Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LEIÐ OPNUÐ TIL SÁTTA ALÞÝÐUSAMBAND íslands og Vinnuveitendasamband ís- lands hafa sent frá sér sameiginlega umsögn til Efna- uags- og viðskiptanefndar Alþingis um lífeyrissjóðafrumvarp .íkisstjórnarinnar. Ljóst er, að það hefur ekki verið auðvelt fyr- ir þessi samtök að koma sér saman um sameiginlegt álit til þingnefndarinnar og ber umsögnin þess nokkur merki. Þó skipt- ir meginmáli að þessir tveir stóru og öflugu aðilar leggjast að nokkru leyti á sveif með þeim, sem á undanförnum vikum hafa sett fram rök fyrir því að veita eigi fólki svigrúm til þess að auka fjölbreytni í lífeyrissparnaði sínum. Þau mæla einnig með því að séreignasjóðirnir fái að þrífast og mæla gegn því, að um of sé gengið á hlut þeirra, sem hingað til hafa byggt lífeyris- sparnað sinn á séreignasjóðunum eingöngu. Þannig segir í umsögn ASÍ og VSÍ: „Þvert á móti er fullt tilefni til að styrkja viðleitni fólks til að tryggja sér aukin rétt- indi, m.a. með fjölbreyttari úrræðum í lífeyrismálum . . . Ljóst er að áhugi fólks á lífeyrismálum er vaxandi og fleiri vilja hafa meiri áhrif á það, hvaða áherzlur þeir kjósa að leggja í lífeyris- tryggingum sínum. Því er brýnt að löggjöf takmarki ekki mögu- leika sjóðanna á að þróast og mæta einstaklingsbundnum áherzl- um í meira mæli en nú gerist. í þessu sambandi er vert að minna á séreignasjóðina, sem eru hluti af því að mynda tryggingalega heild á sviði lífeyristrygginga. Samtökin telja því æskilegt, að hvorki verði settar skorður við því, að slíkir sjóðir veiti ævi- langa tryggingavernd né heldur að almennu sjóðirnir geti boðið samninga um lífeyrissparnað, sem hiuta af sinni þjónustu. Þá telja samtökin einnig eðlilegt að skoða sérstaklega stöðu þeirra, sem um lengri tíma hafa einvörðungu greitt í séreignasjóði að verulegu leyti og aðlögun þeirra að nýju kerfi. Um þetta þarf þó að setja nánari reglur, sem tryggja að lífeyrir þeirra nái a.m.k. tilteknu lágmarki." Samtökin hnykkja enn á þessari afstöðu, þegar segir í um- sögn þeirra um lífeyrissjóðafrumvarp ríkisstjórnarinnar: „Það kemur því enn meira á óvart, að greiðslur á þessa reikninga verði bundnar kvöðum um það, að út af þeim megi aðeins greiða með jöfnum greiðslum á eigi skemmri tíma en 15 árum. Rökin fyrir þessum takmörkunum eru vandséð, einkum þar sem þessu sparnaðarformi er ætlað að koma til viðbótar ævilöngum lífeyris- greiðslum skv. ákvæðum 2.-5. gr. frumvarpsins, sem eru grund- vallaratriði í væntanlegri löggjöf. Samtökin telja þvert á móti rétt að heimila greiðslu inneignar á styttri tíma en þeim 10 árum, sem nú er almennt miðað við. Rökin fyrir því eru þau, að ýmis stéttarfélög, stárfshópar og einstaklingar hafa sýnt slíkum persónubundnum einkasparnaði vaxandi áhuga. Hvati þess er oft að geta dregið úr vinnu síðustu árin fyrir starfslok eða flýtt starfslokum án þess að hefja töku lífeyris úr lífeyris- sjóði og skerða þannig lífeyrisréttindi. Er í þessu sambandi sér- staklega vísað til samkomulags Flugfreyjufélags íslands og Flugleiða frá 1995, þar sem beinlínis var samið um slíkar greiðslur inn á séreignarreikninga til þess að auðvelda flugfreyj- um starfslok áður en hinum almenna lífeyrisaldri er náð. Samtök- in leggja áherzlu á, að ekki verði settar takmarkanir við samn- ingum af þessum toga enda vandséð í hverra þágu slíkt væri.