Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Nýju
orgeli
fagnað
ORGANISTARNIR Haukur
Guðlaugsson, söngmálastjóri
Þjóðkirkjunnar, og Órn Falkn-
er, organisti Kópavogskirkju,
leika orgelverk eftir J.S. Bach
og stjórna margháttuðum tón-
listarflutningi öðrum á tónleik-
um í Kópavogskirkju í kvöld.
Þetta eru sjöttu tónleikarnir
af átta, sem haldnir eru í til-
efni af uppsetningu nýs pípu-
orgels Kópavogskirkju. Nýja
orgelið var vígt í ársbyijun.
Það er 31 raddar, smíðað af
Bruhn & Son í Danmörku.
Dagskrá tónleikanna að
þessu sinni er blönduð. Auk
Hauks og Arnar koma fram
Sigríður Gröndal, sópran,
Kirkjukór Kópavogskirkju og
Halldór Björnsson, bassi. Sig-
ríður syngur aríur úr Sköpun-
inni eftir Haydn, Pie Jesu eftir
G. Fauré og Laudate Domin-
um eftir W.A. Mozart ásamt
kirkjukórnum. Kórinn flytur
svo Jubilate Deo eftir Mozart,
lofgjörðarvers eftir G.F. Hánd-
el, Ave Maria eftir Hans Ny-
berg, svo og Libera me Fauré.
Þar syngur Halldór Björnsson
baritónsóló. Kórstjórn og und-
irleik annast þeir Örn Falkner
og Haukur Guðlaugsson.
Á næstu tónleikum, 20.
apríl, mun Marteinn H. Frið-
riksson, dómorganisti, flytja
orgelverk.
Fegurðin er alls
staðar - ef við
höfum tíma
VEIÐIVÖTN í Rangárvalla-
sýslu eru yrkisefni Guðrúnar
Svövu Svavarsdóttur myndlist-
arkonu á einkasýningu hennar
í Stöðlakoti - hinni fyrstu sem
hún heldur í áratug. Verkin,
nítján að tölu, eru öll ný af nál-
inni og unnin með vatnslitum.
„Veiðivatnasvæðið hafði sterk
áhrif á mig þegar ég kom þar
fyrst fyrir fáeinum árumog
svæðið hefur eiginlega ferið
með mér síðan,“ segir Guðrún
Svava sem sótti Veiðivötyi fyrst
heim að undirlagi frænda síns,
Didda fiðlu. „Hann kom víð hjá
mér á Hellu, þar sem ég bjó á
þeim tíma, eftir veiðiferð í Veiði-
vötnum og sagði mér frá þessu
unaðslega svæði. Ég hafði ekki
veitt því athygli fyrr en ákvað
að skella mér - og hvílík dýrð!
Ég var gjörsamlega heilluð."
Upp frá þessu fór listakonan
að leitast við að færa upplifun
sína í mynd. „Mér þætti vænt
um ef ég gæti komið einhveiju
af þvi sem ég hef fundið fyrir
þarna til skila - kyrrðinni, auðn-
inni, litunum. Maður verður lík-
ast til aldrei uppiskroppa með
yrkisefni frá Veiðivötnum."
Guðrún Svava hefur marg-
sinnis sótt Veiðivötn heim á liðn-
um misserum en aldrei dvalist
þar. Ur því hyggst hún bæta í
sumar. „Mig dreymir um að
tjalda þarna, hafa vatnslitina
mína og pappírinn með og
drekka í mig andrúmsloftið í
rólegheitunum - njóta lífsins!"
Veiðivötn eru bersýnilega
óskastaður Guðrúnar Svövu en
samt hikar hún ekki við að full-
yrða að það sé fullt af svona
stöðum á Islandi! „Landið okkar
er stórbrotið og það er alls stað-
ar hægt að sjá fegurðina - svo
framarlega sem við gefum okk-
ur tíma til þess.“
Aðrir siðir
Einhverjum þykir ef til vill
kyndugt að heyra konu sem er
borin og barnfædd á mölinni
fjalla af þvílíkri næmni og ein-
lægni um tíma og náttúru. Guð-
rún Svava hefur það hins vegar
umfram margt borgarbarnið að
hafa búið um skeið úti á landi.
Sjálf tekur hún upp þráðinn:
„Þar lærir maður aðra siði. Líf-
ið gengur hægar fyrir sig og
maður tengist landinu á mun
öruggari hátt en í borginni."
