Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Amór NÝBAKAÐIR íslandsmeistarar í brids. Frá vinstri eru Jónas P. Erlingsson, Pétur Guðjónsson, Anton Haraldsson, Magnús Magnússon, Sigurbjörn Haraldsson og Steinar Jónsson. Sviptingar á lokadegi íslandsmótsins í sveitakeppni Anton vann Lands- bréf í úrslitaleik BRIDS Br idshöIli n LANDSBANKAMÓTIÐ Landsbankamótið í sveitakeppni var haldið 26.-29. mars í húsnæði Bridssambands Islands í Þöngla- bakka 1, Reykjavík. Sveit Antons Haraldssonar frá Akureyri stóð uppi sem íslands- meistari í sveitakeppni eftir hreinan úrslitaleik við sveit Landsbréfa í síð- ustu umferð mótsins. Með Antoni spiluðu Sigurbjörn Haraldsson, Magnús Magnússon, Pétur Guðjónsson, Jónas P. Erlings- son og Steinar Jónsson. Steinar er sá eini sem hefur unnið Islands- meistaratitil í sveitakeppni áður en Magnús hefur tvívegis unnið ís- landsmót í einmenningi. Sveit Landsbréfa byijaði mótið best og hafði forystu fyrstu sjö umferðirnar. Sveit Antons fylgdi þó fast á eftir lengst af, þar til í 6. umferð þegar hún tapaði fyrir sveit Samvinnuferða, 9-21, meðan Landsbréf unnu sinn Ieik gegn Máln- ingu, 22-8. Fyrir síðustu tvær um- ferðirnar var staða efstu sveita þessi: Landsbréf 146 Anton 128 S amvinnuferðir 115 VÍB 114 Eurocard 113 Umskipti Þótt Landsbréf og Anton ættu að mætast í síðustu umferðinni virtist forskot Landsbréfa vera of mikið til að Akureyringarnir ættu möguleika. En í næstsiðustu umferð guldu Landsbréf óvænt afhroð fyrir sveit Búlka, 4-25, en Anton og félagar hans unnu Hjólbarðahöllina 24-6 og höfðu skyndilega náð tveggja stiga forustu. Anton og Landsbréf háðu því hreinan úrslitaleik um titilinn í síð- ustu umferðinni. í hálfleik hafði Anton 6 imp-stiga forustu og tókst í síðari hálfleiknum að hrinda atlög- um Landsbréfamanna. Leikurinn endaði með naumum sigri Antons, 16-14, og Islandsmeistaratitillinn var tryggður. Þetta var lokastaðan: Anton Haraldsson 168 Landsbréf 164 VÍB 152 Samvinnuferðir 152 Eurocard 149,5 Búlki 137 Hjólbarðahöllin 132 Sparisjóður Mýrasýslu 92 Símon Símonarson 86,5 í sveit Landsbréfa spiluðu Jón Baldursson, Björn Eysteinsspn, Sævar Þorbjörnsson, Sverrir Ár- mannsson og Ragnar Hermannsson. Mótið var einnig reiknað út í tví- menningi og þar voru efstir Einar Jónsson og Eiríkur Hjaltason í sveit Hjólbarðahallarinnar með 17,41 vinningsstig að jafnaði. Næstir komu Jón Baldursson og Sævar Þorbjörns- son í sveit Landsbréfa með 17,22 stig og í þriðja sæti voru Magnús og Pétur í sveit Antons með 17,18 stig. Góð aðstaða var fyrir áhorfendur og var hægt að fylgjast jafnóðum með stöðunni í öllum leikjum. Keppnisstjórar voru Sveinn R. Ei- ríksson og Jakob Kristinsson. Innsvíning íslandsmeistararnir sýndu oft góða tækni eins og sést á þessu spili úr leik Antons og Samvinnu- ferða: Austur gefur, enginn á hættu Vestur Norður ♦ D854 VÁ842 ♦ Á863 ♦ 9 Austur ♦ 102 ♦ KG7 ▼ - VKG3 ♦ 10754 ♦ KD92 ♦ DG108763 ♦ 542 Suður ♦ Á963 V D109765 ♦ G ♦ ÁK Við flest borð í salnum fórnaði vestur í 5 lauf yfir 4 hjörtum og gaf út 300. Það gerðist einnig þar sem bræðurnir Anton og Sigurbjörn sátu NS og Þorlákur Jónsson og Guð- mundur Sv. Hermannsson AV en Sigurbjörn vildi meira: Vestur Norður Austur Suður 1 grand 2 lauf pass 2 tíglar pass 3 hjörtu 5 lauf 5 hjörtu// Grandið sýndi 13-15 punkta, 2 lauf hálitina og 2 tíglar var bið- sögn. Þegar Anton sýndi geim- áhuga og lengri hjartalit með 3 Fundur um Evrópusamstarf í idnadar- og efnistækni Fundur á Iðntæknistofnun, Keldnaholti, föstudaginn 4. apríl kl. 09:00 -11:00. Nick Hartley sérfræðingur hjá framkvæmdastjórn ESB segir frá Iðn- aðar- og efnistækniáætluninni (BRITE-EURAM) og kynnir styrkveit- ingar til samstarfsverkefna. KEX i KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSÓKNA Ingólfur Þorbjömsson forstöðumaður efnistæknideildar Iðntækni- stofnunar gerir grein fyrir þátctöku íslendinga í áætluninni. Sigmar Guðbjörnsson framkvæmdastjóri Stjörnu Odda segir frá reynslu sinni af umsóknum í áætlunina. II Fundurinn er sérstaklega ætlaður stjórnendum fyrirtækja og þeim sem stunda rannsóknir og þróunarstarf. Iðntæknistofnun Vinsamlegast tilkynniS þátttöku i síma 587 7000. Það lang- skemmtilegasta SIGURBJÖRN Haraldsson er ný- orðinn 18 ára og yngsti íslands- meistari í sveitakeppni frá upp- hafi en