Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 57
r i 1 í J 1 I •1 ( 4 ( I i ( ( ( I ( i ( MORGUNBLAÐIÐ_ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 57 MYNDBÖIMD/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓIMVARP , Morgunblaðið/Ásdís JON Steinar Ragnarsson handritshöfundur. Ég hef nef fyrir sögxi Handritaskrif em mikið þolinmæðisverk. Mörg ár geta liðið frá því að höfundur fær hugmynd, og þar til hún verður að kvikmynd. Jón Steinar Ragnarsson er nú að skrifa fjórðu drög að hand- riti sínu Ikíngút. Hildur Loftsdóttir fékk hann til að segja frá sér og verki sínu. „IKÍNGÚT er inúítamál og þýðir vinur, og þetta er saga um vináttu. Grænlenskur drengur fær þetta nafn því þetta er það fyrsta sem hann segir þegar hann hittir aðalsöguhetj- una sem hræðist hann,“ segir Jón Steinar. Myndin gerist á Ströndum skömmu eftir galdrafárið. Afkoman er hörð og fólk trúir á galdra, skrímsli og forynjur. Lítinn Grænlending rek- ur að landi á ísjaka. Bóas, sem er tíu ára drengur, verður vitni að því og álítur að þar sé kominn marbend- ill. Fólk telur að þar sé komin ástæða harðindanna, og vill ná þessu skrímsli til að granda því. Þótt Bóas og Græn- lendingurinn séu orðnir vinir, fram- selur faðir Bóasar hann, til að halda frið í byggð. Bóas tekur sig til og bjargar honum úr prísund, og mikill eltingarleikur hefst. „Þótt myndin sé í raun hálfgerð hasarmynd, hefur hún göfugan und- irtón.“ Hjartað hrátt Fólk spyr sig oft að því hvernig í ósköpunum höfundar og aðrir lista- menn fái hugmyndirnar að verkum sín. Jón Steinar ólst upp á ísafirði og Ikíngut ber keim af því. „í uppeldinu heyrði maður margar sögur um galdrabrennur og harð- indi, og jafnvel að Grænlending hafi rekið og fundist dauður á jaka. At- burðurinn sem kveikti hugmyndina að sögunni sjálfri er að þegar ég var strákur kom ísbjörn á Strandirnar. Þá var hverri fleytu sem flotið gat róið þangað í offorsi, án þess að spurt væri hvers vegna það væri slík nauðsyn að drepa þennan ís- björn. Ég man vel eftir því æði sem greip fólk. Þeir náðu birninum, og drápu hann eins og frægt er orðið, og átu úr honum hjartað hrátt. Þeg- ar þeir komu til byggða var viss blygðun yfir þeim. Þeir áttuðu sig á því að þeir höfðu tapað þessu mann- eskjulega í sér og orðið að villimönn- um í augnablik." Tilvísun í nútímasamfélag Islenska kvikmyndasamsteypan er framleiðandi kvikmyndarinnar Ikíngut, og Friðrik Þór verður leik- stjóri myndarinnar. „Við áætlum að fara í tökur haust- ið 1998. Myndin verður tekin að vetri til að mestu leyti. Hún krefst mikils undirbúnings, og verður dýr og þung í vöfum. I myndinni verður mikið af tæknibrellum og tölvugraf- ík. Tökurnar fara væntanlega fram vítt og breitt, en eins nálægt Reykja- vík og hægt er. Staðfæring verður gerð fyrir norðan, í því hrikalands- lagi, og þar verða öll skot tekin sem sýna umhverfi. Þetta er ekki sögulega kórrétt handrit, heldur ævintýri með sögu- legu ívafi. Það á nú kannski eftir að koma við einhvern íslendinginn, því þeir eru mjög meðvitaðir um sögu sína. I