Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FLJÓTUR, fljótur, háeffaðu okkur, heilög Jóhanna er að elta okkur . . . Heilbrigðis- starfsmeim Hlutfalls- lega flestir á höfuðborg- arsvæðinu EF BORIN eru saman kjördæmi landsins eru heilbrigðisstarfsmenn hlutfallslega flestir á höfuðborgar- svæðinu, eða 7,48% af heildarfjölda vinnandi fólks. Sé aðeins tekið tillit til kvenna er hlutfallið mun hærra, eða 13,85% en meðal karla 2,35%. Þetta kemur fram í svari heil- brigðisráðherra við fyrirspurn Guð- mundar Árna Stefánssonar alþing- ismanns. Kynjamismunurinn er enn meiri utan höfuðborgarsvæðisins og virð- ist sú meginregla ráðandi að hann aukist eftir því sem heilbrigðis- starfsmenn eru færri sem hlutfall af vinnuframboði. AIls eru 12,25% kvenna á vinnumarkaði á landinu öllu heilbrigðisstarfsmenn, en að- eins 1,82% karla. Næsthæst er hlutfall heilbrigðis- starfsmanna á Norðurlandi eystra, eða 5,93%. Hlutfall kvenna sem starfa við heilbrigðisþjónustu er þar 12,34% en hlutfall karla 1,42%. Lægst er hlutfall heilbrigðisstarfs- manna á Suðurnesjum, eða 2,23% og meðal karla aðeins 0,32%. Fjöldi heilbrigðisstarfsmanna og samanburður við vinnuframboð : slsSli Vinnu- íramboð Fjöldi heiibrigðis starfsm. Hlutfall af vinnufram- boði l\AríLMn Austurland 3.860 29 0,76% Höfuðborgarsv. 43.353 1.019 2,35% Norðurl. evstra \ 7.729 110 1.42% Norðurl. vestra L 3.066 31 1.02% Suðuriand ) 6.345 101 1.59% Suðumes r 4.706 15 0.32% Vestfirðir 11 2.916 21 0.71% 1 Vesturiand 4.272 60 1,45% 1 I Samtals: 76.247 1.386 1,82% KONUR Austurland 2.551 211 . 8,28% Höfuðborgarsv. o 34.905 4.834 13.85% Norðuri. evstra í 5.435 671 12,34% Norðuri. vestra 1 r 2.022 241 11.92% Suðurland ' i C 4.341 421 9.69% Suðumes i þ 2.930 155 5.29% Vestfirðir —r 1.867 156 8.38% Vesturtand 2.962 297 10,02% I Samtals: 57.013 6.986 12,25% | SAMTALS Austuriand rT\ 6.411 241 3,75% Höfuðborqarsv. C 78.258 5.853 7,48% Norðuri. evstra 11 13.164 781 5,93% Norðuri. vestra ' 5.088 272 ■ 5,35% Suðuriand 10.686 521 4,88% Suðumes 7.636 170 2,23% Vestfirðir [ - - ) 4.783 177 3,70% Vesturland 7.234 357 4,94% j Samtals: 133.260 8.372 6,28% | 1 Samgönguráðherra segir dýrt að lengja A/V-flugbrautina Unnið að endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra segir að verið sé að vinna að tillögum innan ráðuneytisins í sam- ráði við aðila frá Flugmálastjórn og Reykjavíkurborg um það hvernig standa eigi að endurbyggingu Reykjavíkurflugvallar, aðspurður hvort til standi að lengja A/V flug- brautina til vesturs og setja Suður- götuna í undirgöng, eins og lagt er til í skýrslu nefndar á vegum samgönguráðuneytisins árið 1990. Halldór segist hins vegar ekki vita til þess að það hafí komið fram tillögur í þeirri vinnu um það að flugbrautin verði lengd til vesturs. Halldór segist telja að mönnum þætti það góður kostur að lengja flugbrautina til vesturs, en það væri mjög dýrt að fara með alla umferðina undir brautina. „Menn eru nú að reyna að byggja upp umferðarkerfí um land allt, til að draga úr slysahættu og það er allt- af álitamál hvar áherslurnar eigi að liggja. En það hefur nú löngum verið svo að ef liggur við slysi eða slys verða þá beinist athyglin að þeim stöðum svona fyrst á eftir,“ segir hann. Kyndilhlaup UMFI Framlag UMFÍ til Smáþj óðaleikanna Ung- Jk FIMMTUDAGINN hefst_ Kyndilhlaup •A. UMFÍ við gervi- grasvöllinn í Laugardal er Bjöm Bjarnason, mennta- málaráðherra tendrar eld á kyndlinum og afhendir hann fulltrúa íþrótta- bandalags Reykjavíkur er hleypur með kyndilinn fyrsta áfangann. Ráðgert er að næsta mánuðinn verði hlaupið með kyndil- inn kringum landið, tæp- lega 2.500 km leið. Hlaup- inu lýkur í Reykjavík mán- uði síðar, skömmu fyrir Smáþjóðaleikana sem hefj- ast 2. júní. Eldurinn í kyndlinum verður notaður til þess að kveikja eld leik- anna og síðar eld Lands- móts UMFÍ í Borgamesi 3. júlí. „Hlaupið er framlag mennafélags íslands til undirbún- ings fyrir Smáþjóðaleikana, full- trúi UMFÍ í undirbúningsnefnd tók að sér að skipuleggja og sjá um framkvæmd á kyndilhlaupi í kringum landið," sagði Brynhildur Barðadóttir, sem ráðin hefur verið verkefnisstjóri af hálfu UMFÍ. „Farið verður með logandi kyndil um landið eftir að hann hefur verið tendraður að fornum sið, með bragðalseldi. Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi íþróttafull- trúi ríkisins, hefur verið okkur innanhandar við útfærslu á þess- ari aðferð, en hann er hafsjór af fróðleik um siði og venjur til forna svo ekki sé talað um þekkingu hans á öllu sem viðkemur íþrótta- iðkun allt frá fýrstu tíð.“ Hvað er bragðalseldur? „Bragðalseldur er fom aðferð við að kveikja eld. Þessi aðferð var meðal annars notuð að fomu við þinghald á Þingvöllum en þangað kom fólk með glóðarker heiman frá sér til að sækja nýjan eld, sem var mjög dýrmætur á þeim tíma. Aðferðin er þessi: Eld- urinn er kveiktur með rekaviðar- drumbi með holu í miðjunni sem fyllt hefur verið af eldfimu efni. í gegnum miðja holuna gengur alur og utan um hann er bmgðið bogastreng. Af því dregur þessi aðferð nafn sitt. Þegar alnum er snúið í holunni með boganum verður núningur sem veldur því að eldurinn kviknar. Þess má til gamans geta að rekaviðardrumb- urinn sem Þorsteinn útvegaði okk- ur var síðast notaður árið 1972 er ISI hélt upp á sextíu ára af- mæli sitt. Skemmtilegt er að við- halda gömlum siðum og geta tengt þá nútímanum með þessum hætti. Kyndillinn verður tendraður af þessum eldi og síðan verður farið með hann af stað og hann á þá tæplega tvö þúsund og fímm hundmð kíló- metra í vændum. Það er rétt að taka það ' fram að ekki verður einungis far- inn þjóðvegur eitt, heldur verður farið inn á alla fírði bæði fyrir austan og vestan, það er að segja Vestfirðina, og ströndin fyrir norðan verður einnig farin. Hlaup- inu lýkur 31. maí í Reykjavík þeg- ar kyndillinn verður afhentur full- trúa undirbúningsnefndar Smá- þjóðaleikanna." Hverjir eru það sem fara með kyndilinn um landið? „Héraðssambönd og íþróttafé- lög sjá um að virkja félögin sem undir þau heyra. Alls em um tvö- hundmð og áttatíu félög innan vébanda UMFÍ með tugi þúsunda félagsmanna um allt Iand. Hvert Brynhildur Barðadóttir ►Brynhildur Barðadóttir, verkefnisstjóri kyndilhlaups UMFÍ, er fædd í Reykjavík 6. apríl 1963. Að loknu stúdents- prófi lauk hún Iyfjatækninámi en hélt þaðan í Háskóla íslands þar sem hún lagði stund á fé- lags- og fjölmiðlafræðL Hún var félagsmálastjóri á Isafirði í tvö ár og starfaði einnig um tíma sem upplýsinga- og fræðslufulltrúi hjá öldrunar- deild Reykjavíkurborgar. Þá hefur hún einnig fengist við ýmis lausamennskuverkefni. Siglt verður með kyndilinn í gegnum Dyrhólaey þeirra skipuleggur sitt svæði og er þeim í sjálfsvald sett hvernig þau framkvæma það. Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum og má þar nefna að siglt verður með kyndilinn í gegnum Dyrhóla- ey og eins koma hestamannafé- lögin víða um landið að þessu verkefni. Oft eru dagleiðirnar það langar að við verðum að fá aðstoð þeirra til að komast hraðar yfir.“ Hvernig gengur að fá félags- menn til að taka þátt í þessu? „Eftir því sem ég kemst næst er áhugi mikill og allir virðast leggja metnað sinn í að sem best takist til. Við höfum einnig í hyggju að fá forsvarsmenn sveit- arfélaga til að hlaupa með kyndil- inn auk þess sem íþróttakempur fyrri tíma verða beðnar að dusta rykið af hlaupaskónum. Eins ætl- um við að reyna að höfða sem mest til almennings og fá sem flesta til að hlaupa með. Við erum í sapivinnu við Iþróttir fyrir alla en samtökin hafa sent sínu fólki hvatningu um að vera með og við vonumst til að sjá sem flesta. Það verður ekki farið hratt yfir svo allir ættu að geta hlaupið ein- hvem spöl með, því það er ekki vegalengdin sem skiptir máli held- ur aðallega að vera með.“ --------- Eldurinn verður einnig notaður til að kveikja eld Landsmóts UMFÍ í Borgarnesi í júlíbyrjun. „Rétt er það. Það “ verður hlaupið með eldinn upp í Borgames þegar Smáþjóðaleikunum verður slitið og hann notaður til að tendra Landsmótseldinn. Það stendur mikið til hjá UMFÍ í ár. Fyrst er að nefna kyndilhlaupið, þá Lands- mótið sem eins og áður segir verð- ur haldið í Borgarnesi 3.-6. júlí í sumar. Og síðast en ekki síst heldur UMFÍ upp á níutíu ára afmæli sitt.“ Nú líður einn mánuður á milli, hvað verður gert við eldinn? „Við látum bragðalseldinn loga allan tímann meðan hlaupið stend- ur yfír, meðan Smáþjóðaleikamir verða og og þar til Landsmótinu lýkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.