Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 33
AÐSEIMDAR GREINAR
Sátt um stíómkerfi fiskveiða
Þröstur Ólafsson
UMRÆÐAN um
kvótakerfið heldur
áfram af fullum
þunga. Neikvæð af-
staða margra til kerf-
isins mótast mikið af
þeim erfiðleikum sem
eru samfara fram-
kvæmd þess. Kostir
þess og aðrar aðstæð-
ur sem við búum nú
við fá ekki mikla um-
ij'öllun. Svo er nú kom-
ið að kvótakerfinu er
kennt um flest sem
aflaga fer í sjávarút-
vegi og þess krafist
að það verði lagt nið-
ur. Þetta er slæmt því erfitt er að
mynda sér eðlilega skoðun á kerf-
inu meðan neikvæðu hliðar þess
yfirgnæfa umræðuna. Agæt grein
Rögnvalds Hannessonar prófessors
hér i Morgunblaðinu var undan-
tekning og á öðrum nótum en vel-
flestar blaðagreinar aðrar.
Stórtæk eignaskipti í sjávarút-
vegi að undanförnu hafa beint sjón-
um manna enn frekar að stjórn-
kerfi fiskveiða og skattlagningu í
sjávarútvegi.
Það skiptir máli að kostir þessa
kerfis, sem eru miklir, fái einnig
umfjöllun, svo þeim verði ekki
fleygt fyrir borð ef til breytinga á
fyrirkomulaginu skyldi koma. Þjóð-
veijar eiga málshátt sem segir að
ekki megi henda barninu burt með
baðvatninu. Margir segjast t.d. vilja
breyta stjórnkerfinu og meina þá
að taka þurfi gjald í sjávarútvegi.
Þannig rugla menn oft saman sjálfu
stjórnkerfinu og veiðileyfagjaldi,
eins og um sé að ræða hluta af
sömu heild.
Því er ekki vanþörf á að rifja
upp helstu þætti núverandi stjórn-
kerfis og hver reynslan af því sé.
Eiginleikar góðs stjórnkerfis
Ekki eru lengur skiptar skoðanir
á því að þörf sé að stjórna sókn í
fiskistofnana við landið. Menn deila
heldur ekki mikið um það hver séu
helstu markmið með stjórnun físk-
veiða. Meginmarkmiðið er að stuðla
að verndun fiskistofnanna og að
skapa sem mest verðmæti í fiskveið-
um og fiskvinnslu. Sjávarútveg-
urinn er undirstöðuatvinnuvegur
þjóðarinnar og auðlegð hennar og
efnaleg velferð er undir því komin
að þessi atvinnugrein sé rekin með
hámarkshagkvæmni að leiðarljósi.
En fyrst er að skapa auðinn sið-
an að skipta honum. Blandað hag-
kerfi felur það m.a. í sér að nýta
skuli alla kosti fijáls markaðskerfis
og einkaeignar til að skapa sem
mest verðmæti. Síðan tekur skatta-
kerfið við og jafnar tekjur og auð
til hagsældar fyrir alla. Hagkenn-
ingar kommúnismans og fleiri
vinstri sinnaðra hugmyndakerfa
vildu, með þjóðnýtingu, byija á
því, í réttlætisskyni, að skipta
auðnum áður en hann varð til, en
sú tilraun endaði með ósköpum.
Mildari útfærsla skyldrar hugsunar
var hið svokallaða félagslega fram-
leiðslufyrirkomulag. í nafni rétt-
lætis afneituðu menn hagkerfi sem
lagði megináherslu á verðmæta-
sköpun og tóku upp önnur gagns-
laus í staðinn. Umræðan um stjórn-
unarfyrirkomulag sjávarútvegsins
hérlendis snýst um þetta.
Það var á sínum tíma afgerandi
niðurstaða innan sjávarútvegsins
og utan að aflamarkskerfi með
framseljanlegum veiðiheimildum
næði best meginmarkmiðum fisk-
veiðistjórnunarinnar, en þetta er
grundvöllur núverandi kvótakerfis.
Kvótakerfið er fiskveiðistjórn-
kerfi sem byggir á úthlutun fram-
seljanlegra aflaheimilda sem
bundnar eru við skip. Þetta kerfi
er samansett af fjórum meginþátt-
um. I fyrsta lagi eru veiðiheimildir
takmarkaðar við aflamark sem
miðast við fastsett magn landaðs
afla. í öðru lagi eru veiðiheimildir
framseljanlegar til
óskylds aðila. í þriðja
lagi var frumúthlutun
aflaheimildanna
ókeypis og í fjórða lagi
eru aflaheimildimar
bundnar við skip. Sum-
ir þessara þátta munu
fylgja hvaða skynsam-
iega stjómkerfi sem
tekið kann að verða
upp, aðrir eru útskipt-
anlegir.
