Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Styðjum lands-
átak Slysa-
varnafélagsins
ÞESSA dagana
stendur Slysavarnafé-
Iag íslands fyrir öflugu
söfnunarátaki með
sölu á happdrættismið-
um en allur ágóði renn-
ur til kaupa og rekst-
urs á fimm nýjum
björgunarskipum.
Atakið er kynnt undir
slagorðinu Björgunar-
skip í hvern landshluta
og er hér mikið þjóð-
þrifamál á ferðinni.
Hin alvarlegu slys sem
hafa orðið á sjó að
undanförnu ítreka enn
frekar nauðsyn þess að
hafa öflug björgunar-
skip umhverfis landið þannig að
öryggi sæfarenda verði eins tryggt
og kostur er.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
sannaði ótvírætt gildi sitt á undan-
förnum vikum en margir efuðust
um réttmæti þeirrar fjárfestingar
þegar kaupin á henni voru fyrst
til umræðu. Því miður er það þó
ekki svo að þyrlur leysi öll öryggis-
mál á sjó og við verðum enn að
vinna ötullega að úrbótum til að
öryggi sjómanna verði viðunandi.
Hlutverk björgunarskipa er miklu
víðtækara en þyrla en auk björgun-
ar- og hjálparstarfa gegna þau
mikilvægu þjónustuhlutverki við
bátaflotann sem oft hefur orðið til
að afstýra alvarlegum slysum.
Björgunarskip eru nauðsynleg
þegar draga þarf vélarvana báta
að landi eða koma að köfurum til
að skera veiðarfæri úr skrúfum.
Þá er rekstrarkostnaður þeirra
miklu minni en þyrlna og eðlilegra
að nota þær aðeins í neyðartilfell-
um. Einnig geta veður verið með
þeim hætti að ekki er unnt að
koma þyrlum á loft en hin nýju
björgunarskip Slysavarnafélagsins
eru hönnuð með erfiðustu siglinga-
skilyrði 1 huga. Auk þess rista þau
grunnt og eru því kjörin til leitar-
og björgunaraðgerða við ströndina.
Við sem erum frá útgerðarbæj-
um á landsbyggðinni þekkjum af
eigin reynslu hversu víðtæk áhrif
slys á sjó hafa á lífið í litlu bæjarfé-
lagi því að baki einum sjómanni
sem ferst er fjöldi aðstandenda.
Sjálfur er ég frá Grindavík en
Grindvíkingar hafa verið það láns-
amir að björgunarsveitum Slysa-
varnafélagsins hefur tekist að
bjarga íjölda manna sem verið
hafa hætt komnir á
sjó. Ég minnist til
dæmis þess, þegar
Jóhannes Gunnar GK
74 sigldi á klett við
Reykjanes og skip-
veijunum tókst naum-
lega að komast um
borð í gúmmíbát sem
hraktist stjórnlaus
fyrir bjarginu í
vonskuveðri. Bátur
björgunarsveitar
Slysavarnafélagsins í
Grindavík kom fljót-
lega á vettvang og tók
skipbrotsmennina og
fór með þá til hafnar
þar sem ekki var hægt
að ná þeim með þyrlu úr gúmmí-
bátnum.
Ungir sjómenn sem farast í
blóma lífsins frá Ijölskyldum sínum
eru manni þó ofar í huga og vekja
stöðugt upp hugsun um hvaða úr-
bætur má gera í björgunarmálum.
Stefna Slysavarnafélagsins að
þétta net björgunarskipa umhverf-
Nýju björgunarskipin,
segir Sævar Gunnars-
son, munu stórbæta
öryggi sjómanna.
is landið er rétt og vel ígrunduð
að mínu mati. Mínir umbjóðendur
eru ekki smábátasjómenn en ég tel
björgunarskipin snerta öryggi allra
sæfarenda því stóru skipin þurfa
jú líka að fara frá og koma að
landi en oft verða óhöpp á þeim
siglingum. Það er því mikið öryggi
fyrir sjómenn og ekki síður að-
standendur þeirra að vita af sér-
þjálfuðum björgunarsveitum sem
eru ávallt í viðbragðsstöðu á vel
búnum skipum ef eitthvað bregður
út af.
Nýju björgunarskipin munu
stórbæta öryggi sjómanna. Að
hafa öflug björgunarskip í hverjum
landshluta hefur ómetanlegt gildi
fyrir sjómenn, aðstandendur þeirra
og þjóðina alla. Ég hvet því lands-
menn til að standa saman og styðja
við þetta landsátak Slysavarnafé-
lagsins sem er okkur öllum til
hagsbóta.
Höfundur er formaður
Sjómannasambands Islands.
Sævar
Gunnarsson
Landsbyggðar-
meðganga
AÐ KVÖLDI dags
þann 5. júlí síðast lið-
inn, eignuðumst við
hjónin dreng á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri. Hann heitir
Breki. Breki fæddist
með klofinn hi-ygg og
árla morguns 6. júlí
vorum við á leið til
Reykjavíkur á vöku-
deild Barnaspítala
Hringsins þar sem
hann gekkst undir við-
eigandi aðgerðir.