“ Sú afstaða til séreignasjóðanna, sem fram kemur i hinum tilvitnuðu orðum í umsögn ASÍ og VSÍ er afar mikilvæg. Þar er beinlínis gefið til kynna, að samtökin séu tilbúin til samninga um, að aðild þeirra, sem nú greiða í séreignasjóði að sameignar- sjóðum sé bundin við tilteknar lágmarksiðgjaldagreiðslur, en það var einmitt ágreiningur um þetta atriði, sem olli uppnámi, þegar kjarasamningar voru á lokastigi. Ekki verður betur séð en með þessu hafi ASÍ og VSÍ leyst ríkisstjórnina frá þeim skuldbindingum, sem hún var knúin til að gefa með yfirlýsingu forsætisráðherra um lífeyrismál í tengslum við kjarasamninga. Og þar með hafa skapast alveg ný viðhorf í lífeyrismálunum og grundvöllur lagður að því að hægt verði að ná sátt um nýja lífeyrislöggjöf. í umsögn ASÍ og VSÍ segir ennfremur: „Ef kveða þarf á um starfsemi séreignasjóða, um viðbótarlífeyrissparnað í þessum lögum, telja samtökin hins vegar engin efni til að banna hinum almennu lífeyrissjóðum að veita þá þjónustu í samkeppni við aðra aðila. Sú samkeppni gæti án efa orðið mjög hvetjandi því að rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna sýnist verulega lægri en bæði banka og tryggingafélaga. Samkeppni á þessu sviði gæti án efa hvatt til aukins sparnaðar og umfram það, sem hið al- menna 10% lífeyrisiðgjald leiðir til en af því er tvímælalaust verulegur þjóðhagslegur ávinningur.“ Undir þessi orð má taka á þeim forsendum þó, að aðrir aðil- ar, þ.á m. séreignarsjóðir, geti sett upp sameignarsjóði með sama hætti og þeir síðarnefndu geti sett upp séreignasjóði. Þessi umsögn ASÍ Og VSÍ markar þáttaskil í umræðunum, um lífeyrismálin, þótt aðrir þættir í henni, svo sem óbreytt af- staða þeirra til valfrelsis í sambandi við sameignarsjóðina o.fl. valdi vonbrigðum. Aðalatriði málsins er þó, að þessi voldugu samtök vinnumarkaðarins eru á réttri leið og hafa opnað leiðina til sátta í deilunum um lífeyrissjóðina. BRETAR GANGA AÐ KJÖRBORÐINU Úr smiðju Margciretar Thatcher Bretar búa við batnandi efnahag um þessar mundir, en treysta þó ekki flokknum, sem heldur um stjómartaumana, til að halda því áfram. Karl Blöndal skrifar frá London um breytt Bretland eftir 18 ára valdasetu íhalds- manna, arfleifð Margaretar Thatcher og tvo flokka, sem róa á sömu mið, JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuð- stöðvum íhaldsflokksins í Westminster í gær og hamraði á því að efnahagur landsins væri á uppleið. Major er ekki maður mikilla svip- brigða, en í gær var ekki laust við að vottaði fyrir furðu í svip hans. Furðu yfir því að vænkandi efnahagur skuli ekki skila sér í fylgi kjósenda við flokk hans. „Ef fólk spyr sig hvort ástandið er betra nú en það var þegar íhalds- flokkurinn komst til valda árið 1979 eða þegar ég varð forsætisráðherra er svarið já,“ sagði Major. Hugðist breyta Bretum í sjálfstæða þjóð Víst er að Bretland hefur breyst frá því að íhaldsflokkurinn komst til valda undir forustu Margaretar Thatcher fyrir 18 árum. Thatcher sagði eitt sinn að hún hefði sest í valdastól með það eitt í huga að breyta Bretum úr háðri þjóð í sjálfstæða. í hugum Breta er helsta breytingin á þessum árum sennilega sigur fjár- magnsins yfir stéttarfélögunum. Nú er svo komið að varla er efast um þau gildi, sem Thateher innleiddi, í