Morgunblaðið - 06.04.1997, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FEDERICO Pena, fyrrverandi samgönguráðherra Bandaríkj-
anna. Hann lýsti því yfir að ValuJet væri öruggt flugfélag.
tveimur í 51 og flugleiðunum úr átta
í 320.
Schiavo segir að slysum flugfé-
lagsins hafí íj'ölgað í því sem næst
réttu hlutfalli við þennan vöxt. Flug-
menn ValuJet hafi nauðlent 15 sinn-
um árið 1994 og 57 sinnum 1995.
Síðar kom í ljós að nauðlendingarnar
voru 59 á fyrri hluta síðasta árs og
frá febrúar til maí sama ár urðu
vélar flugfélagsins að lenda annan
hvern dag vegna bilana.
Skýrslunni stungið undir stól
Eftirlitsmenn FAA höfðu skoðað
vélar ValuJet alls 5.000 sinnum á
þremur árum en tilkynntu þó aldrei
nein alvarleg vandamál. Schiavo
sendi því aðstoðarmann sinn, Larry
Weintrob, á skrifstofu FAA í Atl-
anta til að afla upplýsinga um hvað
stofnunin hygðist gera í máli flugfé-
lagsins. Eftirlitsmenn FAA urðu
vandræðalegir og viðurkenndu að
þeir hefðu ekki hugmynd um hversu
mörg slys hefðu orðið í stuttri sögu
flugfélagsins.
Rekstur ValuJet var með ólíkind-
um, að mati Weintrobs. Flugmenn
einnar vélarinnar þurftu til að mynda
að kvarta 31 sinni yfir bilun í veður-
ratsjá áður en gert var við hana; vél
á leið til Boston varð að snúa til
Washington vegna bilunar í lending-
arbúnaði en þar sem hann komst í
lag á leiðinni þangað var fluginu
haldið áfram eins og ekkert hefði í
skorist án þess að vélin væri sett í
skoðun; flugvirkjar notuðu lagnalím-
bönd til að líma flugvélahluta sam-
an; flugvirki beitti hamri og meitli
til að gera við viðkvæman hreyfil-
hluta og síðar varð að slökkva á
hreyflinum í flugi.
Starfsmenn FAA í Atlanta sáu
að sér eftir ferð Weintrobs og endur-
skoðuðu mat sitt á flugfélaginu.
Þeir skrifuðu skýrslu um atvikin og
sendu hana til höfuðstöðva stofnun-
arinnar. Þar var henni stungið undir
stól og haldið leyndri þar til vél
ValuJet hrapaði í Everglades.
Eftir slysið komu embættismenn
fram í sjónvarpi og reyndu að full-
vissa almenning um að engin hætta
stafaði af flugfélögum sem byðu upp
á ódýrustu fargjöldin. Þeirra á með-
al var Federico Pena, þáverandi sam-
gönguráðherra, sem vísaði til
skýrslu frá FAA sem hann sagði
sanna að ódýru flugfélögin væru
jafnörugg og hin stóru.
Schiavo telur að ráðherrann hljóti
að hafa vitað að þetta hafi ekki ver-
ið rétt. FAA hafi fengið fjölmargar
vísbendingar um að ValuJet hafi átt
í vandræðum í marga mánuði og
hið sama megi segja um önnur ,jað-
arflugfélög". Alhæfingin í skýrsl-
unni um öryggi ódýru flugfélaganna
sé röng af þeirri einföldu ástæðu að
eitt þeirra, Southwest, hafi reynst
nánast flekklaust í öryggismálum
og það hafi skekkt niðurstöðuna.
Bókarhöfundurinn telur einnig að
David Hinson, yfirmaður FAA, hljóti
einnig að hafa vitað að flugvélin sem
fórst hafi átt við sífelldar bilanir að
stríða og ítrekað þurft að nauðlenda
síðustu mánuðina fyrir slysið.
Ónafngreindur starfsmaður FAA
hringdi til Schiavo eftir slysið og
greindi henni frá því að embættis-
ERLEIMT
menn stofnunarinnar væru á fundi
og hefðu þar skýrsluna, sem starfs-
menn FAA í Atlanta sendu til höfuð-
stöðvanna eftir ferð Weintrobs.
