Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.04.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 25 ins, Oddur er framleiðslustjóri og Aðalsteinn er sölumaður. Við eigum einnig dóttur, Önnu Margréti, sem er að læra grafíska hönnun erlend- is.“ Sigurður segist ekki síður hafa verið heppinn með starfsfólk og hann er ekki í vafa um að það er dýrmætasta eign fyrirtækisins. „Sex starfsmenn hafa verið með okkur svo til frá byijun og stöðugt hefur einvalalið bæst við þann kjarna. Ég fann það best nú í flutn- ingunum er vélamar fóru í gang hver af annarri. Húsið var rétt svo fokhelt og var hreint ótrúlegt hvað fólkið mitt lét bjóða sér án þess að kvarta. Með slíkt lið er allt hægt.“ Framtíðin er spennandi Sigurður segir að ýmislegt hafí háð rekstri Plastos á undanförnum misserum en segist líta björtum augum til framtíðarinnar enda ríki uppsveifla í efnahagslífinu og fyrir- tækið sé að flytja í nýtt og rúmgott hús með nýja prentvél sem það hafí lengi þurft á að halda. „Velta fyrir- tækisins jókst töluvert á síðastliðnu ári og komst yfir hálfs milljarðs múrinn eftir nokkurt bakslag árið 1995 en þá misstum við stærsta viðskiptavin okkar. Það hefur lengi háð mér að vilja helst gera allt sjálf- ur og ég ætlaði t.d. að bæta á mig starfí framleiðsiustjóra þegar hann hætti á síðasta ári. Ég veit ekki hvernig það hefði endað ef aðstoð- arframleiðslustjórinn, Kjartan Örn Jónsson, hefði ekki tekið málin í sínar hendur. Við höfum af ýmsum ástæðum verið hálf lamaðir og tap- Plastos velta árin 1993-1996 1993 1994 1995 1996 að markaðshlutdeild í plastpokum á síðastliðnum árum en nú eru allar forsendur til að koma aftur inn af fullum þunga og vinna það upp og gott betur. Nú hafa verið ráðnir framleiðslustjóri og markaðsstjóri til að taka faglega á þessum málum. Nýja vélin er mun breiðari og full- komnari en gömlu vélarnar og stefnt er að því að hún muni tvöfalda af- köstin í prentun. Við þurfum því ekki lengur að vísa frá okkur við- skiptavinum. Nýja húsið er hannað með ýtrustu framtíðarþarfír fyr- irtækisins í huga, t.d. er hægt að stækka það ef þörf krefur. Nú er næstum allt okkar plast framleitt hjá Reykjalundi en auðvelt er að flytja framleiðslu þess í nýja húsið ef harðnandi sam- keppni skyldi knýja okkur til þess í framtíðinni." Plastið er umhverfisvænt -Nú hefur plast- umbúðanotkun ís- lendinga aukist gífurlega á undan- förnum áratugum eins og öflug fyrir- tæki í greininni vitna um. Óttastu ekki að það eigi eftir að draga úr spurn eftir slíkum umbúðum, t.d. í kjölfar aukinna umræðna um um- hverfismál? „Ég tel síður en svo ástæðu til að óttast það,“ segir Sigurður og brosir. „Plastumbúðir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt sem hentugustu umbúðimar fyrir heimili og fyrir- tæki. Staðreyndin er sú að það er ekkert umbúðaefni eins umhverf- isvænt og plastið sem plastpokar eru úr en það er plastframleiðendum til skammar hvað þeir hafa lítið gert til að koma því á framfæri. Við framleiðum plastpoka úr polyet- hylen-plastefni en það er úr frum- efnunum vetni og kolefni. Það brennur án þess að mynda eitraðar lofttegundir og í náttúmnni brotnar það smám saman niður án nokkurr- ar efnamengunar eða skaða fyrir grunnvatn svo eitthvað sé nefnt. Framtíðin er því í plastinu að þessu leyti sem öðrum.“ -Á örfáum árum hefur virkur hlutabréfamarkaður orðið til hér- Iendis þar sem hlutabréf fjölmargra fyrirtækja eru skráð. Hefur Plastos áhuga á að bætast í þennan fríða flokk? „Það gæti vel komið til greina að gera það síðar. í hinum mikla hraða og samkeppni sem nú ríkir gengur ekki endalaust að gaufa við að byggja upp fyrirtæki og getur kostað mann glötuð tækifæri að eiga þetta einn. Þá er betra að fá inn meðeigendur með nýtt fjármagn til að styrkja reksturinn og fá fyrr vélar sem vantar. Með aðskilnaði límmiða- og tækjadeildar frá um- búðaframleiðslunni er lagður grunn- ur að því að liðka fyrir slíkum breyt- ingum, hvort sem þær verða með þeim hætti að við fáum nýja aðila til liðs við okkur eða förum á mark- aðinn,“ segir Sigurður að lokum. Morgunverðarfiindur þriðjudaginn 8. apríl 1997, kl. 8.00 - 9.30 í Sunnusal, Hótel Sögu DREIFINGU OG Verslunarráð íslands gengst íyrir morgunverðarfundi með dr. John Dawson, prófessor við Háskólann í Edinborg, sem hefur getið sér góðs orðs íyrir hagnýtar rannsóknir og ráðgjöf á sviði dreifingar og smásölu matvæla. - Hvaö einkennir hina öru þróun í dreifingu og smásölu matvæla? - Hverjir verða undir og hverjir ofan á í hinni óvægnu samkeppni? - Eru íslenskir inn- og útflutningsaðilar eða matvælaframleiðendur í stakk búnir til að takast á við þessa þróun? FRAMSÖGUMENN: Dr. John Dawson, prófessor við Háskólann í Edinborg Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs IS V^Siguröur Jónsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka Islands Umræður og fyrirspuniir Fundargjald er kr. 1.500,- (morgunverður innifalinn). Fundurinn er opinn en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins 588 6666 (kl. 8.00 - 16.00). ^KiiU vmfi VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS v w Nú er rétti tíminn til: Vetrarúðunar Með því stuðlar þú að eðlilegra lífríki plantna og skordýra I sumar. RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT wk groðurvörur Jfr VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smiðjuvegi 5, Kópavogi, slmi: 554 321 1 20% afsláttur af öllum ^seahiwiiuO veikfæmm í apríl '97 vegna 70 ára afmælis okkar! is Skúlagötu 63, sími 561 8560 Þjónusta við íslenskan málmiðnað í 70 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.