Guðrún Svava hefur víða
drepið niður fæti í myndlistinni
en vatnsliturinn hefur aldrei
Morgunblaðið/Kristinn
GUÐRÚN Svava lifir í núinu - lætur framtíðina ráðast.
verið langt undan. „Ég hef feng-
ist við hann með ýmsum hætti
í tuttugu ár og nú orðið mála
ég nær eingöngu vatnslita-
myndir. Engu að síður er þetta
fyrsta einkasýningin mín með
slíkum verkum.“
Segir listakonan að sér hafi
aldrei þótt vatnsliturinn sérlega
erfiður viðfangs, þótt það taki
langan tíma að „kynnast hon-
um“. „Tæknin er í sjálfu sér
ekki flókin og persónulega
finnst mér vatnsliturinn alltaf
skemmtilegri og skemmtilegri
- ef til vill vegna þess að ég
er alltaf að ná betri tökum á
honum.“
Sýningunni í Stöðlakoti lýkur
13. apríl næstkomandi en verð-
ur fólk að bíða í önnur tíu ár
eftir næstu einkasýningu Guð-
rúnar Svövu? „Það er ómögu-
legt að segja,“ svarar hún. „Ég
er löngu hætt að gera áform
fyrir framtíðina. Að mínu viti
er best að lifa í núinu og reyna
að gera sitt besta. Það þýðir
ekki að vera sífellt að horfa
fram veginn eða líta um öxl.
Það verður bara að ráðast hvað
framtíðin ber í skauti sér!“
Vortónleikar
Fóstbræðra
FÓSTBRÆÐUR búa sig undir vortónleikana.
isskránni lög frá Finnlandi,
Spáni, Rússlandi, Svíþjóð og
Eistlandi.
Einsöngvarar með kórnum að
þessu sinni verða þau Þorgeir
J. Andrésson, sem söng hlutverk
Galdra Lofts á framangreindri
sýningu Islensku óperunnar, og
bandaríska söngkonan Judith
Ganz. Jónas Ingimundarson
mun annast píanóieik á tónleik-
unum en stjórnandi Fóstbræðra
er sem fyrr Árni Harðarson.
Á hausti komanda kemur út
saga Karlakórsins Fóstbræðra í
áttatíu ár og mun það verða
mjög veglegt og vandað rit með
fjölda mynda og upplýsingum
um alla söngmenn kórsins fyrr
og síðar, svo sem segir í kynn-
ingu.
Ljósmynd: Jóhann F. Guðmundsson
Styrkir úr sjóði dr. Björns
Þorsteinssonar
ÚTHLUTUN úr Sagnfræðisjóði dr.
Björns Þorsteinssonar fór fram ný-
verið. Styrki hlutu Haki Þór Ant-
onsson til að vinna að doktorsrit-
gerð við háskólann í St. Andrews
í Skotlandi um samskipti Bretlands,
sérstaklega Skotlands, og íslands á
miðöldum og Sigríður Matthíasdótt-
ir til að vinna að doktorsritgerð við
Háskóla íslands um þjóðernisstefnu
og mótun íslenskrar sjálfsvitundar
á 20. öld, 150 þús. kr. hvor.
ÁRLEGIR vortónleikar Karla-
kórsins Fóstbræðra verða
haldnir í Langlioltskirkju eftir-
talda daga: Þriðjudaginn 8. apríl
kl. 20.30, miðvikudaginn 9. apríl
kl. 20.30, fimmtudaginn 10. apríl
kl. 20.30 og laugardaginn 12.
apríl kl. 15.
Efnisskrá vortónleikanna er
fjölbreytt að vanda. Þar á meðal
má nefna kóra og aríur úr
Galdra Lofti eftir Jón Ásgeirs-
son, en sú ópera var frumflutt
á Listahátið á síðasta ári í ís-
lensku óperunni. Einnig verður
flutt upphafið að nýju tónverki
eftir Hróðmar I. Sigurbjörns-
son, sem hann samdi sérstaklega
fyrir kórinn auk íslenskra þjóð-
laga og laga eftir eldri og yngri
íslensk tónskáld. Þá verða á efn-
Syngj-
um
saman
ÞRIÐJUDAGINN 8. apríl kl.
20.30 verður söngkvöld í Frið-
rikskapellu undir yfirskrift-
inni Syngjum saman. Til-
gangur þessa söngkvölds,
eins og annarra slikra, sem
efnt hefur verið til í kapell-
unni á liðnum vetri, er að fá
gesti til að sameinast óþving-
að í almennum söng, ánægj-
unnar vegna, svo sem segir í
kynningu. Félög og samtök,
sem standa að Friðrikskapellu
skiptast á um að sjá um þessi
kvöld. Nú er það hlutverk
Skátasambands Reykjavíkur,
sem hefur fengið nýstofnaðan
skátakór í lið með sér.
Kórinn mun bæði syngja
einraddað með öðrum þátt-
takendum á söngkvöldinu en
líka einn sér undir stjórn
Steingríms Þórhallssonar.
Guárún Ingi-
bjartsdóttir
sýnir í Fjarð-
arnesti
NÚ STENDUR yfir sýning á
vatnslitamyndum eftir Guð-
rúnu Ingibjartsdóttur í Fjarð-
arnesti, Bæjarhrauni 4 í
Hafnarfirði.
Guðrún er frá Hesti í Hest-
firði við Djúp og hefur verið
á námskeiðum í Myndlistar-
skóla Kópavogs.
Opið er virka daga kl.
7—10, laugardaga kl. 8-10
og sunnud. kl. 11-10.
Sýningin er sölusýning og
stendur til 30. apríl.