Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Er höfuðborgin að bregðast skyldum sínum? Sérstaða borgarinnar Sérstaða Reykjavík- urborgar sem sveitar- félags á íslandi er al- ger og að ýmsu leyti einstök þegar litið er til höfuðborga ná- grannalanda okkar. Undir stjórn Sjálf- stæðismanna gegndi Reykjavíkurborg mik- ilvægu forystuhlut- verki sem höfuðborg landsins. Ber þar hæst orkumálin, hafnamál, rekstur Borgarspítala og uppbyggingu fé- lagslegrar þjónustu. I Reykjavík eru allar stjómsýslu- stöðvar ríkis, sveitarfélaga, heildar- samtaka verkalýðs, atvinnulífs og bændasamtaka. Þar hefur byggst upp öflugt atvinnulíf í sjávarútvegi, iðnaði og þaðan er orkufýrirtækjum stjórnað. Þar hefur flestum mennta- og rannsóknastofnunum verið kom- ið fýrir. Þar eru staðsettir allir helstu sérfræðingar heilbrigðiskerf- isins. Þar hafa menningarstofnanir verið efldar á vegum ríkisins. Þar hafa innflutningsverslun og útflutn- ingsfyrirtæki haslað sér völl við Reykjavíkurhöfn, sem nýtur mikilla tekna sem langstærsta vöruhöfn landsins og nýtur tekna af útflutn- ingi. Sjávarafurðir eru fluttar land- veg frá fískihöfnum þar sem veiðar og vinnsla sjávarafurða skapa verðmætin. Af þessari margvíslegu starfsemi, sem í raun gæti verið í öðrum landshlutum, hefur borgin miklar tekjur og mikið hagræði. Öll uppbygging og þróun á höfuðborgar- svæðinu hefur verið réttlætt með því að fjöldinn væri í höf- uðborginni og hana bæri að efla. Hvort tveggja er rétt og um hlut borgarinnar og sérstöðu hefur verið sátt vegna þess að skilningur hefur verið meðal landsmanna á því að okkur sem fámennri þjóð væri nauð- synlegt að hafa sterka og vel byggða höfuðborg. Hins vegar virðist núna stefna í að styrkur borgarinnar geti orðið veikleiki landsins sem heildar. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur ríkt sá skilningur og vilji að um leið og höfuðborgin efldist bæri hún skyldur og frumkvæði í krafti stærðar í þágu landsins alls. Vegna hagkvæmni stærðar geti hún notið og skapað þannig skilyrði til öflugr- ar forystu höfuðborgar í þágu allra landsmanna. R-lista forystan virðist hafa ann- an skilning á skyldum Reykjavíkur- Orkuverð í landinu öllu, segir Sturla Böðvarsson, þarf að verða viðunandi. borgar sem höfuðborgar. Fram- ganga borgaryfírvalda og yfírgang- ur ógnar nú landsbyggðinni. Kröfur um sérréttindi fyrir borgina á sama tíma og byggðin raskast eru til þess fallnar að valda vanda sem ekki er séð fyrir hver geti orðið. Það dæmi sem ég vil nefna hér varðar Landsvirkjun og auknar kröfur um arðgreiðslur sem munu leiða til þess að raforkuverð í land- inu mun verða hærra en annars þyrfti að vera og þá sérstaklega utan höfuðborgarinnar þar sem Landsvirkjun selur litlu dreifiveit- unum orku en þær geta ekki keppt við orkuverð í höfuðborginni. Sótt að Landsvirkjun Reykjavíkurborg hefur óneitan- lega gegnum tíðina haft frumkvæði í orkumálum. Þar má nefna Hita- veituna og Rafmagnsveitu Reykja- víkur, sem færa notendum sínum miklar hagsbætur, og þátttöku borgarinnar í Landsvirkjun sem hefur verið fyrirtækinu mikill styrk- ur. Skömmu eftir að R-listinn tók við forystu í borginni