
niður og kvaðst ekki muna til að
hafa slegið hann. Ef svo hefði verið,
hefði það ekki verið ásetningur.
Ákvörðun um starfið
að vænta
Dómarinn, Hjördís Hákonardótt-
ir, sagði að maðurinn hefði greini-
lega verið handtekinn að gefnu til-
efni. Sjálfur muni hann atburði
óljóst vegna ölvunar og hann hafi
ekki kvartað sjálfur að fyrra bragði
yfir að hafa verið barinn af lögregl-
unni, en í dóminum kom fram að
lögreglumenn létu sjálfír yfirboðara
sína vita af atvikinu. Dómarinn seg-
ir ekki útilokað að atburðarásin
hafi verið með þeim hætti sem varð-
stjórinn lýsti.
Sannað sé með framburði lög-
reglumanna og fangavarðar að varð-
stjórinn liafi slegið manninn eitt
högg og fái þetta stuðning i fram-
burði mannsins, þótt varhugavert
sé að leggja hann beint til grundvall-
ar vegna ölvunar hans í umrætt sinn.
Böðvar Bragason lögreglustjóri í
Reykjavík segir að varðstjórinn
hafi verið í leyfi á hálfum launum
meðan mál hans var rannsakað og
ekki komið aftur til starfa. Farið
verði með mál hans samkvæmt Iög-
um um opinbera starfsmenn og
muni embætti lögreglustjóra senda
dómsmálaráðuneytinu erindi í dag
eða á morgun til að það taki ákvörð-
un um framhald málsins á grund-
velli dómsins.