Morgunblaðið - 06.04.1997, Side 34

Morgunblaðið - 06.04.1997, Side 34
34 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HALLDÓRSSON húsgagnabóistrari, Njálsgötu 86, sem lést á föstudaginn langa, verður jarðsung- inn frá Grensáskirkju miðvikudaginn 9. apríl kl. 13.30. Elínborg Lárusdóttir, Kristján Vídalin Jónsson, Guðrún Sigríður Sævarsdóttir, Halldór Jónsson, Steinunn Þórjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður, sonar, bróður, mágs og tengdasonar, ÓLAFS ÓLAFSSONAR, Vesturgötu 117, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness fyrir góða hjúkrun og umönnun. Ásta Kristjánsdóttir, Elias H. Ólafsson, Ágústa R. Andrésdóttir, Andrés Ólafsson, Júlfus M. Ólafsson, Kristján Ásgeirsson, Kristján Ólafsson, Jenný Franklínsdóttir, G. Rósa Pétursdóttir, Sigrún Björnsdóttir, Ólöf Hjartardóttir. + Innilegar þakkir færum við þeim, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RANNVEIGAR JÓNU ELÍASDÓTTUR, Hjarðarholti 8, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyf- lækningadeildar Sjúkrahúss Akraness fyrir frábæra umönnun. Haraldur V. Magnússon Hinrik Haraldsson, Fjóla Bjarnadóttir, Svavar Haraldsson, Solveig Axelsdóttir, Haraldur Haraldsson, Guðmunda Sigurðardóttir, Gísli Haraldsson, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og jarðaför hjartkærs eigin- manns míns, föður, sonar, tengdasonar, bróður og mágs, PÁLS GARÐARS ANDRÉSSONAR, stýrimanns. Kristjana Friðbjörnsdóttir, Friðbjöm Pálsson, Elísa Pálsdóttir, Valgerður Hrefna Gísladóttir, Andrés Gilsson, Kristín Ósk Óskarsdóttir, Friðbjöm Kristjánsson, Guðrfður Inga Andrésdóttir, Valgeir Daðason, Grímheiður Elfn Andrésdóttir, Jóhann Bogason. + Alúðarþakkir til allra í bæjarfélaginu okkar, Borgarnesi, og annarra vina og ættingja, sem sýndu okkur samúð og samhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, KRISTJÁNS ARNDALS EÐVARÐSSONAR, Borgarvík 9, Borgamesl. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspltalans fyrir aðhlynningu og hjúkr- un á síðustu mánuðum. Guð blessi ykkur öll. Kristfn Bryndís Jónsdóttir, Ingvar Arndal Kristjánsson, Ómar Arndal Kristjánsson, Anna Ólöf Kristjánsdóttir. JOHANN SIGURÐSSON + Jóhann Sigurðs- son var fæddur á Ljótsstöðum II í Vopnafirði 12. jan- úar 1940. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans 27. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrar- kirkju 4. april. Jóhann Sigurðsson er látinn eftir stríðan leik lífs og dauða. Sá sem hér skrifar var ekki kunnugur Jóhanni sem nokkru nemur. Eigi að síður skilur maðurinn eftir sig minningar og vonir í huga og hjarta, sem knýja á um að minnast hans í nokkrum fátæklegum orðum, svo fyrirgefi mér Guð. Fundum okkar Jóhanns bar saman aðeins einu sinni í sum- arferð haf- og fiskirannsókna- manna í Þórsmörk. Hljóðlát og hlý nærvera Jóhanns á þeim vettvangi í skjóli dóttur verður mér ávallt minnisstæð. Svo má manninn dæma eftir vinum hans og ekki síst hjart- fólgnum afkomendum. Hafrann- sóknastofnunin hefur átt því láni að fagna að dætur Jóhanns þijár, Margrét, Sigurborg og Sigrún, hafa þar unnið við ýmis störf. Þeim systr- um er margt til lista lagt, sem eigi skal tíundað hér nema ljúfa um- gengni og öryggi og samviskusemi í starfi. Af dætrunum skal mann- inn, föðurinn, sem nú er kvaddur, dæma sem og ættbogann að baki. Vitund mín um Jóhann byggist sér- staklega á kynnum við þær systur, en hún er einnig styrkt öðrum stoð- um. Áleitinn hugur til Jóhanns