Það er t.d. hægt að
breyta gjaldtöku fyrir
aflaheimildir og það er
einnig hægt að af-
tengja bindingu afla-
heimilda við skip. Vilji menn hins-
vegar hagkvæmt kerfi er afar óráð-
legt að þrengja að neinu marki að
fijálsu framsali aflaheimilda, þótt
ekki verði séð að viss takmörkun
á hámarks aflaheimildir á hvert
fyrirtæki þurfí að torvelda hag-
kvæma nýtingu auðlindarinnar. Þá
má einnig hugsa sér að breyta afla-
marki í sóknareiningakerfi.
Kjarninn í hagkvæmu fiskveiði-
stjórnkerfi er að réttur manna til
sjósóknar sé bundinn magnsettum,
útreiknanlegum einingum sem séu
framseljanlegar. Þegar verið er að
setja fram kröfur um „gjörbreytt
stjórnkerfi fiskveiða" má ekki undir
neinum kringumstæðum kasta þess-
um kjarna á glæ. Hann er forsenda
hagkvæms fyrirkomulags fiskveiða.
Um aðra eiginleika kerfísins má
vissulega ræða og þeim má breyta
finnist aðrir hagkvæmari.
Aflamarkskerfið
Reynsla okkar og ýmissa ann-
arra þjóða bendir eindregið til þess
að aflamarkskerfí með sem fijáls-
ustu framsali aflaheimilda sé
stjórnunarrammi sem skapi mestan
fiskveiðiarð. Þetta stjórntæki gerir
það tiltölulega auðvelt að takmarka
heildarsókn í fiskistofnana og ein-
stakar fiskitegundir í samræmi við
ákvarðanir stjórnvalda. Brottkast
fisks veldur þó því að landaður
afli er ekki endilega sá sami og
veiddur afli.
Kostnaðarsöm samkeppni um
sem stærstan hlut af takmörkuðum
hámarksafla er ekki til staðar í afla-
markskerfi, eins og gerast myndi í
flestum stjórnkerfum sem byggja á
sóknarmarki. Utgerðir fá úthlutað
eða kaupa sér ákveðið magn veiði-
heimilda sem þær geta veitt með
sem minnstum tilkostnaði. Þær laga
stærð flota og gerð hans að þeim
aflaheimildum sem þær hafa á
hveijum tíma og sækja aflann þeg-
ar þeim er það hagkvæmast.
Sú aðferð að fastsetja magn
landaðs afla auðveldar að sam-
ræma veiðar og vinnslu og jafna
iandvinnsluna yfir árið. Aflamark-
skerfið skiptir því sköpum fyrir
landvinnsluna. Þá er opinbert eftir-
lit með. kerfinu ekki mjög flókið
þótt það sé vissulega ekki alltaf
auðvelt.
Ef aflaheimildir væru ekki fram-
seljanlegar eða framsal þeirra mjög
takmarkað væri efnahagsleg hag-
kvæmni aflamarkskerfisins mjög
ORIENT fcrmingarúr
Fallegt tvílitt stálúr
frá ORIENT
Hæfir vel í
leik og starfi
Vatnsvarið
allt að 30 m
Verð
kr. 11.975
* Nikkelfritt
Guííúrið
Álfabakka 16. s. 587 0706.
AxeC Eirífissoilj úrsmiður,
A&ilxmni 22. (safirOi. s. 456 5023.
Þeir sem vilja afnema
þetta kerfi, segir Þröst-
ur Ólafsson, í þessari
fyrstu grein af fjórum,
beina okkur á ný í átt
til fátæktar.
takmörkuð þrátt fyrir fyrrnefnda
eiginleika. Það er framsalið sem
framkallar drifkraftinn í kerfið og
býr til fiskveiðiarðinn. Ef ekki væri
hægt að framselja til lengri eða
skemmri tíma aflaheimildir svo sem
á einstöku tegundum myndi
sóknarkostnaður aukast og arð-
semin minnka.
Augljósasta merki þess að hag-
kvæmi framseljanlegs aflamarks-
kerfis hefur sannað sig er batnandi
afkoma sjávarútvegsfyrirtækja og
hækkandi verð á aflaheimildum, á
sama tíma og meiri samdráttur
verður í bolfiskveiðum en dæmi eru
um. Tilkoma aflamarkskerfisins
hefur greinileg bætt stjórnun ein-
stakra fyrirtækja, gert hana fag-
legri og bætt forsendur langtíma
áætlunargerðar.
Meðan sókn á miðin var ftjáls,
svo ekki sé nú talað um tímabil
sóknarstýringar, var afkomuvandi
sjávarútvegsins árvisst vandamál.
