Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D 73. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Brothættur friður Israela og PLO Kenna hvorir öðrum um sprengingar Jerúsalem, Deir al-Balah, Washingfton. Reuter. Reuter Jámbrautarslys vegna of mikils hraða BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagðist í gær vera „persónulega reiðubúinn til að gera hvað sem í hans valdi stæði“ til að koma í veg fyrir að úti yrði um friðinn í Mið- Austurlöndum. Mun hann eiga fund með Benjamin Netanyahu forsætis- ráðherra ísraels í næstu viku í því skyni en Clinton átti í gær fund með Hussein Jórdaníukonungi. Mikil ólga var í gær á svæðum Palestínumanna, þrettánda daginn í röð, en í gærmorgun létu tveir Palestínumenn lífið í sprengingum og ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínumenn til bana í óeirðum á Vesturbakkanum. Kenna ísraelar og Palestínumenn hvorir öðrum um að Jiafa staðið að sprengingunum. Israelsmenn fullyrða að Palest- ínumennirnir tveir hafi ætlað að gera sjálfsmorðsárásir og saka Yasser Arafat, leiðtoga sjálfstjórn- arsvæða Palestínumanna, um að hafa ekki komið í veg fyrir starf- semi herskárra hópa og samtaka á Vesturbakkanum og Gaza. Segja ísraelsk stjórnvöld að mennirnir hafi ætlað að gera árás í landnemabyggð á Gaza-svæðinu en sprengingarnar urðu við veg, skammt frá henni, skömmu áður en bifreið með skólabörnum frá landnemabyggðinni fór um hann. Palestínumenn fullyrða hins vegar að annar maðurinn hafi látið lífið er handsprengju var kastað að hon- um úr ísraelskum bíl. Engir ísraels- menn særðust í sprengingunum. ísraelsmenn neita því að sprengju hafi verið kastað að öðrum mannanna og segja sprengingarnar dæmi um að sjálfsmorðsárásir Pal- estínumanna séu að færast í aukana að nýju. Hamas- og Jihad-samtökin neita að hafa staðið að sprenging- unum, segja þær verk gyðinga og hafa heitið hefndum. ■ Netanyahu íhugar/22 SPÆNSKUR þjóðvarðliði kann- ar brak lestar sem fór út af spor- inu skammt frá Pamplona á Spáni á mánudagskvöld en 19 manns fórust í slysinu. Nokkrum klukkustundum síðar, í gær- morgun, fór önnur lest út af sporinu skammt frá Madrid og fórust tveir í því slysi. Um 110 manns slösuðust í báðum járn- brautarslysunum, sem talið er að rekja megi til ofsahraða. ■ Var 100 km yfir/22 Ræðst gegn andúð á Tyrkjum Ankara. Reuter. Forsætisráðherra Tyrklands, Necmettin Erbakan, réðst í gær harkalega á Vesturlönd vegna ijölda árása á tyrk- neska innflytjendur í ýmsum ríkjum Evrópu. Sagði Erbak- an ástæðu árásanna vera vax- andi andúð á Tyrkjum og hvatti eindregið til þess að brugðist yrði við henni. „Eg skora á ykkur í Vestri, sýnið skynsemi. Stöðvið þetta ofbeldi sem á sér stað á með- al ykkar. Þið gerið ekkert annað en auka á spennu .. . og ýta undir tvöfalt siðferði," sagði Erbakan. I gær slasaðist tyrkneskur maður í eldsvoða á heimili sínu í Haigerseelbach í Þýskalandi en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Sex manna tyrknesk fjölskylda fórst í Hollandi í síðustu viku er kveikt var í húsi hennar og á mánudag dóu þrír Tyrkir í eldsvoða í Þýskalandi en lög- regla telur að um íkveikju hafi verið að ræða. Pakistan Dregið úr völdum forsetans Islamabad. Reuter. PAKISTANSKA þingið samþykkti í gær lög sem afnema rétt forseta landsins til að reka ríkisstjórnir frá völdum, skipa yfirmenn