Morgunblaðið - 06.04.1997, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997 35
Kristín Hall-
grímsdóttir
fæddist í Úlfstaða-
koti í Blönduhlíð,
sem nú heitir Sunnu-
hvoll, 17. október
1892 og ólst þar upp.
Hún lést í Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri laugar-
daginn 29. mars síð-
astliðinn á 105. ald-
ursári. Foreldrar
hennar voru Hall-
grímur Friðriksson
og Helga Jóhanns-
dóttir.
Kristín giftist
Pétri Valdimarssyni frá Merki-
gili í Austurdal árið 1916. Þau
tóku við búskap í Úlfstaðakotí
af foreldrum hennar árið 1915.
Þaðan fluttu þau að Sólheima-
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast langömmu minnar, Krist-
ínar Hallgrímsdóttur.
Það verður hálf skrýtið að skreppa
norður án þess að hitta „langömmu
gerði 1920 og að
Fremrikotum í
Norðurárdal 1924.
Árið 1935 fluttust
þau að Neðri-Rauða-
læk í Glæsibæjar-
hreppi.
Kristínu og Pétri
varð fjögurra barna
auðið. Pétur lést
1973 en Kristín bjó
áfram á Neðri-
Rauðalæk ásamt
syni sínum, allt þar
til hún fluttist að
dvalarheimilinu
Skjaldarvik í Glæsi-
bæjarhreppi á 102.
aldursári.
Útför Kristínar verður gerð
frá Bægisárkirkju mánudaginn
7. apríl og hefst athöfnin klukk-
an 13.30.
úr sveitinni“, því það var ávallt hluti
af ferðinni að koma við hjá henni.
Það var aldrei komið að tómum kof-
unum þegar maður heimsótti hana,
hún tíndi fram allt það besta, því
enginn mátti fara svangur frá henni.
Okkur systkinunum þótti mjög gam-
an, þegar við vorum á leiðinni heim
að norðan eftir stutta dvöl hjá
langömmu, þá fengum við ávallt gott
nesti, súkkulaði og fleira.
Á 100 ára afmæli hennar uppgöt-
vaði ég að langamma var ekki bara
langamma, heldur stórfengleg kona
sem seint gleymist. Hún lifði heil-
brigðu lífí og frá henni streymdi ávalit
mikil hlýja. Þrátt fyrir að við hittumst
ekki oft á ári, þá fannst mér það ai-
veg frábært hversu vel hún fylgdist
alltaf með okkur hér fyrir sunnan.
Á síðasta afmælisdegi hennar,
þegar hún varð 104 ára gömul, þá
var hún sannkölluð þjóðhetja í mín-
um augum. Ég var óskaplega mont-
in af henni og stolt þegar ég benti
á myndina af henni í blöðunum og
sagði: „Þetta er langamma mín.“
Ég hef sagt það við mig undanfar-
in ár, ,ja, hún langamma er orðin svo
gömul að hún gæti nú farið að kveðja
þennan heim,“ en hún var alltaf svo
ung í anda að manni fannst hún
gæti lifað að eilífu. En svo kom að
því að líkami hennar þarfnaðist hvfld-
ar og hún kveður þennan heim. Eftir
stendur minningin um langömmu.
Langamma, hafðu það ávallt sem
allra best og megi guð vera með þér.
Kær kveðja,
Kristjana Hildur Gunnarsdóttir.
KRISTÍN
HALLGRÍMSDÓTTIR
LÁRA
SIG URJÓNSDÓTTIR
+ Lára Sigurjóns-
dóttir fæddist í
Hafnarvík í Hrísey
17. júlí 1905. Hún
andaðist á Land-
spítalanum 24. mars
siðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigurjón Gunn-
laugsson og Kristín
Benediktsdóttir.
Lára var elst af
fimm systkinum, en
þau voru Hrefna,
Steinunn, Freyja,
allar látnar, Þórir
er einn á lífi af þeim
systkinum.
Lára giftist Þorsteini Valdi
marssyni 8. maí
1931, en hann lést
22. maí 1968. Börn
þeirra urðu fimm
og eru fjögur á Iífi.
Þau eru tvíburarnir
Kristín og Valdís,
f. 7.2. 1932, dreng-
ur, f. 17.7. 1935, d.
14.9. 1935, Steinar,
f. 9.1.1943 og Þóra,
f. 23.5. 1952. Barna-
börnin eru 15,
barnabarnabörnin
29 og barnabarna-
barnabörn fimm.
Útför Láru fór
fram frá Hríseyjarkirkju 5.
apríl.
Okkur langar að minnast ömmu
okkar með nokkrum orðum.
