Morgunblaðið - 06.04.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 19
LISTIR
Drengjakór á
Húsavík
Húsavík. Morgunblaðið.
DRENGJAKÓRINN Crosfields frá Reading á
Englandi hélt fjölsótta tónleika í Húsavíkur-
kirkju sl. þriðjudag við mikla hrifningu áheyr-
enda. Stjórnandi er Stephen Yates og undir-
leikari Elizabeth Collins.
Crosfields er einkarekinn drengjagrunnskóli
í Reading sem er 30 km austan við London.
í skóiakórnum eru drengir á aldrinum níu
til þrettán ára. Hann hefur sungið opinberlega
víða á Englandi meðal annars í Queen Eliza-
beth Hall og Royal Albert Hall í London og
komið fram í enska sjónvarpinu. En þetta er
fyrsta ferð kórsins á erlenda grund.
Kórinn var stofnaður árið 1991 og byggist
söngur hans á fomri sönghefð ensku kirkjunnar.
Kórinn flutti alls 30 lög, flest sungin en einn-
ig nokkur lög leikin á blokkflautur, gítar, óbó,
saxófón og píanó.
Stephen Yates, stjórnandinn, er tónlistar-
kennari við skólann en hann er íslendingum
að góðu kunnur eftir nokkurra ára starf á
Raufarhöfn og síðar í Reykjavík, þar sem hann
kenndi við Tónskóla Sigursveins, áður en hann
fór aftur heim til Englands.
Kórinn söng í Glerárkirkju á Akureyri á
fimmtudagskvöldið og í Laugarneskirkj u í
Reykjavík í gær.
DRENGJAKÓRINN Crosfields.
Hvar sem á Mégane Classie er litið, segir
allt: „Velkomin um borð". Hvert smá-
atriði snýst um að gera ökuferðina
ánægjulega. Ökumannssætið ersem hannað
sérstaklega fyrir þig og skýringin er einföld:
Gott rými fyrir fætur og olnboga, og ekki síst
fjölbreyttir stillingarmöguleikar á sætinu.
Mégane Classic kostar aðeins frá 1.398.000 kr.
Mégane Classic er að sjálfsögðu með vökva-
og veltistýri og er fjarstýring útvarpsins á armi
við stýrið.
Öllum öryggisatriðum ervandlega sinnt, þar
má m.a. telja loftpúða við framsæti, þrjú þriggja
punkta bílbelti og höfuðpúða í aftursætum,
bílbeltastrekkjara og höggdeyfa á bílbeltum,
ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200, BEINN SÍMI: 553 1236
krumpusvæði, tvo öryggisbita í hurðum,
sérstaklega styrktan topp og botn o.fl. Farangur
5 manna fjölskyldu rúmast auðveldlega í 510
lítra farangursrými þessa fallega bíls.
Allt þetta gerir Mégane Classic aö einum
öruggasta og þœgilegasta bíl sem völ er á.
RENAULT
FER Á KOSTUM
MEISTARAVERK