heraflans og héraðsstjóra. Er vonast til þess að með þessu sé endi bundinn á átök forseta og forsætisráðherra í landinu sem_ hafa verið áberandi síðustu ár. „í dag hefst raunverulegt lýðræði í þessu landi," sagði forseti neðri deildar þingsins er lögin höfðu verið samþykkt í gær. Þau leysa af hólmi hina umdeildu stjórnarskrárbreyt- ingu sem gerð var í forsetatíð Zia-ul- Haqs hershöfðingja, sem var við völd 1977-1988. Hafa forsetar landsins beitt henni í fjórgang sl. 8 ár. ----------» ------- Basajev í ráðherrastól Moskvu. Reuter. TSJETSJENSKI skæruliðaleiðtog- inn Shamil Basajev hefur verið skip- aður fyrsti aðstoðarforsætisráðherra Tsjetsjníu. Basajev er eftirlýstur í Rússlandi en hann stýrði gíslatökunni í Bud- ennovsk árið 1995. Hann mun fara með iðnaðarmál í stjórninni en auk þess verður hann staðgengill Aslans Mashkadovs, sem gegnir bæði emb- ætti forseta og forsætisráðherra. Rcutcr Rúmkapphlaup LITHÁÍSKIR háskólanemar tóku þátt í óvenjulegu kapphlaupi um miðborg Vilníus í gær en þá kepptu tuttugu lið í því hveijir kæmust fyrstir i mark með rúm með manni í. Vegalengdin var um 300 metrar og fylgir ekki sögunni hversu hratt námsmenn- irnir fóru með rúmin en af mynd- inni að dæma máttu þeir, sem í rúmunum voru, hafa sig alla við að falla ekki úr þeim í látunum. 83 Albanir drukkna á Adríahafi Neita að hafa sökkt bátnum vísvitandi Tirana, Róm. Reuter. STJÓRN Ítalíu vísaði í gær á bug ásökunum um að ítalskt herskip hefði siglt af ásettu ráði á albansk- an bát í Adríahafi, en óttast er að 83 albanskir flóttamenn hafi drukknað þegar báturinn sökk á föstudag. Beniamino Andreatta, varnar- málaráðherra Ítalíu, sagði á ítalska þinginu að stjórnin hefði boðið sér- fræðingum albanska sjóhersins að taka þátt í rannsókn slyssins. Hann sagði ekkert hæft í ásökunum, sem fram hafa komið í ítölskum biöðum, um að herskipið hefði sökkt bátnum vísvitandi því báturinn hefði siglt í veg fyrir það. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, áréttaði að atburðurinn yrði ekki til þess að ítalir hættu við að stjórna fjölþjóðiegum öryggissveit- um, sem ráðgert er að senda til Albaníu, þrátt fyrir hótanir albanskra uppreisnarmanna um að ráðast á ítalska hermenn í hefndar- skyni. Margir þingmenn, þeirra á meðal nokkrir stuðningsmenn stjórnarinnar, hafa hvatt hana til þess að fresta þvi að senda her- menn til Albaníu og hætta tilraun- um til að stöðva báta albanskra flóttamanna á leið til Italíu. 400.000 manns hjálparþurfi Nefnd á vegum Sameinuðu þjóð- anna, sem hefur kannað ástandið í Albaníu, sagði í gær að um 400.000 Albanir ættu á hættu að verða hungurmorða og að dreifing mat- væla yrði hafin áður en öryggis- sveitirnar yrðu sendar til landsins. Hún sagði að brýnt væri að koma matvælum til 140.000 fátækra fjöl- skyldna og um 8.000 manna á sjúkrahúsum, munaðarleysingja- hælum og elliheimilum. Bashkim Fino, forsætisráðherra Albaníu, fór í gær til suðurhluta landsins í fyrsta sinn frá því upp- reisnarmenn náðu svæðinu á sitt vald. Fino ræddi við leiðtoga upp- reisnarmannanna og sagðist hafa leyst upp leyniþjónustuna illræmdu, Shik, sem var stofnuð árið 1991 eftir hrun kommúnistastjórnarinn- ar. „Við ætlum að byggja upp nýja leyniþjónustu, með nýja ásjónu,“ sagði hann. ■ Uppreisnarmenn hóta/21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.