Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU AUGLÝSINGAR
HÁSKOUNN
A AKUREYRI
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður
við Háskólann á Akureyri:
Staða prófessors í hjúkrunarfræði.
Staða dósents í hjúkrunarfræði.
50% staða lektors í hjúkrunarf ræði. Æski-
legt sérsvið: barnahjúkrun.
Starfsvettvangur ofangreindra háskólakennara
verður aðallega við heilbrigðisdeild.
Staða lektors við leikskólabraut.
Kennslu- og rannsóknarsvið er almenn leik-
skólafræði og notkun listgreina í leikskólastarfi.
Starfsvettvangur verður aðallega við leikskóla-
braut kennaradeildar.
Staða dósents í markaðsfræði.
Kennslu- og rannsóknasvið er markaðsfærði,
æskilegt sérsvið markaðsrannsóknir, sölustarf
og útflutningsverslun. Til greina kemurað ráða
í stöðu lektors. Starfsvettvangur er aðallega
við rekstrardeild.
Staða lektors í rekstararfræði — gæða-
stjómun.
Kennslu- og rannsóknarsvið er rekstrarfræði,
æsilegt sérsvið hagnýt notkun gæðastjórnunar
í íslenskum iðnaði og þjónustu. Starfsvett-
vangur er aðallega við rekstrardeild
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni
rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir
hafa unnið, ritsmíðar, rannsóknir, kennslustörf,
stjórnunarstörf svo og námsferil sinn og önnur
störf. Með umsóknum skulu send eintök af
þeim vísindalegu ritum sem umsækjendurvilja
láta taka tillit til.
Einnig er nauðsynlegt að í umsókn komi fram
hvaða verkefnum umsækjendur hafa unnið
að, hverju þeir eru að sinna og hver eru áform
þeirra, eftil ráðningarkemur. Ennfremurer
ætlasttil þess að umsækjendur láti fylgja nöfn
og heimilisföng minnsttveggja aðila sem leita
má til um meðmæli. Sæki umsækjandi um
tvær eða fleiri stöður við Háskólann á Akureyri
á sama tíma skal hann láta fullnægjandi gögn
fylgja báðum/öllum umsóknum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags há-
skólakennara á Akureyri. Upplýsingar um
starfið gefa forstöðumenn viðkomandi deilda
eða relrtor háskólans í síma 463 0900.
Umsóknirskulu hafa borist Háskólanum á
Akureyri fyrir 15. maí 1997.
Kleppjárnsreykja-
skólahverfi
Andakílsskóli - Hvanneyri
Kennara vantar í almenna bekkjarkennslu.
Nemendur eru í 1. —7. bekk og er kennt í 3
deildum.
Kleppjárnsreykjaskóli
Laus ertil umsóknar staða adstodarskóla-
stjóra og kennarastöður í eftirtöldum grein-
um: íslensku á unglingastigi, dönsku, ensku,
tónmennt, myndmennt og íþróttum.
Starf aðstoðarskólastjóra byggist á erindisbréfi
fyrir kennara og erindisbréfi skólastjóra þar
sem kveðið er á um að viðkomandi þurfi m.a.
að hafa glögga yfirsýn og áhuga á að sinna
þróunarstarfi innan skólans. Æskilekgt er að
umsækjandi hafi lokið námi í skólastjórnun.
Við auglýsum eftir áhugasömu fólki sem vill
vinna með okkur í grunnskóla í sveit, þar sem
eru 10 árgangar í 7—9 deildum en nemendafjöldi
hefur verið á milli 110 og 120 síðustu vetur.
Umsóknarfrestur ertil 16. maí nk.
Upplýsingar gefa Þórfríður Guðmundsdóttir,
skólastjóri Andakílsskóla, í símum 437 0009
og 437 0033 (heima) og Guðlaugur Óskarsson,
skólastjóri Kleppjárnsreykjaskóla, í símum
435 1171 og 435 1170 (heima).
Háskólinn á Akureyri
og
Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins
auglýsa tvær stöður sérfræðinga á sviði
matvælaframleiðslu
Stöðurnar heyra undir Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins, en þeimfylgir kennsluskylda
við matvælaframleiðslubraut sjávarútvegs-
deildar Háskólans á Akureyri. Vinnustaður er
á Akureyri.
t. Staða sérfræðings í framleiðslutækni
matvæla.
Rannsókna- og kennslusvið erframleiðslu-
tækni og/eða framleiðsluferlar. Æskileg mennt-
un er M. Sc. eða Ph. D. í matvælaverkfræði eða
matvælatækni.
2. Staða sérfræðings í matvælaefnafræði/
matvælafræði.
Rannsókna- og kennslusvið er matvælaefna-
fræði og skyldargreinar. Æskileg menntun
er M. Sc. eða Ph. D. í matvælafræði.
Gert er ráð fyrir að þessar stöður tengist
fiskiðnaði og öðrum matvælaiðnaði með rann-
sókna- og þróunarverkefnum, sem viðkomandi
sérfræðingur hefurfrumkvæði í að afla.
Umsóknir um stöðurnar skulu hafa borist
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins fyrir 1. júní
1997.
Upplýsingar um stöðurnar veita Hjörleifur Ein-
arsson í síma 562 0240 eða Jón Þórðarsson
í síma 463 0900.