Lára amma var alveg einstök
kona og besta amma sem hægt er
að hugsa sér. Hún tók alltaf á
móti okkur með opinn faðminn þeg-
ar við komum I Víðilundinn til henn-
ar. Hún hrósaði okkur ávallt og
hvatti okkur áfram í því sem við
vorum að gera.
Okkur verður alltaf minnisstætt
þegar hún kom og var hjá okkur á
aðfangadag og las fyrir okkur jóla-
sögu meðan við biðum óþreyjufull
eftir jólamatnum.
Láru ömmu verður sárt saknað,
en minning hennar mun lifa í hjört-
um okkar.
Við elskum þig, elsku amma.
Þín,
Þór, Guðrún
Sijja og Þórdís.
HAUKUR
GUÐJÓNSSON
+ Haukur Guðjónsson fæddist
í Reykjavík 4. október 1923.
Hann lést á Landspítalanum 13.
febrúar síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá Fossvogs-
kirkju 19. febrúar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Mér er svo minnisstætt er vin-
kona mín sagði mér að þegar hún
var að vinna í búðinni hjá mömmu
hafir þú komið eða eins og hún orð-
aði það: „Hann kom inn þessi mynd-
arlegi dökki maður, labbaði til
mömmu þinnar og þau föðmuðust
eins og ungt ástfangið par.“ Henni
fannst það svo sérstakt hvað þið
mamma voruð ástfangin þrátt fyrir
langt hjónaband og hafa eignast
fímm börn. Þetta var fyrir um 25
árum. Þá voruð þið mamma búin
að vera gift í ein 25 ár. Þessi ást
var einkennandi fyrir þig, því þú
varst maður tilfínninganna, oft mjög
hrjúfur í viðmóti, en undir yfírborð-
inu viðkvæmt hjarta, góð sál, ein-
staklingur með þunna skel sem
gerði það að verkum að þér leið illa
í fjölmenni svo fáir kynntust hinum
ljúfa og næma einstaklingi sem var
undir hijúfu yfirborðinu.
Ég man svo vel þegar við sátum
inni í stofu á Kleppsveginum og
þú lést mig lesa upphátt úr þjóðsög-
um Jóns Arnasonar og einnig þegar
við dönsuðum í stofunni gömlu
dansana í takt við tónlistina í út-
varpinu. Ég man líka þegar þið
mamma voruð að fara til útlanda
og þú tengdir símann ykkar yfir í
litla húsið til okkar Hrafnhildar svo
við gætum haft hann meðan þið
voruð erlendis.
Síðar þegar við vorum saman við
Walchsee, minnist ég fjölmörgu
göngutúranna okkar í kringum
vatnið, kapphlaupið okkar niður
fjallið, þar sem þú gafst ekkert eft-
ir. Siglingarnar á vatninu í yndis-
legri sumarblíðunni og ferðin okkar
saman upp í sel þar sem við horfðum
á sólina setjast yfir tírólsku ölpunum
og sáum roðann speglast í vatninu
fyrir neðan okkur.
Nú er sól þín sest handan við fjall-
garðinn en sólroðinn lifir í minning-
unni.
Nú þegar sól þín er gengin til
viðar, sé ég þig fyrir mér á báti úti
á Walchseevatni dorgandi með
stöng í hendi og með bros á vör.
Takk fyrir allt, pabbi minn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Guðríður Svandís.
meir yfír þessum fallega degi. Það
er erfítt að lýsa þeim sem manni
þykir vænt um með örfáum orðum
en ég ætla að reyna. Lundin var létt
og þú varst greindur og skemmtileg-
ur, en það sem skiptir mestu máli
var hjartahlýjan sem stafaði frá þér.
Sá sem ber með sér góðmennsku og
hjartahlýju er ríkur af því sem skipt-
ir máli og þetta hafðir þú í ríkum
mæli, Guðjón minn. Guð blessi þig.
Elsku Heiða, Haukur og íris. Við
sendum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Kristínn Siguijónsson,
Kristín Aðalsteinsdóttir.
GUÐJON HAUKUR
HAUKSSON
+ Guðjón Haukur Hauksson
fæddist í Reylgavík 18. júní
1951. Hann lést 21. mars síðast-
liðinn í Reykjavík og fór útför
hans fram frá Vídalínskirkju í
Garðabæ 26. mars.
Kæri Guðjón.
Ég man þegar við hittumst í Borg-
arfírði fyrir nokkrum árum. Það var
yndislegt sumarveður. Náttúran
skartaði sínu fegursta, það bærðist
ekki hár á höfði, fuglasöngur fyllti
loftið og ilmurinn, þessi dásamlegi
sumarilmur, fyllti öll vit. Já, það er
fallegt þegar vel veiðist og þama
göngum við hjónin allroggin með einn
smálax í hendi!
