Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 15
FASTEIGNASALA
Snjóflóð féll á snjóruðningstæki á Súðavíkurhlíð
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
SIGRÍÐUR Ragnarsdóttir
bóndi á Brú með hrútana eft-
ir að þeir heimtust á hús í
góulokin.
Eftirlegu-
kindur á góu
Vaðbrekku, Jökuldal - Bóndinn á
Brú á Jökuldal, Sigríður Ragnars-
dóttir, heimti tvær eftirlegukindur
nú í góulokin. Voru það tveir vet-
urgamlir hrútar er saknað hafði
verið frá í haust og nokkuð leitað
að fram eftir vetri en sú leit bar
ekki árangur.
Það voru síðan vatnamælinga-
menn frá Orkustofnun er urðu kind-
anna varir við Fremri F]allshala í
Arnardal inn af Möðrudal á Efra
Fjalli. Sögðu þeir til kindanna og
fór Vernharður Vilhjálmsson bóndi
í Möðrudal ásamt tveim sonum sín-
um á „túttujeppa" og sótti kindurn-
ar. Reyndust þetta vera tveir vet-
urgamlir hrútar frá Brú á Jökuldal
og var þeim komið til síns heima.
„Snjóflóðið
kom eins
og byssu-
kúla“
Isafirði - Síðdegis á miðvikudag
í síðustu viku féll stórt snjóflóð
úr svonefndri Skjólhamarsvík á
Súðavíkurhlíð og hafnaði á snjór-
uðningstæki sem var að moka
annað snjóflóð sem fallið hafði á
sama stað fyrr um daginn. Litlar
skemmdir urðu á snjóruðnings-
tækinu og ökumanninum, Jóni
Veturliðasyni, varð ekki meint
af en þess má geta að þetta var
í þriðja skiptið sem Jón lendir í
snjóflóði við vinnu sína. Snjóflóð-
ið var um fimm metra á hæð og
þurfti nærstaddur ökumaður að
moka um einn og hálfan metra
niður að þaki snjóruðningstækis-
ins til að ná Jóni út.
„Srgóflóðið féll um kl. 17.30 á
miðvikudag í síðustu viku. Ég var
sendur til að opna leiðina svo
hefill og vörubíll sem er í eigu
Vegagerðarinnar kæmust inn á
Isafjörð. I upphafi héldu menn
að um eitt snjóflóð væri að ræða
en þegar til kom reyndust þau
vera 15-20. Það eru 23 gil á leið-
inni frá Arnarneshamri og til
Súðavíkur og ég var kominn í
fimmta gilið og búinn að moka
fjögur snjóflóð," sagði Jón í sam-
tali við blaðið.
Jón sagðist hafa verið langt
kominn með að moka fyrra flóð-
ið er hann var þess áskynja að
annað snjóflóð væri að falla úr
gilinu. „Þetta gerðist mjög
snöggt, fyrst varð ég var við
hríðabyl, síðan varð ég var við
köggla og síðan kom rúðan í
heilu lagi inn og allt fór í kaf.
Það Iiggur við að flóðið hafi kom-
ið eins og byssukúla. Ég sat bara
kyrr og beið þess sem verða vildi.
Það var enginn snjór uppi við
þakið og ég náði að teygja mig
i talstöðina og gat látið vita af
mér. Ég vissi af ökumanni fyrir
aftan mig og hann kom þegar til
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson
SNJÓRUÐNINGSTÆKIÐ mokað upp að morgni skírdags. Það
er ökumaðurinn Jón Veturliðason sem stendur á þaki tækisins.
hjálpar og mokaði mig út úr
tækinu. Það var allavega um einn
og hálfur metri niður að þaki,
tækið sjálft er um 3,5 metrar á
hæð og því hefur flóðið verið um
fimm metrar á hæð.“
Jón sagði engan beyg vera í
sér þrátt fyrir þessa lífsreynslu
og var hann við mokstur á Súða-
víkurhlíð þegar blaðið náði sam-
bandi við hann á þriðjudag. „Það
er langt frá því að þetta haf i
verið skemmtileg lífsreynsla,
ekki síst vegna þess að ég missti
félaga minn við svipaðar aðstæð-
ur fyrir nokkrum árum. Þetta
er í þriðja skipti sem ég fæ á
mig snjóflóð, fyrst lenti ég í snjó-
flóði við Grænagarðshrygginn
og síðan í Kinninni á Breiðadals-
heiði og ég segi að það sé full-
reynt í þriðja, a.m.k. vona ég að
þurfa ekki að lenda í þessari lífs-
reynslu aftur.“
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
HUSIÐ við Heiðarbrún 6 í Bolungarvík eyðilagðist í eldi.
Feðgin sluppu
naumlega úr
brennandi húsi
Bolungarvík - Feðgin sluppu
naumlega úr brennandi húsi að
morgni páskadags, húsið sem er
einbýlishús og stendur við Heiðar-
brún 6 í Bolungarvík, brann til
grunna á innan við klukkustund.
