Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 13 Samvinnuferðir- Landsýn Býður afnot af skrifstofu FORRÁÐAMENN ferðaskrifstof- unnar Samvinnuferða-Landsýnar hafa ritað Ferðamálaráði og boðið fram afnot af skrifstofu sinni í Danmörku og eru til viðræðna um frekara samstarf vegna upplýs- ingagjafar fyrir Ferðamálaráð. „Við gætum svarað spurningum um ferðaþjónustu og dreift bækl- ingum,“ sagði Helgi Jóhannsson forstjóri í samtali við Morgunblað- ið. Tilboð ferðaskrifstofunnar kem- ur í framhaldi af fréttum frá Flug- leiðum um að fyrirtækið hyggist slíta samstarfi við Ferðamálaráð. Magnús Oddsson ferðamálastjóri kvaðst ekki hafa fengið bréf um uppsögn Flugleiða á samstarfs- samningnum og á meðan væri engu hægt að svara um bréf Samvinnu- ferða-Landsýnar. „Sé það staðreynd að Flugleiðir ætli að bakka út úr þessu hljótum við að heyra meira frá þeim á næstu dögum því ekki trúi ég því að fyrirtækið sé með þessu að láta reiði sína bitna sérstaklega á Ferðamálaráði,“ sagði Helgi Jó- hannsson. „Fyrirtækið hlýtur í kjöl- farið á fréttum af gagnrýni frá Samkeppnisráði að gefa út tilkynn- ingu um að það ætli að láta af hendi einkaleyfi á innritun farþega á Keflavíkurflugvelli, hætta að kynna eigin fyrirtæki í vélum sín- um, hætta að skipuleggja alferðir til að draga úr hættu á mismunun og hefja öflugt samstarf með ís- lenskum aðilum á ferðamarkaði." Helgi Jóhannsson sagði að Ferðamálaráði hefðu í bréfínu verið boðin afnot af skrifstofu Samvinnu- ferða-Landsýnar í Danmörku og boðið upp á viðræður um að opna skrifstofur á stærri markaðssvæð- um, svo sem Bretlandi og Frakk- landi. „Einhver þarf að sinna þessu, það skiptir verulegu máli fyrir ís- lenska ferðaþjónustu og þótt við setjum hugsanlega eitthvað af stað viljum við fá fleiri með. Þarna er um að ræða þjónustu fyrir þá sem vilja leita sér upplýsinga um Island og aukin viðskipti. Við þurfum að gæta hlutleysis en við treystum okkur til þess á sama hátt og Flug- leiðir,“ sagði Helgi ennfremur. Sagði hann sérstakt að Flugleiðir vildu ganga út úr þessu samstarfi þar sem hagur fyrirtækisins hlyti að vera einna mestur og kveðst reiðubúinn til samstarfs við Flug- leiðamenn. Samvinnuferðir-Land- sýn væri einn stærsti viðskiptavin- ur Flugleiða, hefði skipt við fyrir- tækið fyrir einn milljarð á liðnu ári, og hefði samstarf verið gott í sölumálum og það hlyti að geta gengið í þessum málaflokki einnig. ---------» ♦ ♦--- Yerkfall flugmanna? BOÐAÐUR hefur verið fundur hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna eftir páska þar sem ræða á verk- fallsboðun. Er hugmynd uppi um verkfall dagana 18. til 20. apríl og síðan ótímabundið verkfall frá 25. apríl hafi samningar ekki tekist. Á félagsfundinum verður rætt um verkfallshugmynd og hefst þá jafnframt atkvæðagreiðsla sem stendur í viku. Fulltrúar FIA og flugrekenda hafa setið 12 árangurs- lausa viðræðufundi og ákváðu for- ráðamenn FÍA að kalla félagsmenn á fund í dag miðvikudaginn 2. apríl til að ræða stöðuna. Skýrsla dómsmálaráðherra um bætt umferðaröryggi Stefnt að því að fækka alvarlegum umferðarslysum Morgunblaðið/Halldór HARALDUR G. Guðmundsson lenti í alvarlegu bílslysi á síðasta ári og var ekki með bílbelti. Hann biður fólk um að gleyma því ekki að setja bílbeltin á sig. STEFNT er að því að færri en 200 slasist alvarlega eða látist árlega í umferðarslysum fyrir aldamótin. Til að ná því ætlunarverki skal unnið markvisst að fjórum mark- miðum í umferðaröryggismálum á tímabilinu, en þau eru: jafn um- ferðarhraði, betri aksturshættir ungra ökumanna, aukin notkun bílbelta og fækkun slysa við gatna- mót. Þetta kemur m.a. fram í nýút- kominni skýrslu Þorsteins Pálsson- ar dómsmálaráðherra til Alþingis um framkvæmd umferðarörygg- isáætlunar, en sú áætlun