Næsta mánuðinn
dvaldi Breki á vöku-
deildinni.
Það tók okkur for-
eldrana nokkra daga að átta okkur
á því hvað það þýðir að fæðast
með klofinn hrygg. Meðganga
Breka var í alla staði eðlileg og í
engu frábrugðin meðgöngu fjög-
urra ára dóttur okkar. Mæðraeftir-
lit var með svipuðum hætti nú hér
á Dalvík og fyrir fjórum árum í
Reykjavík, þar sem við bjuggum
þá. Eftir sem áður höfðum við ekki
hugleitt þá staðreynd að barnið
okkar gæti hugsanlega fæðst með
klofinn hrygg.
Fyrir þá sem ekki þekkja til klof-
ins hryggjar er hér samantekt úr
tímaritinu Uppeldi, 4. tbl., 7. árg.
1994:
Klofinn hryggur eða hryggrauf
er meðfæddur galli á mænu og
hrygg. Hann gerist á öðrum og
þriðja mánuði meðgöngunnar, þeg-
ar mænan er að myndast og hrygg-
urinn að lokast umhverfis hana.
Gallinn getur verið misjafnlega víð-
tækur og náð til lítils hluta mæn-
unnar eða neðsta hluta hennar, en
einnig getur hann náð til stærri
hluta hennar. Þó að talað sé um
klofinn hiygg er það þó hinn undir-
liggjandi mænugalli sem veldur
fötluninni.
Orsakir klofins hryggjar eru
langoftast ekki þekktar. I undan-
tekningartilvikum er um erfðagalla
að ræða eða leiða má líkum að
umhverfisáhrifum, t.d. skorti á einu
B-vítamínanna, fólinsýru. í flestum
tilvikum er talið að um sé að ræða
samspil fjölda gena, sem stjórna
lokun mænunnar.
Klofinn hiyggur veldur lömun í
fótum og fótleggjum og skertri
stjórn á þvagi og hægðum. Ef gall-
inn er lítill eða situr lágt á hryggn-
um, nær barnið oftast þokkalegri
göngugetu en getur átt í verulegum
erfiðleikum með þvag og hægðir.
Hærri og víðtækari galli veldur
meiri lömun í fótleggjum sem getur
leitt til þess að barn nær aldrei
göngugetu.
Flest börn með klofinn hi-ygg eru
jafnframt með vatnshöfuð, sem er
vökvasöfnun inni í heilahólf, og
þurfa því ventil úr heila og niður
í kviðarhol. Stundum fylgir
Okkur var sagt, segja
þau Hermína Gunn-
þórsdóttir og Arnar
Már Snorrason, að
börn með klofinn hrygg
fæddust núorðið nær
einvörðungu á
landsbyggðinni.
greindarskerðing, eða aðrir náms-
erfiðleikar, vatnshöfði.
Sem fyrr segir, er fötlun tengd
klofnum hrygg mest vegna lömunar
í fótleggjum. Oft eru einnig til stað-
ar fínhreyfi- og samhæfmgarágallar
og námserfiðleikar. Skert stjórn á
tæmingu þvagblöðru veldur oft sí-
rennsli á þvagi fram eftir ævinni,
en jafnframt er hætta á þvagfæra-
sýkingum, sem geta leitt til nýrna-
skemmda. Það er því reynt að vinna
gegn þessu með því að tryggja tæm-
ingu þvagblöðru, meðal annars með
því að nota þvaglegg daglega. Skert
stjóm á hægðum getur valdið fé-
lagslegum erfiðleikum.
Klofínn hryggur uppgötvast allt-
af við fæðingu, en getur jafnframt
sést við ómskoðun í meðgöngu. Við
fæðingu er gerð aðgerð til að loka
gallanum á bakinu vegna sýkingar-
hættu, en síðan þarf oft að setja
inn ventil í heilahólf á fyrstu ævi-
dögum. Langvarandi hreyfiþjálfun
vegna lömunarinnar er nauðsynleg
og einnig ýmiss konar hjálpartæki,
spelkur og göngugrindur til að
bæta hreyfifærni. Oft þarf tíðar
sjúkrahússinnlagnir, bæði vegna
þvagfæra og einnig vegna aðgerða
í liðum og beinum.
Eins og hjá öðrum hreyfihömluð-
um þarf að styðja þessi börn félags-
lega og tryggja aðgengi og stuðn-
ing til náms og tómstundastarfs til
að tryggja sem mest sjálfstæði á
fullorðinsárum.
Tíðni klofins hryggjar er breyti-
leg, auk þess sem mörg tilvik
finnast núna snemma í þungun.
Það má þó vænta þess að allt að
þijú börn fæðist á ári með þennan
galla (bls 29-30).
