Morgunblaðið - 06.04.1997, Page 40
40 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1997
Dýraglens
Tommi og Jenni
Smáfólk
LINU5' I FOUND VOUR
BLANKET í IT was
BEHIND THE COUCH
LUÖW'WHATA
RELIEFi l'LL
NEVER LET 60
Lárus! Ég fann teppið þitt! Vá! Hvílíkur iéttir!
Það var bak við sófann! Ég iæt það aldrei
frá mér aftur!
Gott hjá þér!
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329
• Netfang: lauga@mbl.is
Signr fyrir
námsmenn
Frá Björgvini Guðmundssyni:
NÁMSMENN hafa lengi barist fyr-
ir breytingum á lögum Lánasjóðs
íslenskra námsmanna og hefur sú
barátta staðið yfir síðan lögunum
var breytt 1992. Virtist sú breyting
nauðsynleg vegna þeirra fjárhags-
legu skuldbindinga sjóðsins, sem
stofnað var til með óskynsamlegri
lántöku í ráðherratíð Svavars
Gestssonar. Bitnuðu þessar breyt-
ingar óneitanlega allharkalega á
námsmönnum eg kröfðust þeir leið-
réttingar á lögunum. Samstarfs-
nefnd námsmannahreyfinganna
hefur tekið höndum saman í vetur
og lagt hart að stjórnarflokkunum
að breyta þessum lögum. Meðal
annars kynntu fulltrúar Vöku og
Röskvu alvöru málsins í kennslu-
stundum Háskólans, söfnuðu undir-
skriftum og fengu fulltrúa stúd-
enta, í endurskoðunarnefndinni, til
að skrifa skýrslu um afleiðingar
Iaganna um LIN frá 1992. í kjölfar-
ið var skipulagður útifundur við
Austurvöll, þar sem undirskriftirnar
voru afhentar og lögunum mót-
mælt.
Nú fyrst virðist frumvarp um
breytingar á LÍN vera uppi á borði
ríkisstjórnarinnar. Að vísu hafa
menn verið ósparir á yfirlýsingar
fyrir kosningar um árangur handan
við hornið undanfarin ár, en þá
aðeins til að rýra trúverðugleika
sinn. Samstaða stúdenta hefur nú
skilað árangri, tii mikilla hagsbóta
fyrir viðskiptavini Lánasjóðsins.
Endurgreiðsluhlutfall lánþega
lækkar úr allt að 7% niður í 4,75%.
Þetta hefur gífurlega mikla þýðingu
fyrir alla þá sem taka lán og léttir
á greiðslubyrði þeirra eftir að námi
lýkur. Einnig verða teknar upp
mánaðargreiðslur, eða samtíma-
greiðslur, í gegnum bankakerfið og
þurfa þeir námsmenn, sem það
kjósa, ekki að greiða vaxtagjöld af
yfirdráttarlánum bankanna. Ekki
get ég séð í fljótu bragði að þetta
sé vont fyrir stúdenta, heldur þvert
á móti munu bankarnir leggja mik-
ið á sig í frjálsri samkeppni um
viðskipti námsmanna. Leiðir þetta
til enn betri þjónustu, hagstæðari
kjara og jafnvel að námsmenn þurfa
ekki ábyrgðarmann á skammtíma
yfirdráttarlán, en margir telja það
skerða jafnrétti einstaklinga til
náms.
Eg held að námsmenn geti verið
sammála um það að frumvarp þetta
sé vissulega skref í rétta átt. Þó
má ekki gleyma því sem ekki er í
frumvarpinu og við hefðum viljað
sjá, s.s. aukið svigrúm í námsfram-
vindu og að misræmi milli túlkunar
LÍN og Háskólans um eðlilega
námsframvindu verði leiðrétt, þann-
ig að 75% námsárangur gefi 100%
lán. Því heldur barátta okkar náms-
manna um breytingar á lögum
Lánasjóðs íslenskra námsmanna
áfram. Samstaða skilar árangri.
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON,
oddviti Vöku og fulltrúi í lánasjóðs-
nefnd SHÍ.
Krafa sjónvarps-
áhorfenda er
íslenskt efni
Frá Eddu Björgvinsdóttur:
RÍKISSJÓNVARPINU ber skylda
til að efla íslenska menningu og
standa vörð um íslenska tungu með
framleiðslu á fjölbreyttu íslensku
efni.
Ríkissjónvarpið hefur því miður
ekki rækt þessa skyldu sína við
landsmenn sem greiða fyrirtækinu
háan skatt í hverjum mánuði en
hafa ekkert um það að segja hvern-
ig þessu fjármagni er varið.
Islenskir sjónvarpsáhorfendur
gera þá kröfu að fá að sjá íslenskt
leikið efni og það er Ríkissjónvarpinu
til skammar að ekki skuli vera varið
meira flármagni af þeim gífurlegu
tekjum sem RUV hefur af áskriftar-
gjöldunum í það dagskrárefni sem
vinsælast er og nánast öil þjóðin
fylgist með þá sjaldan að það er í
boði.
Margoft hefur það verið borið á
borð fyrir okkur að það sé svo dýrt
að framleiða innlent leikið efni, m.a.
séu ísienskir leikarar svo dýrir.
Þetta er orðin afar gömul lygasaga
sem varla er hægt að nota öllu leng-
ur því landsmenn vita orðið betur.
Þetta er einfaldlega spurning um
forgangsröð og stjórnun.
Islenskir sjónvarpsáhorfendur eru
ekki í aðstöðu til að lýsa óánægju
sinni í verki með því að segja upp
áskrift sinni að Ríkissjónvarpinu en
við getum umbunað þeim sem
standa sig betur.
Nú hefur Stöð 2 enn einu sinni
skotið Ríkissjónvarpinu ref fyrir
rass með íslenskri dagskrárgerð en
sú sjónvarpsstöð býður áskrifendum
sínum nú um þessar mundir upp á
vandaða íslenska þáttaröð, Forn-
bókabúðina, sem unnin er í sam-
vinnu við Saga Film og er þetta
ekki fyrsta leikna þáttaröðin sem
Stöð 2 hefur framleitt.
Ég vil hvetja alla íslendinga til
að styðja við bakið á þeim aðilum
sem sýna stórhug í því að efla ís-
lenska menningu - án fastra ríkis-
tekna!
Ég skora á Islendinga að kaupa
núna áskrift að Stöð 2!
EDDA BJ ÖRG VINSDÓTTIR,
Seilugranda 4, Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni I, 103 Reykjavik. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉK: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 11 10, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG:
MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.