Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 25
BÓKMENNTIR
Ijórt
NEI
eftir Ara Jósefsson. Onnur útgáfa.
Mál og menning. 1997 - 67 bls.
ÁRIÐ 1960 kemst Jóhannes úr
Kötlum svo að orði í greininni Flett
tveim nýjum bókum sem hann birti
í Tímariti Máls og menningar að
íslensk ljóðlist standi nú í „ein-
kennilegum blóma“, ekki síst
vegna þess „hversu mörg barnung
skáld sækja fram... af miklum
þrótti og alvöru“. Greinin var að
vísu umsögn um nýútkomnar bæk-
ur Þorsteins frá Hamri og Dags
Sigurðarsonar. En ljóst má vera
af samhenginu að tilefnið er
stærra. Um þetta ieyti voru spor-
göngumenn atómskáldanna að
kveðja sér hljóðs af miklum krafti.
Frá því 1955 hafði hvert ungskáld-
ið á fætur öðru vakið athygli með
stórgóðum byijendabókum, Hann-
es Pétursson gefur út Kvæðabók
sína 1955, Jóhami, Hjálmarsson
Aungul í tímann 1956; bækurnar
Borgin hló eftir Matthías Johann-
essen, I svörtum kufli eftir Þor-
stein frá Hamri og Hlutabréf í
sólarlaginu eftir Dag Sigurðarson
koma út 1958.
Á þessum tíma vissu menn líka
vel af ljóðum Ara Jósefssonar
þótt eina ljóðabók hans, Nei, kæmi
ekki út fyrr en árið eftir. Hún
sætti því tíðindum þegar hún kom
út. Hér var komið fram á sjónar-
sviðið ungt skáld sem orti skorin-
Þrestir í
Víðistaða-
kirkju
KARLAKÓRINN Þrestir,
halda tónleika í Víðistaða-
kirkju fimmtudaginn 1. maí
og heijast þeir kl. 17.
Stjórnandi kórsins er Sól-
veig S. Einarsdóttir og undir-
leikari Daníel Þorsteinsson.
Tveir kórfélagar, Helgi Þórð-
arson og Trausti Gunnarsson,
syngja einsöng. Sérstakur
gestur kórsins er Örn Árna-
son leikari.
Textílverk
Sólrúnar í
Þýskalandi
NÚ STENDUR yfir sýning á
textílverkum Sólrúnar Frið-
riksdóttur í Kappeln-Ellen-
berg í Þýskalandi. Sýningin
er á vegum þýskra hjóna,
Maren og Michael Siewert,
en þau hafa á undanförnum
árum staðið fyrir sýningum
á norrænni myndlist á ýms-
um stöðum í Norður-Þýska-
landi.
Á sýningunni eru 15 verk
sem unnin eru á þessu og síð-
asta ári.
Sýningin í Kappeln-Ellen-
berg var opnuð í byijun apríl
og stendur yfir til 15. maí.
Ingibjörg Rán
á Veitinga-
húsinu 22
INGIBJÖRG Rán Guðmunds-
dóttir opnar sýningu á Veit-
ingahúsinu 22 við Laugaveg,
fimmtudaginn 1, maí kl. 13.
Þetta er önnur einkasýning
Ingibjargar Ránai1.
Ingibjörg lauk námi frá
Billedskolen, Jagtvej 113,
Kaupmannahöfn, árið 1995
og hefur lagt stund á poitrett-
málun.
LISTIR
Fólk er mikilsvert
orð ljóð og var oftast
nær ómyrkt í máli.
Raunar má segja að
sum ljóð Ara hafa
fljótt unnið sér þann
sess að teljast sígild.
Einkum gildir þetta
um kvæðin Leit, Stríð
og Trúaijátningu. Öll
eru þau skorinorð og
markviss og styrkur
þeirra liggur ekki síst
í þeirri skáldagáfu
Ara að geta sagt mik-
il tíðindi í einföldum
orðum:
Undarlegir eru menn
sem fara fyrir þjóðum
Þeir beijast fyrir föðurland
eða fyrir hugsjón
og drepa okkur sem eigum
ekkert föðurland nema jörðina
einga hugsjón nema lífið
Nei varð eina bók Ara. Hann
lést áður en framhald yrði á ljóð-
aútgáfu frá hans hendi. Það var
mikill skaði. Lengi vel hefur verið
erfitt að nálgast ljóðin úr ljóðabók
Ara ef undan eru skilin ljóðin sem
ég nefndi hér að framan. En nú
hefur Mál og menning endurútgef-
ið Nei og ber að þakka það fram-
tak.
