Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ - . FRÉTTIR Eftirlitsstofnun EFTA spyrst fyrir um lagaákvæði um löndunarbann EES-samiiingiirinn sagð- ur vera æðri lögnnum Islenzk sljórnvöld enn ekki svarað fyrirspurn ESA EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur sent íslenzkum stjórnvöldum fyrirspurn um laga- ákvæði, sem banna erlendum fiski- skipum að landa afla og sækja þjónustu til íslenzkra hafna, veiði þau úr sameiginiegum stofnum, sem ekki hefur verið samið um nýtingu á. Spurningar um það hvort lagaákvæðin væru í sam- ræmi við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði vöknuðu hjá ESA er stofnunin fór að skoða kæru á hendur norskum stjórnvöldum fyr- ir að neita íslenzka togaranum Má um þjónustu í norskri höfn. Ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- ráðuneytisins segir íslenzk stjórn- völd iíta svo á að EES-samningur- inn sé æðri lögunum. Má var neitað um þjónustu í Honningsvág í Norður-Noregi í júlí 1995. Utgerð skipsins kærði málið til ESA og sendi stofnunin norskum stjórnvöldum formlega athugasemd vegna málsins síðast- liðið haust. í þeirri athugasemd kom fram að ESA hefði rökstudd- an grun um að norsk stjórnvöld hefðu brotið 36. grein EES-samn- ingsins, en þar er kveðið á um frelsi í þjónustuviðskiptum. Spurningar vöknuðu vegna Más-málsins Fyrirspurnir ESA til íslenzkra stjórnvalda eru óformlegs eðlis, að sögn Hannu von Hertzen, yfir- manns þeirrar deildar ESA sem hefur eftirlit með með frjálsu flæði þjónustu og fjármagns. Von Hertzen segir að við skoðun Más- málsins hafi athygli ESA beinzt að íslenzkum lagaákvæðum um þjónustu við erlend fiskiskip. „Við komum auga á lög, sem gáfu okkur ástæðu til að senda íslenzk- um stjórnvöldum fyrirspurn," segir von Hertzen. Hann segir að engin niðurstaða sé fengin í mál- ið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa íslenzk stjórnvöld enn ekki svarað fyrir- spurn ESA. Að sögn Árna Kolbeinssonar, ráðuneytisstjóra sjávarútvegs- ráðuneytisins, beindist fyrispurn ESA að því hvernig 3. grein laga um rétt til veiða í efnahagslög- sögu Íslands frá 1992 snerti borg- ara EES-ríkja. í greininni er kveð- ið á um að erlendum fiskiskipum sé óheimilt að landa afla og sækja þjónustu til íslenzkra hafna, veiði þau úr sameiginlegum nytjastofn- um, sem veiðast innan og utan íslenzkrar lögsögu og ekki hefur verið samið um nýtingu á við stjórnvöld viðkomandi ríkis. Togara frá EES-ríki einu sinni neitað um þjónustu Árni segir að íslenzk stjórnvöld hafi alltaf litið svo á að ákvæði milliríkjasamninga gengju framar þessum lögum, ekki sízt ákvæði samninga, sem hefðu lagagildi, á borð við EES-samninginn. „Ætl- un okkar var aldrei önnur en sú að framkvæma lögin þannig að þau brytu ekki á nokkurn hátt í bága við EES-samninginn,“ segir Árni. Hann segir að misbrestur hafi þó orðið á þessu fyrir þremur árum er brezka togaranum South- ella var neitað um þjónustu í höfn. „Það voru mistök og við höfum gætt þess að það kæmi ekki fyrir aftur. í nýju lögunum um veiðar utan lögsögu er beinlínis tekið fram í 10. grein að þessi ákvæði gildi ekki þegar milliríkjasamn- ingar kveði á um annað,“ segir Árni. „EES-samningurinn kveður beinlínis á um að ekki megi banna veitingu þjónustu. Það má hins vegar banna löndun í vissum til- vikum, sem er þar um fjallað. Við áttuðum okkur á þessu strax eft- ir Southella-málið, en Norðmenn hafa enn ekki áttað sig.“ Morgunblaðið/Golli ÓEINKENNISKLÆDDUR lögreglumaður beitir hér „maze“-gasi við að heinja ólátasegg fyrir utan Kringluna í gær, en þorri unglinga hegðaði sér með ágætum. 3,3 stiga skjáifti við Hveragerði JARÐSKJÁLFTI, 3,3 stig á Richters-kvarða, mældist 7-8 kílómetra norður af Hveragerði rúmlega sjö í gærmorgun. Sigurð- ur Rögnvaldsson jarðskjálftafræð- ingur segir hafa verið rólegt á Hengilssvæðinu síðan 12. apríl, en þá reið jarðskjálfti yfir sem mæld- ist 4,1 stig. Upptök skjálftans voru norður af Klóarfjalli og fylgdi tugur eftir- skjálfta á bilinu 0 til 1 næstu klukkutíma á eftir. Hans varð vart í Hveragerði, á Selfossi og í Reykjavík. Síðdegis í gær var jarð- skorpan kyrr að mestu að Sigurðar sögn. Skjálftahrinan sem nú um ræðir hófst á Hengilssvæðinu í júlí 1994 og búast sérfræðingar við að henni ljúki með stærri skjálfta, líkt og gerðist árið 1955. Stærsti jarð- skjálftinn þá varð í kjölfar hrær- inga sem hófust 1952 og mældist 5,5 á Richter. Er búist við að stór skjálfti geti orðið eitthvað sunnar, jafnvel niðri í Ölfusi, að Sigurðar sögn. 6 milljónir til kaupa á laxa- lögnum RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að veita 6 milljónir króna til kaupa á laxalögnum í sjó af landeigendum á Kúlu- dalsá í Hvalfirði, en samning- urinn um uppkaupin hljóðar upp á 13 milljónir króna. Að sögn Guðmundar Bjarnasonar landbúnaðarráð- herra höfðu 4-5 jarðir til skamms tíma leyfi til að veiða lax með netum í sjó og hafa hagsmunaaðilar undanfarið verið að reyna að kaupa þess- ar netalagnir þannig að laxinn geti gengið óhindrað í árnar. I þeim samningum sem gerðir hafa verið hefur ríkisstjórnin stutt við bakið á þeim með því að leggja til hluta af fjár- mununum og hvað varðar kaupin af landeigendum Kúludalsár samþykkti ríkis- stjórnin að greiða 6 milljónir króna. Eftirför um Þing’vallaveg LÖGREGLAN veitti eftirför nítján ára pilti í fyrradag sem ók á miklum hraða til Þingvalla, eftir að afi piltsins hafði tilkynnt lögreglu um áhyggjur af sálarástandi hans. Pilturinn hafði tekið bif- reiðina í leyfisleysi og ekið af stað. Eftirförin stóð yfir í um klukkutíma og barst eftir Þingvallavegi eins og áður sagði, en pilturinn sneri síðan við og tókst loks að stöðva hann í Grundarhverfi á Kjalarnesi. Lítilsháttar skemmdir urðu bæði á bifreiðinni sem pilturinn ók og bílum lög- reglu, en nokkur fjöldi lög- reglubifreiða tók þátt í eftir- förinni. Leiðrétting Vald og vanhæfi PRENTVILLA var í fyrir- sögn á grein eftir Brynju Benediktsdóttur í Morgun- blaðinu í gær. Fyrirsögnin átti að vera Vald og vanhæfi en ekki „vænhæfi". Er höf- undur beðinn velvirðingar á þessu. Slagsmál og ölvun að loknum prófum HATT í þúsund unglingar söfnuðust saman við Kringluna um miðjan dag í gær í kjölfar loka samræmdra prófa í grunnskólum og þurfti lögreglan í Reykjavík að hafa afskipti af á fjórða tug þeirra. Talsverð ölvun var í hópi unglinganna og tilburðir til óláta, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Meðal annars þurfti að stöðva slagsmál á milli unglinga og stía í sundur öðrum sem sýndu tilburði til uppvöðslusemi, auk afskipta af áfengisneysiu. Ijöldi lögreglumanna, bæði ein- kennisklæddir og óeinkennisklæddir, gætti þess að þessi óformlega sam- koma færi ekki úr böndunum og varð meðal annars að beita sk. „maze“-gasi til að ráða við óláta- seggina. Umgengni unglinganna þótti fremur slæm og var víða að finna glerbrot og annað rusl. Nokkr- ir foreldrar sóttu börn sín. Meinaður aðgangur Kringlan jók öryggisgæslu í gær vegna próflokanna og gættu um fimmtán verðir þess að allt færi friðsamlega fram, en síðdegis var gripið til þess ráðs að meina ungl- ingum aðgang að verslunarmiðstöð- inni. Starfsmenn íþrótta- og tóm- stundaráðs ræddu við unglingana, auk þess að setja upp athvarf fyrir þau í kjallara Borgarleikhússins. í gærkvöidi var síðan sérstakur við- búnaður lögreglu í miðbæ, þar sem búist var við mannsöfnuði. Utanríkisráðherra í for- sæti þróunarmálanefndar HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sat í gær fund þróunar- málanefndar Alþjóðabankans í Washington. Ráðherra er nú í for- sæti nefndarinnar fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasalts- ríkjanna. Þróunarmálanefndin mótar stefnu Alþjóðabankans varðandi aðstoð við þróunarlönd. Til um- ræðu á fundinum var sérstakt átak til aðstoðar skuldsettustu þróunarríkjunum. Þá voru rædd málefni Alþjóðafjárfestingar- ábyrgðarstofnunarinnar (MIGA), fjárfestingar í samgöngu- og fjar- skiptakerfi þróunarríkja af hálfu einkaaðila, tekjur Alþjóðabankans og stefnumótun í starfi hans. Aðstoð haldist í hendur við frammistöðu Utanríkisráðherra lagði fram á fundinum yfirlýsingu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. í henni kemur m.a. fram að þessi ríki leggja mikla áherzlu á að stutt verði átak til hjálpar skuldsettustu ríkjunum og hvetja önnur ríki, ekki sízt helztu iðnríkin, til að leggja því lið. Ríkin segja nauðsynlegt að tryggja tekjur Alþjóðabankans og þar með eigið fé hans til að hann megi í framtíðinni gegna hlutverki sínu í aðstoð við þróunarríkin. Látinn er í ljós stuðningur við þá viðleitni bankastjórnarinnar að bæta skipulag og starfsemi bank- ans í því skyni að auka árangurinn í þeim löndum, sem þiggja aðstoð- ina. Lögð er áherzla á að aðstoð við þróunarlöndin haldist í hendur við frammistöðu þeirra í efnahags- uppbyggingu. Einnig er lögð áherzla á framþróun á sem flest- um sviðum samfélagsins, t.d. í heilbrigðisþjónustu, menntamál- um og félagslegri þjónustu, auk þess sem stuðlað verði að jafn- rétti kynjanna. I > I I t' i I I 1 1 I t I '4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.