var sam- þykkt á Alþingi í lok febrúar á liðnu ári. Að skýrslunni vann þriggja manna umferðaröryggis- nefnd, skipuð þeim Þórhalli Ólafs- syni aðstoðarmanni dómsmálaráð- herra og formanni Umferðarráðs, Georg Kr. Lárussyni sýslumanni og Rögnvaldi Jónssyni fram- kvæmdastjóra hjá Vegagerðinni. En með nefndinni störfuðu auk þess nokkrir starfsmenn frá Um- ferðarráði. Lagt til að lækka leyfilegan hámarkshraða á veturna í skýrslunni fjallar nefndin m.a. um ástæður þess að ákveðið var að stefna að fyrrnefndum fjórum markmiðum en leggur auk þess til ýmsar leiðir sem megi fara til að ná þeim. Þar er til að mynda bent á niðurstöður erlendra rannsókna sem sýna svo ekki verður um villst að beint orsakasamhengi sé á milli ökuhraða og fjölda umferðarslysa auk þess sem bein fylgni sé á milli aukins hraða og alvarleika slysa. Til að lækka umferðarhraða leggur nefndin m.a. til að lækka leyfilegan hámarkshraða við slæm aksturs- skilyrði yfir vetrarmánuðina, en athuganir hafa leitt í ljós að slysa- tíðni er meiri að vetri til. Einnig leggur nefndin áherslu á að þörf sé á að hækka sektir vegna um- ferðarlagabrota ásamt því að gera úrbætur á innheimtu og fullnustu þeirra. Þá bendir hún á nauðsyn þess að koma á punktakerfi fyrir umferðarlagabrot er byggist á samræmdri ökuferilsskrá fyrir landið allt. En á Alþingi liggur fyrir frumvarp til breytinga á um- ferðarlögum þar sem kveðið er á um að nái ökumaður ákveðnum punktafjölda, samkvæmt punkta- kerfi vegna umferðarlagabrota, verði hann sviptur ökurétti í þrjá mánuði til viðbótar þeirri refsingu sem lá við síðasta broti. Bílbeltanotkun getur fækkað dauðaslysum Til að bæta aksturshætti ungra ökumanna leggur nefndin m.a. til að komið verði á kerfisbundnu eft- irliti með ölvunarakstri, en tölur frá Umferðarráði sýna að meiri- hluti þeirra sem lentu í umferðar- slysi vegna ölvunar við akstur á árunum 1992 til 1995 voru í ald- urshópnum 17 til 20 ára. í því sambandi bendir nefndin einnig á hagræði þess að lögreglan taki í notkun tæki til að ákvarða áfengis- magn í blóði ökumanna með önd- unarsýni í stað blóðsýnis. Þá er fullyrt að ungir ökumenn séu í margfalt meiri hættu í um- ferðinni en aðrir vegfarendur, m.a. vegna skorts á þjálfun og reynslu og er í framhaldi af því lagt til að ökukennsla verði efld og áróður og fræðsla tii ungra ökumanna aukin. I skýrslunni kemur ennfremur fram að færri hafa slasast alvar- lega í umferðarslysum á síðustu árum og er það fyrst og fremst rakið til aukinnar bílbeltanotkunar. Talið er að koma megi í veg fyrir allt að þriðjung allra banasiysa í umferðinni ef allir ökumenn og farþegar í bílum nota alltaf bíl- belti. Bent er á nauðsyn þess að lögreglan herði aðhaldið gagnvart þeim sem ekki nota bílbelti og að sektin við því verði jafnvel hækkuð. Þá er sagt í skýrslunni að um það bil helmingur umferðarslysa með meiðslum verði við gatnamót og að vinstri beygjur reynist öku- mönnum oft erfiðar. Bent er á að unnt sé að koma í veg fyrir þessi slys með gerð hringtorga, en að einnig sé hægt að draga úr slysum með myndavélaeftirliti og eftirliti með ökuhraða. Lamaðist eftir alvarlegt bílslys á síðasta ári „Hefði betur verið með bílbelti“ HARALDUR G. Guðmundsson lenti í alvarlegu bílslysi í ágúst á síðasta ári. Hann missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt út af veginum skammt frá Bergsstöðum í Skagafirði. Hann var ekki með bílbelti þegar slysið varð og hentist því út um framglugga bílsins. Hann lamaðist fyrir neðan axlir og fer nú allra sinna ferða í hjólastól. Haraldur sagði sögu sína á blaðamannafundi á mánudag, þeg- ar ný skýrsla dómsmálaráðuneytis- ins um umferðaröryggisáætlun var kynnt. Hann benti á að þegar rætt er um alvarleg umferðarslys sé athyglinni oftast beint að þeim sem látist