Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Efnavopnabann Jeltsín harmar niðurstöðu dúmunnar Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, harmaði í gær, að þingið skyldi ekki hafa staðfest alþjóðlegan samning um bann við efnavopnum áður en hann gekk í gildi. Alls hafa 164 ríki undirritað samninginn og 87 hafa staðfest hann. Sergei Jastrzhembskí, blaðafull- trúi Jeltsíns, sagði að Jeltsín, sem nú er í leyfi í Sotsjí við Svartahaf, hefði harmað, að „róttæk öfi í dúm- unni skyldu ekki hafa tekið samning- inn fyrir í tíma í stað að eyða tíman- um í marklausan tillöguflutning" auk þess að hafa opinberað fordóma sína og fáfræði með margvíslegu móti. Sagði hann, að vegna þessa væri Rússland nú í erfiðri aðstöðu. Samningurinn um bann við efna- vopnum var til umræðu í dúmunni sl. föstudag en ákveðið var að bíða með staðfestinguna þótt hann ætti að taka gildi í gær. Þessi niðurstaða er síðasta uppákoman í stríðinu milli Jeltsíns og dúmunnar þar sem kommúnistar og bandamenn þeirra eru í meirihluta. Ætla að bíða í nokkra mánuði Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti samninginn á fimmtudag og Evrópusambandið skoraði á Rússa, sem eiga mikið af efnavopn- um, að gera það einnig. Dúman sam- þykkti hins vegar aðeins, að samn- ingurinn yrði staðfestur eftir nokkra mánuði. Eins og fyrr segir hafa 87 ríki staðfest samninginn og þau síðustu til þess voru Togo, Bangladesh, Kína, Miðbaugs-Gínes, Kenía, Zimbabwe, Bahrain, Malí, Malta, Suður-Kórea, Súrinam, ísland og Bandaríkin. Reuter „VIÐ munum sigra“, hafa íbúar í bænum St. Adolphe, suður af Winnipeg, skrifað á flóðgarð við hús sitt. Þeir neituðu að yfirgefa heimili sitt er varnargarðar við bæinn fóru að bresta í gær. 4.200 manns yfirgefa heimili sín í Winnipeg Winnineff. Rpnípr. Winnipeg. Reuter. YFIRVÖLD í Winnipeg skipuðu í gær um 4.200 manns til viðbótar að yfirgefa heimili sín í borginni, af ótta við að flóðgarðar í suður- hluta borgarinnar myndu ekki halda. Vatnið vex nú ekki eins ört og áður en flóðgarðurinn var byggður til bráðabirgða og því var ákveðið að hætta ekki á að hann brysti og færði hverfið í kaf. Enn er búist við að flóðin nái hámarki 5. maí og gert er ráð fyrir að vatn- ið verði að minnsta kosti fjórar vik- ur að sjatna. Vatnsyfirborð er farið að lækka í Bandaríkjunum og við landamærin. Um 17.000 manns hafa orðið að yfirgefa heimili sín í borginni en íbúar hennar eru um 650.000. Hún er að mestu varin af flóðgarði sem reistur var árið 1968 og er mikil smíð, sem talið er að muni þola álagið. I bænum Ste. Agathe komu her- menn hins vegar 37 björgunar- mönnum til aðstoðar þegar flóð- garður við bæinn brast en enginn slasaðist. Um tveggja metra djúpt aurugt vatn liggur nú yfir öllu og hefur það verið kallað „Rauðahaf“. „Fólk veit ekki lengur við hveiju á að búast. Það er vant flóðum en þetta tekur öllu fram sem það hefur upplifað, þetta eru mestu flóð aldar- innar hér í Manitoba,“ segir Gunnur Guðmundsdóttir ísfeld, sem býr í Winnipeg. Hún segir flesta sýna stillingu en vissulega verði vart ör- væntingar hjá fólki sem hafí orðið að yfirgefa hús sín og jafnvel misst