Oftast nær tengja
menn Ara og skáld-
skap hans við róttæka
heimssýn og skorinorð
ljóð enda var Ari einn
helsti hvatamaður
slíks skáldskapar
ásamt með Hannesi
Sigfússyni. Þannig er
kjarni Neisins sósíal-
ískt andóf og bylting-
arhugsjón. Ljóð Ara
eru mörg hver ákall
um betri heim, að fólk
vakni til vitundar um
yfirvofandi ógnir í
samtímanum, rói lí-
fróður frá þeim og
hristi af sér hlekki
hugarfars. Inntak húmanískrar
mannssýnar Ara er einmitt fólgið
í orðum hans í Orðsendíngu: „Fólk
er mikilsvert / og verðskuldar betri
heim.“
Málfar ljóðanna er stundum spá-
mannslegt í biblíulegri merkingu
þess orðs, jafnvel dómsdagstónn í
undirspili. Þrátt fyrir boðun sósíal-
isma og trúleysis er ekki laust við
að ýmis ljóð Ára svo sem Jólahug-
vekja, Andvaka, Orðsendíng,
Morgunn og Trúaijátning sæki
myndmál sitt og safa til vísana í
Biblíuna:
Til eru menn sem trúa á yfirburði hvíta
kynstofnsins
og mörgum þykir skriðdreki fegurri smíð
en jarðýta
Enn veifar lýðurinn pálmagreinum og sýng-
ur fyrir kóngana
Sál felldi sín þúsund en Davíð sín tíuþúsund
I ágætum og persónulegum
eftirmála endurútgefinna ljóða
Ara bendir Silja Aðalsteinsdóttir
á það hversu þroskaður skáld-
skapur Ara hafi verið þrátt fyrir
að hann hafi einungis verið um
tvítugt þegar ljóð hans komu út.
Hún bætir því við að Nei sé
„þroskaðasta bytjendabók tíma-
bilsins". Undir þetta er á vissan
hátt hægt að taka þótt mér sé
ósýnt um að ræða um þroska
skáldsins í efsta stigi. Ekki síst
vegna þess að í bókinni birtist
þroski þess allur og samanburður
við aðra höfunda því ósanngjarn.
Um það leyti sem Nei Ara kemur
út eru skáldbræður hans og jafn-
aldrar á borð við Jóhann, Dag og
Þorstein frá Hamri að senda frá
sér sína aðra og jafnvel þriðju
bók. En enginn skyldi þó skilja
orð mín svo að ljóð Ara séu ekki
mikilsverð. Þau eru það en þau
eru eigi að síður æskuljóð sem
einkennast af leiftrandi eldmóð.
Viðfangsefni bókarinnar eru
raunar sum hver á líkum nótum
Ari
Jósefsson
og hjá öðrum samtímaskáldum.
Friðarboðskapurinn var þannig
ásækið yrkisefni um þetta leyti.
Greina má einnig í kvæðum Ára
átök uppflosnaðrar bændamenn-
ingar og vaxandi borgarmenningar
í köldu stríði samtimans (Gamalt
hús, Leit) en það var algengt við-
fangsefni á þessum árum. Raunar
er mér til efs að mörg ljóð tímabils-
ins túlki betur áraun kynslóðarinn-
ar en Leit. í öðrum kvæðum birt-
ast þjóðsagnaminni (Draugagil,
Eftirreið) líkt og hjá Hannesi Pét-
urssyni, Þorsteini frá Hamri og
fleirum. Sömuleiðis á erótískt Ijóð,
Ást, sem á skilið að njóta meiri
athygli en hingað til, margt sam-
merkt með þeirri dirfsku í kynferð-
ismálum á þess tíma mælikvarða
sem skáld á borð við Dag Sigurðar-
son og Matthías Johannessen leyfa
sér.
Varir okkar hafa gróið saman
utan um tvö lítil og skritin dýr
sem iða af ást og njótast
inní heitum og rauðum heimi
sem varir okkar hafa lokast um
Umfram allt er Nei í mínurn
huga bók uppfull af loforðum um
glæsilegt framhald sem því miður
varð aldrei að veruleika. En ljóð
Ara eru einnig það kröftugur
skáldskapur að þau hafa lifað af
árin þijátíu og sex frá því að þau
komu út. Það eitt ætti að segja
nóg um gildi þessarar bókar. Því
er endurútgáfa hennar ljóðaunn-
endum fagnaðarefni.
Skafti Þ. Halldórsson
Morguhblaðið/Þórdís
EGILL Arnarsson búinn undir tökur.
Spennandi loka-
keppni í „Spurning
fyrir meistara“
í GÆRKVÖLD voru samankomnir
tíu þátttakendur sem unnið höfðu
til sigurs í fyrri hluta keppninnar
sem fram hefur farið undanfarna
daga. Egill Arnarsson var hinn yfir-
vegaðasti þar sem hann var undir-
búinn af förðunarsérfræðingum og
tæknimönnum. Fyrst kepptu til úr-
slita Joseph frá Egyptalandi, Adja
frá Burkina Faso, Madeleine frá
Þýskalandi, Bruno frá Vanuatu og
Egill, okkar maður. Eftir mikið
umstang og myndatökur ljósmynd-
ara og dans íturvaxinna meyja hófst
keppnin. Hún skiptist í þijá liði, fyrst
svöruðu þátttakendur spurningum
tengdum almennri þekkingu og
komst Egill áfram í næsta lið ásamt
Egyptalandi og Burkina Faso.