svona ævintýramynd er lögð mikil áhersla á sjónræna þáttinn. Náttúran er ein af persónunum, og hefur hún áhrif á öll viðhorf og at- hafnir fólksins, eins og skuggi sem hvílir yfir öllu. Þetta er saga um ótta sem vekur af sér fordóma og illsku. Hún hefur tilvísun í ýmislegt í nútímasamfélaginu, eins og hvern- ig við myndum okkur skoðanir gegn minnihlutahópum og innflytjendum. Það er undirtónn sögunnar að staldra við og fræðast, reyna að skilja af hveiju við höfum þessar skoðanir og hvaðan við fáum þessi viðhorf." Eina stríðshetja íslendinga Hefur hugur ísfirðingsins alltaf staðið til skrifta? „Ég átti alltaf að verða sjómaður, þar sem ég er sjómannssonur. Ég þótti mikill sveimhugi þegar ég var strákur. Pabbi kallaði það skáldagrill- ur og listamannagrillur, og það þótti ekki par fínt. Svo var það í miðju þorskastríði að ég endaði á Varðskip- inu Tý. Það var siglt í klessu af frei- gátu sem heitir Falmouth. Ég var sá eini sem siasaðist um borð, og er eina stríðshetja íslendinga. Einn daginn þegar ég var að haltra um til að liðka mig eftir slys- ið, kem ég að Myndlista- og handíða- skóla íslands, og þar var auglýst að inntökupróf stæðu yfir. Ég tók próf- ið og náði því, ótrúlegt nokk. Þann- ig gripu forlögin inn í það að ég losnaði úr farvegi smáþorparans og komst inn í þessa myndlistakreðsu, og byrjaði að stunda það sem hugur- inn stóð til. Aður var ég í áhugaleikhúsi vestur á fjörðum þar sem ég lék, smíðaði leikmyndir og skrifaði leikrit. M.a. leikrit sem hefur verið sýnt víða og heitir Hjálparsveitin. Síðan hef ég farið á handritanámskeið, og unnið við kvikmyndir í meira en átta ár. Gerjun innan frá Nú segja Ameríkanar að allir geti skrifað handrit eftir þeim handrita- formúlum sem þeir hafa skapað, hvað finnst þér um það? „Það er að ganga af amerískri frásögn dauðri. Það er lítið sem kem- ur á óvart lengur. Þetta er bara markaðsvara, og maður sér æ sjaldnar myndir sem virkilega snerta mann. Hugmyndin mín er almennt talin sérstök, og ég held að úrvinnsl- an á henni hafi tekist vel. Ég veit að ég get gert góða hluti. Ég hef nef fyrir sögu. Sem myndlistamaður hef ég hef unnið við hönnun og það er eilíf málamiðlun. Það á einnig við um handritaskrif. Eftir tvö fyrstu drögin lætur höfundur einhvern málsmet- andi lesa þau yfir. Þá fyrst byijar hausverkurinn sem felst í fínvinnu; rekja handritið allt saman upp, taka vissar persónur fyrir, kannski styrkja heimildasöfnunina. Ameríkanar kalla það „development hell“. Sum handrit eru skrifuð 15 sinnum áður en þau fara í framleiðslu. Svo kemur að því að leikstjórinn þarf að koma sínum skoðunum að, þar sem hann er alltaf höfundur myndarinnar." Að skrifa af hjarta Er ekki ætlunin að skrifa annað handrit þegar þessu er lokið? „Ég er að vinna að hugmynd sem fjallar um það að losna úr átthaga- fjötrum. Hún mun gerast þegar Nix- on og Pompidou komu til landsins. Ég er nú þessi þorpari, þannig að hún byggir að vissu leyti á sjálfsævi- sögulegri reynslu. Ég held að allar sögur sem eru skrifaðar af hjarta séu viss meðferð fyrir