þau undir vatn. Svæðið suður af Winnipeg og í suðurhverfunum er aðallega byggt Frökkum og Þjóðveijum en Gunnur sagðist ekki þekkja til íslendinga sem hefðu orðið að yfirgefa heimili sín. Stærstu íslendingabyggðirnar væru fjarri Rauðá. Godal segir Norð- menn axla EFTA-ábyrgð BJ0RN Tore Godal, utanríkisráð- herra Noregs, segir að það komi eink- um í hlut Norðmanna að undirbúa sjónarmið EFTA-ríkjanna í samstarf- inu við Evrópusambandið og að tryggja að kerfí Evrópska efnahags- svæðisins virki eins og það á að gera. Þetta kemur fram í grein, sem Godal skrifar í Aftenposten í síðustu viku. Noregur er langfjöl- mennast af EFTA-ríkj- unum þremur, sem eiga aðild að Evrópska efna- hagssvæðisinu. Hin tvö eru ísland og Liechten- stein. Godal segir í grein sinni að EES- samningurinn virki að flestu leyti á viðunandi hátt. „En það er fyrst og fremst Noregur, sem verður að axla megin- ábyrgðina á að und- irbúa sjónarmið EFTA- ríkjanna og tryggja að kerfi EES-samningsins virki eins og það á að gera,“ skrifar ráðherrann. Fækkun í EFTA hefur veikt stöðu Noregs Hann bætir við að EFTA-hópur- inn innan EES sé langt frá því að mynda sama mótvægi við ESB og upphaflega, þegar fleiri ríki voru í EFTA. „Eg tel ekki heldur að Nor- egur, ísland og Liechtenstein gætu í dag náð jafnvíðtækum samningi við ESB og EES-samningnum. Þess vegna eigum við að vera ánægð með að ESB hefur samþykkt að stofnanauppbygg- ingu EES skuli viðhald- ið, þrátt íyrir að þijú stærstu EFTA-ríkin hafí gengið í ESB árið 1995. Fyrir ríkin þijú, sem eru í EFTA og EES, er EES varanleg skipan mála um fyrir- sjáanlega framtíð.“ Godal segir þó að ekki leiki vafí á að fækkun EFTA-ríkj- anna hafi veikt stöðu Noregs ef til hagsmunaárekstra komi milli EFTA- ríkja og ESB-ríkja. Þetta sé augljóst í laxamálinu svokallaða, en ESB íhugar að leggja refsitolla á norskan lax vegna ásakana skozkra og írskra laxeldismanna um undirboð. „Þetta mál sýnir að þrátt fyrir EES-samn- inginn bitnar það á Noregi þegar einhveijum í ESB finnst hagsmunum sínum ógnað,“ skrifar Godal. Bjorn Tore Godal Ráðherravið- ræðum ESB við íran slitið Lúxemborg. Reuter. UTANRIKISRÁÐHERRAR ríkja Evrópusambandsins ákváðu í gær að slíta viðræðum, sem fram hafa farið að undanförnu milli ráðherra ESB og íranskra ráðherra \ því skyni að bæta samskiptin við íran. Ákvörðunin er til merkis um van- þóknun ESB á þætti íranskra stjórnvalda í hryðjuverkum, þar á meðal morðum á írönskum andófs- mönnum í Þýzkalandi. Ráðherrarnir, sem komu saman á fundi í Lúxemborg, samþykktu hins vegar jafnframt að sendiherr- ar ESB-ríkjanna, sem voru kallað- ir heim frá íran fyrir stuttu, gætu snúið aftur til Teheran ef einstök ríki kysu að senda þá til baka. Ráðherrarnir gáfu yfirlýsingu um að ESB myndi halda áfram vopnasölubanni á Iran, myndi ekki veita vegabréfsáritun til íranskra borgara, sem störfuðu í tengslum við leyniþjónustu eða öryggissveit- ir landsins og myndu útiloka alla íranska leyniþjónustumenn frá landsvæði Evrópusambandsins. Nicholas Burns, talsmaður utan- ríkisráðuneytis Bandaríkjanna, lýsti fyrir hönd Bandaríkjanna yfír ánægju með ákvörðun evrópsku