Morgunblaðið - 02.04.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1997 47
hinna árlegu barnaboða hennar sem
voru sko ekkert smámál í augum
gestanna.
Þegar móðir litlu stúlkunnar tók
hana afsíðis og útskýrði fyrir henni
að nú væri hún Sísí frænka dáin,
þagði sú litla um stund en sagði síð-
an með festu og af einlægni barns-
hjartans: „Mikið er það leiðinlegt.
Hún sem var næstbesta vinkona
mín.“ Móðirin fékkst ekki um hver
væri sú besta.
Henni kann enda að hafa fundist
einsog okkur hjónum finnst líka að
fallegri eftirmæli höfum við ekki
heyrt.
Gísli J. Ástþórsson.
Elsku hjartans amma mín.
Það er skrítið að hugsa til þess
að ég eigi aldrei eftir að heyra rödd-
ina þína, sem alltaf var svo blíðleg
og góð. Mér datt ekki í hug á föstu-
degi þegar þú hringdir og varst að
athuga með allar flnu kökurnar, sem
þú sendir mér, að það væri í síðasta
skipti sem við töluðum saman. Ég
fékk ekki einu sinni tækifæri til
þess að segja þér hvað þær voru
góðar, þó sérstaklega jólakökurnar
með rúsínunum, en eins og þú manst
fannst mér þær alltaf langbestar.
Ég gleymi aldrei þegar ég, Sæ-
mundur og Sigurgísli vorum á Þórs-
höfn hjá ykkur afa. Þá voruð þið
alltaf svo blíð og góð og vilduð allt
fyrir okkur gera. Ég held að það
hafi nú ekki alltaf verið auðvelt að
vera með þrjá pottorma skoppandi
um allt. Já, amma mín, það er skrít-
ið að hugsa til þess hversu langt er
síðan þetta var og margt breytt, því
þið Sæmundur hafið bæði verið tek-
in frá okkur. En eitt er víst að þetta
eru svo sannarlega góðar minningar
og þær mun ég geyma í hjarta mínu.
Elsku amma mín, ég vona að þér
líði vel þar sem þú ert núna og fyrr
en varir hittumst við á ný.
Þinn,
Þorkell.
Sem ungur drengur í Beigíu var
ég sannfærður um að jólasveinninn
og kona hans væru búsett á Is-
landi. Ekki nóg með það heldur
væru þetta þau afi minn og amma.
Mun ég ætíð minnast ullarsokkanna,
vettlinganna og pijónahúfanna sem
var óbrigðult að ég fékk á hverjum
jólum, allt fram á þennan dag.
Þegar ég hafði aldur til fékk ég
svo að fara til íslands til ömmu og
afa yfir sumartímann. Kynntist ég
þá henni ömmu minni elskulegri.
Grunsemdir mínar styrktust enn
frekar um að hér væri á ferð kona
jólasveinsins, því aldrei hafði ég áður
kynnst jafn örlátri og hlýrri konu,
sem ég varð fljótt afskaplega hænd-
ur að. Umvafinn hlýju hennar og
ástúð eru þær stundir sem ég átti
með henni og afa einar þær bestu
barnæsku minnar. Hennar helsti
ásetningur í lífinu virtist vera sá að
gera öðrum eitthvað gott, líta eftir
fjölskyldu sinni og sjá svo um að
öllum liði vel.
Erfítt er að lýsa því tómi sem hún
skilur nú eftir sig. Amma var mið-
punktur tilveru okkar barnabarn-
anna sem aldrei brást. Svo margs
er að minnast, svo sem hennar við
bakstur góðgætis ofan í okkur í Vík,
nestisferðanna sem við fórum með
henni út í nátturuna, beijatínslu á
Þingvöllum, hennar stjanandi í
kringum okkur á Skólatröðinni eða
að finna upp á alls kyns leikjum
handa okkur. Ég beið þess alltaf
með eftirvæntingu og tilhlökkun að
vera samvistum við ömmu. Ég þakka
Guði fyrir þær stundir.
Vertu sæl, elsku amma mín, og
Guð geymi þig. Ég á alltaf eftir að
sakna þín.
Ingimar Ingimarsson.
Nú er hún elsku móðursystir mín
og vinur okkar búin að kveðja. Við
sitjum hér eftir og skiljum ekki af
hverju hún var kölluð svona fljótt -
hún sem átti eftir að gera svo margt.
Sísí frænka, eins og hún var allt-
af kölluð, var mjög sérstök kona.
Alltaf hugsaði hún mest um aðra
og minnst um sjálfa sig. Hún breiddi
sig út yfir allt og alla og var ekkert
lifandi óviðkomandi hvort sem um
var að ræða menn, dýr eða blóm.
Alltaf átti hún eitthvað til að gefa
öllum fyrir jólin því hún vildi gleðja
alla sem henni fannst tilheyra henni.
Þeir voru líka mjög margir því hún
var ein af þrettán systkinum og öll
þeirra börn og barnabörn voru henn-
ar fólk og allt sem þeim viðkom var
einnig hennar mál, svo ekki sé nú
minnst á hennar eigin börn og bama-
börn.