höfundinn. Það er eins og að leggjast á bekkinn hjá sálfræðingi og losa út, og átta sig á atburðum í lífinu. Þegar handrit er í fram- leiðslu fær maður sig ekki til að skrifa neitt annað. Ég er það sem ég er að gera þangað til meðgangan er búin. Eg skil ekki eftir neina lausa enda,“ segir Jón Steinar Ragnarsson að lokum. BIOIIM I BORGIIMIMI Sæbjöm Valdimarsson / Amaldur Indriðason / Anna Sveinbjamardóttir BÍÓBORGIIM Tveir dagar í dalnum -k'h Lummó úrvinnsla á prýðilegri hug- mynd. Einstaka atriði heppnast þó ágætlega. Lesið í snjóinn k k'A Kvikmynd Bille August fer vel af stað, andrúmsoftið er ógnvekjandi og útlitið drungalega fallegt. Því miður dregur afleitur leikur flestra leikaranna og heimskuleg þróun sögunnar myndina niður. 101 Dalmatíuhundur kk'A Glenn Close fer á kostum sem Di- sneynornin Grimmhildur Grámann í ágætlega gerðri lifandi útgáfu af teiknimyndinni. Málið gegn Larry Flynt kkk'A Milos Forman er aftur kominn á fljúgandi skrið með hræsnina að leiðarljósi og afbragðsleikhóp. SAMBÍÓIIM, ÁLFABAKKA Michael ★ ★ Travolta í essinu sínu sem Mikael erkiengill hér á jörðu í rómantískri gamanmynd. „Metro“ * ★ Eddie Murphy á fornum slóðum Beverly Hills Cop og bætir engu nýju við. Aftur til fortíðar ★ ★ Enn ein afbökun skáldsögunnar hans Mark Twain um Jankann við hirð Artúrs konungs. Þessi tíma- skekkjuútgáfa bætir engu við það sem áður er gert en telst þokkaleg- asta skemmtun fyrir yngri áhorf- endur. Innrásinn frá Mars kk'A Svört vísindaskáldleg gamanmynd, feiknavel gerð, en að þessu sinni er Burton bitlítill og grínið einhæft. Space Jam k k Snillingurinn Michael Jordan og Kalli kanína bjarga leikinni teikni- mynd frá umtalsverðum leiðindum. Við hæfi ungbarna og forfallinna NBA-aðdáenda. Kostuleg kvikindi k k'A Fjórmenningaklíkunni úr „Fiskin- um Vöndu“ tekst að gera prýðilega gamanmynd þótt hún sé hvergi nærri jafn snjöll og „Fiskurinn“. Lesið í snjóinn kk'A Sjá Bíóborgina. 101 Dalmatíuhundur kkk Sjá Bíóborgina. Jerry Maguire k * k Sjá Stjörnubíó. HÁSKÓLABÍÓ The Return of the Jedi ★ k'A Sjötta hluta vantar bæði ferskleika og spennu fyrri myndanna. Myndin býður engu að síður upp á fína afþreyingu. The Empire Strikes Back kkkk Besta myndin í Stjörnustríðs- bálkinum. Mátturinn var sannar- lega með Lúkasi í þetta sinn. Stjörnustríð ★ ★ k'A Endurunnið stríð í orðsins fyllstu merkingu. Lengi getur gott batn- að. Þessi tvítuga vísindafantasía stendur fyrir sínu og viðbótin er fagmennskan uppmáluð. Kolya kkk'A Töfrandi og hlý mynd sem yljar bíógestum um hjartaræturnar. Undrið kkk'A Atakanleg saga um píanósnilling sem brestur á hátindi frægðar sinnar. Frábærlega kvikmynduð í alla staði. Leyndarmál og lygar ★ ★ ★ ★ Meistaraverk frá Mike Leigh um mannleg samskipti, gleði og sorg- ir og óvæntar uppákomur í lífi bresks almúgafólks. KRIIMGLUBÍÓ Veislan mikla ★ ★ ★ Að hætti ítalskrar matargerðar er veislan mikla búin til úr fyrsta flokks hráefni, metnaðarfull, list- ræn og ástríðufull og síðast en ekki síst er eftirbragðið einkar ánægjulegt og skilur eftir góðar minningar. Michael ★★ Sjá Sambíóin, Álfabakka. Jói og risaferskjan ★ ★ k'A Framúrskarandi brúðumynd fyrir alla fjölskylduna. Furðuveröld Jóa litla er bæði falleg og ógnvekjandi. Michael Collins ★ k'A Neil Jordan fer mjúkum höndum um umdeilda, írska frelsishetju. Liam Neeson er góður í titilhlut- verkinu en Julia Roberts afleit. 