Schiavo sendi undirmenn sína á
fundarstaðinn til að leggja hald á
skýrsluna, en þeir komu of seint og
embættismenn FAA sögðust ekkert
vita um hana. Þeir sáu þó að sér
daginn eftir og boðuðu til blaða-
mannafundar þar sem þeir lögðu
fram þykkan bunka af gögnum um
ValuJet. I miðjum bunkanum leynd-
ist sakleysisleg skýrsla frá eftirlits-
mönnunum í Atlanta. Þótt skýrslan
bæri keim af loðnu stofnanamáli
kom þar fram að eftirlitsmennirnir
lögðu til í febrúar í fyrra að ValuJet
yrði svipt starfsleyfi.
Loftferðaeftirlitið er með tæplega
3.000 eftirlitsmenn, en Schiavo seg-
ir starf þeirra svo ómarkvisst og
kæruleysislegt að það sé nánast
gagnslaust.
Andvaralaus gagnvart
sviknum varahlutum
Schiavo hafði miklar áhyggjur af
vísbendingum um að sala á sviknum
varahlutum í flugvélar hefði færst í
aukana og hvatti FAA tii þess að
herða eftirlitið með framleiðendum
og varahlutamiðlurum. Embættis-
menn stofnunarinnar skelltu skolla-
eyrum við slíkum áskorunum og
sögðu að engin flugslys hefðu orðið
vegna svikinna varahluta, eða
„ósamþykktra" eins og þeir kusu að
kalla þá. Þeir héldu því fram að
sviknu varahlutunum hefði ekki
fjölgað.
Öryggisstofnun öryggismála var
þó ekki á sama máli því hún hefur
tilgreint ýmis flugslys sem tengist
notkun svikinna varahluta. Rann-
sóknir Schiavo og undirmanna henn-
ar bentu til þess að 43% varahluta,
sem keyptir eru af framleiðendum,
væru svikin eða ósamþykkt. Hún lét
til að mynda rannsaka varahluti í
birgðastöð FAA, sem voru ætlaðir
flugvélum stofnunarinnar, og í ljós
kom að 39% þeirra voru svikin eða
grunsamleg.
Skýrslu leynt fram yfir
Olympíuleika
Schiavo taldi einnig að öryggis-
gæsiu á flugvöilunum væri ábóta-
vant og árið 1995 lét hún starfs-
menn sína og eftirlitsmenn FAA
reyna að lauma eftirlíkingum af
sprengjum, byssum og hnífum í
gegnum málmleitartæki stórra al-
þjóðaflugvalla. Niðurstaðan var sú
að í 40% tilvikanna voru þeir ekki
stöðvaðir.
Sumarið 1996 lauk Schiavo við
lokaskýrslu um öryggi flugvalla og
hugðist leggja hana fram á fundi
hjá FAA sem Pena átti að sitja.
Samgönguráðherrann ákvað hins
vegar að mæta ekki á fundinn og
Schiavo telur að hann hafi ekki vilj-
að vita af skýrslunni.
Hinson og fleiri embættismenn
FAA sátu hins vegar fundinn og
lögðu til að skýrslunni yrði stungið
undir stól fram yfir Ólympíuleikana,
sem hófust í Atlanta síðar í mán-
uðinum. Þeir sögðu að skýrslan
gæti haft alvarlegar afleiðingar og
hættan á sprengjutilræðum væri lít-
il. Ekki væri vert að hræða almenn-
ing og koma af stað neikvæðri
umræðu um öryggi flugvalla svo
skömmu fyrir Ólympíuleikana. Schi-
avo vildi að skýrsian yrði send for-
setanum en embættismennirnir
lögðust gegn því og kröfðust þess
að henni yrði haldið leyndri.
Schiavo komst að þeirri niður-
stöðu að samgönguráðuneytið væri
stefnulaust, hagaði seglum eftir
vindi og héldi að sér höndum þar
til stórslys yrðu með tilheyrandi fjöl-
miðlafári. Ráðherrann væri ekki til
forystu fallinn, hefði ekki þekkingu
eða skilning á viðfangsefninu og
vildi ekki axla ábyrgð. Yfirmaður
FAA væri aðeins toppfígúra, valda-
maður að nafninu til.
Þaggað niður í
„varðhundinum"
Schiavo ákvað því að segja af sér
og leysa frá skjóðunni opinberlega.
Skýrsla hennar um öryggi flugvall-
anna var ekki birt fyrr en eftir lands-
þing demókrata nokkrum vikum sið-
ar. Ölium upplýsingum, sem komu
FAA illa, var þó sleppt, svo og við-
brögðum stofnunarinnar við niður-
stöðum hennar.
Hinson sagði af sér sem yfirmað-
ur FAA í nóvember og Pena var síð-
ar gerður að orkumálaráðherra.