Þá hittum við þig og þína yndis-
legu konu, Heiðu, og það birti enn
JÓNALFREÐ
GARÐARSSON
+ Jón Alfreð
Garðarsson
fæddist í Reykjavík
14. maí 1960. Hann
lést á heimili sínu í
LaSalIe nálægt
Winnipeg í Man-
itoba í Kanada 26.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Álfheiður Alfreðs-
dóttir hárgreiðslu-
meistari, f. 26.10.
1941 á Djúpavogi,
og fyrri maður
hennar, Garðar G.
Garðarsson, prent-
ari, f. 7.10. 1940 í
Reykjavík. Eftirlifandi systir
Jóns er Hulda Diane hár-
greiðslumeistari og félagsráð-
Jón Alfreð flutti til Ástralíu 1968
með okkur foreldrum sínum og systur
og bjó þar í rúm fjögur ár. Síðan flutt-
um við til Kanada árið 1973. Þar
bjuggum við í Winnipeg, Arborg og
Stonwall í Manitoba þar til við skild-
um 1986. Jón Alfreð fór til íslands
aftur 1975 og var einn vetur á Skóga-
skóla. Þar undi hann sér vel og talaði
oft um veru sína þar. Hann bjó hjá
móðurforeldrum á Djúpavogi, þeim
Alfreð Long Gústafssyni og Bimu
Bjömsdóttur þegar hann var á íslandi
og kom þeim mjög vel saman.
Jón Alfreð kom aftur til íslands
1978 og kenndi einn vetur á Djúpa-
vogi. Einnig starfaði hann þá hjá
Búlandstindi á Djúpavogi og lærði á
gjafi. Hún býr og
starfar í Stonewall,
stutt frá Winnipeg.
Jón Alfreð
kvæntist 2. ágúst sl.
sambýliskonu sinni
Ana Garðarsson, f.
23.6. 1960 frá Azo-
reyjum. Dóttir
hennar og stjúp-
dóttir Jóns er
Sandra Soares, f.
7. feb. 1983 í
Kanada.
Útför Jóns Al-
freðs fór fram frá
First Lutherian
Church í Winnipeg
3. mars. Bálför hans var gerð
strax að lokinni útför að ósk
hins látna.
tölvur hjá tölvudeild SÍS, auk þess
sem hann tók fjölda námskeiða og
var í sjálfsnámi.
Árið 1985 kemur hann endanlega
út til Kanada og byrjar fljótlega að
starfa við tölvudeild Standard Aero í
Winnipeg. Á þess vegum var hann
oft sendur á námskeið í háskólum
bæði í Bandaríkjunum og Kanada.
Árið 1994 ræður hann sig sem yfír-
mann tölvuþjónustu University of
Manitoba í Winnipeg, þar sem hann
starfaði til æviloka.
Ég bið góðan Guð að geyma þig
og styrkja konu þrna, dóttur og syst-
ur.
Móðir þín,
Álfheiður Alfreðsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍNRÓS MARGRÉT HERMANNSDÓTTIR,
Holtsgötu 23,
lést á Elliheimilinu Grund 31. mars.
Jarðsett verðurfrá Fossvogskirkju 10. april
kl. 15.00.
Áslaug G. Aðalsteinsdóttir,
Benedikt Aðalsteinsson,
Heimir Aðalsteinsson,
Sæmundur Aðalsteinsson,
Margrét Aðalsteinsdóttir,
Gyða Kr. Aðalsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hrönn Helgadóttir,
Hörður Erlingur Tómasson,
Herdís Snorradóttir,
Halldóra Valgarðsdóttir,
Örn Hilmarsson,
Ragnar Bjarnason,
t
Kæru vinir. Við þökkum hlýhug og samúð
vegna fráfalls kærrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR KR. SIGURGÍSLADÓTTUR
frá Þórshöfn.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á
deild 11A á Landspítalanum.
Ingimar Ingimarsson,
Ingimar Ingimarsson,
Þorkell Ingimarsson,
Björn Ingimarsson,
Sigurgísli Ingimarsson,
Hrafnhildur Ingimarsdóttir,
Hólmfríður S. Svavarsdóttir.
Gunnþóra H. Önundardóttir,
Sigrún J. Óskarsdóttir,
Kristín Guðjónsdóttir,
Bjarni Óskarsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín,
STEFANÍA SVEINSDÓTTIR
frá Arnarbæli,
Markarflöt 49,
Garðabæ,
sem lést á Vífilsstaðaspítala 27. mars, verður
jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ þriðju-
daginn 8. apríl kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en
hinnar látnu, er bent á llknarstofnanir.
þeim, sem vildu minnast
Kristján Friðriksson.