Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 19
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
BRYNJÓLFUR Helgason, aðstoðarbankastjóri Landsbanka ís-
lands, og Ralf Galme, forstjóri ETS, handsala samninginn að lok-
inni undirskrift í Leifstöð í gær.
Virðisaukinn
endurgreiddur
við heimkomu
Grindavík. Morgunblaðið.
ÍSLENSKIR ferðamenn á heimleið
þurfa ekki lengur að eyða tíma í
að fá virðisaukaskatt endurgreidd-
an í erlendum flughöfnum heldur
geta fengið endurgreiðsluna í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar við heimkom-
una þar sem Landsbanki íslands
ogETS, Europe Tax-free Shopping
á íslandi hf. hafa undirritað samn-
ing þar sem Landsbankinn mun
annast þessa þjónustu.
Frá og með 1. maí verður bank-
inn tengdur alþjóðlegu tölvukerfi
ETS. Kerfi þetta nær til 120 þús-
und verslana í 23 Evrópulöndum.
íslendingar á heimleið þurfa nú
aðeins að sýna tollayfirvöldum í
innkaupslandinu vörurnar og fram-
vísa ETS tékkum og vegabréfí, og
fá stimpil sem staðfestir útflutning-
inn.
Farþegar hafa fram til þessa
þurft að innleysa ávísamir erlendis
en framvegis er það óþarfí þvl útibú
Landsbankans í Leifsstöð getur inn-
leyst alla ETS tékka og þar er opið
allan sólarhringinn alla daga ársins.
Sérstök hraðþjónusta verður í boði
fyrir viðskiptavini bankans sem
geta látið millifæra endurgreiðslufj-
árhæðina á viðskiptareikning sinn.
Samstarf Landsbankans og ETS
hófst í júní í fyrra er bankinn hóf
að endurgreiða erlendum ferða-
mönnum virðisaukaskatt vegna
kaupa á vörum hér á landi. Starfs-
semi þessi hlaut strax mjög góðar
viðtökur og hefur að mati Kaup-
mannasamtakanna stuðlað að auk-
inni verslun erlendra ferðamanna á
íslandi. Með samningi þessum er
þjónusta bankans útvíkkuð þannig
að hún nær einnig til íslendinga sem
eru á heimleið.
Ályktun aðalfundar Sameinaða lífeyrissjóðsins
Ný löggjöf nái til
allra lífeyrissjóða
AÐALFUNDUR Sameinaða lífeyr-
issjóðsins haldinn 28. apríl 1997
telur brýnt að sett verði löggjöf um
starfsemi lífeyrissjóða er nái til allra
lífeyrissjóða í landinu. í slíkri lög-
gjöf þarf að skilgreina þær kröfur
sem gerðar eru til lífeyrissjóða um
greiðslu ævilangs ellilífeyris, ör-
orkulífeyris, bamalífeyris og maka-
lífeyris. Jafnframt þarf að gera
skýran greinarmun á tryggingum
og frjálsum sparnaði segir í ályktun
aðalfunda Sameinaða lífeyrissjóðs-
ins sem Morgunblaðinu hefur bor-
ist.
Ennfremur segir: „Almennu líf-
eyrissjóðimir em stofnaðir með
fijálsum kjarasamningum aðila á
vinnumarkaði og njóta ekki ríkis-
ábyrgðar. Óþolandi er sú stefnu-
mörkun, sem fram kemur hjá fjár-
málaráðherra og einstöku hags-
munaaðilum, að rikisvaldið eigi að
hlutast til um innri mál sjóðanna
með því að breyta 10% lágmarks-
skylduiðgjaldi sjóðanna á sama tíma
og Alþingi hefur ákveðið skylduað-
ild að Lífeyrissjóði starfsmanna rík-
isins, lágmarksiðgjald hans skuldi
vera 15,5%, og sjóðurinn njóti fullr-
ar ríkisábyrgðar.
Fijáls lífeyrissparnaður umfram
greiðslur samkvæmt kjarasamning-
um eða lögum er af hinu góða og
sjálfsagt að þeir aðilar sem mest
hafa unnið að lífeyrismálum í land-
inu, þ.e.a.s. lífeyrissjóðirnir hafi
heimild til jafns við aðra til þess
að taka við slíkum sparnaði og því
óásættanlegt, að þeir séu útilokaðir
frá slíku eins og frumvarp fjármála-
ráðherra gerir ráð fyrir."
DASA vill kaupa her-
gagnadeild Siemens
Friedrichshafen, Þýzkalandi. Reuter.
ÞÝZKA flugiðnaðarfyrirtækið Da-
imler-Benz Aerospace AG (DASA)
kveðst vilja kaupa hergagna- og
raftækjadeild Siemens AG í útboði
sem fara mun fram fljótlega.