Julien Lepers tók Egil tali og tjáði
sjónvarpsáhorfendum við mikla
kátínu allra viðstaddra að nafn lians
Egill þýddi „le terrible" eða hinn
skelfilegi (ægilegi). Egill kynnti síð-
an Island í grófum en góðum drátt-
um og sagði síðan nokkur vel valin
orð á íslensku að beiðni Julien Le-
pers. Þá tók við næsti liður keppn-
innar þar sem keppendur völdu sér
viðfangsefni, og valdi Egill sér
tungumál heimsins af þremur mögu-
leikum. Spurningarnar voru mjög
erfiðar viðfangs og datt Egill þar
með úr keppni. Vorum við íslensku
áhorfendurnir vonsviknari en Egill
sjálfur sem tók ósigrinum með
stóískri ró og glæsibrag hins sanna
herramanns. Hann stóð sig með af-
brigðum vel en úrslit í öðrum lið
keppninnar eru að vissu leyti háð
heppni, þar sem viðkomandi veit
ekki hversu erfiðar spurningar í
völdu þema reynast og er það helsti
galli keppninnar hversu miserfiðar
þær eru eftir viðfangsefni. Þannig
fengu sumir keppendur léttar spurn-
ingar en aðrir, eins og Egill, erfiðar.
Vinningshafi kvöldsins var Luigi,
fertugur Itali, og hlaut liann þijátíu
þúsund franka og ferð frá Itaiíu
fyrir tvo til Parísar og Provence
héraðsins í Suður-Frakklandi, í öðru
sæti var Joseph, fjörutíu og níu ára
Egypti, og hlaut hann þrjátíu þúsund
franka og ferð fyrir tvo frá sínu
heimalandi til Parísar og
Provence-héraðsins.
Kvöldinu lauk með kampavíns-
vökvun, dansi og almennri gleði
þátttakenda sem virtust vera orðnir
góðir vinir. Lokaveislan minnti á hve
lítið þarf til að brjóta upp kortlögð
landamæri eða hin sem ókortlögð
eru, orðin til vegna ólíkrar menning-
ar, húðlitar og siða, þálttakendur
keppninnar „Spurning fyrir meist-
ara“ lituðu höfuðborg Frakklands
þessa nótt öllum regnbogans litum
sem sameinuðust undir hljóðfalli al-
þjóðlegrar danstónlistar.
Síðustu sýningar hjá Hugleik
SÍÐUSTU sýningar hjá Hugleik á
Embættismannahvörfum verða í
Tjarnarbíói í kvöld og föstudaginn
2. maí. Sýningar heíjast kl. 20.30
og er miðasalan opin sýningardag-
ana frá kl. 19.
„Leikritið sem hefur fengið góðar
viðtökur gerist á Korpúlfsstöðum.
Enibættismenn borgarinnar, sem
eiga þangað erindi, hverfa sporlaust
með dularfullum hætti. Ungur emb-
ættismaður, Friðþjófur, er sendur
til að leita þeirra. Hann verður
margs vísari, því að margt er öðru-
vísi á þessu fornfræga kúabúi- en
hann átti von á, og örlög embættis-
mannanna önnur en nokkurn hefði
órað fyrir,“ segir í kynningu.
✓
Eg þakka þá sœmd sem mér var hvar-
vetna sýnd á afmœli mínu.
Halldór Laxness
Faxafeni 5
MJv 108 Reykjavík
Im Sími 533 2323
Rfln Fax 533 2329
IRlllli tolvukjor@itn.is
Opið virka daga 12:00-18:30
fimmtudaga 12:00-22:00
og laugardaga 10:00-16:00 a
Annat
kr. 22.500
.Tolvukior
Tolvu.-
verslun
heimilanna
Einstakt
tæKÍfæri!
oM 11nimtudagskvolil
Fræðsla \
& fjör
íTölvukjör j
Örgjörvig
Minni :m
Skjár: J|
Disku pf
Skjáklrt:
Hljóö|or1
Geisl |iri
Háta ara
Lykk bón
Hugbíná
Pentium 100 Mhz
16 Mb ED0
17 Visual Sound litaskjár
2,5 Gb Quantum
2 Mb S3 Trio 64 VT
:: SoundBlaster 16
í: 8 hraða Toshiba
r: SoundWave 240 W wM
3: Windows 95
ður: 0Z Virtual
Windows 95
Skemmtilegur
Leikjapakki
Bjóðum nú örfáar mjög öflugar
margmiðlunartölvur með 17"
skjá á hreint frábæru verði!
Pentium 100 Mhz )
JVIargmiðlunartölva j
f med 17" skjá )
Litaprentari J
Canon BJC-240 J
Hágæða litableksprautuprentari
720 dpi upplausn - 3 bls/mín
Arkamatari f. 100 biöð