Vart varð við eldinn rétt fyrir
klukkan sex en þá hafði húsráð-
anda, Ólafi Benediktssyni, og 17
ára dóttur hans, Mögnu Björk, tek-
ist að bijóta sér leið út um glugga,
örfáum mínútum síðar varð húsið
alelda. Fleiri voru ekki í húsinu
þessa nótt þar sem eiginkona Ólafs
var á næturvakt á Sjúkrahúsi Bol-
ungarvíkur.
Olafur sagði í samtali við frétta-
ritara að hann hefði vaknað við ein-
hvern hávaða og væl í reykskynjar-
anum, þá hefði húsið verið orðið
fullt af reyk pg hann hefði vakið
dóttur sína. Á þeirri stundu var
enginn tími til annars en að reyna
að komast út. Útgönguleið út um
útidyrnar var ekki fær og því hefði
hann tekið lítið borð sem var inni í
herbergi dótturinnar og notað það
til að bijóta glerið i glugga herberg-
isins og þau komið sér þar út. Fá-
klædd fóru þau í næsta hús og vöktu
þar upp til að sækja aðstoð.
Slökkvilið Bolungarvíkur var kall-
að út klukkan 5.55, um hálftíma
seinna kemur svo slökkvilið ísa-
fjarðar jafnframt til aðstoðar.
Slökkviliðsmenn lögðu í fyrstu höf-
uðáherslu á að veija húsin hvort
sínu megin við hið brennandi hús,
en ekki mátti miklu muna að eldur-
inn bærist í þau einnig.
Slökkvistarfi var lokið um klukk-
an sjö og var þá nánast allt brunn-
ið sem brunnið gat.
Eldurinn mun upphaflega hafa
komið upp í stofunni sem er í norð-
urenda hússins, og talið er að kvikn-
að hafi í út frá sjónvarpstæki.
Einbýlishúsið að Heiðarbrún 6,
sem er steinsteypt einingarhús, var
byggt 1978.
I samtali við fréttaritara vildi Ólaf-
ur fyrst og fremst koma á framfæri
þakklæti sínu og fjölskyldu sinnar
til allra þeirra er sýnt hafa þeim
hlýhug í kjölfar þess atburðar, það
hefði í raun haldið þeim gangandi
eftir þessar hörmungar. Aðstoð ná-
grannanna, Benedikts Kristjánsson-
ar og hans fjölskyldu, á meðan á
atburðinum stóð og eftir væri ómet-
anleg, sem og fjölda annarra. Einnig
vill Ölafur þakka slökkviliðsmönnum
og lögreglu þeirra starf sem var
þrekvirki miðað við aðstæður.
Opið virka daga 9-18 og
laugardaga frá 11-14
sunnudaga kl. 11-13
Svalbarð Nýl. 178 lm einbýli, ásaml 50
fm í kjallara og 25 fm bílskúr. Rólegur og
góöur staöur. Miklir mögulelkar. Verö 13,8
millj.
Fagrihvammur Nýieg 167 fm
“Penthouse” íbúö á tveimur hæöum. 5 stór
svefnherbergi, nýlegt eldhús, parket,
klæöning í loftum ofl. Sérlega falleg og
vönduö eign meö frábæru útsýni. Áhv.
húsbr. 7,8 millj. Skipti á minni eign. Verö
10,7 millj. (1032)
Asparfell - Rvík - Laus strax.
Vorum aö fá í nýviögeröu lyftuhúsi fallega og
nýmálaöa ca. 60 fm íbúö á 1. hæÖ. Stutt í
alla þjónustu. Gott húsfélag. Verö 4,8 millj.
Stekkjarhvammur - Sérhæð
Góö 2ja herb. sérhæö í tvíbýli. Suöurlóö.
Falleg og björt íbúö. Verö 6,2 millj. (1016)
i íf Ingvar Guðmundsson löggiltur fasteignasali, íf JJ
Jónas Hólmgeirsson, Kári Halldórsson og Jóna Ann Pétursdóttir. JJJ
Svöluhraun - A einni hæð Faiiegt
132 fm ENDARAÐHÚS, ásamt 33 fm
bílskúr. Góö staðsetning viö hraunjaðarinn
meö suöurlóö I endabotnlanga. Ahv. góö
lán. Verö 12,9 millj.
Hellisgata - Gott verð Faiieg og
talsvert endurnýjuö 104 fm neöri sérhæö í
góöu tvíbýli. Nýl. gluggar og gler,
rafmagn, járn o.fl. Áhv. góö lán 4,0 millj.
Skipti möguleg á bfl. Verð 6,6 millj. (83)
Kvíholt - Sérhæð með bílskúr
Góö neöri sérhæð í tvíbýli ásamt
aukaherbergi og bílskúr á jaröhæö.
Sérinngangur, góö staösetning. Verö 9,9
millj. (1116)
Skólabraut. Skemmtileg 74 fm miöhæö
í þríbýli, í fallegu steinhúsi á frábærum staö.
