Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 45 i Landsþing sjálfstæð- ' iskvenna um helgina LANDSÞING Landssambands sjálf- stæðiskvenna verður haldið í Val- höll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík, dagana 2. og 3. maí. Að loknum stjórnarfundi fráfar- andi stjórnar föstudaginn 2. maí, ' hefst landsþingið kl. 20 með ávarpi | formanns, Birnu G. Friðriksdóttur. i Formaður Sjálfstæðisflokksins, Dav- ' íð Oddsson, forsætisráðherra, ávarp- ar þingið, en síðan hefjast venjuleg landsþingsstörf. Meginumræðuefni landsþingsins fyrir hádegi laugardaginn 3. maí verða heilbrigðismál og munu þrír frummælendur fjalla um spurning- una: „Erum við á réttri leið?“ Frum- mælendurnir eru Siv Friðleifsdóttir, I alþingismaður og varaformaður heil- I -------------------------------- 1 Ráðstefna um umhverfis- meðferð BARNAGEÐLÆKNAFÉLAG ís- lands heldur ráðstefnu um umhverf- ismeðferð 2.-3. maí nk. Umhverfis- meðferð er stunduð á öllum stofnun- um sem vinna að aðlögun fólks að ( samfélaginu, ekki síst börnum og unglingum sem eiga erfitt með að þola kröfur umhverfisins. Einnig er umhverfismeðferð beitt í skólum m.a. til að fyrirbyggja síðari vand- kvæði. Meðferðin er fólgin í því að allir þeir sem tengjast börnunum, ungl- ingunum eða hinum fuliorðnu sam- ræma viðbrögð sín gagnvart þeim. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er Guðrún Önfjörð, íslenskur sál- fræðngur sem starfar við Ulleval sjúkrahúsið í Osló. Auk hennar koma fram margir aðrir fyrirlesarar sem starfa hér á sviði umhverfismeðferð- ar m.a. læknar, uppeldisfræðingar, sálfræðingar, félagsfræðingar, hjúkrunarfræðingar og kennarar. Ráðstefnan er öllum opin og verð- ur haldin í Félagsheimili Lyfjafræð- ingafélagsins við Nesstofu við Selt- jörn og hefst nk. föstudag 2. maí kl. 9 og lýkur síðdegis laugardaginn 3. maí. Hjóla- og nammidagur FYRIRTÆKIN Hvellur og Freyja hafa undanfarin 8 ár staðið fyrir svokölluðum hjóladegi 1. maí. „í ár verður brugðið á þá ný- breytni að hjóla frá austri til vesturs í stað vesturs til austurs. Þannig hefst dagurinn hjá Hvelli, Smiðju- vegi (kl. 10.45—11) og verður hjólað niður Smiðjuveg að Stjörnugróf í Reykjavík. Hjólað verður síðan til vesturs eftir Fossvogsdal í átt að Kringlumýrarbraut ofan skógræktar og yfir göngubrú. Við Nesti má vænta veitingabíls þar sem þátttak- endur geta svalað þorsta sínum. Hjólað verður nú að Sæbólsbraut, Kársnesbraut alla leið að Freyju, Kársnesbraut 104. Þar fá ferðalang- ar nammipoka og happdrættismiða áður en ferðinni er haldið áfram eftir Kársnesbraut, Kópavogsbraut alla leið að Urðarbraut. Við Urðar- braut skal haldið að hjólastíg er ligg- ur með sjávarsíðunni neðan Kópa- vogshælis og alla leið að íþróttahús- inu Smára,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Veislukaffi og hlutavelta KVENNADEILD Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík verður með hlutaveltu og veislukaffi í Drangey, Stakkahlíð 17, fimmtudaginn 1. maí nk. kl. 14 til eflingar starfsemi sinni. Kvennadeildin hefur starfað í 33 ár og hefur einkum styrkt líknar- og menningarmál heima í héraði. „Enn sem fyrr er það einlæg von félagskvenna að sem flestir sjái sér fært að koma í veislukaffið 1. maí nk. og styrkja með því gott mál- efni,“ segir í fréttatilkynningu. brigðisnefndar Alþingis, Þorvaldur Veigar Guðmundsson, lækningafor- stjóri Ríkisspítala, og Sigríður Snæ- björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur. Að lokinni framsögu munu frummælendur svara fyrirspurnum landsþingsfuil- trúa. Landsþingsstörf halda síðan áfram eftir hádegi á laugardag með kosningu nýs formanns og stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna, og kosningu fulltrúa í flokksráð Sjálfstæðisflokksins. Að loknum kosningum verða umræður um stjórnmálaályktun sambandsins og afgreiðsla hennar. Landsþingið er