kom upp sú krafa að borgin fengi meiri arð af eign sinni í Landsvirkjun en vildi selja ella eignarhlut sinn. Þessi krafa hafði einnig komið upp þegar vinstri flokkarnir náðu meirihluta í Reykjavíkurborg 1978. Borgin hef- ur fengið greiddan arð, svo sem ríki og Akureyrarbær, þegar það hefur þótt fært vegna afkomu Landsvirkjunar. Auk þess er greitt ábyrgðargjald til eigenda árlega sem er umtalsverð upphæð sem jafngildir arðgreiðslum. Vegna mik- illa skulda og vannýttra virkjana hafði ekki verið greiddur arður um nokkurn tíma en áhersla lögð á lækkun skulda. Reykjavíkurlistinn virðist ekki sætta sig lengur við þann arð sem felst í því að landsmenn allir geti notið betri afkomu Landsvirkjunar í lækkuðu orkuverði. Aukinn arð vill R-listinn beint í borgarsjóð í stað þess að leggja til styrk borgar- innar og efla Landsvirkjun til frek- ari átaka í iðnaðaruppbyggingu og nýtingu vatnsorkunnar, m.a. fyrir atvinnulífið, svo sem fiskvinnslu og annan iðnað sem getur nýtt raf- orku. Iðnaðarráðherra varð við kröfu R-listans og vinstri meirihlutans á Akureyri og niðurstaða varð sam- komulag milli „eigenda“ og ný lög- gjöf um Landsvirkjun. Um þá lög- gjöf var mjög deilt á Alþingi. Með þeim breytingum sem samkomulag- ið felur í sér er gert ráð fyrir arð- Sturla Böðvarsson greiðslum allt að 5,5% af eigenda- framlögum sem voru reiknuð sér- staklega upp. Eftir miklar deilur í þinginu var gert samkomulag og undirrituð yf- irlýsing eigenda um að lækkun orkuverðs Landsvirkjunar hefði for- gang umfram arðgreiðslu. Þessa yfírlýsingu reyndu borgarstjóri og borgarfulltrúar að gera tortryggi- lega og draga úr gildi hennar . Framganga borgarstjórnarmeiri- hlutans gagnvart Landsvikjun, bæði varðandi arðkröfuna og einnig samninga um orku frá Nesjavöllum, er öll með ólíkindum og ber þess glögg merki að þar á bæ ríkir eng- inn skilningur á hlutverki höfuð- borgarinnar gagnvart landsbyggð- inni. Þar virðist enginn skilningur á hlutverki og sérstöðu höfuðborgar í okkar litla samfélagi. Það verður hlutverk stjórnar Landsvirkjunar og einkum formanns stjórnar að tryggja að orkuverð lækki en arð- greiðslur víki uns orkuverð í landinu öllu getur talist viðunandi en ekki einungis í höfuðborginni. Með sérstöðu sinni vegna arðsins af orkufyrirtækjunum getur höfuð- borgin nýtt styrk sinn til lækkunar raforkuverðs til iðnaðar jafnt sem heimilanna og raskað samkeppnis- stöðu gagnvart öðrum svæðum sem ekki eiga þess kost að lækka orku- verðið. Lækki raforkuverð einungis í höfuðborginni stefnir í óefni í byggðum landsins. Enn frekari byggðaröskun er engum til hags- bóta. Því er það ábyrgðarhluti að ýta undir hana með kröfu um hags- bætur fyrir höfuðborgina á kostnað hinna dreifðu byggða sem eiga engra kosta völ í þeim ójafna leik. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi. auléttar SPLENDESTO seidenSticker blússur OÓunto, TÍSKUVERLSUN v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 MEG frá ABET UTANÁHÚS FYRIRLIGGJANDI Vantar þig VIN að tala við? Til að deila með sorg og gleði? VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 öll kvöld 20 - 23 Misskilningur þingmanns FYRIR skömmu skrif- aði Hjálmar Arnason, þingmaður Fram- sóknarflokksins, grein í Morgunblaðið sem bar yfírskriftina „Breyttur iánasjóður". Telur Hjálmar sig þar vera að gera grein fyr- ir samkomulagi stjóm- arflokkanna um námslánakerfið og er það samkomulag, af grein hans að dæma, bæði sanngjarnt og vit- urlegt. Staðreyndin er hins vegar sú að það frumvarp sem lagt hef- ur verið fram á Alþingi til breytinga á lögum um LÍN er í litlu samræmi við skrif Hjálmars og getur þar aðeins tvennt valdið: Þingmaðurinn hefur misskil- ið málið algjörlega eða að hann hefur í höndunum annað frumvarp og betra en það sem nú liggur fyr- ir. Ég held að það verði að teljast afar ólíklegt að í umferð séu fleiri en eitt fmmvarp um breytingar á lögum um LÍN og því hlýtur þing- maðurinn að hafa misskilið frum- varpið. Markmið greinarinnar Markmið þessarar greinar er tví- þætt. Hún er rituð til stuðnings því að þau áhersluatriði sem þingmað- urinn nefnir í grein sinni verði að veruleika. Það er hins vegar hættu- legur misskilningur að halda að þau hafí þegar náð fram í fyrirliggjandi frumvarpi og því er greinin einnig skrifuð til að leiðrétta þann mis- skilning sem fram kemur í grein Hjálmars. Eftirágreiðslur eða samtímagreiðslur? Skilningur Hjálmars: „Mánaðar- greiðslur fyrir námsfólk em teknar upp.“ Því miður er þetta ekki rétt. Hið rétta er, eins og raunar má lesa á heimasíðu menntamálaráðherra, að námslán verða áfram eftirágreidd frá LÍN og námsmönn- um verður nauðugur sá kostur að fjármagna framfærslu sína með yfírdráttarlánum frá bönkum eins og verið hefur. Námsmenn þurfa því enn að búa við öryggisleysi og taka áhættu þar sem háar bankaskuldir era það sem eftir stendur ef út af bregður í námi þeirra. Skuldimar þarf að endurgreiða um- svifalaust eða sam- kvæmt samningum við viðkomandi banka. Hjálmar segir að sam- tímagreiðslur muni fel- ast í því að „samið verður við banka og sparisjóði“. Staðreyndin er hins vegar sú að sérstakir samningar við bankana hafa verið í gildi allt frá 1992. Eina breytingin sem fmmvarpið gerir ráð fyrir að þessu Því fer víðs fjarri, segir Haraldur Guðni Eiðsson, að teknar séu upp samtíma- eða mán- aðarlegar greiðslur. leyti er að það sem áður hét vaxta- bótalán verður nú vaxtabótastyrk- ur. Skilningur Hjálmars: „ ... heim- ild fyrir mánaðargreiðslum á fyrsta misseri en það atriði hefur ekki ekki einu sinni verið á stefnuskrá námsmanna." Það er alveg rétt að námsmanna- hreyfíngin hafði lagt til að þeir sem hefðu sannað sig í námi ættu einir rétt til samtímagreiðslna. Því fer hins vegar víðs fjarri að teknar séu upp samtímagreiðslur eða mánað- arlegar greiðslur til námsmanna í fmmvarpinu, hvorki á fyrsta miss- eri né nokkrum öðmm misseram. Þar mun allt verða eins og áður og enginn munur á námsmönnum á fyrsta misseri og öðru. Því er það ekki rétt þegar þingmaðurinn segir að „ ... gengið [sé] lengra til móts við námsfólk en reiknað hafði verið með“. En gaman væri ef Hjálmar útskýrði í hverju hann telur að breytingin fyrir námsmenn á fyrsta misseri felist. Endurgreiðsluhlutfall Skilningur Hjálmars: „endur- greiðsluhlutfall lækkað úr allt að 