2 svefnherb. 2 stofur. Áhv. góö lán ca. 3,3
millj. Verö 6,7 millj.
Sunnuvegur - Laus strax góö
efri sérhæö í góöu tvíbýli. Möguleg 4
svefnherbergi. Rólegt og gott hverfi. Ahv.
húsbréf 5,8 millj. Verö 8,3 millj.
Fjarðargötu 17
Sími 565 2790
Fax 565 0790
netfang
Ingvarg @centrum.is
^ Myndir í gluggum
EIGNAMIÐSTÖÐIN-Hátún
Suðurlandsbraut 10
Sími: 568 7800
Fax: 568 6747
Brynjar FransSOn löggUtur fasteignasali
Lárus H. Lárusson söiustjón
Kjartan HaUgeirsson sölumaður
Björgvin 0 Oskarsson söiumaður
Opið virka daga frá kl. 9-18
Opið laugardaga frá kl. 12-14
Tveggja herb.
HVERAFOLD. Til sölu falleg 2ja herb. 56
fm íb. á 1. hæð. Vandaðar innréttingar. Park-
et. Áhv. 2,7 m. Bygg.sj. rík. 40 ár.
JÖKLAFOLD. Ný glæsileg 56,3 fm íbúð
á 2. hæð. Til afhendingar strax.
Þriggja herb.
HAMRABORG - KÓP. Gullfalleg 86 fm ibúð
á 3. hæð. Frábært útsýní í norður og svalir
í suður. Parket, fiísar. Gervihnattasjónvarp
og þrif á sameign eru inni í húsgjöldum.
Bílageymsla.
REKAGRANDI. Stórfin 83 fm íbúð á 1.
hæð í góðu fjölb. í vesturbænum. íbúðin er
öll með parketi og flísum. Tvennar svalir.
Góð sameign nýlega viögerð og teppalögð.
Góð lán áhvílandi. Laus strax..
VALLARBRAUT - SELTJ. Til sölu mjög
fallega og smekklega innréttuð 84 fm íbúð
ásamt 24 fm bílskúr, á sunnanverðu Nes-
inu. Parket, flísar og suðursv. Áhv. 4,8 m
f góðum lánum. Virkilega falleg Ibúð.
Fjögurra herb.
LANGAHLIÐ - VERÐLAUNAHUS.
Falleg og vel staösett 95 fm lítið niðurgraf-
in og björt kjallaraíbúð í nýviðgerðu fjöl-
býlishúsi. Sérinng. Parket. Góðar innrétt-
ingar.
BLÖNDUBAKKI. Falleg og skemmtilega
hönnuð 100 fm íbúð á 1. hæð ásamt íbúð-
arherbergi í kjallara. Þvottah. i ibúð. Suður-
svalir. Gott ástand á húsi. Parket. Verð 7,5
m. Áhv. 4,4 m.
REKAGRANDI. Vorum að fá í sölu glæsi-
lega 5 herb. 116 fm endaibúð á tveimur
hæðum. Vandaðar innréttingar. Stæði í bíl-
skýli. Laus fljótlega.
Hæóir
RAUÐAGERÐI. Til sölu mjög góða ca 130
fm efri sérhæð ásamt 24 fm innbyggðum
bílskúr. Aukaherb. á jarðh. Góðar suður-
svalir. Gott útsýni. Frábær staðsetning. Verð
10,5 m. Laus fljótlega. Hringdu í E.M. Hátún
og fáðu nánari upplýsingar.
LINDARBRAUT- SELTJ. Til sölu mjög
spennandi 129 fm sérhæð. Gamlar en góðar
innréttingar. Þetta er skemmtileg íbúð sem
býður uppá mikla möguleika. Skipti á minni
eign vestan Eiliðaáa möguleg. Tilboð óskast
Rað-par og einb.
SELJAHVERFI - SKIPTI. Mjög fallegt
raðhús á tveimur hæðum um 155 fm með
33 fm tvöf. stæði í bílskýli. Tvær stofur og
3-5 svefnherb. Gott verð 11,9 millj. Skipti
athugandi á sérbýli á einni hæð ca. 160 fm
HULDUBRAUT - KÓPAV. Vorum að fá
í sölu glæsilegt parhús á tveimur hæðum
ásamt innbyggðum bílskúr. Fallegar innrétt-
ingar. Hringdu í E.M. Hátún og fáðu nánari
upplýsingar.
/ byggmgu
BORGARHVERFI - GRAFARV. Aðeins
eitt hús eftir af þessum vinsælu “keðjuhús-
um”. Húsið er á tveim hæðum, 143 fm ásamt
24 fm bilskúrs, 4 svefnherb. Húsið skilast
fullbúið að utan. Fokhelt eða tilb. til innrétt-
inga. Teikningar á skrifstofu.
Eigum fjölda eigna
á söluskrá
sem ekki eru auglýstar.
Póst- og símsendum
söluskrár um land allt.
Rað- og parhús
Einbýli
Hæðir
2ja herb.
4ra til 7 herb.