breskum stjómmálum. Það þykir frá- leitt að færa í tal hugmyndir um að ástæða sé til að hemja kapítalismann. Verkamannaflokkurinn er kominn inn á miðjuna og leiðtogi hans, Tony Bla- ir, gæti rétt eins verið maðurinn til að halda merkjum lafði Thatcher á lofti og Major. ítök stéttarfélaganna og verkalýðs- hreyfingarinnar voru mikil þegar Thatcher varð forsætisráðherra. Henni tókst með markvissum aðgerð- um að bijóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur. Milli 1979 og 1996 fækk- aði félögum í stéttarfélögum um tæp- an helming. 1979 voru verkföll hátt á annan tug, rafmagnsleysi var dag- legt brauð og msl safnaðist saman á götum úti og verkalýðsleiðtogar vom voldugri en stjómmálamenn. í fyrra var aðeins eitt verkfall og verkalýðs- fomstunni hefur meira að segja verið ýtt til hliðar í Verkamannflokknum. Áhrif undanfarinna 18 ára á Verka- mannaflokkinn sjálfan hafa ekki verið minni. Fyrst sveiflaðist hann til vinstri, síðan hefur stefnan verið tek- in inn á miðjuna. Neil Kinnock knúði fram breytingar í átt til hægri, en náði ekki að gera flokkinn það vænan kost í hugum kjósenda að dygði til sigurs í kosningunum 1992 þótt hann hefði um tíma haft mikið forskot. Undir fomstu Blairs hefur flokkurinn i haldið áfram að sækja inn á miðjuna. Mesta breytingin, sem orðið hefur í tíð Blairs, er afnám greinar íjögur í lögum flokksins. Grein fjög- ur kvað á um að verkamenn- imir ættu rétt á að ráða yfir fram- leiðslutækjunum og hafði verið leiðar- ljós stuðningsmanna Verkamanna- flokksins um áratugi. Með greininni hurfu einnig áhrif verkalýðsfélaganna og vald til að velja leiðtoga flokksins og ráða stefnuskrá hans. Áhersla á einkavæðingu Thatcher lagði einnig áherslu á einkavæðingu ríkisfyrirtækja og að draga úr ríkishöftum. Framleiðni hefur aukist á Bretlandi og Bretum hefur tekist að draga á helstu keppi- nautana, Bandaríkjamenn, Þjóðveija og Japana. Aðgerðir íhaldsflokksins hafa einnig haft lokkandi áhrif á fjár- festa. 40% af fjárfestingu Banda- ríkjamanna og Japana í Evrópusam- bandinu fer til Bretlands, meira en til nokkurs annars ríkis ESB. Bretum hefur ekki aðeins tekist að laða til sín fé. Atvinnuleysi á Bret- landi er einnig minna en annars stað- ar í Evrópusambandinu, þótt ekki hafi dregið jafnhratt úr atvinnuleys- inu og bresk stjómvöld halda fram því að í opinbemm tölum er þeim sleppt, sem em að leita að vinnu, en eru ekki á atvnnuleysisbótum. Thatcher átti stóran þátt í að fjöldi Breta eignaðist sitt eigið húsnæði. Á fyrsta kjörtímabili sínu lét hún selja tugi þúsunda íbúða, sem hið opinbera hafði reist, fyrir lítið fé. Bretar mega nú kallast þjóð húseigenda og á þessu ári hefur hlutfall þeirra, sem sjálfír eiga sitt húsnæði, náð 68%, en var rúmlega 50% árið 1979. Þetta er hærra hlutfall en annars staðar í Evrópu og hefur Bretum meira að segja tekist að skjótast fram úr Bandaríkjamönn- um í húsnæðiseign. Ýmsir aðrir þættir, sem taldir era bera velmegun vitni, hafa einnig breyst. Bifreiðaeign hefur aukist og aukn- ingin hefur verið mest meðal þeirra 10% Breta, sem hafa minnst fé milli handanna. Sömu sögu er að segja um síma og miðstöðvarkyndingu. Hið stéttlausa þjóðfélag? Hagvöxturinn hefur hins vegar ekki skipst jafnt milli allra. Oft hefur verið vitnað til þeirrar skilgreiningar Majors á hinu stéttlausa