Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTl
Afkoma Haralds Böðvarssonar hf. á Akranesi var góð í fyrra
Hagnaðurjókst
um 67% milli ára
HAGNAÐUR Haralds Böðvars-
sonar hf. á Akranesi varð tæpar
208 milljónir króna á síðasta ári
en var rúmar 124 milljónir króna
árið 1995 og jókst hagnaður fyrir-
tækisins því um 67% milli ára.
Rekstrartekjur fyrirtækisins
námu 3.500 milljónum króna á
árinu 1996 og jukust um 27% frá
fyrra ári. Rekstrargjöld fyrirtækis-
ins námu 2.909 milljónum króna
og hækkuðu um 24% frá fyrra
ári. Hagnaður fyrir afskriftir var
því tæplega 591 milljón króna sem
er 44% meira en árið áður. Að
teknu tilliti til afskrifta og fjár-
magnsgjalda var hagnaður fyrir-
tækisins fyrir skatta tæpar 217
milljónir króna en var rúmar 140
milljónir króna árið áður.
Eigið fé fyrirtækisins í árslok
var 1.585 milljónir króna en 933
milljónir króna í árslok 1995. í
maí í fyrra voru seld hlutabréf í
útboði fyrir 462 milljónir króna,
en auk þess var gefið út nýtt hlut-
afé að nafnvirði 30 milljónir kr. í
tengslum við sameiningu Krossvík-
ur og HB hf. á síðasta ári. Eigin-
Qárhlutfall var 36% en var 32% í
árslok 1995.
Sameining við Miðnes
Samkvæmt samrunaáætlun sem
Haraidur Böðvarsson hf. og Mið-
nes hf. hafa gert með sér verða
fyrirtækin sameinuð undir nafni
Haraldar Böðvarssonar hf. frá 1.
janúar síðastliðnum. Tillaga um
sameiningu félaganna verður borin
undir komandi aðalfund Haraldar
Böðvarssonar hf., en vegna
ákvæða hiutafélagalaga um að-
draganda að samruna félaga er
ekki hægt að tímasetja nákvæm-
lega hvenær í maímánuði aðal-
fundur félagsins verður haldinn,
að því er fram kemur í frétt. í
tengslum við sameiningu félaganna
gerir stjórn Haraldar Böðvarssonar
hf. tillögu um útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa að upphæð 121 milljón króna
eða sem nemur 17,926%, þannig
að hlutafé verði 796 milljónir króna
fyrir sameiningu en eftir samein-
ingu verði hlutafé félagsins 1.100
milljónir króna. Þá er gerð tillaga
um greiðslu 8% arðs.
Eftir sameiningu félaganna
nema eignir hins nýja fyrirtækis
rúmum sex milljörðum króna.
Skuldir alls verða rúmir íjórir millj-
arðar króna og eigið fé nemur
tæpum tveimur milljörðum króna.
Eftir sameininguna rekur fyrir-
tækið tvo frystitogara, þijá ísfisk-
Haraldur Böðvarsson hf.
Úr reikningum ársins 1996
Rekstraræikninpur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting \
Rekstrartekjur Rekstrargjöld 3.500,0 2.909.0 2.748,4 2.337.8 +27% " +24%
Hagnaður fyrir afskriftir 591,0 410,5 +44%
Afskriftir Fjármaqnsgjöld umfram tekjur 277,4 105.7 218,8 61.9 +27% +71%
Hagnaöur fyrir skatta 216.8 140.4 +54%
Hagnaður ársins 207,7 124,3 +67%
Efnahagsreikningur 31. des.: 1996 1995 Breyting
I Eipnir: I Milliónir króna
Veftuf jármunir 784,2 559,1 +40%
Fastafjármunir 3.629,0 2.363,9 +54%
Eignir alls 4.413,2 2.923,0 +51%
I Skuidir og eigið fé: | Milliónir króna Skammtímaskuldir 646,1 373,1 +73%
Langtímaskuldir 2.181,9 1.616,7 +35%
Eigið fé 1.585,2 933,2 +70%
Skuldir og eigið fé alls 4.413,2 2.923,0 +51%
Sióðstrevmi 1996 1995 Breyting
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 443,1 273,6 +62%
togara, þtjú nótaskip, einn vertíð-
arbát, tvö frystihús, fiskimjöls-
verksmiðju, saltfiskverkun og aðra
fiskverkun, auk stoðdeilda á Akra-
nesi og í Sandgerði. Fiskveiðiheim-
ildir fyrirtækisins eru 24 þúsund
þorskígildistonn og að meðaltali
starfa hjá því um 500 manns.