fyrst var keppt um þennan titil árið 1948. „Það er vel þess virði að eyða frístundunum í að spila brids því það er það langskemmtilegasta sem ég geri,“ segir Sigurbjörn. Hann hefur spilað brids frá 13 ára aldri en þá tók Anton bróðir hans hann með sér á spilakvöld hjá Bridsfélagi Akureyrar. Skömmu síðar vann Sigurbjörn opið tvímenningsmót á Akureyri og hefur siðan unnið fjölda titia, þar á meðal Islandsmeistaratitla í flokki 25 ára og yngri. Það munaði raunar ekki miklu að Anton og félagar hans hrepptu Islandsmeistaratitilinn á síðasta ári en þá enduðu þeir í öðru sæti eftir að hafa haft forystu lengi vel. Þeir ætluðu ekki að láta það sama henda sig nú. „Við vorum vel undirbúnir og ég var bjartsýnn fyrir mótið,“ segir Sigurbjörn. Hann.viður- kennir þó að síðasti leikurinn nú, úrslitaleikurinn gegn Landsbréf- um, hafi verið erfiður. Þeir Anton spiluðu ekki síðasta hálfieikinn og fóru úr húsinu því þeir höfðu ekki taugar til að horfa á sveitar- félaga sína spila í sýningarsaln- um. Sigurbjörn stundar nám í Menntaskólanum á Akureyri og lætur lítið uppi um framtíðaráætl- anir sínar. „Eg ætla að sjá til hvað gerist en það er að minnsta kosti ljóst að ég held áfram að spila brids,“ segir hann. Sigurbjörn tók sl. sumar þátt í Evrópumóti ungmenna í brids og keppir í sumar á Norðurlanda- móti ungmenna ásamt sveitarfé- lögum sinum, Magnúsi og Stein- ari, sem báðir verða 25 ára á þessu ári. Morgunblaðið/Arnór GUÐMUNDUR Páll Arnarson varaforseti Bridssambandsins afhendir Sigurbirni verðlaunagrip í mótslok. hjörtum fór Sigurbjörn í 5 hjörtu yfir fórn Þorláks. Þorlákur spilaði út tígli og Anton stakk upp ás og tók hjartaás og spilaði meira hjarta. Austur fékk á hjartakóng og nú mátti Anton aðeins gefa einn slag á spaða. Eftir opnun austurs var hann merktur með spaðakóng og gosa. Hugsanlega voru þeir stakir og þá var hægt að taka spaðaás og spila litlum spaða. En eftir hindrunarsögn vesturs var líklegra að austur ætti lengri spaða en vestur og Anton ákvað því að spiia upp á nákvæm- lega þessa legu og beita svonefndri innsvíningu. Hann spilaði litlum spaða að heim- an og lét áttuna duga í blindum. Austur fékk á gosa og spilaði laufi, en Anton tók á laufás, trompaði laufakónginn í blindum og spilaði spaðadrottningu. Austur lagði kóng- inn á og þegar tían féll undir frá vestri var spilið unnið. Stigaveltumet Eitthvert mesta veltuspil í nærri hálfrar aldar sögu íslandsmótanna í sveitakeppni kom fyrir í 7. umferð og var umsetningin í því alls 93 imp-stig! Norður gefur, NS á hættu Norður ♦ G87643 ¥- ♦ KG62 ♦ G65 Vestur Austur ♦ 9 ♦- V ÁK10852 ¥ DG94 ♦ Á ♦ 10873 ♦ D9872 +ÁK1043 Suður ♦ ÁKD1052 V 763 ♦ D954 ♦ - Eins og sést standa 6 spaðar í NS og 7 lauf eða 7 hjörtu í AV finni vörnin ekki stungu í fyrsta slag. Það gafst því vel að fylgja reglunni um að segja einum meira en andstæð- ingurinn í sagnbaráttu. í þremur leikjum voru spilaðar slemmur í báðar áttir, oftast doblað- ar, og afraksturinn var 21 imp-stig til sveita Sparisjóðs Mýrasýslu, Málningar og Eurocard. 1 einum leik voru spiluð 6 hjörtu dobluð við ann- að borðið og 5 spaðar doblaðir við hitt og sveit Samvinnuferða uppskar þar 20 impa. í fimmta leiknum var einnig sveifla en af öðru tagi. Þetta var í leik Búlka og Símonar Símonar- sonar og við annað borðið sátu Ljós- brá Baldursdóttir og Sigurður Vil- hjálmsson NS og Símon Símonarson og Páll Bergsson AV: Vestur Norður Austur Suður pass 1 tígxill 1 spaði 2 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu 5 spaðar 6 hjörtu pass pass dobl// Sagnir á borð við þessar voru ekki óalgengar í salnum og niður- staðan varð allstaðar sú sama: 6 hjörtu unnin með yfirslag og 1310 til AV. Við hitt borðið sátu Guðmundur Pétursson og Kjartan Ásbjörnsson NS og Bragi Hauksson og Sigtrygg- ur Sigurðsson AV: Vestur Norður Austur Suður SS GP BH KÁ — pass pass 1 spaði 2 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu 5 spaðar 6 hjörtu 6 spaðar pass pass 7 hjörtu pass pass dobl// Sigtryggur þekkti tóninn í sögn- unum af áratuga langri reynslu við græna borðið og fór því alla leið í alslemmu þótt Bragi hefði passað í upphafi. Og þegar norður fann ekki laufútspilið gat Sigtryggur skrifað 1770 í sinn dálk og 10 imp-stig. Guðm. Sv. Hermannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.