þjóðfélagi að þar sjái stjómvöld um að bæta hlut þeirra, sem hafa minnst á milli handanna. Hinir ríku auðguðust og hinir fátæku urðu fátækari í valdatíð íhaldsmanna. Hlutur þeirra 10%, sem vom með mestar tekjur, af þjóð- artekjum jókst úr 20% í 26%. Hlutur 10%, sem em fátækust, af þjóðar- tekjum minnkaði úr 4,1% í 2,5%. Bylting Thatcher leiddi einnig til þess að völd þingsins minnkuðu og dregið var úr áhrifum sveitarstjóma. Því hefur verið haldið fram að hvergi sé að finna meiri miðstýringu í hinum vestræna heimi en á Bretlandi. Evrópumálin fóm á annan veg en ætlað var. Árið 1973 leiddu íhalds- menn Breta inn í evrópska efnahags- bandalagið. Thatcher skrifaði reynd- ar undir Evrópusáttmálann (Single European Act) og færði pundið inn í Gjaldeyrissamstarf Evrópu. Um leið jós hún skömmum yfir Efnahags- bandalag Evrópu og hefur Hugo Young, sem skrifaði ævisögu hennar, haldið því fram að hún hafi þar með verið að grafa undan eigin verkum. í hjarta Evrópu? Þegar Major komst til valda setti hann Evrópu á oddinn og í opinberri heimsókn til Þýskalands 1991 sagði hann að Stóra-Bretland ætti heima í hjarta Evrópu. Aðeins nokkrum mánuðum eftir kosningarnar 1992 neyddist Major hins vegar til að draga pundið út úr gjaldeyrissam- starfinu. Evrópa varð skammaryrði, sem hefur verið ein helsta uppspretta sundmngar í íhaldsflokknum und- anfarin ár. Sú uppsveifla, sem breskur efna- hagur hefur verið í undanfarið, er ekki dæmigerð fyrir 18 ára valdatíð íhaldsmanna. Atvinnuleysi jókst mik- ið á fyrstu ámm Thatcher-stjóm- arinnar og náði hámarki í 11% árið „íhaldsnótt- inni löngu" aö Ijúka? ert samband er á milli efnahagslífs á uppleið og góðs gengis íhalds- flokksins í kosningum. I raun eigi hið gagnstæða við og íhaldsflokkur- inn hafi jafnan farið verst út úr kosn- ingum þegar bjartsýni ríkti í efna- hagslífinu. Þetta eigi við um kosning- arnar árin 1906,1923,1929 og 1945. Á hinn bóginn hafi flokkurinn oft unnið sigur þegar horfur vom slæm- ar. Besta dæmið um það séu kosning- amar 1931. Nærtækasta skýringin á óvinsæld- um íhaldsflokksins er þó sennilega að finna hjá honum sjálfum. Flokkur- inn hefur gengið á bak loforða um að lækka skatta, stjómin neyddist til að segja sig úr Gjaldeyrissam- starfí Evrópu, hver höndin var upp á móti annarri í Evrópumálum og hvert hneykslismálið rak annað. Sum þessara mála hafa gert íhaldsmönn- um lífíð leitt í kosningabaráttunni og dregið athyglina frá stefnuskrá þeirra. Lítill munur á flokkunum Reuter LAFÐI Thatcher er sögð raunverulegur sigurvegari kosninganna. 1985. Því hefur oft verið haldið fram að án Falklandseyjastríðsins hefði Thatcher aldrei náð endurkjöri, en þess ber þó líka að gæta að efnahag- urinn var einnig á uppleið þegar hún boðaði til kosninga 1983. íhaldsflokk- urinn vann ömggan sigur það ár og bætti við sig tæplega 50 þingsætum. Verkamannaflokkurinn undir fomstu vinstrimannsins Michaels Footes gaf út stefnuskrá, sem kölluð var „lengsta sjálfsmorðsbréf í sögunni", og skemmdi það ekki fyrir jámfrúnni í kosningabaráttunni. Thatcher vann sinn þriðja sigur í kosningunum 1987. Annað kjörtíma- bilið hafði einkennst af deilum á vinnumarkaði og bar verkföll náma- manna og prentara hæst. Spillingar- mál höfðu einnig leitt til afsagna ráðherra. En það var allt afstaðið þegar kosningarnar nálguðust