Sísí var mjög listræn og margar
fallegar myndir málaði hún til að
gefa vinum og vandamönnum. Hún
var einnig vel heima í bókmenntum
heimsins hvort sem um var að ræða
bundið eða óbundið mál. Ef maður
var í vandræðum með að velja bóka-
gjöf handa einhveijum þá var alltaf
gott að snúa sér til hennar því hún
þekkti flestar bækur og vissi hvað
tilheyrði hveiju sinni.
Blómagarðurinn hennar var einn-
ig hennar líf og yndi og mörgum
stundum eyddi hún þar við að prýða
og snyrta og hlúa að blómunum.
Sísí frænku má best lýsa með litlu
ljóði sem systir hennar heitin orti
fyrir mörgum árum sem hljóðar
svona:
í perlubandi daganna er alltaf einn og einn
sem eitthvað sérstakt hefir manni að færa.
í minningunni ljómar hann sem ekta
eðalsteinn
og angar eins og_ lambagrasið skæra.
(Áróra Guðmundsdóttir.)
Já, hún var sannarlega ekta eðal-
steinn.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
þig, elsku Ingimar okkar, börnin
ykkar, tengdabörn og barnabörn í
ykkar miklu sorg - en nú vitum við
að hún er komin til Sæmundar litla,
dóttursonar síns, og gætir hans vel.
Geisli bjartur gegnum myrkur skín,
hve gott á sá er þreyttur fær að sofna.
Drottinn mun vaka og vemda bömin þín,
hans viska lætur hjartasárin dofna.
(Á.G.)
Guðs friður um eilífð þér fylgi og
leiði
til fagnaðar Ijóssins, þér brautina
greiði.
(Á.G.)
Guð geymi þig, elsku Sísí okkar.
Minningin um þig og allt sem þú
varst okkur mun lifa með okkur alla
tíð.
Fríða og Sigvaldi.
Nú þegar elskuleg tengdamóðir
mín er fallin frá er margs að minn-
ast og margs að sakna. Það var
fyrir um 17 árum að ég kynntist
henni Sísí tengdamóður minni fýrst
er leiðir okkar Sigurgísla lágu sam-
an. Óhætt er að segja að allar götur
síðan hafi hún haft mikil áhrif á líf
mitt. Litrík persóna var hún og víst
er að engin lognmolla var í kringum
hana. Alltaf gat hún sagt meiningu
sína og verið sjálfri sér samkvæm.
Hún hafði ríka réttlætiskennd og
þeir sem minna máttu sín í samfélag-
inu áttu sér ávallt skjól hjá tengda-
mömmu.
í móður- og ömmuhlutverkinu
naut hún sín einna best, hún var
ævinlega vakin og sofin yfir velferð
okkar allra. í húsmóðurhlutverkinu
afrekaði hún margt en iðulega er
maður kom í heimsókn stóð hún við
eldavélina og var að matbúa eitthvað
gott eða hún sat og ptjónaði af mikl-
um eldmóði hvort heldur það voru
sokkar, vettlingar, borðtuskur eða
heilu peysurnar. Allt þetta voru gjaf-
ir hugsaðar til að gleðja ættingja
og vini.
Margar á ég góðar minningar frá
heimsóknum okkar til Þórshafnar.
Þá var nú tekið á móti okkur með
mikilli viðhöfn, hvort heldur sem var
á nóttu eða degi. Kræsingar biðu
eftir okkur á borðum og hjónarúmið
beið uppábúið, klætt í besta línið.
Það var ekki til að tala um, það
skyldi gengið úr rúmi fyrir okkur.
Gestrisnin var slík og alltaf var
stungið upp á að gera eitthvað
skemmtilegt svo sem að fara í beija-
mó og taka með nesti og ávallt var
mikið líf og fjör.
Eitt af helstu áhugamálum
tengdamömmu var garðrækt enda
ber garðurinn á Skólatröð þess aug-
ljóst vitni þar sem hún ræktaði mat-
jurtir og blóm af mikilli natni. Er
kom að því að við hjónin fórum að
rækta og skipuleggja okkar eigin
garð stöð ekki á góðum ráðlegging-
um varðandi val og staðsetningu á
plöntum. Ósjaldan kom hún klyfjuð
af plöntum, oftast úr eigin garði.
Já, tengdamamma hafði svo sann-
arlega græna fingur.
Einnig verð ég að minnast þess
að á sextugsaldri lét Sísí sig ekki
muna um að læra til sjúkraliða og
starfaði hún við það í allnokkur ár.
Slikt umönnunarstarf veitti henni
mikla ánægju og gleði. Fyrir um
tveimur árum greindist Sísí með
bijóstakrabbamein og stóðst hún þá
eldraun með miklum dugnaði. Á síð-
astliðnu ári var það síðan sem dótt-
ursonur hennar Sæmundur hélt utan
ásamt móður og föður til fjarlægs
lands, þar sem leitast var við að
lækna hvítblæði með mergskiptum,
en hann hafði borið það í sex ár.