Werner Heinzmann úr stjórn
DASA kvað fyrirtækinu mikinn hag
í að kaupa eldflaugafyrirtæki Siem-
enss. DASA er deild í bifreiðafyrir-
tækinu Daimler-Benz.
Að sögn Heinzmanns hefur DASA
einnig áhuga á að sameina eld-
flaugafyrirtækið Diehl GmbH & Co
í Núrnberg og yrði slíkur samruni
liður í heildarendurskipulagningu.
Vegna niðurskurðar á herútgjöld-
um vil DASA fækka starfsmönnum
við eldflaugasmíði í 1050 úr 1500
og íhugar lokun verksmiðju sinnar
í Nabern í f Baden-Wúrttemberg.
Lítil árangur hefur náðst í viðræð-
um við Diehl þar sem fyrirtækið vill
ekki meirihlutaraðild DASA, þótt
það framleiði færri eldflaugar.
Aðalfundur Almenna hlutabréfasjóðsins hf.
Eignir sjóðsins þre-
földuðust árið 1996
HAGNAÐUR Almenna hlutabréfa-
sjóðsins nam 23,5 milljónum króna
í fyrra samanborið við 33 milljóna
króna hagnað árið 1995. í frétt seg-
ir að heildarávöxtun hlutafjár hafi
verið um 43% árið 1996 að teknu
tilliti til 10% arðgreiðslu.
Á árinu var hlutafé sjóðsins aukið
um 200 milljónir króna og nam það
í lok ársins tæpum 377 milljónum
króna. Heildareignir Almenna hluta-
bréfasjóðsins þrefölduðust á árinu,
voru um 217 milljónir króna í byijun
þess en rúmar 647 milljónir króna
í lok ársins. Hlutfall hlutabréfa af
heildareign félagsins var á bilinu
45-70%. „Það meginmarkmið með
rekstri félagsins, að skapa einstakl-
ingum og lögaðilum tækifæri til
langtíma fjárfestingar í vel áhættu-
dreifðu verðbréfasafni náðist því vel
á síðasta ári,“ segir ennfremur í
frétt.
Hluthöfum Almenna hlutabréfa-
sjóðsins hf. fjölgaði um 1.524 á ár-
inu, úr 928 í ársbyijun í 2.452 í
árslok, sem er um 165% aukning. Á
árinu var ráðist í söluherferð nýs
hlutafjár í samvinnu við Vátrygg-
ingafélag íslands. Viðskiptavinum
VIS gafst í fyrsta sinn tækifæri til
að kaupa verðbréf hjá svæðisskrif-
stofum og umboðsmönnum VÍS.
Árangurinn af samvinnunni varð
góður og alls fóru um 25% af sölu
nýs hlutafjár í desember fram í
gegnum söluskrifstofur VÍS. Stefnt
er að áframhaldandi samstarfi við
VÍS um aukna þjónustu við hluthafa
Almenna hlutabréfasjóðsins.
Á aðalfundi sjóðsins sem var hald-
inn 22. apríl sl. var samþykkt að
greiða 10% arð til hluthafa og er
áætlað að arðurinn verði greiddur
út um miðjan maí. Á aðalfundinum
voru þeir Sigurbjörn Gunnarsson,
Þórður S. Gunnarsson og Gunnar
Birgisson kosnir í stjórn sjóðsins en
daglegur rekstur Álmenna hluta-
bréfasjóðsins er í höndum Fjárvangs
hf.
BLAÐAUKI
&
í blaðaukanum Húsinu og garðinum verður að þessu sinni lögð
áhersla á nvjmigar og hugmyndir fyrir hús- og garðeigendur. Þar
verður þ\i að finna ýmsan fróðleik um garðrækt og viðhald húsa,
jafiit fyTir leikmenn sein fagmenn.
Meðal efiiis:
• almanak hús- og
garðeigandans
• sólpallar og -skýli
• grillaðstaða
• gangstígar, hellur og
bílastæði
• heitír pottar
• gróðurhús og iuglahús
• verkfæraskúrar og
ruslageymslur
• tól og tæki garðcigandans
• gluggar og hljóðeinangrun
• lýsing og húsamerkingar
• þaltefhi og ináhiing
• girðingar og fúavöm
• leikaðstaða fyrir bömin
• klipping tíjáa
• matjurtir og lífrænar
skordýravamir
• o.m.fl.
Stumndaginn 11. maí
Skilafrestur atiglýsingapantana er til ld. 12.00
mánudaginn 5. mai.
Allar nánari upplýsingar veita starfsmemi auglýsingadeildar
í síma 569 1111 eða í bréfsíma 569 1110.
kjarni málsins!