Hárkollan úr
íslenskum
skinnum
Sparisjóður vélstjóra með 100 milljóna hagnað
ÍSLENSK framleiðsluvara berst
víða um heim og er til margra
hluta nytsamleg. Sjálfsagt hefur
hún þó sjaldan komið að notum
við framleiðslu kvikmynda í há-
borg kvikmyndaiðnaðarins í
Hollywood. Það vígi er þó fallið
núna, því hárkolla Grimmhildar
Grámann, sem leikkonan Glenn
Close leikur í Walt Disney kvik-
myndinni 101 Dalmatians, er
gerð úr islenskum skrautgær-
um frá Skinnaiðnaði.
Frá þessu er skýrt í
nýútkomnu fréttabréfi
Skinnaiðnaðar hf., en
kvikmyndin er nú til sýi
inga í kvikmyndahúsun
víða um land. í frétta-
bréfinu segir að þetta
hafi borið að með þeim
hætti að aðilar í Hollywood hafi
leitað til umboðsmanns Skinna-
iðnaðar í Bandaríkjunum og föl-
uðust eftir skrautgærum til þess
að nota í gerð hárkollunnar.
Fram kemur einnig að vörur
Skinnaiðnaðar hafi áður verið
notaðar í kvikmyndaiðnaðinum
vestra og þó þessi viðskipti sem
slík hafi enga þýðingu fyrir af-
komu fyrirtækisins sé þetta
skemmtilegt krydd í tilveruna.
Hagnaður sá mesti
ísögu sparisjóðsins
SPARISJÓÐUR vélstjóra skilaði alls
um 100 milljóna hagnaði á árinu
1996 eða tæplega 11% meiri en árið
á undan. Er hagnaðurinn meiri en
nokkru sinni áður í sögu sparisjóðs-
ins. Hagnaðaraukningin skýrist af
lækkun á reiknuðum tekjuskatti, þar
sem hagnaður fyrir skatta var nán-
ast hinn sami og árið 1995.
I ársskýrslu Sparisjóðs
vélstjóra sem lögð var fram
á aðalfundi sparisjóðsins er
skýrt frá því að reksturinn
hafi gengið mjög vei á árinu
1996 þrátt fyrir að vaxta-
munur hafi minnkað veru-
iega og eftirspurn eftir
lánsfé hefði mátt vera meiri.
Hörð samkeppni innlánsstofnana setji
tekjuöflun sparisjóðsins verulegar
skorður en stóraukin umsvif spari-
sjóðsins, án þess að samsvarandi
aukning hafí orðið í kostnaði, hafí
að vísu vegið þar upp á móti.
Vaxtatekjur voru 613 milljónir á
árinu og höfðu vaxið um 21,4% frá
fyrra ári. Vaxtagjöld voru 327 millj-
ónir og var aukning þeirra um
35,2%. Vaxtamunur hefur því lækk-
að verulega. Aðrar rekstrartekjur
voru 168 milljónir og höfðu vaxið
um 24,2 milljónir. Tekjur sparisjóðs-
ins af þeim félögum sem hann á
hlut í uxu verulega á árinu. Þær
námu 45 milljónum eða um 138%
hærri fjárhæð en árið á undan.
Með mestu innláns-
aukninguna
Rekstrargjöld voru 307 milljónir
og höfðu vaxið um 22,5%. Þá voru
lagðar 27 milljónir í afskriftarreikn-
ing sem er um 90% hækkun frá
árinu 1996. Eigið fé sparisjóðsins
var í árslok 901 milljón og hafði
vaxið frá fyrra ári um 115 milljónir
eða 14,7%. Eiginfjárhlutfallið í árs-
lok 1996 var 13,8% samkvæmt
CAD-reglum, en í árslok 1995 var
BlS-hlutfallið 18,3%.
Sparisjóður vélstjóra státar af
hlutfallslega mestu innlánsaukningu
banka og stærri sparisjóða á síðasta
ári. Heildarinnlán að meðtaldri verð-
bréfaútgáfu voru 6.009 milljónir og
höfðu vaxið um 1.019 milljónir á
árinu eða 20,4%.
Sparisjóðurinn jók eignarhlut sinn
í Kaupþingi verulega á síðasta ári
og á nú 9,6% hlut. Jafnframt keypti
sparisjóðurinn 5% hlut í Handsali
og undir lok ársins keyptu sparisjóð-
irnir Alþjóða líftryggingarfélagið hf.