og virtist gleymt. Efnahagurinn var aft- ur á uppleið og Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins, mátti sín lítils í kosningabaráttunni. Fréttaskýrend- ur vom famir að leiða getum að því að Verkamannaflokkurinn hefði verið dæmdur til eilífrar pólitískrar útlegð- ar. Thatcher bylt Þremur árum eftir sigurinn bylti íhaldsflokkurinn Thatcher. John Maj- or, sem ætíð hafði verið dyggur stuðningsmaður ,járnfrúarinnar“ og sat í stóli fjármálaráðherra þegar þetta gerðist, tók við forustuhlutverk- inu. Major hélt áfram að framfylgja stefnu Thatchers eftir að hann varð forsætisráðherra. Hann einkavæddi fyrirtæki og dró úr höftum í skóla- og heilbrigðismálum. Þegar kom að kosningunum 1992 hafði Verka- mannaflokkurinn, sem enn var undir fomstu Kinnocks, dijúgt forskot. Þeir vom ekki margir, sem þá spáðu íhaldsflokknum sigri, og skoðana- kannanir bentu allar til þess að vald- atíð hans væri á enda. Þegar upp var staðið stóð íhaldsflokkurinn hins vegar með pálmann í höndunum og gilti einu þótt atvinnuleysi væri að aukast og efnahagshorfur ekki góð- ar. Á þessu kosningaári eru horfur í efnahagsmálum sýnu betri. Peninga- og verðbréfamarkaðir á Bretlandi era þeir öflugustu í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Daglega fara fram meiri dollaraviðskipti { London en í nokkurri stórborg í Bandaríkjunum. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram um það hvemig á því standi að kjósendur virðist láta sig efna- hagsástandið litlu varða. Sú einfald- asta er sennilega að kjósendur líti svo á að velmegunin sé nú svo mik- il að óhætt sé að leyfa Verkamanna- flokknum að spreyta sig án þess að öllu sé stefnt I voða. Efnahagssveiflur og almenningsálit Tveir sagnfræðingar, Niall Fergu- son og Glen O’Hara, reyndu að sýna fram á það í dagblaðinu Financial Times að samband væri á ---------- milli efnahagslífsins og stjórnmála, en minna at- vinnuleysi eða lægri verð- bólga hefði hins vegar ekki samstundis áhrif á ákvarðanir kjósenda, heldur liði nokkur tími á milli. Þeir byggja á rannsóknum tveggja fræðimanna Simons Price og Davids Sanders. Þeir benda á að sambandið geti ver- ið veikt og ekki sé hægt að skýra það með jöfnu. Því sé ekki hægt að spá fyrir um áhrif sveiflna í efna- hagslífinu á pólitíska hegðun. Hins vegar leiði skoðun á kosningum á Bretlandi á þessari öld í ljós að ekk- Hver eru tengsl efnahags og stjórnmála? Fylgismunurinn verður að minnsta kosti ekki skýrður mep því að mikill munur sé á stefnu Íhaldsflqkksins og Verkamannaflokksins. íhalds- flokkurinn hefur reyndar sett fram öllu djarfari hugmyndir en andstæð- ingamir á borð við afnám ellilífeyris frá ríkinu, róttækar skattalækkanir og sölu neðanjarðarlestakerfísins í London. Stefnuskrá Verkamannaflokksins er uppfull af flatneskju. „Við sættum okkur við að alþjóðlegt efnahags- kerfi er staðreynd,“ segir þar. Flokk- urinn talar um að herða beltisólam- ar. Hann hefur heitið því að halda sig við útgjaldaramma íhaldsmanna fyrstu tvö árin af næsta kjörtímabili. Hugmyndir um„lýðræðislegan sósíal- isrna" era horfnar úr stefnuskránni, sem nú er kennd við viðskipti. Flokk- urinn leggur reyndar til að aftur verði komið á lágmarkslaunum á Bretlandi og Blair hyggst undirrita félagsmálasáttmála Evrópusam- bandsins. En hann hefur einnig sagt að stéttarfélög á Bretlandi muni hafa minnst svigrúm í hinum vestræna heimi. Atvinnurekendur era því lítið hræddir við að Verkamannaflokkur- inn komist til valda hvað sem líður hræðsluáróðri Ihaldsmanna um að undir hinum „nýja Verkamanna- flokki" leynist sá gamli. „Ifyrirtækin em reyndar sáttari við íhaldsflokkinn," sagði Ruth Lea, hagfræðingur samtaka fyrirtækja á Bretlandi. „En við getum hæglega sætt okkur við breyttan Verka- mannaflokk.