Háskólinn á Akureyri.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.
Verkmenntaskóli Austurlands
Lausar stöður
Verkmenntaskóli Austurlands í Neskaupstað
óskar eftir námsráðgjafa og sérkennara fyrir
næsta skólaár 1997—1998.
Ennfremur vantar kennara í eftirtalda áfanga:
Stærðfræði, ritvinnslu, ensku, dönsku, sál-
fræði, íslensku, þýsku, fatasaum og í tréiðna-
og málmiðnagreinum.
Einnig eru lausar kennarastöður við tvær nýjar
brautir við skólann þ.e. í hárnsyrtiiðn og á
sjávarútvegsbraut.
Umsóknarfrestur ertil 20. maí nk.
Allar nánari upplýsingar veita Helga M. Steins-
son skólameistari í síma 477 1620 og Magnús
Guðmundsson formaður skólanefndar í síma
472 1300.
STJÓSEFSSPÍTAU
HAFNARFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
athugið!
Hjúkrunarfræðingar óskast á lyflækningadeild
spítalans, sem fyrst, eða eftir nánara samkomu-
lagi. Um er að ræða sumarafleysingar og einnig
framtíðarstarf. Starfshlutfall eftirsamkomulagi.
Á deildinni er 21 sjúkrarúm með fjölbreytta
starfsemi með áherslu á meltingasjúkdóma
ásamt því að sinna bráðamóttöku fyrir Hafnar-
fjörð og nágrenni. í boði er 8 tíma vaktir aðra
hverja helgi eða 12 tíma vaktir þriðju hverja
helgi. Einnig óskast sjúkraliðar frá og með 1.
september. Starfshlutfall samkomulag.
Upplýsingar veita Margrét Þórðardóttir, deildar-
stjóri, eða Gunnhildur Sigurðardóttir, hjúkr-
unarforstjóri, í síma 555 0000.
Laus staða
Landbúnaðarráðuneytið auglýsir lausa til um-
sóknar stöðu framkvæmdastjóra Veiðimála-
stofnunar. Skipað verður í stöðuna til fimm
ára frá 1. júní nk.
Veiðimálastofnun starfarsamkvæmt lögum
nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, með síðari
breytingum. Með lögumfrá 17. apríl sl. var
stjórnsýsla veiðimála aðskilin frá rannsóknum
og þjónustu á sviði veiðimála samkvæmt lög-
unum.
Framkvæmdastjóri Veiðimálastofnunar hefur
á hendi daglega stjórn Veiðimálastofnunar
og ber ábyrgð á framkvæmd mótaðrar stefnu
og fjárhagsafkomu. Hann skal hafa lokið við-
hlítandi háskólaprófi og hafa þekkingu á starf-
semi stofnunarinnar.
Laun eru greidd samkvæmt launakerfi ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og starfsferil, skal senda til landbúnaðarráðu-
neytisins, Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík, fyrir
15. maí nk.
Nánari upplýsingar um stöðuna eru veittar
hjá ráðuneytinu í síma 560 9750.
Landbúnaðarráðuneytið,
28. apríl 1997.
Félagsmálastofnun
Reykj avíkurborgar
Síðumúla 39 • Sími: 588 8500 • Brófasími: 568 6270
Forstöðumaður
Laus er til umsóknar staða forstöðumanns við
hverfaskrifstofu fjölskyldudeildar Félags-
málastofnunar Reykjavíkurborgar á Suður-
landsbraut 32. Forstöðumaður berfaglega
ábyrgð og stjórnarstarfsemi og rekstri hverfa-
skrifstofunnar.
Helstu verkefni eru:
— Stefnumótun og áætlanagerð
— Starfsmannastjórnun
— Stjórnun á faglegu starfi og verkaskiptingu
innan skrifstofunnar
Menntunar og hæfniskröfur.
Gerð er krafa um háskólamenntun: félagsráð-
gjafapróf eða hliðstæða menntun á sviði félags-,
uppeldis- eða sálarfræði. Krafist er a.m.k. 3ja
ára starfsreynslu af stjórnun, og þekkingu á gild-
andi lögum sem unnið ereftir. Sjálfstæði í vinn-
ubrögðum og góð skipulagshæfni nauðsynleg.
Umsóknarfrestur er til 11. maí nk.
Umsóknum, þar sem fram koma m.a. upplýsing-
ar um menntun og fyrri störf, skal skila til starfs-
mannastjóra Félagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar, Síðumúla 39, merkt:
„Umsókn — forstöðumaður".
Nánari upplýsingarveitirEllý A. Þorsteinsdóttir,
yfirmaðurfjölskyldudeildar, Síðumúla 39,
í síma 588 8500.
Leikskólar Reykjavíkurborgar
óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðan-
greindan leikskóla:
Hof v/Gullteig
Leikskólakennara og annað uppeldismenntað
starfsfólk í 100% stöðu.
Einnig vantar í 100% afleysingastarf í eldhúsi
og á deild. Þarf að geta hafið störf sem allra
fyrst.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Sigrún Sig-
urðardóttir, í síma 553 9995.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277.
Starfsfólk óskast
Ýmiss störf verða í boði. Aldurstakmark 20 ára.
Uppl. á staðnum milli kl. 14 og 16 næstu daga.
Nelly's Cafe,
Þingholtsstræti 2.