hafa. „En það er ekki síður alvarlegt þegar menn verða and- lega og líkamlega örkumla eftir bílslys," sagði hann og hóf frásögn sína á því alvarlega slysi sem hann lenti í á síðasta ári. Haraldur var að vinna á Sauðár- króki þennan ágústmánuð og lagði af stað snemma morguns einn til Grundarfjarðar. „Ég hafði drukkið áfengi kvöldið áður og vanmat því í raun ástand mitt til þess að keyra bíl þennan morgun,“ segir hann. Eftir að hafa stoppað smá stund í Varmahlíð til að anda að sér fersku lofti lagði hann aftur af stað. „Þá áttaði ég mig á því að ég var ekki með bílbelti, en ég jók aðeins hraðann og ætlaði síðan að setja beltið á mig. Skömmu síðar flaug fugl á framrúðu bílsins og ég missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt út af veginum,“ segir hann. „Á þeirri stundu hugsaði ég með mér að nú skyldi ég bara halda fast í stýrið. En ég vissi ekki fyrr en ég var kominn undir mælaborðið og bíll- inn hélt áfram að velta. Og á með- an hélt ég áfram að þeytast út um allan bílinn, aftur í aftursætið, upp í loft og út að afturrúðunni og all- an tímann var ég með meðvitund." Hélt ég væri dáinn Bíllinn endaði á hvolfi ofan í skurði, en rétt áður en bíllinn stöðvaðist segist Haraldur hafa svifið út um fremri glugga bílsins og lent rétt fyrir framan hann. Framrúðan var þá þegar brotin þannig að hann þurfti ekki að fara í gegnum hana. „Ég lenti á þéttu grasi og þúfum, þannig að lending- in var tiltölulega mjúk,“ segir hann. Haraldur segist sennilega hafa rotast eftir þetta í smá tíma. „Þeg- ar ég rankaði við mér og opnaði augun var allt orðið hljótt. Eg lá bara með andlitið að jörðinni og gat ekki hreyft mig. Ég man að ég hugsaði með mér að svona væri það bara að vera dáinn og ég fór að bíða eftir því að sálin myndi fljúga upp eins og maður sér í bíómyndunum," segir hann. „Maður hugsar ekkert öðruvísi. Ég vissi hvað hafði gerst en fann ekkert til,“ segir hann ennfremur. „Eftir nokkrar sekúndur heyrði ég í útvarpinu í bílnum og áttaði mig þá á því að ég lá í grasinu með andlitið á kafi í harðri rót- inni. Ég reyndi að hreyfa mig en var alveg fastur.“ Haraldur kveðst hafa legið þarna með fulla meðvitund í um sex tíma áður en hann fannst. Hann heyrði í bílunum keyra framhjá en gat sig hvergi hreyft til að gera vart við sig. Um ellefu- leytið um morguninn keyrði öku- maður flutningabíls framhjá og sá glitta í eitthvað í skurðinum en var ekki viss á því hvað þetta væri. Hann tilkynnti þetta hins vegar til lögreglunnar á Sauðár- króki sem fann Harald og bílinn eftir nokkra leit. Hefði átt að vera með bílbelti Haraldur segir að lögreglumað- urinn sem kom að honum hafi spurt hvort hann hafi verið einn í bílnum. „Ég játaði því, en sagðist síðan ekki hafa verið með bílbelti. Maðurinn sagði þá að það væri kannski eins gott því að annars hefðiég getað drukknað í skurðin- um. Ég samsinnti því þá, en þegar ég hugsa til baka og ef ég ætti að leika þetta atvik aftur þá myndi ég, þrátt fyrir þessi orð, setja beit- ið á mig. Því það að vera í bíl sem er að velta og vera með fulla meðvitund allan tímann er atvik sem maður vill ekki upplifa aftur," segir hann og biður alla um að hafa það hugf- ast hve nauðsynlegt það sé að vera með bílbelti. Haraldur segir að sá tími sem fylgdi í kjölfar slyssins hafi verið martröð líkast og að hann hafi þurft að vinna úr mörgu bæði lík- amlega og andlega. „Þessi tími var ekki síður erfiður fyrir fjölskyldu mína,“ segir hann. „Enda erfitt fyrir mína nánustu að þurfa að horfast í augu við það að sjá mann, sem hefur alltaf verið mikið í íþróttum og lifað lífinu hratt, þurfa að setjast niður og bytja allt upp á nýtt. Því í raun er ég að takast á við nýtt líf,“ segir hann að síð- ustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.