“ Því hefur verið haldið fram að hvemig sem kosningarnar á morgun __________ fari muni Thatcher, barónessa af Kesteven, bera sigur úr býtum. Takist Major hið ómögulega og haldi hann velli þvert á allar spár og speki (munurinn á flokkunum er nú sagður vera allt frá 15 til 20 prósentustig samkvæmt skoðanakönnunum) mun hann eiga þess kost að marka sér sess sem annað og meira en hinn litlausi og reglusami eftirmaður Thatcher. Sigri Verkamannaflokkurinn verður „íhaldsnóttin langa“ á enda. Stjórnmálaritstjóri The Economist segir það hafa komið Major í koll að Bretar voru orðnir vanir sterkum leiðtoga Sök íhaldsmanna sjálfra STAÐA breska íhaldsflokksins virðist vonlít- il þrátt fyrir að efnahagurinn sé á uppleið. David Lipsey, sem er stjómmálaritsjóri viku- ritsins The Economist, sagði í samtali við Morgunblaðið að flokkurinn gæti sjálfum sér um kennt hvemig komið væri. Lipsey sagði að erfitt væri að meta sam- bandið milli fyrirætlana kjósenda og stöðu efnahagsmála. Almenningur hefði hins vegar gert sér grein fyrir því að n'kisstjómir gætu ekki stýrt efnahagslífinu og því gætu þær heldur ekki eignað sér heiðurinn þegar vel áraði. Þetta væri þó ekki eina ástæðan fyrir óvin- sældum flokksins. „Þeir gátu ekki staðið við gefín loforð," sagði Lipsey. „Eitt helsta stefnumálið var Gjaldeyrissamstarf Evrópu, sem stjómin neyddist síðan til að ganga úr. Hins vegar hefur stefna flokksins {meginatr- iðum verið rétt og hann hefur ekki þurft að hverfa frá helstu markmiðum í efnahagsmál- um.“ Blað Lipseys, The Economist, lýsti yfir stuðningi við Ihaldsflokkinn í leiðara í nýjasta tölublaðinu. Sá stuðningur er hins vegar ekki heilshugar og á forsíðu blaðsins segir að íhald- ið eigi skilið að tapa, en Verkamannaflokkur- inn eigi ekki skilið að vinna. Lipsey bendir einnig á óeiningu innan flokksins þegar hann leitar skýringa á raunum íhaldsmanna: „í flestum lýðræðisríkjum leita kjósendur að hæfni hjá leiðtogum sinum,“ sagði Lipsey. „íhaldsmenn hafa rifist eins og rottur I poka. Þessi óeining hefur kostað at- kvæði og orðið til þess að John Major forsæt- isráðherra hefur virst veikur fyrir. Ekki bætir úr skák að Bretar vom orðnir vanir sterkum leiðtoga eftir valdatíð Margaretar Thatcher." Innanbúðarvandi íhaldsflokksins var tví- þættur. „Það varð einhver skaði af hneyksl- ismálunum, en í sumum þeirra, til dæmis dauða Stephens Milligans, var um að ræða persónulegan harmleik, sem víða annars staðar hefði aldrei orðið fjölmiðlamatur," sagði Lipsey. „Þessi mál urðu hins vegar til þess að sú stefna að snúa aftur til hefðbund- inna gilda snerist í höndum íhaldsflokksins og kallaði fram ásakanir um hræsni. Siðleys- ið hefur þó sennilega haft meiri áhrif. Sú staðreynd að nokkrir þingmenn þáðu peninga fyrir að vekja umræðu á þingi hafði áhrif og þótt það væri leyft undir mörgum kring- umstæðum gengu sumir of langt. Það þarf hins vegar ekki að koma á óvart að eftir átján ár við völd hafi sumir þingmenn, sem sjá ekki fram á að eiga frekari frama í vænd- um, reyni að efla hag sinn.