Þá sá tengdamóðir mín ásamt
tengdaföður um að halda utan um
heimilið og börnin sem heima voru.
Nokkrir mánuðir liðu. Þegar svo
sýnt var, að mergskiptin myndu
ekki bera tilætlaðan árangur, héld-
um við öll utan og lést Sæmundur
skömmu síðar. Sæmundur var okkur
mikill harmdauði.
í febrúar fékk hún skyndilega
heilablóðfall sem hún lést af rúmum
mánuði síðar.
í vetur hafði hana nokkrum sinn-
um dreymt að hún væri komin til
Sæmundar. Viljum við trúa því að
nú séu þau saman hjá Guði á ný.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji guðs englar yfir mér.
(H. Pétursson.)
Elsku tengdapabbi, á þessari
stundu er svo fátt hægt að segja
annað en að biðja góðan Guð og
alla heimsins engla að styðja og
styrkja þig og okkur í sorginni.
Kristín Guðjónsdóttir.
Tveir stórir og Ijómandi englar
fljúga við gluggann minn.
Einn er barnið sem ég leiddi
og hinn, hún var alltaf hér.
Hvernig er hægt að skrifa minn-
ingarorð, sem þér væru samboðin,
elsku amma? Það kvartaði víst eng-
inn undan lognmollu þar sem þú
varst. Réttlætiskennd og fram-
kvæmdavilji, það voru einkennin þín.
Þú varst bæði stór og sterk kona.
Hvernig er annað hægt en að vera
stolt af slíku? Stundum er það þann-
ig að eiginleikar mannanna eru ekki
við þá metnir. En það er aðeins um
tvennt að ræða, að kveðja sér hljóðs
og hljóta ólík viðbrögð eða þegja
ella og koma meiningu sinni aldrei
til skila. Þá vil ég heldur kjafta út
í eitt og vera öllum óþolandi. Takk
fyrir þessa dýrmætu lexíu, elsku
amma. Ég vona að ég hafi kjark til
að lifa eftir henni. Ég vildi geta
skrifað þér falleg ljóð og allan heim-
inn skyldi ég mála, elsku amma. En
þetta verður að duga. Berðu Sæ-
mundi kveðju mína.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennimir elska, missa, gráta og sakna.
(Jóhann Siguijónsson.)
Þín elskandi ömmustelpa,
María Heba Þorkelsdóttir.
Elsku amma mín.
Mér finnst erfitt að hugsa til þess
að þú sért dáin og farin frá okkur.
Samt var þér fyrir bestu að deyja
og þurfa ekki að þjást meira. Samt
sættum við okkur ekki við það. Elsku
amma, þú hugsaðir svo vel um alla.
Þegar ég skoða myndir af þér tárast
ég og rifja upp gamlar minningar,
t.d. þegar við fórum í beijamó og
margar aðrar dýrmætar stundir. Ég
gleymi því aldrei þegar þú hringdir
um jólin og varst svo ánægð með
vindhanann sem við gáfum þér.
Nú veit ég, að þú ert hjá Sæ-
mundi, og þá líður þér vel og þjáist
ekki meira. Ég mun alltaf geyma
dýrmætu stundirnar sem ég átti með
þér.
Ástarkveðja, þín
Sigríður Sigurgísladóttir.
+
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
ÓLAFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést á Sólvangi, Hafnarfirði, föstudaginn 28. mars.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni I Hafnarfirði, þriðjudaginn
8. apríl kl. 13.30.
Sigurllna Árnadóttir,
Eydís Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
er látinn.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingi K. Jóhannesson.
t
Stjúpfaðir minn,
BRYNJÓLFUR KETILSSON,
Njörvasundi 33,
Reykjavík,
t Kæru vinir. Við þökkum ómetanlegan hlýhug
og samstöðu við andlát og jarðarför
JÓNS EYJÓLFS GUÐMUNDSSONAR, i mr
Þorfinnsstöðum. || ' F
Guð blessi ykkur öll.
Alma Á. Levý
og fjölskyldur. M
t
Ástkær faðir okkar
JÓN HALLDÓRSSON
húsgagnabólstrari,
Njálsgötu 86,
Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn langa.
Elfnborg Lárusdóttir,
Kristján Vfdalfn Jónsson,
Halldór Jónsson.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
SIGURJÓN PÁLSSON
bóndi,
Galtalæk,
Rangárvallasýslu,
lést á heimili sínu að morgni 30. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigríður Sveinsdóttir
og böm.
t
Bróðir minn,
ÞORLÁKUR KOLBEINSSON
bóndi,
Þurá f Ölfusi,
verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju
miðvikudaginn 2. apríl kl. 13.30.
Rútuferð verður frá BSÍ kl. 12.00.
Arinbjörn Kolbeinsson.
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
STEFÁN DAVÍÐSSON,
Haugi,
lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga, laugardaginn 29. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börn og tengdabörn.