Um þessar mundir er að hefjast
sala líftrygginga í sparisjóðunum.
Eignarhluti sparisjóðsins í félaginu
er 10%. Þá er sparisjóðurinn enn-
fremur hluthafí í SP-Fjármögnun og
Kreditkortum sem bæði skiluðu góð-
um árangri.
Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs vél-
stjóra er Hallgrímur G. Jónsson.
Hyundai semur
við Netverk
Morgunblaðið/Golli
NETVERK hf. hefur gert samn-
ing við fjarskiptafyrirtæki suður-
kóresku fyrirtækjasamsteypunn-
ar Hyundai um sölu á samskipta-
og upplýsingakerfi. Fjarskipta-
búnaðurinn verður settur um
borð í öll 85 flutningaskip sam-
steypunnar og notaður til fjar-
skipta milli skipanna en einnig
við höfuðstöðvar í landi. Gengið
var frá samningnum í síðasta
mánuði og nemur fjárhæðin
30-40 milljónum króna.
A meðfylgjandi mynd sem tek-
in var í gær sjást fulltrúar Hy-
undai í heimsókn hjá Netverki. Á
myndinni eru f.v. Friðbjörn Ól-
afsson, tæknistjóri Netverks,
Jung Hwan Kim, Ólafur S. Guð-
mundsson sölustjóri og Seung
Nam Kang.
I samtali við Morgunblaðið
lýstu Kóreumennirnir yfir
ánægju sinni með kaupin og
sögðu að kerfi Netverks leysti
af hólmi 10 ára gamalt og óskil-
virkt fjarskiptakerfi af enskum
uppruna. Aðspurðir sögðu þeir
að um nokkurt skeið hefði verið
leitað að heppilegri lausn fyrir
farskipaflota fyrirtækisins og að
það hefði komið þeim á óvart að
finna hana á Islandi.
Tildrög viðskiptanna við Hy-
undai má rekja til ferðar Hall-
dórs Ásgrímssonar utanríkisráð-
herra ásamt íslenskri viðskipta-
sendinefnd til Suður Kóreu
síðastliðið haust. Þar kynnti Hol-
berg Másson, framkvæmdastjóri
Netverks, kerfið fyrir þarlendum
aðilum, m.a. Hyundai.
Frekari þreifingar
erlendis
Netverk hefur nokkra reynslu
af sölu slíkra samskiptakerfa út
fyrir landsteinana en fyrirtækið
seldi eitt slíkt til Kamtsjatka fyr-
ir nokkrum árum. Ólafur S. Guð-
mundsson, sölustjóri Netverks,
segir að rekstur kerfisins þar
eystra hafi gengið vel og það
hafi liðkað fyrir sölunni til Kóreu,
Fyrirtækið er nú í viðræðum við
sænsk, frönsk, norsk ogþýsk
símafyrirtæki um frekari sölu á
kerfinu og á Ólafur von á að lín-
ur skýrist fljótlega í þeim efnum.
Friðbjörn Ólafsson, tæknisljóri
Netverks, segir að stöðugt sé
unnið að þróun samskiptakerfis-
ins og áhersla lögð á hraðvirkan
og öruggan flutning um gervi-
hnött, alnetið og X-400 póstkerf-
ið. Einn stærsti kostur kerfisins
sé hins vegar lítill rekstrarkostn-
aður miðað við þau kerfi sem það
leysi af hólmi og muni þar um
80% í kostnaði.
Utboð
á ríkis-
víxlum
TEKIÐ var tilboðum fyrir 1.800
milljónir króna að nafnverði í rikis-
víxla til 75 daga í útboði sem fram
fór hjá Lánasýslu ríkisins í gær.
Þar af tók Seðlabanki íslands 600
milljónir króna á meðalverði sam-
þykktra tilboða.
Meðalávöxtun útboðsins er
7,16% og er það í samræmi við
ávöxtunarkröfu á Verðbréfaþingi
Islands. Alls bárust fjögur gild til-
boð að íjárhæð 2.050 milljónir
króna í útboðinu en um endurút-
gáfu á síðasta þriggja mánaða ríkis-
víxlaflokki með gjalddaga 19. júní
1997 var að ræða. Með útboðinu
skuldbatt ríkissjóður sig til að taka
tilboðum á bilinu 300 til um það
bil 2.500 milljónum króna. Næsta
útboð ríkisverðbréfa er útboð á rík-
isbréfum miðvikudaginn 9. apríl
næstkomandi.