Eftir dvölina á vökudeildinni vor-
um við orðin margs fróðari um
þann galla sem Breki hafði fæðst
með. Eftir viðtöl við lækna og sér-
fræðinga fóru einnig að vakna
spurningar sem tengdust mæðra-
eftirlitinu og þeirri staðreynd að
mögulegt er að greina klofínn
hrygg í sónarskoðun. Okkur var
sagt að börn með þennan galla
fæddust núorðið nær einvörðungu
á landsbyggðinni, þetta væru
„landsbyggðarbörn", „landsbyggð-
ai-vandmál“. Þessi staðreynd var
sláandi. Hvers vegna? Jú, vegna
þess að úti á landi eru tæki til
sónarskoðunar ekki eins fullkomin
og starfsfólkið/sérfræðingar minna
þjálfað en í Reykjavík, var okkur
sagt. Og til að árétta þetta var
nefnt sem dæmi að „sérfræðing-
arnir í Reykjavík hafa ekki misst
af slíku tilfelli síðustu fimm-sex
ár“. Þessi börn fæðast úti á landi!
Okkur var einnig gerð grein fyrir
því að ef við hygðum á fleiri barn-
eignir, færi eftirlit fram í Reykja-
vík. Hvers vegna? Er eftirlitið á
•Akureyri ekki sambærilegt?
Tilefni þessarar greinar eru
vangaveltur um mæðraeftirlit á
landsbyggðinni. Er það hugsanlegt,
miðað við það sem hér hefur kom-
ið fram, að mæður, verðandi for-
eldrar úti á landi, búi við lakari
þjónustu, óöruggari sónarskoðun
en það fólk sem býr í Reykjavík/á
höfuðborgarsvæðinu? Til hægðar-
auka eru þessar vangaveltur settar
fram í eftirfarandi spurningum og
þeim beint til heilbrigðisráðherra,
Ingibjargar Pálmadóttur:
1. Eru bestu tækin til sónar-
skoðunar vegna mæðraeftirlits
staðsett í Reykjavík?
2. Eru sérfræðingar betur þjálf-
aðir í Reykjavík en á landsbyggð-
inni og þar af leiðandi betur í stakk
búnir til að greina galla á fóstur-
stigi?
BÍLATORG FUNAHÖFÐA 1 S. 587-7777
Ragnar Lövdal,
lögg. bifreibasali
MMC Pajero GLSi V-6 3000 árgerö
1993, silfiirgrár, sjálfskiptur vt/öllu,
leðnr í sœtuvi, topplúgn, ekimi 96.000
kin. Vcrð 2.570.000 kr. Skipti.
Arnþór Grétarsson,
sölumaður
Toyota 4runner tlíscl Turbo árgcrð
1994, vínrauður, upph<ckkaðm; 33"
dekk, krómfelgur, ekinn 77.000 kvi.
Vcrð 2.580.000 kr. Skipti.
Subaru Legasy 2000 GL STW 41VD
árgerð 1992, bvítttr, san/læsing,
sjálfskiptur, rafin. í rúðuvt, álfelgur,
ekinn 119.000 bn. Vcrð 1.360.000 kr.
Skipti.
Isuzu Crew Cab D/C 2300 árgcrð
1992, silfitrgrár, 33" dekk, álfelgur, spil,
grind, extra langur pallur,
óaðfiinnanlegur bíll, 4ivd, ekinn 106.000
bn. Verð 1.430.000 kr.
Nissan Sunny 1600 ST1V 4wtl
árgcrð 1994, grængrár, toppcintak,
upphd'kkaður, álflegur, eitdur lyðvarinn,
sílsalistar, kastarar, savilœsing, rafin. í
rúðnvi, hiti í sætuin. Verð 1.280.000
skipti.
Maztla 626 GLXi 2000 árgerð 1993,
silfiirgrár, sjálfskiptur, savihesing, rafin. i
rúðnvi, álfelgur, ekinn 88.000 kvt. Verð
1.450.000 kr.
ÚTVEGUM BÍLALÁN - VÍSA OG EURO RAÐGREIÐSLUR
Volvo 850 GLEárg. 1995, grásans,
f/arstýrðar hesingar, ABS, spólvörn,
sjáljsk. ckinn aðeins 25.000 bn. Verð
2.290.000 kr. Skipti.
MMC Eclipse GS árgcrð 1995,
rauðttr, rafin. í rúðtnn, sav/hcsing,
f)jófavamakeifi o.fl. Ekinn 24.000 bn.
Vcrð 2.150.000 kr.. Skipti.
Honda Prelude EXi Cottpc 2200 CC
árgerð 1996, rauðttr, rajv/. í rúðnm,
sav/hcsing, leðnrkhcddnr að innan, ckinn
14.000 bn. Verð 2.350.000 kr. Skipti.
MMC Lavdci* 1600 GLXi árgerð
1993, perluhvítur, rafin. í rúðnvt, rafi/t.
í topplúgn, savthcsing, biti í Sicttnn,
spoiler mcð Ijósi, álfelgttr, ekinn 50.000
bn. Verð 980.000 'kr
Toyota Carina E 2000 GLi árgerð
1994, gullsans, samhesing, rafin. í
rúðum o.fl. , ekinn 31.000 bn. Vcrð
1.570.000 kr. Skipti.
Audi A-4 árgerð 1996, silfin;
sjálfskiptur.i ABS, Air Bag, ckinn 26.000
bn., rafim. í rúðwm, samhcsing o.fl.
Vcrð 2.490.000. Skipti.