opið öllum sjálf- stæðismönnum. Þrek og heilsa Islendinga könnuð ÞESSA dagana hafa 1650 íslending- ar á aldrinum 20-80 ára fengið í hendur spurningalista frá náms- braut í sjúkraþjálfun við Háskóla íslands. Spurningarnar eru um heilsu, þrek og hreyfingu og er sér- stök áhersla á viðhorf til líkamsrækt- ar og eigin hreyfingar. Þeir sem fengu listana voru valdir af handa- hófi úr þjóðskrá. Tilgangurinn með könnuninni er að afla upplýsinga um hvernig íslendingar standa sig í þessum efnum. Könnunin er unnin í samvinnu við rannsóknarstofuna í Tampere í Finn- landi, UKK-stofnunina, sem nefnd er eftir Kekkonen fyrrverandi Finn- landsforseta sem var mikill unnandi útivistar og hreyfingar. Kántríklúbbur stofnaður FORMLEGUR stofnfundur íslenska Kántríklúbbsine er í kvöld, miðviku- dagskvöldið 30. apríl í Djúpinu í Hafnarstræti, undir veitingastaðn- um Horninu. I frétt frá undirbúningsnefnd seg- ir að aðdáendum sveitatónlistar hér á íslandi hafi ijölgað mikið á síðustu misserum. Fleiri og fleiri læri að dansa ameríska línudansinn og einn- ig hafi almennur áhugi fyrir tónlist- inni fari vaxandi. Því eigi að gera tilraun til að stofna samtök. Keppt í púsli í TILEFNI Barnadaga í Suður- Kringlu verður haldin keppni í púsli fyrir framan Kringlubíó. Sá sem er fljótastur að púsla saman 101 Dal- matíuhundaspili fær ókeypis í bíó fyrir tvo og popp og kók en aðrir keppendur fá Dalmatíupúsl á meðan birgðir endast. Sambíóin verða með 2 fyrir 1 á Hringjarann í Notre Dame yfir alla Barnadagana. Fyrsta göngu- ferð Hafnar- gönguhópsins í FYRSTU gönguferð Hafnargöngu- hópsins miðvikudaginn 30. apríl verð- ur gengið á milli aðalmannflutning- amiðstöðva landsins og einnig rifjað- ir upp gamlir áningarstaðir. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 um Miðbakka að Aðalskiptistöð SVR við Lækjartorg, síðan um Aust- utvöll og með Tjörninni og um Hljóm- skálagarðinn að Umferðarmiðstöð- inni við Vatnsmýrarveg. Þaðan suður Njarðargötu að innanlandsflugaf- greiðslu Flugleiða og yfir á utan- landsflugafgreiðsluna á Hótel Loft- leiðum. Afram um skógargötu Öskju- hlíðar og strandstíginn inn með Foss- vogi að Tjaldhóli við göngubrúna. Þar verður val um að ganga til baka með Fossvogi og Seljamýri og Vatn- smýri og með Tjörninni niður á höfn eða með rútu niður í Hafnarhús. FRÉTTIR STYRKÞEGAR 1997. Efri röð frá vinstri: Baldvin Halldórsson fyrir hönd Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur, Kristinn Frímann Guðjóns- son fyrir hönd Harðar G. Kristinssonar, Sigríður Einarsdóttir fyrir hönd Sigurðar Bjarka Gunnarssonar, Kristín Ragnarsdóttir fyrir hönd Ragnhildar Geirsdóttur og Eyrún Kristína Gunnars- dóttir. Neðri röð frá vinstri: Ingibjörg Magnúsdóttir, Gauti B. Eggertsson og Jóel Karl Friðriksson. Námustyrkir Lands- bankans afhentir í áttunda sinn ÁTTA námsmenn fengu styrk úr Námunni, námsmannaþjónustu Landsbanka íslands nýlega. Allir námsmenn sem eru félagar í Nám- unni eiga rétt á að sækja um þessa styrki. Tæplega 400 umsóknir bárust að þessu sinni en félagar í Námunni eru tæplega tíu þús- und. Þeir sem hlutu Námustyrkinn eru: Hörður G. Kristinsson, í mast- ersnámi í efnafræði sjávarafurða við University of Washington í Seattle, Ragnhildur Geirsdóttir, í mastersnámi í framleiðslu- og upplýsingasljórnun við University of Wisconsin-Madison, Eyrún Kristína Gunnarsdóttir, nemandi í táknmálsfræði við Háskóla ís- lands, Gauti B. Eggertsson, nem- andi við hagfræðiskor Háskóla Islands, Ingibjörg Magnúsdóttir, í mastersnámi í kennilegri eðlis- fræði hálfleiðara við Háskóla ís- LIONSHREYFINGIN mun um næstu helgi selja Túlipanamerki hreyfingarinnar. Er þetta árleg fjáröflunarhelgi hreyfingarinnar til stuðnings forvarnastarfi í þágu ungs fólks og er fyrsti laug- ardaginn í maí nefndur af henni Vímuvarnadagurinn. Sams kon- ar fjáröflun á sér einnig stað á hinum Norðurlöndunum. Tekjur af sölu merkisins renna til styrkt- ar Lions-Quest námsefninu en það verkefni er unnið í samráði við Námsgagnastofnun. lands, Jóel Karl Friðriksson, nem- andi við Menntaskólann í Reykja- vík og Söngskólann í Reykjavík og Sigurður Bjarki Gunnarsson sem stundar leiklist við Manhatt- ans School of Music i New York. I dómnefndinni sem sáu um val á styrkþegum voru: Dr. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi ráðherra, Vilhjálmur Vilhjálmsson, fráfar- andi formaður Stúdentaráðs, Sverrir Hermannsson, banka- stjóri, Kjartan Gunnarsson, for- maður bankaráðs og Kristín Rafn- ar, starfsmannastjóri. Náman, námsmannaþjónusta Landsbankans, hefur á umliðnum árum ótvírætt sannað gildi sitt. Þjónustufulltrúar Landsbankans leiðbeina og veita Námufélögum alhliða ráðgjöf í fjármálum auk þess að þjónusta þá með allt er lýtur að nútíma banka viðskiptum, segir í fréttatilkynningu. Sala merkisins hefst á föstu- dag og stendur fram á sunnudag. Víða um land mun ungt fólk bjóða merkin til sölu og hópar þeirra njóta sölulaunanna eins og t.d. í Iteykjavík þar sem. íþróttafélögin taka að sér söluna. Fyrsta merkinu veitti Olafur Ragnar Grimsson, forseti ís- lands, móttöku á Bessastöðum lir hendi fjölumdæmissljóra Li- onshreyfingarinnar, Laufeyjar Jóhannsdóttur. Erindi um sjón- varpssamfélagið DR. ÞORBJÖRN Broddason, grófess- or í félagsfræði við Háskóla íslands, flytur erindi um rannsóknir sínar á vegum Félagsfræðingafélags íslands miðvikudaginn 30. apríl kl. 20.30 í stofu 201 í Odda, Háskóla íslands. Þorbjörn byggir erindið á doktors- ritgerð sinni „Television in Time“ sem hann hefur nýverið varið við háskólann í Lundi í Svíþjóð. í erindi sínu mun Þorbjörn taka fyrir sjón- varpssamfélagið og koma inn á rannsóknir sínar á börnum og fjöl- miðlum sem ná aftur til 1968. Óllum er heimill aðgangur. Skemmti- fundur FÍ FERÐAFÉLAG íslands efnir til skemmtifundar í kvöld, miðviku- dagskvöldið 30. apríl, í sal sínum að Mörkinni 6 kl. 20.30. Þar verður myndasýning Ólafs Sigurgeirssonar úr ferðum félagsins en að sýningu lokinni verður stiginn dans þar sem gömlu dansarnir verða hafðir í hávegum. Méð þessu er félagið að rifja upp það form sem var á kvöldvökum Ferðafélagsins fyrr á árum en tilefn- ið er 70 ára afmæli félagsins. Á fimmtudaginn 1. maí kl. 10.30 verður afmælisganga á Hengil en fyrstu ferð sína þangað fór Ferðafé- lagið árið 1931. Kl. 13 verður hella- skoðunarferð í Arnarker og fleiri hella í Leitahrauni og verða leiðbein- endur frá Hellarannsóknarfélaginu með í för. Brottför er frá BSÍ, aust- anmegin og Mörkinni 6. Nemendasýn- ing á dansi ÁRLEG nemendasýning Danssmiðju Hermanns Ragnars verður haldin fimmtudaginn 1. maí á Hótel íslandi og hefst kl. 17. Á sýningunni koma fram öll börn og unglingar sem dansað hafa á námskeiðum vetrarins í djassleik- skólanum, barna- og samkvæmis- dönsum og kántrýdönsum auk þess sem nokkur pör úr fullorðinsflokkum sýna sígilda samkvæmisdansa. Þetta er uppskeruhátíð skólans sem haldin hefur verið árlega frá árinu 1958. Námskeið í kántrýdönsum hefst miðvikudaginn 30. apríl í Dans- smiðju Hermanns Ragnars. Boðið verður upp á tíma bæði fyrir byijend- ur og lengra komna. Mjólkurdagar í Flóabúinu NÚ eru hafnir Mjólkurdagar Mjólk- urbús Flóamanna og KÁ í verslunum KÁ og munu þeir standa næstu tvær vikur. Lögð er áhersla á að kynna fýrir fólki allar framleiðsluvörur MBF Fólk er hvatt til að koma í verslan- ir KÁ og smakka á framleiðslu MBF og fá uppskriftir. FORSETA Islands afhent fyrsta merki Lionshreyfingarinnar. Frá vinstri eru: Erla Lúðvíksdóttir, formaður Vímuvarnadagsnefnd- ar, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Laufey Jóhannsdótt- ir, fjölumdæmisstjóri, og Níels Árni Lund, kynningarsljóri. Lionshreyfingin Merkjasala um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.