7% I 4,75%“. Hér hefur Hjálmar rétt fyrir sér. Það er rétt að endurgreiðsluhlut- fallið lækkar úr 5-7% niður í 4,75%. En þegar þingmaðurinn fer að reikna þá versnar málið. Hann reikn- ar út hvað endurgreiðslubyrði pars sem hefur 300 þúsund króna mánað- arlaun lækki mikið við breytingar framvarpsins. Niðurstaða hans er í samræmi við tillögur Framsóknar- flokksins um 4,5% endurgreiðsla, eða um 100.000 króna lækkun á ári. Þar sem frumvarpið kveður á um 4,75% lækkun endurgreiðslu en ekki 4,5% þá hefur Hjálmar ofreikn- að lækkun endurgreiðslunnar sem því nemur. Legg ég til að svo þing- maðurinn þurfí ekki að fara reikna þetta dæmi upp á nýtt beiti hann sér fyrir því að endurgreiðsluhlut- fallið verð lækkað niður 4,5%. Niðurfelling ábyrgðarmanna Skilningur Hjálmars: „í dag þurfa námsmenn allt að tvo ábyrgð- armenn til að geta fengið námslán" og hann bætir við ,,[nú] stendur til að einfalda þetta fyrirkomulag." Skemmst er frá því að segja að sem betur fer er í dag ekki gerð krafa um tvo ábyrgðarmenn. Frum- varpið sem nú liggur fyrir boðar engar breytingar á ákvæðum um ábyrgðarmenn námslána þrátt fyrir allar tillögur þar um, bæði frá hendi Framsóknarflokks og námsmanna. Á því þyrfti að nást fram breyting. Aukið svigrúm í námi Skilningur Hjálmars: „Sveigjan- leiki er aukinn í námsframvindu." Þetta er réttur skilningur hjá Hjálmari. Því miður er í framvarpinu aðeins óljós grein sem víkur að þessu. Þar era aðeins nefnd veikindi og aðstæð- ur þegar fullt nám stendur ekki til boða. Era þessi fagnaðarlæti Hjálm- ars því ekki tímabær. Námsmenn telja nauðsynlegt að einnig verði tekið fullt tillit til annarra atriða svo sem veikinda bams, bamsburðar og andláts nákomins ættingja. Einnig þarf að kveða skýrt á um að lán vegna þessara og sambærilegra at- riða rýri ekki rétt til námslána siðar á námsferlinum. Verði niðurstaðan í samræmi við sigurgleði Hjálmars er víst að aðrir munu fagna þessum áfanga með honum. Hvað gerir Hjálmar nú? Af því sem hér hefur verið rakið má sjá að lýsingar þingmannsins á framkomnu frumvarpi til breytinga á Lánasjóði íslenskra námsmanna era því miður ekki í samræmi við veruleikann. Hvernig sem á því stendur hefur þingmaðurinn mis- skilið málið kirfilega. Þess vegna er mikilvægt að Hjálmar og aðrir þingmenn átti sig rækilega á því hvað felst í því frumvarpi sem nú liggur fyrir. Ekki aðeins vegna þess að það sé almennt æskilegt að þing- mönnum sé Ijóst inntak þeirra mála sem þeir hafa til meðferðar heldur ekki síður vegna þess að það er forsenda þess að þeir geti haft æskileg áhrif á niðurstöðu mála. Óskandi væri að það frumvarp sem nú liggur fyrir væri meira í takt við skilning þingmannsins. Hins vegar er sá veruleiki sem blas- ir við námsmönnum það frumvarp sem menntamálaráherra hefur lagt fram. Eins og fram hefur komið era námsmenn ekki sáttir við allt sem þar er og því vona ég að Hjálm- ar beiti sér fyrir því að ná fram breytingum til samræmis við það sem hann lýsti í grein sinni. Ég treysti því að svo verði. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands. Haraldur Guðni Eiðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.