“ Miklar breytingar hafa átt sér stað á Verkamannaflokknum og því hefur verið haldið fram að valið standi í raun á milli tveggja íhaldsmanna í kosningunum. Lipsey vill ekki ganga svo langt. „Ýmsum hefðbundnum mun hefur verið eytt bæði í þágu skynsamlegrar stefnu í efna- hagsmálum og aukinnar einkavæðingar," sagði Lipsey. „Það er ekki lengur deilt um hlutverk stéttarfélaga og mun minni deila um fjárfestingar ríkis eða einkaframtaksins. En það er enn munur. Verkamannaflokkur- inn er sýnu hlynntari Evrópu og hann er einnig ötulli talsmaður jöfnuðar enn sem komið er, styður fremur hagsmuni þeirraj sem eru neðstir í þjóðfélaginu, en efstir. I þessu sambandi má nefna þá stefnu flokks- ins að grlpa til opinberra aðgerða til að auka atvinnu." Lipsey sagði að breskt þjóðfélag hefði tek- ið ýmsum breytingum á undanförnum 18 árum. „Helsta arfleifð Margaretar Thatcher verður sennilega að hún gekk í skrokk á stéttarfélögunum," sagði Lipsey. „Almennt sá hún til þess að snúa þjóðfélaginu þannig að andúð í garð einkaframtaksins og efna- hagslegs sveigjanleika minnkaði til muna. Sú var tíðin að í þjóðfélaginu - þegar stjóm- málaflokkunum sleppti - var mikill klofning- ur milli þeirra sem græddu peninga og þeirra, sem höfðu rhugust á slíku. Þá þótti skammar- legt að vegna vel. Nú er það breytt, en fylgi- fiskarnir hafa verið sýnu meiri eigingirni meðal einstaklinga og skortur á félagslegri samúð og umhyggju." * Kosningarnar á Norður-Irlandi Morgunblaðið/Margrét Þóra Þj óðaratkvæði milli kaþólikka o g mótmælenda Belfast. Morgunblaðið. KOSNINGABARÁTTAN fyrir bresku alþingiskosningamar hefur fylgt sínum sérstöku lögmálum á Norður-írlandi nákvæmlega eins og stjómmál hér eiga sér alveg einstak- ar forsendur. Hér er ekki kosið á milli Verkamannaflokks, íhaldsflokk og Fijálslyndra enda hafa flokkarnir þrír að mestu gefið upp á bátinn til- raunir til að ná fótfestu á Norður- írlandi. Sem fyrr eru þessar kosning- ar í staðinn nánast þjóðaratkvæða- greiðsla milii mótmælenda og kaþól- ikka, sambandssinna og þjóðemis- sinna og með atkvæði sínu lýsir kjós-, andi því yfir hvoram megin víglín- unnar hann er. Tvö samfélög, tvennar kosningar Það sem mótar umræðuna enn frekar er sú staðreynd að hvort sam- félag getur valið milli tveggja flokka. Mótmælendur, sem em 60% íbúa, geta valið milli tveggja flokka; Ulster Unionist Party (UUP) undir stjóm Davids Trimble og Democratic Uni- onist Party (DUP) undir leiðsögn klerksins Ians Paisleys. UUP er ívið stærri og á rætur að rekja langt aftur þvi að á meðan Norður-írland stjórnaði málum sln- um sjálft (1920-1972) réð UUP öllu. Ian Paisley, og flokkur hans DUP, kom hins vegar til sögunnar um það bil sem allt fór I bál og brand á sjö- unda áratugnum. Paisley hata menn annaðhvort eða elska og hans mál- flutningur hefur alltaf verið tvíhliða: að fordæma harðlega þjóðernissinna, kaþólsku kirkjuna en einnig að höfða til sambandssinna með því að saka UUP um að standa ekki I stykkinu. Kaþólikkar standa einnig frammi fyrir tveimur kostum sem eru Sinn Féin, stjómmálaarmur IRA, og SDLP, hófsamir þjóðernissinnar. SDLP hefur iðulega vinninginn I þeim slag og John