Ríkisstjórnir og hagsmunasamtök
eyddu miklum tíma í að reyna að
finna skammtímalausnir á vandan-
um. Stofnaðir voru hjálparsjóðir,
gengið var fellt, skuldbreytingar
framkvæmdar fyrir greinina og
niðurgreidd lán voru veitt, svo eitt-
hvað sé nefnt. Þetta voru aðferðirn-
ar til að halda flotanum á sjó og
vinnslunni gangandi.
Ein meginorsök þessara miklu
og sífelldu efnahagsráðstafana var
að veiðum var ekki stýrt á hag-
kvæman hátt. Megináhersla var
lögð á að veiða sem mest og skip-
stjórar kepptust um að verða afla-
kóngar. Þrátt fyrir ónýtt stjórn-
kerfi átti sér stað mikil eignatil-
færsla jafnvel þótt rekstrarafkoma
sjávarútvegsfyrirtækja hafi al-
mennt verið slæm.
Það væri þess virði að hugleiða
til hvaða aðgerða gripið hefði ver-
ið á árunum eftir 1992 þegar sam-
dráttarskeiðið í sjávarútvegi hófst
og draga varð saman aflaheimildir
um 40-50% ef ekki hefði komið til
aðlögunareiginleikar og hag-
kvæmisstýring aflamarkskerfisins.
Við getum séð fyrir okkur sam-
bærileg viðbrögð þegar síldin hvarf
eða þegar vetrarvertíðir brugðust.
Eftir þær efnahagslegu koll-
steypur sem einkenndu tíma stjórn-
lausra fiskveiða, sat öll þjóðin með
sárt enni og klofínn skjöld. Þetta
endurtók sig með reglubundnum
hætti og virkaði á verðbólguna eins
og olía á eld.
Þess í stað höfum við nú öflug
sjávarútvegsfyrirtæki með miklar
veiðiheimildir og batnandi afkomu,
stöðugt gengi og verðlag og öflug-
an útflutning. Þetta hefur einnig
leitt til þess að mat á lánshæfni
þjóðarinnar hefur hækkað og þann-
ig sparað okkur stórfé við lántök-
ur. Þegar þetta er skoðað í sam-
hengi verða áhrif aflamarkskerfis-
ins ekki ofmetin, svo stór er hlutur
þess í þessum breytingum. Þá er
ótalinn hlutur þess í útrás íslenskra
útgerða til úthafsveiða og veiða á
framandi mið.
Fyrir um tíu árum spáði virtur
hagfræðingur _ því að um næstu
aldamót yrðu íslendingar komnir í
hóp fátækustu þjóða Evrópu, ef
ekki tækist að gjörbreyta afkomu
atvinnuveganna og snúa af braut
stöðugs rekstrarhalla ríkissjóðs.
Með samþykkt framseljanlegs afla-
markskerfis i fiskveiðum var stigið
fyrsta stóra skrefið til að koma í
veg fyrir að fátæktarspádómarnir
rættust. Þeir sem nú vilja afnema
þetta kerfi eru að beina okkur á ný
í átt til fátæktar.
Höfundur er hagfræðingur.
ýyrit*
• Eru vöðvabólgur að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum?
• Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum?
• Vantar þig aukið blóðstreymi og þol?
• Þá hentar æfingakerfið okkar þér vel.
Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki
hefur stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tíma. Sjö bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir
og eykur blóðstreymi til vöðvana. Hver tími endar á góðri slökun.
Svala Haukdal
Ég hef stundað æfingabekkina meira og minna síðan 1989. Vegna þrálátra bakverkja og
vökvasöfnunar, átti ég erfitt með að stunda leikfimi. Síðan ég byrjaði hef ég verið laus við
verki og ég fæ alla þá hreyfingu og slökun sem ég þarf. Hjá Æfingabekkjum Hreyfingar
fæ ég einnig einkaþjálfun, persónulegt viðmót og yndislegt umhverfi. Ég hvet allar þær
konur sem geta, að kynna sér æfingakerfið, það er fyllilega þess virði.
Guðrún Ingvarsdóttir
Ég hef stundað æfingabekkina í rúmt ár og hafa þeir hjálpað mér í baráttunni við slit- og
vefjagigt. Auk þess sem vöðvar hafa styrkst og vöxtur lagast. Allt er þetta jákvætt og gott
innlegg í heilsubankann. Ég vildi að ég hefði kynnst þessu æfingakerfi miklu fyrr.
Við erum einnig með göngubraut, þrekstiga og tvo auka
nuddbekki.
Frír kynningartími.
Hringið og fáið nánari upplýsingar varðandi apríl tilboð.
Æfingabekkir Hreyfingar; Ármúla 24, sími 568 0677
Ath. breyttan opnunartíma
Opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9-12 og kl. 15-20,
þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 9-18 ^g föstudaga kl. 9-12