ráðherranna. Hins vegar lýstu stuðningsmenn Salmans Rushdies, rithöfundarins sem íransstjórn vill feigan, vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun ESB-ríkjanna að senda sendiherra sína aftur til írans á meðan íranir halda enn til streitu hótun sinni um að ráða Rushdie af dögum. Grikkir stöðva enn greiðslur til Tyrklands Fyrir fund utanríkisráðherranna höfðu ýmsir vonað að Grikkir myndu láta af andstöðu sinni við útgreiðslu fjármuna til Tyrklands, sem ætlaðir voru til að styrkja tyrkneskt efnahagslíf í framhaldi af gildistöku tollabandalags við ESB. Grikkir hafa komið í veg fyrir útgreiðslu ijárins í tvö ár. Gríski utanríkisráðherrann, Theodoros Pangalos, sagði að Grikkland myndi halda fast við afstöðu sína þar til Tyrkir hættu að „ógna fullveldi" Grikklands á Eyjahafi. Við lá að ríkin tvö færu í stríð í fyrra vegna deilu um óbyggða klettaeyju. Viðskiptakjör Júgóslavíu bætt Loks samþykkti utanríkisráð- herrafundurinn að veita Júgó- slavíu, þ.e. Serbíu og Svartfjalla- landi, bætt viðskiptakjör í ESB. Þó tóku ráðherrarnir fram að ef Júgóslavía bryti Dayton-friðar- samkomulagið eða ef bakslag kæmi í lýðræðisþróun í landinu, yrðu fríðindin dregin til baka. Myrtu 17 skóla- stúlkur í Rúanda VOPNAÐUR hópur manna, hútúar að sögn stjórnvalda í Rúanda, réðst á tvo skóla í Muramkba í Gisenyi-héraði í norðurhluta Rúanda í gær og myrti 17 stúlkur og skóla- stýru, belgíska nunnu. Auk þess myrtu þeir ótilgreindan fjölda óbreyttra borgara og særðu 14 stúlkur í öðrum skól- anum. 90 fórust í lestarslysi TVÆR farþegalestar í ferðum milli Peking og borganna Kunming og Zhengzhou í Kína skullu saman í Hunan-héraði í gær með þeim afleiðingum að a.m.k. 90 manns biðu bana og 300 særðust, að sögn kín- versku fréttastofunnar Xin- hua. Eldgos valda skelfingu FJÖGUR sprengigos urðu í fyrrinótt í eldfjallinu Popoca- tepetl, sem er 65 km austur af Mexíkóborg. Spjó það gló- andi gijóti sem kveikti elda í gróðurlendi í næsta nágrenni. Olli eldvirknin skelfingu meðal íbúa í grennd við fjallið. Slökkt á kjarnakljúf SLÖKKT var á kjarnakljúf í kjarnorkuveri í Fukushima í Japan í gær er aukin geisla- virkni mældist í afgasi frá stöðinni, sem er 200 km norð- ur af Tókýó. Ekki þurfti að flytja íbúa í nágrenninu á brott en atvikið þykir áfall fyrir kjarnorkuáætlun Japana. Hafnaði kröfu O.J. Simpsons DÓMARI við áfrýjunarrétt í Santa Monica hafnaði í gær kröfu veijenda O.J. Simpsons um að ný réttarhöld yrðu haldin í máli hans. Sömuleiðis neitaði hann að lækka upphæð skaða- og miskabóta sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyld- um fyrrverandi eiginkonu sinnar, Nicole Brown Simpson, og vinar hennar, Ronalds Goldmans. Rétturinn úrskurð- aði að Simpson hefði verið valdur að dauða þeirra. Arafat reiður Norðmönnum YASSER Arafat, leiðtogi Pal- estínumanna, aflýsti Noregs- för eins nánasta samverka- manns síns í gær í mótmæla- skyni við að Norðmenn sátu hjá við atkvæðagreiðslu í alls- heijarþingi Sameinuðu þjóð- anna sl. föstudag um ályktun þar sem byggingaráform Isra- ela í Jerúsalem voru gagnrýnd. Simpson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.