Hume leiðtogi þeirra er virtur út fyrir landamæri Irlands og Bretlands fyrir framlag sitt und- anfarna áratugi. Stuðningur við Sinn Féin meðal kaþólikka I lægstu stéttunum er samt sem áður harla mikill, meðal fólks sem fyllst hefur hatri á sambands- sinnum og öllu því sem þeir standa fyrir. Loks em þeir sem telja að betra sé að kjósa Sinn Féin og þvinga Gerry Adams og félaga áfram þing- ræðisleiðina I stað þeirrar sem leiðir til morða og ofbeldis. Þetta sjónar- mið kom skýrt fram I kosningum til friðarviðræðna í maí síðastliðnum þegar Sinn Féin hlaut sína bestu kosningu frá upphafí. SDLP gerir sér vonir um að þessi atkvæði muni skila sér aftur til þeirra, ekki síst eftir að ofbeldisverk IRA færðust I aukana að nýju. Einmenningskjördæmi og það fyr- irkomulag sem haft er á kosningum á Bretlandi býður enn skarpari and- > stæður. í einu kjördæma Norður- írlands, Mið-Ulster, em kaþólikkar I mikum meirihluta íbúa. Staðreyndin er hins vega sú að atkvæði kaþólikka skiptast nokkuð jafnt milli þeirra og því kemst þriðji aðilinn, fulltrúi DUP, fyrstur I mark. Afar umdeildur préd- ikari, William McRea, hefur því hald- ið Mið-Ulster allt síðan 1983 og reyndar hafa þjóðemissinnar ekki unnið þetta sæti síðan 1974. Svipað er uppi á teningnum I öðmm kjördæmum og styrkir enn þá óvild . sem ríkir milli samfélaganna og flokkanna innbyrðis. Sinn Féin gerir sér vonir um þijú þingsæti og auk Mið-Ulster beina þeir sjónum sínum sérstaklega að Vestur-Belfast þar sem Gerry Ad- ams, leiðtogi Sinn Féin, gerir tilraun til að endurheimta þingsæti það sem hann tapaði til SDLP árið 1992. Talið er að það hafi sannfært Adams um nauðsyn þess að taka upp ný vinnubrögð og upp úr því gerði IRA vopnahlé 1994. Niðurstaðan núna getur því á sama hátt gefið vísbendingu um hvort kaþólikkar kunni að meta þá stefnu sem Sinn Féin hefur fylgt á undanfömum miss- eram. Nái Adams ekki sætinu er hætta á að harðlínumenn I IRA líti svo á að Adams og félögum hafí endanlega mistekist ætlunarverk sitt; sem var að ná fram markmiðum sín- um með lýðræðislegum vinnubrögð- um I bland við ógnir IRA. Hvað gerist eftir kosningar? Takmark IRA með aðgerðum sln- um I Bretlandi fyrir kosningar er að minna stjórnmálaflokkana á að IRA sé síður en svo sigrað. IRA hefur lít- ið aðhafst á Norður-írlandi sjálfu síð- ustu vikur þvl Sinn Féin stendur I baráttu um hylli kaþólskra kjósenda á Norður-írlandi, sem geta fyrirgefíð IRA ýmislegt á meðan það fer ekki fram I bakgarði þeirra sjálfra. Hvað gerist eftir kosningar er kannski óljóst en óheillamerkin eru mörg. Ekki hefur enn tekist að semja um rétt Óraníumanna til að marsera um hverfi kaþólikka I júlí og minn- ast sigurs Vilhjálms af Óraníu á hinum kaþólska Jakob Stúart árið 1691, en síðasta sumar enduðu svip- aðar göngur með ósköpum. Eins og stendur lítur ekki út fyrir að mönn- um takist að semja því eins og svo oft áður snúast málefni Norður- Irlands ekki um það hveiju er náð fram heldur hvort nokkuð er gefið *- eftir. íbúar Norður-írlands bíða þvl sumarsins órólegir en I millitíðinni reyna flestir að tryggja að þeir kom- ist í sumarfríið sitt I júlí, sem lengst I burtu frá hatri og átökum. Hvort forsætisráðherrann þá heitir John Major eða Tony Blair mun víst ekki skipta miklu máli. <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.