var hugsanlega að einhverju leyti gagn- kvæmur, þá með dætumar sem brúarsmiði. Þannig túlka ég send- ingu frá Jóhanni í vetur sem leið, forláta fagurt tóbakshorn, Jóhanns- naut. Lýsir það ekki manninum, huga hans þrátt fyrir ailar hans þrautir. Það er ekki allra að skilja hvað felst í einu tóbakshomi, frið- ur, samlæti, nautn. Nautnar skal þá njóta með nærgætni. Vinir og samstarfsmenn á Ha- frannsóknastofnunni votta dætmm Jóhanns og öðrum ættingjum dýpstu samúð vegna fráfalls hans, gegnum á vit aftureldingarinnar. Guð blessi minningu Jóhanns, sem Frágaxigur afmælis- ogminning- argreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem i daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. , Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, mið- að við meðallinubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. lifir áfram í dætmm hans. Drottinn gefi dánum ró, hinum líkn sem lifa. Svend-Aage Malmberg. Elsku Jóhann. Kynni okkar vom ekki löng en þau vom góð. Ég kynntist þér þegar leið þín var farin að styttast og þrek þitt á þrotum. Við áttum saman seinnipart virku daganna, í þær vikur sem þú fékkst að vera heima áður en þú kvaddir. Þú varst ótrúlega hress og skemmtilegur, þrátt fyrir allt sem á þig var lagt og við spjöll- uðum oft mikið og veltumst um af hlátri. Svo fannst þér nú ekki leiðin- legt að gefa mér í staupinu og reyna á mér ýmsar tegundir líkjöra. Mat- ur var annað sameiginlegt áhuga- mál okkar og þú sparaðir ekki við þig harðfiskinn eða annað góðgæti sem þú réttir að mér. En við fómm á mesta flugið þegar við spjölluðum um sveitirnar okkar og sögðum hvort öðm reynslusögur úr bú- skapnum. Það mátti glögglega finna og heyra hversu mikill bóndi þú varst í þér og ég geymi vel og vandlega allar skemmtilegu sögurn- ar sem þú sagðir mér frá búskapar- árum þínum. Það fylgdu líka með ýmis strákapör og hremmingar frá bernskuámnum í sveitinni. Þú varst hreinn og beinn í samskiptum okkar og skófst ekkert utan af hlutunum frekar en Magga, dóttir þín. Þú varst þannig skapi farin að þér fannst ekkert sérlega auðvelt að sætta þig við magnleysið sem fylgdi veikindunum. Einu sinni þegar ég kom til þín varstu að moka snjóinn úr innkeyrslunni eins og ekkert væri sjálfsagðara. Eins neitaðir þú að vera veikur þegar þið Magga fómð með Kmmma og óðuð skafla til að kanna litla húsið þitt við kartö- flugarðana. Elsku Jóhann, ég þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an og líka þær sem vom erfiðari. Melkorka þakkar þér líka allan þann hlýhug sem þú sýndir henni, afmælisgjafirnar og molana sem þú gaukaðir að henni. Við kveðjum þig hinsta sinni og það er gott að vita af þér fyrir norðan, því þar var þinn staður. Að leiðarlokum ætla ég að gera orð Hannesar Pétursson- ar að þínum: Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu heiður er þinn vorhiminn hljóðar eru nætur þínar létt falla öldumar að innskeijum - hvít eru tröf þeirra. Elsku Magga, Sigurborg, Sigrún, og aðrir sem syrgja Jóhann, ég sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur norður yfír heiðar. Kristín Heiða. Vinur minn. Ég vil kveðja þig með nokkmm fátæklegum orðum 2 1 2 1 2 $ 3 Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifœri Opið til kl.IO öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sfwii 568 9120 2 1 2 | 3 | 3 og þakka þér fyrir hveija stund er við áttum saman. Þar varst þú ætíð í hlutverki þess er gefur og miðlar af hógværð og gamansemi, en