Enginn hefur enn verið skipaður í
stöðu yfireftirlitsmanns samgöngu-
ráðuneytisins, þótt átta mánuðir séu
liðnir frá afsögn Schiavo.
Starfsmönnum á skrifstofu yfir-
eftirlitsmannsins hefur verið bannað
að ræða málið við fjölmiðla og emb-
ættið á ekki lengur að hafa afskipti
af stefnumótun samgönguráðuneyt-
isins og loftferðaeftirlitsins, þótt það
sé eitt af lögbundnum verkefnum
embættisins. Flugöryggi er því nú
fyrir utan starfssvið yfireftirlits-
mannsins.
Byggt á Time og Flying Blind,
Flying Safe sem Avon Books
gefur út á næstunni.
FYRSTA AR PERSSOIMS:
Þar sem ekkert
vill lánast
HORFURNAR
á eins árs af-
mæli ríkis-
stjómar Göran Pers-
sons eru lakari en þær
voru fyrir ári. Ingvar
Carlsson, forveri
hans, náði stjórnar-
taumunum frá Carl
Bildt, formanni
Hægriflokksins, 1994
og Persson átti að
treysta flokkinn í
sessi og tryggja hon-
um völdin aftur við
kosningarnar 1998. En Persson, sem var
einstaklega ákveðinn fjármálaráðherra, hefur
reynst vingull í stóli forsætisráðherra með
þeim afleiðingum að hann er sá óvinsælasti,
sem gegnt hefur embættinu frá því mæling-
ar hófust. Fylgi flokksins, samkvæmt skoð-
anakönnun sem birt var í vikunni, er 27,6%
en Hægriflokkurinn er nú stærstur, með 34%
fylgi. En kannski er ástandið svo slæmt að
það getur ekki annað en batnað og það
gæti styrkt Persson, þegar Bildt snýr aftur
til Svíþjóðar frá störfum sínum í Bosníu.
Persson síðasti 6. áratugs
jafnaðarmaðurinn?
Persson tók annars ötullega til starfa.
Hann hafði reyndar ekki hugsað sér að verða
forsætisráðherra, heldur halda áfram sem
fjármálaráðherra í stjóm Monu Sahlin. En
þegar hún var úr leik vegna óviturlegrar
hegðunar í einkafjármálum lét Persson til
leiðast að takast á við stjórnun landsins og
það höfuðviðfangsefni flokksins að varðveita
velferðarkerfið á krepputímum.
Miðað við sviptingarnar í nýlegri stjórn
Torbjorns Jaglands í
Noregi getur Pers-
son hrósað happi.
Stjórn hans er hvorki
hrelld af hneykslis-
málum né veikind-
um, en hins vegar
hrellir ráðleysi hans
og hugmyndaleysi
bæði flokkssystkin
hans og andstæð-
inga. Hann er sagður
skorta skýrar hug-
sjónir o g kannski
finnur hann þetta
sjálfur, því nýlega sagðist hann sakna Sahlin
og hæfileika hennar til að miðla flokkshug-
sjónunum. Hann þykir óduglegur verkstjóri
í stjóminni, þreytist á að tala menn saman
og líkt og hinn goðumlíki Olof Palme er
Persson sagður hlusta lítt á aðra.
í sjónvarpi perlar svitinn á enni hans og
hann er andarteppulegur, enda ansi feitur.
Hann notar mikið af herðandi Iýsingarorðum,
svo hann er ekki bara leiður, heldur „óskap-
lega“ leiður og tónninn er eins og hann sé
að spjalla við sjónvarpsfólkið undir fjögur
augu. Eftirminnilegust ummæli hans frá ár-
inu eru þegar hann sagði að réttast væri að
brennimerkja þá Svía, sem töluðu illa um
Svíþjóð erlendis, því þeir græfu undan land-
inu. Þetta sagði hann þegar sænskur for-
stjóri hafði leyft sér að vera gagrýninn í
erindi, sem hann hélt í Bandaríkjunum.
A öllum Norðuriöndunum nema Islandi eru
jafnaðarmenn forsætisráðherrar, en Persson
sker sig rækilega úr hópnum. Hinir starfs-
og flokksbræður hans hafa unnið sér hylli
frammámanna í viðskiptalífínu og eru allir á
ný-fijá!slyndislínunni, sern Tony Blair, leið-
Göran Persson hefur verið
forsætisráðherra í eitt ár og
er nú óvinsælasti forsætisráð-
herra sem Svíar hafa haft.
Sigrún Davíðsdóttir rekur
erfiðleika Perssons, sem gæti
átt betri tíma í vændum.