101 Dalmatíuhundur ★ k'A Sjá Bíóborgina. LAUGARÁSBÍÓ Crash ★★★ Cronenberg fjallar að vanda um hluti sem heilla og vekja ógeð. Crash er á freudískum nótum og tekur fyrir dauðaþrána og bæklað kynlíf. Evitak ★ 'A Madonna og Antonio Banderas eru glæsileg, en það dugar ekki til að fanga athyglina í of langri mynd. REGIMBOGIIMIM The Return of the Jedi ★ k'A Sjá Háskólabíó. Veiðimennirnir ★ ★ ★ Dramatísk löggu/spennumynd frá Svíum með amerísku ívafi. Frum- leg og forvitnileg lengst af. Englendingurinn ★ ★ ★ 'A Epísk ástarsaga. Meistaralega framsett og frábærlega leikin mynd um sanna ást. Rómeó og Júlía ★ ★ ★ Skrautlega skemmtileg nútímaút- gáfa á sígildu verki Shakespeares. Luhrman er leikstjóri sem vert er að fylgjast með. STJÖRIMUBÍÓ Undir fölsku flaggi ★ ★ ★ Góður samleikur stjarnanna í myndinni gerir hana óvart að spennudrama frekar en spennu- mynd. Ólíkleg en áhrifarík. Michael Rapaport fer með hlutverk í einu bandarísku myndinni sem sýnd er á „Directors Fortnight", mynd Matt- hews Harrison, „Kicked in the Head“. Margar frumraunir á Cannes FRAMBOÐ kvikmynda á Cannes kvikmyndahátíðinni var gríðarlegt í ár. Nýlega var tilkynnt hvaða myndir yrðu sýndar í flokki sem kallast „Director’s Fortnight“. Pierre-Henri Deleau, sem stjórnar valinu í þessum flokki, horfði að sögn á 743 kvikmyndir en það er 150 myndum fleiri en í fyrra. Del- eau sagði í viðtali við Daily Variety að magnið hefði verið ofboðslegt í ár, t.d. hefðu bor- ist 240 bandarískar kvik- myndir. Aðeins ein bandarísk mynd Eingöngu ein bandarísk mynd verður sýnd á „Direct- or’s Fortnight". Það er „Kicked in the Head“, leik- stýrt af Matthew Harrison með Lindu Fiorentino, James Woods, Michael Rapaport, Kevin Corrigan og Lili Tayl- or. Harrison hefur áður stýrt „Rythm Thief“ en annars er stærstur hluti myndanna sem sýndar verða á „Director’s Fortnight" frumraun leik- stjóra. Meðal þeirra sem eiga sína fyrstu kvikmynd á Cannes er David Trueba, bróðir Fernando Trueba sem gert hefur m.a. „Belle Epoque“ og „Two Much“. Mynd Davids heitir„The Good Life“ og er þroskasaga ungs manns. Mohamed Camara er einnig með sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, „Dakan", en hann vakti at- hygli stjórnenda Cannes fyr- ir nokkrum árum með flokki stuttmynda. Af öðrum leikstjórum má nefna Alain Berliner („Ma Vie en Rose“), Gaston J.M. Ka- bore (,,Rabi“), Jose Luis Guer- in („Train of Shadows“), Udayan Prasad („My Son the Fanatic“), Lynne Stopkewich („Kissed"), Naomi Kawase („Suzaku"), Adama Drabo („Loin-Cloth Power“), Lin Cheng-sheng („Murmur of Youth“), Vyacheslav Krisht- ofovich („A Friend of the Deceased“), og Ferzan Ozpe- tek (,,Hamam“). jr^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.