ég þiggjandi. Þar er margs að minn- ast, allt frá því að við urðum ná- grannar í Vopnafírðinum. Þú ungur bóndi en ég barn að aldri: Þú varst alinn upp á Ljótsstöðum'og þekktir þar hveija þúfu og sögu staðarins. Þú kenndir mér örnefni og sagði mér sögur af fólki og atburðum lið- ins tíma. Oftlega af átökum manna við óblíða náttúm landsins. Margar skemmtilegar stundir áttu fjöl- skyldur okkar saman, bæði í dag- legri önn sveitaiífsins og einnig eft- ir að þið fluttuð til Akureyrar og fóruð að dvelja á heimili foreldra minna sem gestir. Það vom ævin- lega gleðidagar þegar fjölskyldan úr Grænumýrinni kom í heimsókn austur. Ég vil líka þakka þér stund- irnar síðustu árin hér sunnan heiða og þá sérstaklega eggjatökutúrinn okkar í vor leið. Hann var ævintýri líkastur. En sorgin barði líka að dyrum þínum þegar elskuleg eiginkona þín, Sigríður Vigfúsdóttir, var tekin frá þér og dætmm ykkar. Sá illvígi sjúkdómur hefur nú tekið þig frá okkur, en þið Sigga emð sameinuð á ný, í betri heimi. Að sýna óbilandi kjark og halda mannlegri reisn til hinstu stundar gagnvart óvini á borð við krabba- mein, er sviftir menn heilsu og kröftum og tekur loks lífið sjálft, ber vott um æðruleysi og hetjulund. Þessa eiginleika áttir þú í ríkum mæliog sömuleiðis hlýhug og vinar- þel. Á kveðjustund er mér tregt um mál. Elsku _ Margrét, Sigurborg og Sigrún. Ég, eiginkona mín, Hildur, foreldrar mínir, systur og fjölskyld- ur okkar allra senda ykkur bestu kveðjur og samúðaróskir. Megi al- góður guð veita ykkur og aðstand- endum öllum styrk og blessun á erfiðum stundum. Skarphéðinn Karl Erlingsson. Ekkert er glæsilegra en sigur mannsandans á þrautum lífsins og enginn maður er tignarlegri og glæstari en stoltur öldungurinn sem horfir hreykinn yfír farinn veg. Slík- ur maður var Jói gamli á Stóra- Núpi. Ég heimsótti Jóa í síðasta sinn fyrir ári síðan og þá brann þessi hugumstóri snillingur enn í andanum, kominn á tíræðisaldur- inn. Jói var maður með mönnum. Ekkert var fjær honum en kvabb og nöldur yfír smámunum og dæg- urflugum. Ekkert var þess eðlis að ekki væri hægt að sigrast á því. Ég kynntist Jóa fyrir 17 árum í sumardvöl á Stóra-Núpi. Hvergi hefur mér liðið betur og engan mann hef ég vingast við eins og Jóa. Hann hafði gríðarlegan áhuga á bókmenntum og margar bækur las ég eftir ábendingar frá honum. Bækur eins og Jóa gullgrafara og fjölmargar íslendingasögur. Annað sem sameinaði okkur var félags- hyggjan. Jói bar umhyggju fyrir lítilmagnanum og hafði megna fyr- irlitningu á átroðningi hins sterka á þeim sem minna mega sín. Eins fékk ég sem ungur drengur beint í æð frá Jóa gildi og unað hesta- mennskunnar. „Önnur eins sálarbót og hestamennskan er ekki til,“ sagði Jói þegar talið barst frá póli- tík og bókmenntum að hesta- mennsku. Hversu lengi sem ég lifi mun minningin um Jóa búa með mér, gera mig að betri manni og minna mig á fáránleik þess að láta smámuni og lítilfjörleika mannlífs- ins gera sér lífið leitt. Það eru menn af kalíberi Jóa sem gera lífið að því ævintýri sem það er. Menn sem hefja sig yfir volæði hvunn- dagsins og taka flugið yfir lítilfjör- leik meðalmennskunnar. Menn sem taka lífinu eins óg það er, sigrast á sorgunum og gleðjast ríkulega yfir sigrunum. Fyrir hönd fjölskyldunnar í Skarði votta ég aðstandendum Jóa á Stóra-Núpi innilegustu samúð okkar. Minningin lifir um góðan mann. Sú minning deyr aldrei. Björgvin G. Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.