Reuter
Göran Persson hefur nú verið við
völd í Svíþjóð í eitt ár.
togi breska Verkamannaflokksins, er fræg-
asti fulltrúinn fyrir. Persson heldur sig hins
vegar enn við jafnaðarmannatuggur fyrri
áratuga, skeytir engu um efnahagsvelgengni
á Nýja-Sjálandi, í Bretlandi og Bandaríkjun-
um, heldur vill auka fjárveitingar til sveitar-
félaga, skipta yfir í vistvænt samfélag, skrúfa
fyrir kjarnorku án þess að ljóst sé hvað komi
eigi í staðinn og leysa atvinnuleysisvandann
með því að bæta menntun. Hann er ófús á
skattalækkanir og afnám hafta vinnumark-
aðarins og andstæðingar hans kvarta yfir
að hann grípi til gamalla og innantómra jafn-
aðarmannaídisja um skatt á þá ríku og bur-
geisa atvinnulífsins.
Vaxtahækkun í afmælisgjöf
Það væri þó grófleg einföldun að kenna
Persson einum um vand,ann. Svíar hafa um
áratugaskeið verið sannfærðir um að þeir
væru að byggja upp einstakt þjóðfélag og
hefðu ekkert til annarra að sækja. Persson
er ekki einn um að eiga erfítt með að viður-
kenna að Svíar geti kannski ýmislegt af öðr-
um lært. Sænska jafnaðarþjóðfélagið á erfitt
með að aðlaga sig nýjum hugsunarhætti al-
þjóðavæðingar.
Það er einkum atvinnuleysið, sem stendur
eins og fleinn í holdi stjórnarinnar, því yfír
tíu prósenta atvinnuleysi eiga Svíar ekki að
venjast. Þegar Persson tók við sagðist hann
skyldu helminga atvinnuleysið fyrir aldamót-
in, en nú er atvinnuleysið rúm 13 prósent
og það er met. Og það er ekki aðeins að
hann hafi styggt leiðtoga atvinnulífsins svo
að 102 þeirra skrifuðu honum opið bréf ný-
lega og lýstu áhyggjum sínum, heldur hefur
sambandið á milli flokksforystunnar og
verkalýðshreyfingarinnar aldrei verið kulda-
legra.
Efnahagskreppa Svía er erfið viðureignar,
en það miðar þó í rétta átt. Fjárlagahalli var
13 prósent af þjóðarframleiðslu 1994, en
stefnt er á hallalaus fjárlög næsta ár. Verð-
bólgan er engin þessa mánuði og vextir hafa
lækkað. En það er seinlegt að vinna sér traust
erlendis. Stjómin fékk vaxtahækkun í afmæl-
isgjöf og krónan lækkaði. Sænsk efnahags-
stefna miðast við aðild að Efnahags- og
myntbandalagi Evrópu, EMU, en þar er
bæði stjórnin og flokkurinn klofin. Meðan
Danir, sem standa utan við EMU þar til þjóð-
in ákveður annað, vonast eftir samfloti við
EMU til vamar óstöðugleika, geta Svíar hins
vegar átt von á erfíðri og ótryggri siglingu.
Fylgistapið nemur fjórðungi
A fyrsta ári Perssons hefur flokkurinn
misst um fjórðung kjósenda sinna miðað við
kosningatölur 1994. Þá fengu þeir 45,3 pró-
sent atkvæða en nú er fylgi þeirra tæp 30
prósent, sama og Hægriflokksins, sem fékk
22,4 prósent í kosningunum. Ætla má að
fylgið hafí einkum ratað til Vinstriflokksins,
sem fékk 6,2 prósent í kosningunum en hef-
ur 14,4 prósent í skoðanakönnunum nú.
Ætla má að flokkurinn sé kominn svo langt
niður að ferlið hljóti brátt að snúast við.
Hægriflokkurinn hefur dafnað í fjarveru
Bildts, en Persson verið án skýrs andstæð-
ings og það kannski dregið úr skerpu hans.
Því er ekki ósennilegt að Persson verði akk-
ur í að fá Bildt til að takast á við. Persson
leitaði fyrst stuðnings Vinstriflokksins, en lét
hann svo róa og krækti í Miðflokkinn, fyrrum
samstarfsflokk Bildts. Menn greinir á um
hvort það reynist Persson farseðill inn i
næstu stjórn eða ekki. Og ekki má gleyma
að undir sívökulu auga fjölmiðlanna getur
nýgræðingum verið erfítt að fóta sig. Það
er því of snemmt að afskrifa möguleika Pers-
sons 1998 þótt á móti blási þessa mánuðina.